Alþýðublaðið - 21.03.1963, Side 9
!<m flugstjóri í Grænlandsflugi Gljáfaxa. Myndin er tekin úti á ísn-
a farartækin á þessum slóðum eru hundasleðar. Betra er aS vera vel
27 stig og hvasst að auki.
IÐINGAR UM
rUNDAVINNU
og einangruð. Erlend áhrif — til
ills eða góðs — hverfandi og rösk-
uðu lítt því uppeldiskerfi, sem þjóð
in átti við að búa um aldaraðir.
Þetta er í stuttu máli bakgrunn-
ur þjóðlífsmyndar, sem blasað hef
ur við æsku undangenginna kyn-
slóða. Á síðustu áratugum hefur
margt gengið úr skorðum í ís-
lenzku þjóðlífi. Velmegun og sér-
þekking á öllum sviðum ryður úr
vegi flestum þeim máttarstoðum
er bókleg og verkleg ménning
hvildi sem fastast á. Sú leið æsk-
unnar til manndóms og þroska,
sem bundin var daglegum störfum
Þjóðarinnar við hlið föður eða
móður, er nú illfær. Almenn vel-
megun og tækniþróun hefur nú
stuðlað að örari uppbyggingu en
| dæmi eru til áður. í Reykjavík og
j víðar rísa upp ný hverfi á undra-
; skömmum tíma, byggð fólki úr
fjariægum héruðum með ólík sjón-
armið og uppeldisvenjur. í annriki
þessa fólks og umstangi hafa tengsl
I rofnað milli feðra og barna. Heim-
: ilin hætta að vera þær' uppeldis-
stöðvar, sem áður og kirkjan miss-
' ir úr höndum sér leiðsögn og for-
ustu í menningu og uppeldismál-
| um, en við taka kerfisbundnar
’ menntastofnanir. Um kosti og galla
þessa fræðslukerfis getum við deilt,
hitt er óumdeilanlegt að í gamla
farið verður aldrei stigið. Skólarn
ir hafa í æ ríkara mæli tekið á
sínar herðar einn meginþátt upp-
eldisins, en mótun æskunnar verð-
ur að öðru leyti mjög háð því um-
hverfi og þeim félagsskap, sem hún
lendir í. Ef huga er rennt að þeirri
staðreynd, að nýju hverfin eru sorg
lega snauð af aðlaðandi og þrosk-
andi viðfangefnum við hæfi æsk-
Framh. á 13. síðu.
Hvaö þýðir
heiti bílsins?
Hér heldum við áfram að greina
frá uppruna þeirra nafna, sem
ýmsar bíltegundir heita og tökum
upp þráðinn, þar sem við hættum
síðast.
ROLLS ROYCE. Framleiðsla á|
Rolls Royce hófst árið 1901. Tæknl I
fræðingur að nafni Frederick Hen-
ry Royce, teiknaði bílinn, en skorti
fé til að geta framleitt hann. Þess
vegna gekk hann í félag við mann
að nafni Charles Rolls.
SAAB. Þetta er stytting á verk-
smiðjunafninu, Svenska Aeroplan-
aktiebolaget.
SKODA. Verkfræðingurinn Emil
von Skoda, stofnaði stál- og fall-
byssuverksmiðjurnar Skoda í Pils-
en í Tékkóslóvakíu. Framleiðsla
bifreiða hófst á vegum Skoda eftir
síðari heimsstyrjöldina.
STUDEBAKER. Þessi verk-
smiðja var stofnuð árið 1852 af
Studebaker-bræðrum. Fyrsti Stude
baker bíllinn var framleiddur ár-
ið 1904.
VOLVO er latína og þýðir: ég
velt.
LITILL „RUSSI
áá
Meðfylgjandi mynd er af rúss-
neskum smábíl, Zaporozehts, sem
er í svipuðum stærðarflokki og
minnstu Fiat-bílarnir. Rússar beita
sér lítt að því að framleiða bíla
fyrir innan lands markað, því nú
er þriggja til fjögurra ára af-
greiðslufrestur á Moskovits bílun-
um, sem hægt er að fá keypta
hérlendis án ærinnar fyrirhafnar.
Rússnesku bílarnir eru geysidýr-
ir í Rússlandi, þar kostar einn
Moskovits jafnmikið og tyeir
Volkswagen bílar.
RUMGÓÐUR SMÁBÍLL
Hið opinbera hefur tekið þá af-
stöðu, að einkabilar séu alls ekki
nauðsynlegir, nema síður sé, því
sovétborgarar eigi alltaf að geta
leigt sér bíla með örstuttum fyi>
irvara.
í Moskvu er nú verið að byggja
mikinn f jölda sambýlishúsa, og er
tekið til þess, að ekki eru byggð-
ir bílskúrar við eitt einasta sam-
býlishús, sem þar rís.
Smábíllinn, sem myndin er af,
mun liafa slæmt orð á sér, jafn-
vel meðal hinna bílþyrstu Rússa.
Ekki mun vera til neinn bíll af
þessari gerð hér á landi, enda
munu gæði þeirra ekki slík, að
Rússar telji sér henta að flytja
þá úr landi.
Hér birtum við mynd af NSU
Prinz, sem orðið hefur mjög vin-
sæll hér á íslandi.
Prinzinn er framleiddur í verk-
smiðjunum í Neckarsulm í Vestur-
Þýzkalandi, scm eru meðal elztu
framleiðenda vélknúinna farar-
tækja í Evrópu. Þetta er fjögurra
manna bíll, og þótt hann virðist
ekki stór til að sjá, þá er hann
satt að segja ótrúlega rúmgóður,
þegar fjórir farþegar eru komnir
í hann.
toppventlum. Þrýstihlutfallið er
1:7,5. Vél, gírkassi, kúpling og drif
er allt sambyggt og drifásar tengd
ir með hjöruliðum. Gírar eru fjór-
ir áfram og einn aftur á bak, all-
ir samstUItir.
Umboðsmenn gefa upp, að ben-
zíneyðsla Prinzins hér á landi sé
6-7.5 lítrar á 100 kílómetra.
Það er Fálkinn h.f., Laugavegi
24, sem hefur innboð fyrir NSU
Prinz á íslandi. I
í Svíþjóð voru á síðastliðnu ári
144 bílar á hverja 1000 íbúa.
Eins og sjá má á meðfylgjandi
mynd, er neðri gluggalínan sér-
staklega lág, en það hefur í för
með sér, að útsýni úr bilnum verð
ur afbragðsgott.
Vélin í NSU Prinz er 36 hest-
afla, 600 cc. f jórgengisvél.'Hún er
tveggja strokka, loftkæld og með
ALÞYÐUBLAÐIÐ - 21. marz 1963 $