Alþýðublaðið - 06.04.1963, Side 7

Alþýðublaðið - 06.04.1963, Side 7
Ökumaðurinn: % var svo sann-1 arlega í fullum rétti, þegar maður inn hljóp fyrir bílinn, og svo segið þér að ég hafi verið í órétti. — Lögregluþjónninn á stáðnum: það er ofur einfalt. Faðir mannsins, sem þér keyrðuð á er borgarstjóri liér, bróðir hans er lögreglustjóri, og sjálfur er ég trúlofaður systur hans. — Er hann góður bílstjóri? — Það er algjör tilviljun, skal ég segja þér ef hann og vegurinn beygja báðir um leið. ★ - Fallega stúlkan: Þér sýnduð mik ið hugrekki, þogar þér björguðuð mér úr eldinum. Slökkviliðsmaðurinn.- Það var nú ekki það versta, ég þurfti fyrst að slá þrjá starfsbræður mína nið- ur, til þess að komast að. ★ — Hvað sagði hanrt að þú vær- ir? — Dusilmenni- — Hvað þýðir það? — Ég veit það ekki, en ég gaf honum sitt undir hvorn til örygg- ís. ir — Mikið er hann Gvendur alltat montinn. — Hugsaðu þér bara. Á síðasta afmælisdeginum sínum sendi hann móður sinni heillaskeyti. ★ Sonurinn: Hvað var stór sá stærsti, sem þú hefur fengið pabbi? Faðirinn: Farðu og spurðu hana mömmu þína. Ég er búinn aB gleyma hvað ég sagði henni að hann hefði verið stór. ★ Jói: Merktirðu staðinn þar sem við veiddum svo mikið? Bói: Já, ég setti skoru í borð- stokkinn á bátnum. Jói: Bölvaður bjáninn þetta var þér líkt. Hvað verður nú ef við fáum ekki sama bátinn? — Hvers vegna segjast konur hafa ver’rð úti að verzla, þegar þaer svo ekki hafa keypt nokkurn skap aðan hlut? — Hvérs vegna segja karlmenn, að þeir hafi verið að veiða, þegar þeir hafa ekki fengið bröndu? ★ Storksungimv. Mamma, hver kom með mig? Iðrandi ir FRÁ ÞVÍ var nýlega skýrt í brezk- um blöðum að fertugur bílstjóri hefði nýlega stöðvað bifreið sína á sveitavegi, stokkið út og vaðið út í á, sem rann skammt frá veginum og bjargað lambi, sem komið var að drukknun. Þegar hann kom aftur að bíl sín um var búið að stela veskinu hans, sem í voru tæpar fimm hundruð krónur. Þrem dögum síðar fékk hann veskið sitt aftur frá „þrem iðrandi drengjum", sem höfðu stolið veskinu og eytt beim pen- ingum, sem í því voru. Þegar þeir heyrðu, hvernig í máiinu lá, seldu þeir loftbyssur sínar til að fá peninga í stað þeirra, sem þeir höfðu eýtt. Bílstjórinn var að sjálfsögðu harla glaður að fá veskið aftur, en sagði um leið, að eiginlega þyrfti hann ekki peninganna við, þar sem skömmu eftir að veskinu var stolið hefði hann unnið tæpar átta þúsund krónur í Bingó spili. „Rock and Rolí' er íón- list hinna hamingjulausu SKORDÝRUM ÚTRÝMT ÞAÐ kom fram fyrir skömmu á ráðstefnu, sem haldin var á veg um Alþjóða heilbrigðismálastofn- unarinnar, (WHO), að ný aðferð hefur verið fundin til að útrýma fluguin og allskyns skaðlegum skordýrum. Þessi aðferð er í því fólgin að karlflugurnar er látnar verða fyr ir geislum, sem gera þær ófrjóar. Einnig er hægt, að blanda vissum efnum í fæðu, sem sett er fyrir fiugurnar eða skordýrin og verða þá áhrifin þau sömu. Þessi aðferð hefur verið notuð með mjög góðum árangri á eyj- unni Curacio í Karabíska hafinu. SU fræga Mona Lisa er nú kom in heilu og höldnu til Frakklands á ný eftir að hafa verið til sýnis á safni í Bandaríkjunum um skeið. Málverkið var flutt yfir hafið með stórskipiHu United States og frá skipshlið var það flutt í fylgd fjölmennrar lögreglusveitar til Louvre safnsins. ROKKIÐ er fyrst og fremst tón list æskunnar. Rokkið gefur börn um, sem eiga við erfiðleika að etja, vonir um að betra taki við. Þetta segir bandarískur próf- essor, sem rannsakað hefur þetta furðufyrirbæri í tvö ár. Við að hlusta á einhverja nýfræga rokk- stjörnu, sem skyndilega hefur birzt á himni dægurlaga tónlist- arinnar vaknar von hjá fjölða unglinga um að öðlast slíka frægð í skjótri svipan. Alveg eins og ævintýri Grimms bræðra og æviníýri H. C. And- ersens voru byggð á vandamálum þeirra tíma, þá byggist rokkið á vandamálum þeim sem nú á dög um blasa við ungu fólki. Óttinn viö einmanaleika, og að verða út undan á þar stóran þátt í. í æv- intýrunum, sem og í rokkinu, verður lausn vandamálsins oft undir tilviljuninni komin. Það hefur komið í ljós við rartn sóknir, eins og flestir bjuggust reyndar við, að það voru léleg- ustu nemendurnir í skólunum, sem mest hlustuðu á rokkmúsife. Þeir sem gátu setið og hlustað á rokk tónlist klukkustundum sam an reyndust flestir einmana og ó- hamingjusamir og komnir úr hin- um svokölluðu neðri stéttum þjóðfélagsins, og mörgum þess- ara unglinga finnst, að þeir séu eltki til neins nýtir. Rannsóknir bandaríska próf- essorsins sýndu ennfremur að við 19 ára aldur hættu flestir ungl- ingar að hlusta á rokk, og álitu þáð þá vera barnalegt. Könnuð var einnig afstaða 25 ára gamals fólks til rokksins og kom í ljós að næst um engir úr þeim aldursflokki hlustuðu á þessa tcgund tónlist- ar. BOSUN, heitir hann þessi hundur, og tók nýlega þátt í hundasýningu í Englaudi, þar sem voru samankomnir hvorki meira né minna en átta þúsund hundar af öll- um stærðum og tegundum. Því miður er okkur ekki kunnugt um hvort þessi heiðurshundur hreppti þar verðiaun eður ei, en vissu- lega ætti hann það skilið, þó ekki væri nema eyrnanna vegna, sem sannarlega eru tignarleg. Laugardagur 6. apríl 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. ______ 8.15 Tónl. — 8,30 Fréttir. — Tón.---9.10 Vfr. — 9.20 Tónl). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fiéttir og tilkynningar). 13.00 Óskalög sjúklinga (Ragnheiður Ásta Pétursdóttir). 15.00 Fréttir. — Laugardagslögin. — (16.00 Veöurfregnir). 16.30 Danskennsla (Heiðar Ástvaldsson). 17.00 Fréttir. — Þetta vil ég heyra: Þórarinn Kristjónssn símritari velur sér hljómplötur. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Bömin í FögruMið" eftir Havor Floden! VI (Sigurður Gunnarsson). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18.55 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir. 20.00 Persónumagnetismi Jóa Péturs", smásaga eftir OTIenry. Giss- ur Ó. Erlingsson þýðir og les. 20.20 Atriði úr söngleiknum „Carousel“ (Hringekjan) — eftir Ric- hard Rodgers og Oscar Hammerstein II. Alfred Drakc, Roberí> Peters o.fl. syngja með kór og hljómsveít undir stjórn Jay Blackton. — Magnús Bjarnfreðsson kynnir. 21.10 Leikrit: „Gálgamaðurinn" eftir Runar Schidt, í þýðingu sér» Sigurjóns Guðjónssonar. — Leikstjóri: Helgi Skúlason. 22.20 Danslög — þ.á.m. leikur Flamingokvintettinn. — Söngvari: Þór Nielsen. 23.10 Dagskrárlok. H9M SJCAfi | ,Jtí • ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 6. apríl 1963 J

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.