Alþýðublaðið - 22.03.1963, Page 3

Alþýðublaðið - 22.03.1963, Page 3
starfa í Rætt við Björn Jónsson BJÖRN Jónsson, framkvæmdastj. öryggisþjónustunnar á Reykja- víkurflugvelli, hefur sagt starfi sínu lausu og flytzt til Parísar í næsta mánuði, þar sem hann liefur ráðið sig til að minnsta kosti þriggja ára hjá alþjóða- flugmálastjórninni. Alþýðublað- ið ræddi skamma stund við Björn í gær og spurði hann um ferð hans og fyrirætlanir. Björn sagði, að hann myndi liafa með að gera samræmingu flugumferðarmála á því svæði, sem alþjóð'aflugmálastjórnin sér um, en það er í Evrópu, Afríka og á Norður-Atlantshafi. Björn starfaði hjá alþjóðaflugmála- stjórninni í París frá 1. ágúst 1961 til 1. ágúst 1962, svo að hann er engan veginn ókunnugur á þessum slóðum. — Þarna er yðnr að sjálfsögð'u boðið upp á miklum mun glæsi- legri kjör en hér fást? — Já, óneitanlegra, og auk þess mikil fríð'indi í sambandi við skatta og annað. Björn fer utan með fjölskyldu sína, og aðspurður um það, hvort ■ hann hyggðist koma hcim aftur sagði hann: — Auðvitað kemur maður aft I ur. Það er gefið heimfararleyfi annað hvert ár, og auk þess býst ég við' að koma hér við oftar, til þess eru möguleikar í starfinu. — En þér ætlið ekki að koma aftur til starfs hér heima? — Því ræður ríkisstjórnin. AMERIKA Frh. úr Opnu. skýrðu Kennedy forseta frá áhyggj um sínum vegna „vinstri tilhneig- inga“ á Karíbahafssvæðinu. Ríki þessi líta t.d. Romulo Betanourt, Venezúelaforseta og Juan Borscli forseta Dóminikanska lýðveldisins, illu auga. Einkum hafa leiðtogar þessara ríkja áhyggjur af því, að José Juan Arevalo takist að ná kosningu til forseta í Guatemala og Andreas Alvarado Puerto í Honduras. NÁÐU N.. Frh. af 16. síðu. pest, án þess að löndin taki upp stjórnmálasamband. Stjórnmálafréttaritarar telja, að meðal þeirra, sem væntanlega verð ur sieppt úr fangelsi, séu Istvan I Bibo, prófessor í þjóðarrétti og fylgismaður Imre Nagy, ungverska forsætisráðherrans, sem tekinn var af lífi. Bibo var dæmdur í ævilangt fangelsi. Einnig er sagt, að nokkrir blaða menn verði látnir lausir, þ. á. m. \ Gyula Obersovszky, sem fékk dauðadóm, en dómnum var breytt í ævilangt fangelsi, Peter Foeldes, Sandor. Bihari og Fernec Kunsz- abo, verði væntanlega sleppt úr haldi. BYGGT Framhald af 5. síðu. lánveitingar þessar. og leita sam- vinnu við húsnæðismálastjórn um fyrirkomulag. Miðað skal við, að allar íbúðirn- ar í húsi því, er um ræðir í 2. lið, og a. m. k. helmingur þeirra íbúða, sem um ræðir í 1. og 3. tl., verði í eigu borgurinnar og leigðar út, en borgarráði falið að kveða nánar á um málið, m. a. ákveða söluskil- mála þeirra íbúða, sem kunna að verða seldar einstaklingum. Að því skal stefnt, að íbúðir, skv. 1,— 3. tl., verði allar fuligerðar, nema "borgarráð telii sérstaka ástæðu til að víkia frá því pð einhverju leyti um ibúðir, sem kunna að verða seldar. Borgarráði er faiið að ganga frá reglum um ráðst.öfun leiguíbúða borgarinnar og ásamt borgarstjóra að sjá nánar um framkvæmdir all- ar. MOKVEIÐI LANDBURÐUR af fiski er nú á Vestfjörðum. Er unnið dag og nótt í verstöðvum og hefst þó ekki undan. Hvað mest er að gera á Patreks- firði, og mun nú vera komið löndunarstopp þar. Þangað kom þó Helgi Helgason 'í gær með 70 tonn af fallegum þorski veiddum í net, og Dofri með 40 tonn, en gat j þó ekki dregið öll netin. Veður var gott á miðunum. Framh. af 1. síðu úr fjórða bekk Kvennaskólans í Reykjavík annast uppsettn- ingu starfsheita, og nokkrir ung ir kennarar koma fyrir húsgögn um fyrir leiðbeinendur og gesti. Starfsfræðsludagurinn er fyrst og fremst ætlaður ungl- ingum á aidrinum 14—20 ára, enda ekki ráðlegt að hef ja starfs fræðslu meðal yngra fólks en 14 ára. Börn undir 12 ára al munu naumast eiga erindi á starfsfræðsludag. Áríðandi er, að unglingar, sem heimsækja starfsfræðsluna í Iðnskólanum séu búnir að gera sér nokkra grein fyrir ,því, um hvað þeir ætla að spyrjá fag- mennina, sem þar verða tii við- tals. Mjög æskilegt er, að for- eldrar og kennarar unglinganna ræði við þá um starfsí ræðslu- daginn og komi með þeim í Iðn skólann, ef aðstæður leyfa. Nokkur fræðslurit verða fáan leg í Iðnskólanum þennan dag, unglingum að kostnaðarlausu, en á starfsfræðsludaginn sjálf- an má engin sala fara fram. Fréttamenn spurðu sálfræð- inginn að' því, hvaða starfsgrein ar væru nú vinsælastar og hvort vinsældirnar væru mcir háðar tízku eða líklegum afkomu- möguleikum. Svarið var á þá leið, að' því miður réði tízkan miklu um áætlanir unglinganna og áberandi væri, hvað fáir vissu, um hve margt væri að ræða. Gilti það sérstaklega um þá mörgu, sem vildu leggja út í einhvers konar iðnnám, telj- ast mætti gott, ef að þeir kynnu skil á 10 af 61 löggiltri ið'n- greiu á íslandi. Óskir og íhuganir ungling- anna færu og mjög eftir greind þeirra. Greindustu piltarnir hefðu tvö undanfarin ár spurt mikið um þær atvinnugreinar, sem þeir gætu haft réttindi til að stunda, bæði hér heima og er lendis með þá það á bak við eyr að, að flytjast af landi brott. Var þá einkum um að ræða verkfræði og læknisfræði, — en nú síðasta ár, hefur heldur dreg ið úr bollaleggingum um fram- tíð erlendis. Fjölmargir piltar hafa áhuga á einhvers konar tækninámi. Fyrir um það bil 5 árum höfðu flestir áhuga á ein hverju £ sambandi við flug, og er það' enn vinsælt, en fleira kemur nú til greina. Margir hugsa til einhvers konar iðn- náms, en ekki helmingur þeirra gerir sér grein fyrir, hvers er krafizt í náminu. Það, sem er mest áberandi hjá stúlkunum, segir sálfræð- ingurinn vera það tvennt, að þær greindari kosti kapps um að afla sér einhverrar mennt- unar, sem gefi þeim einhvcc ákveðin réttindi, þó svo að þær ætli að gifta sig og verða mæð- ur, hins vegar er það áberandi, að stúlkur halda margar starfs- greinar lokaðar fyrir sig, sem í rauninni eru þeim opnar. Má þar til nefna verkfræði og ann að slíkt. Það eru einnig margar, sem aðeins ’ vilja gifta sig og læra sem minnst, nema ef til v!ll fara á húsmæðraskóla. — Þær hirða ekki um þá forsjálni, aö afla sér réttinda, sem í hag kæmu, ef þær stæðu uppi ekkj- ur eða fráskildar. Þær, sem lengra hugsa, spyrja einkum um tungumála- nám, ýmsar um læknisfræði, náttúrufræði og ýmsar iðngrein ar, silfur- og gullsmíð, bókband, prent og fleira. Sálfræðingur- inn sagðist þekkja íslenzka konu, sem hefði lagt fyrir sig trésmíði, og væri hún þjóðhaga- smiður. Ilún hefði getiö sér gott orð sem smiður, bæði í Höfn og í París. En þrjár at- vinnugreinar eru ævinlegá vin sælar hjá stúlkum: hárgreiðsla, hjúkrun og' flugfreyjustörf og eru nokkur áraskipti á því, hvað þessara starfa er vinsælast. Alltaf eru svo nokkrar stúlk ur, sem vilja bjarga heiminum, sagði sálfræöingurinn. Um 109 stúlkur vilja ár hvert komast í Iögregluna, — ekki endilega kvenlögreglu heldur götulög- reglu og ætla þær í starfi !sínu að uppræta alls kyns ósóma, s - o sem drykkjuskap og afbrot. — Miklu minna ber á slíkum kö!I- unum meðal pilta. Þeir íiafa mun meiri áhuga á að fá eitt- hvað það starf, sem er létt en vel launað. Yfirleitt gætir mikl um mun minna hugsjóna nú meðal unglinga en þegar starfs- fræðslan hófst fyrir átta árum, sagði sálfræðingurinn að lokum. Stór skref í fræðslumálum Frh. af 5. síðu. Þá eru eftirfarandi ákvæði um menntadeild: „í skólanum starfar Menntadeild er taki til starfa eigi siðar en fjór- um árum eftir gildistöku laga þess- ara. Lokapróf úr menntadeild er stúdentspróf og veitir það rétt- indi til inngöngu í háskóla með þeim takmörkunum, sem sett eru í lögum hans og reglugerð. Náms- kröfur til stúdentsprófs frá Kenn- araskóla íslands skulu sambærileg ar ki-öfum til stúdentsprófs menntaskólanna þó þannig, að heimilt er að láta próf í uppeldis- og kennslufræðum frá almennu kennaradeildinni gilda til stúd- entsprófs og fella niður, innan tak marka sem ákveðin eru í reglu- gerð, annað námsefni, sem því svarar, á svipaðan hátt og gert er um sérgreinar í mála- og stærð- fræðideild um menntaskólanna“.“. í kafla írumvarpsins um inn- tökuskilyrði segir, að rétt til inn- göngu í 1. bekk hinnar almennu : kennaradeildar veiti landspróf með ákveðinni lágmarkseinkunn og fullgilt gagnfræðapróf bóknáms deildar með lágmarkseinkunum í nokkrum aðalgreinum, sem reglu- gerð ákveði enda gangi gagnfræð- ínear undir viðbótarnróf í ein- s+ökum greinum, ef þörf krefji, svo að tryggt sé að þeir hafi lokið prófi sem samsvari námi til lands- prófs miðskóla. Menntamálaráðherra , Gylfi Þ. Gíslason sagði, að frumvarpið hefði verið sérstaklega vel undir- búið. Það fullnægði óskum Kenn- araskólans og kennarastéttarinnar og það hefði samþykki háskólaráðs og rektors Menntaskólans í Reykjavík en með því að svo væri ætti að vera auðvelt fyrir Alþingi að taka afstöðu til frumarpsins og veita því skjótan framgang. Þórarinn Þórarinsson (F) kvaddi sér hlióðs, er menntamálaráð- herra hafði lokið máli sínu. Kvaðst hann fagna frumvarp- inu og vera sammála þeirri breyt- ingu, er það gerði ráð fyrir á Kenn araskólan um. — En hann kvaðst vilja leggja áherzlu á það, að samhliða þeirri breytingu væri nauðsynlegt að bæta launa- kjör kennara, þar eð ella mundu kennaraskólanemar siður leggja út í kennslustörf, er þeir gætu nú haldið áfram námi í háskóla. Þá kvaðst hann vilja spyrja mennta- málaráðherra hvort frumvarpið mundi nokkur áhrif hafa á ráða- gerðir stjórnarvaldanna um að byggja nýtt hús fyrir Menntaskól- ann í Reykjavík. Menntamálaráðherra þakkaði Þórarni stuðning við frumvarpið og sagði, að samþykkt þess mundi engin áhrif hafa á fyrirætlanir um nýjar byggingar fyrir Mennta- skólann í Reykjavík. Það væri nú verið að ijúka við teikningar að viðbótarbyggingu við hús Mennta- skólans við Lækjargötu og yrði hafizt handa um framkvæmdir þar í vor og þeim væntanlega lokið í haust. Auk þess væri ráðgert að byggja nýtt menntaskólahús í Austurbænum. Menntamálaráð- herra sagði, að þegar hefðu verið gerðar miklar leiðréttingar á laun um kennara. Gefið hefði verið út erindisbréf um störf og vinnu- j tíma kennara og í framhaldi af því |væri unnt að ákveða aukagreiðsl- ur til kennara ef þeir ynnu meira en hin reglulega vinnutíma. Ráð- herrann sagði, að nú stæðu yfir viðræður miili kjararáðs BSRB og samninganefndar ríkisstjórnarinn- ar um launakiör oninberra starfs- manna og þar á meðal um laun kennara. Saeði menntamálaráð- herra, að ríkisstiómin hefði fuli- an skilning á því að bæta þyrfti mjög veruiega launakjör kennar*- anna. Hjálp Framh. úr opnu. Bláa bandið eru viðurkennd sjúkra hús og ekki munu vera fá'r varan- legir öryrkjar meðal vistmanna þar. Ýmislegt fleira þarf gaumgæfilegr ar athugunar við áður en að svo mikilvægari skipulagsbreytingu yrði horfið. M.a. er þörf upplýsinga um fjárhagsleg atriði í sambandi við slíka breytingu, ef ekki á að verða röskun á fjárhagsgrundvelli trygginganna og heildarframlögum ríkissjóðs og sveitarféiaga til sjúkrasamlaga, lífeyristrygginga og ríkisframfærslu. Hefur nefndin því ríkisframfærslu haldist óbreytt um miðað frumvarpið við, að lögin um sinn, en væntir þess, að á þessum málum reynist innan skamms unnt að finna viðunandi lausn. STÆKKUN Frh. af 5. síðu. sagt, að sá hluti Kjalarneshrepps, sem er austan Kleifa, verði sam- einaður Mosfellshreppi, svo sem ráð er fyrir gert í frumvarpi; þessu. Ekki þykir ástæða til að gera sérstaka grein fyrir cinstökum greinum þessa frumvarps. Þær skýra sig sjálfar. ALþÝÐUBLAÐIÐ - 22. marz 1^63 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.