Alþýðublaðið - 22.03.1963, Qupperneq 9
að ýmsar þaer stofnanir, sem viður
kenndar hafa verið af ríkisfram-
færslunni, eru ekki viðurkenndar
sem sjúkrahús, og má sem dæmi
nefna sjúkradeildir elliheimila og
fávitahæli. Hvorugum þessara agn
úa er til að dreifa, ef lífeyristrygg
ingar taka á sig þyngstu byrðarnar.
í öðru lagi yrði aðeins hálfur á-
vinningur að breytingunni fyrir þá
aðila, sem framkvæmd þessara
mála annast, ef t.d. gamla fólkið
yrði flutt af ríkisframfærslu yfir á
lífeyristryggingarnar. Gera yrði
ráð fyrir, að jafnframt yrði efna-
hagsyiðmiðun hætt í sambandi við
lírskurði, og mundi það bæði vera
réttarbót og spara vinnu. Hins veg
ar mundi læknisfræðilega hliðin
verða jafnflókin og áður, og í stað
deilna milli einstakra sjúkrasam-
aga og ríkisframfærslunnar mundu
sjúkrasamlög og lífeyristryggingar
deila um það, hvorum aðilanum
bæri að greiða sjúkrahúsvist í ein-
stökum tilfellum. Læknisfræðilega
er oft miklum erfiðleikum bundið
að skera úr um slík atriði, og kæmi
því til ájita, hvort heppilegra væri
að fá til úrskurðar mikinn fjölda
mála, þar sem um skamma sjúkra-
húslegu er að ræða, eða láta sjúkra
samlög ætíð bera kostnað af legu
j nokkurn tíma, en slíkt veldur auk-
jinni vinnu við að fylgjast með
sjúkrahúsvist samlagsmanna. Fram
kvæmdin hlyti því að verða mikl-
um mun auðveldari, ef öll sjúkra-
húsvist ósamt nauðsynlegri hælis-
vist yrði á vegum lífeyristrygginga,
hafi viðkomandi náð tilteknum
aldri. Hið sama er að segja um þá,
sem yngri eru, einfaldara hlýtur
að vera að greina á milli þess, hvort
viðkomandi er varanlegur öryrki
eða ekki, en fara eftir sjúkdóms
greiningu og láta sjúkrasamlög e.t.
v. greiða fyrst tiltekið tímabil, óður
en lífeyristryggingarnar taka við.
Hins vegar er sennilega ekki að
sama skapi og með gamla fólkið
I ástæða til að lóta alla sjúkrahús
vist öryrkja hvíla á lífeyristrygg
ingunum, þar eð hér er um tak-
markaðri hóp að ræða og hjá mörg
um öryrkjum er ekki ástæða til að
ætla, að um sjúkrahúsvist þurfi
fremur að verða að ræða en hjá
starfhæfu fólki.
Megingallinn við framkvæmd
slíkrar breytingar, sem hér um ræð
ir virðist vera sá, að mörkin milli
sjúkradeilda og almennra deilda
elliheimila séu víða hvergi nærri
skýr, og þar af leiðandi verði enn
erfiðara en nú að skera úr um rétt
inn til greiðslu fulls dvalarkostn-
aðar, þegar sami aðili á að kveða á
um slíkt og hækkun samkvæmt 23.
gr. núgildandi almannatrygginga-
laga. Þess galli kæmi að sjálfsögðu
einnig fram, þótt hin leiðin, sem
að framan er getið, yrði farin.
Eins og áður er nefnt, yrði nauð
synlegt að gera ráðstafanir vegna
hæla fyrir drykkjusjúka menn, þar
eð hvorki Gunnarsholt, Úlfarsá né
Framhald á 3. síðu.
SIGGA VIGGA OG TILVERAN
KUBU-MÁLIÐ er mikilvægasta
umræðueínl á fundi Kennedys
Bandaríkjaforseta og leiðtoga
hinna sex ríkja Mið-Ameriku,
Guatemala, E1 Salvador, Honduras,
Nicaraagua, Panama og Costa
Rica þessa dagana. Einnig eru efna
hagsmál ríkjanna til umræðu. Rík-
in eiga við alvarlega efnahagsörð-
ugleika að etja og óska eftir auk-
inni bandarískri aðstoð til þess
að leysaþá.
Ástæðan til þess að Kúba er
mest aðkallandi vandamálið er sú,
að byltingarólgan, sem á rætur sín-
ar að rekja til bylfingarinnar á
Kúbu og Castro kyndir undir getur
hæglega orðið að beinni byltingu í
löndum latnesku Ameríku. Á þann
hátt geta framtíðaráætlanir um
hæga þróun í átt til heilbrigðari
þjóðfélagshátta orðið að engu.
Ríkjum Mið-Ameríku er talin
stafa sérstök hætta af kúbönsku
byltingunni, enda er Kúba ekki
langt í burtu. Einnig búa ríkin,
sem eru lítil, við óstöðugt stjórnar-
far og slæman efnahag. Að þessu
leyti er Costa Rica undantekning.
Þar ríkir lýðræði og þar hafa kosn
ingar verið haldnar reglulega; síð-
an 1948.
En yfirleitt er þessum svæðum
mjög hætt við áhrifum frá Kúbu.
Auk Venezúela liggja leiðir kúb-
anskra útsendara oftast til þessara
sex ríkja.
"k Sammarkaður
Fyrir liggja áætlanir um, að
koma efnahagslífinu í Mið-Amer-
íku á traustari grundvöll. Gerðar
hafa verið ráðstafanir til þess að
stofna sameiginlegan markað, sein
á að ná til allra íbúanna, sem eru
12 milljónir. Gert er ráð fyrir, að
alger, efnahagsleg sameining hefi
verið framkvæmd fyrir árið 1970.
Ríkisstjórnirnar óska eftir'næg-
um tíma, og af þeirri ástæðu er
nauðsyn að stemma stigu fyrir á-
hrifum frá Kúbu. Kennedy forseti
jverður ugglaust minntur á fullan
' stuðning, sem Mið-Ameríkuríkin
veittu honum í Kúbu-deilunni í
fyrrahaust.
Á ráðstefnunni, sem haldin er í
San José, höfuðborg Costa Rica,
' munu ríkin jafnframt fara þess
I á leiit við Bandaríkin, að þau
| taki harðari afstöðu gegn öðrum
i ríkjum Ameríku, sem að þeirra á-
| liti sýna „veikleikamerki" gagn-
vart Kúbu. Hér er ótt við Mexíkó,.
Brazilíu, Uruguay, Bólivíu og Chile
Þau hafa stjórnmálasamband við
Kúbu.
Fréttir herma, að Kennedy verði
hvattur til að leggja hart að ríkj-
um þessum í því skyni að fá þau
til þess að slíta stjórnmálasam-
bandi við Kúbu. Ef slit verða ákveð
in á vettvangi Ameríkubandalags-
ins (OAS) með tveim þriðju meiri-
hluta atkvæða, mun það skuldbinda
öll ríkin til þess að hlíta ákvörð-
uninni samkvæmt Rio-samningn-
um. Þetta gerðist í sambandi við
Dóminikanska lýðveldið 1960.
★ Skiptar skoðanir.
Nefnd á vegum OAS mun bráð-
lega gefa skýrslu um, hve víðtækur
undirróður Kúbubúa er í löndum
latnesku Ameríku. Þessi skýrsla
gæti orðið grundvöllur sameigin-
legra aðgerða. En ekki er hægt að
leyna þeirri staðreynd, að skoðan-
i ir eru skiptar í löndum latnesku
j Ameríku varðandi Kúbu-stefnu
ríkjanna í Vesturheimi.
Þegar nú virðist sem Rússar muni
standa við heit sitt um að senda
heim hermenn síixa á Kúbu er æ
meiri áherzla lögð á að einangra
Kúbu, bæði af bandarískri hálfu
og af hólfu ríkja latnesku Ameríku
Vonazt er til, að þannig megi koma
í veg fyrir neðanjarðar- og undir-
róðursstarfsemi.
Kennedy forseti hefur m.a. á-
huga á, að lönd latnesku Ameríku
banni borgurum sínum að ferðast
til Kúbu, þannig að mönnum verði
meinað að ferðast þangað á lög-
legan hátt til þess að fá þjálfun til
undirróðursstarfsemi. í þessu sam-
bandi hefur athyglin einkum beinzt
að Mexíkó, en hvorki stjórnin þar
né stjórnir annarra ríkja latnesku
Ameríku hafa verið hrifnar af hug
myndinni um að skerða ferðafrelsi.
San José-fundurinn mun vart
marka þáttaskil. Hann er frekar
nýr áfangi á leiðinni til al-amer-
ískrar einingar um stefnuna gagn-
vart Kúbu, ef slík eining er þá yfir
leitt hugsanleg.
★ Fjandskapur við
Mexíkó.
Síðustu fregnir frá _San José
herma, að Bandaríkjamenn hafi
mestan áhuga á efnahagsmálunum.
I Ýmis Mið-Ameríkuríki hafa viljað
láta Kúbu-málið sitja fyrir, en
Bandaríkjamenn hafa skýrt þeim
svo frá, að þeir séu ekki reiðu-
búnir að grípa til þeirra ákveðnu
aðgerða, sem þau hafa krafizt.
Margir fréttamenn telja, að það
mesta, sem vonast er eftir að gert
verði varðandi Kúbu, sé samningur
um, hvernig bregðast skuli við
sendingu undirróðursmanna til
Mið-Ameríku frá Kúbu.
Alvarleg hindrun í þessu máli er,
að Mexíkó tekur ekki þátt í ráð-
stefnunni. Upphaflega var ákveð-
ið að Mexíkanar sendu áheyrnar-
fulltrúa, en stjórn Costa Rica lagð
ist gegn því.
Talið er að Guatemala hafi hót-
að að senda ekki fulltrúa ef Mex-
íkó tæki þátt í ráðstefnunni. Ekki
er vitað um aðra ástæðu fyrir þess
ari afstöðu en rótgróna andúð Mig-
uel Ydigoras Fuentas, forseta á ná-
grannaríkinu í aorðri. Við þessu
var ekki búizt, þar eð Guatemala
mundi hafa mikinn hag af sam-
komulgi við Mexíkó vegna „um-
ferðarinnar“ frá Kúbu, en hún fer
j aðallega um Mexikó.
Nokkur rikjanna, einkum Guate-
mala, Nicarauga og E1 Salvador
Framhald á 3. síffu.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 22. marz 1963 9