Alþýðublaðið - 06.04.1963, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 06.04.1963, Blaðsíða 15
virtist ekki hafa krafta til að brjóta sér leið út úr pappírspoka, hafði barið meistarann svo, að hann varð að geíast upp. Við höfðum gert þetta upp aft ur og aftur frá ellefu um morg- uninn til klukkan sjö, og það var erfiðasta dagsverk, sem ég hafði nokkru sinni unnið í lífi mínu. Loksins hafði stjórnandinn liætt. „Ókei,' strákar og stelpur“, hafði hann æpt í hátalarann, „Ég vil, að þið séuð öll komin hing að klukkan níu í fyrramálið. Ver ið i sömu fötum og þið eruð í núna.“ Rima lagði höndina á hand- legg minn. ,Haltu þig nálægt mér og vertu fljótur til, þegar ég segi þér“. Við ráfuðum áfram rétt á eftir hinni löngu röð af aukaleikur- um, Hjartað í mér barðist, en ég þorði ekki að hugsa um það, sem í vændum var. Rima sagði: „Hérna í gegn“, og hún ýtti dálítið við mér. Við læddumst niður eftir smá- stíg og komum að bakdyrunum á húsi þrjú. Það var auðvelt að komast und ir sviðið. Fyrstu þrjár stundim ar lágum við eins og mýs, log- andi hrædd um, að einhver kynni að finna okkur, en svo um tiu leytið hættu sviðsmennirnir störfum, og við vorum eiu. Þá vorum við bæði aðfram- komin af sígarettuleysi. Við kveiktum í. í daufu ljósinu frá eldspýtunni sá ég hana liggja endilega við hlið mér í rykinu, það stirndi á augun í henni, og lnin fitjaði upp á trýnið. „Þetta verður allt í lagi. Eftir hálftima getum við byrjað." Ég sagði við sjálfan mig, að ég hlyti að vera viti mínu fjær að flækjast í annað eins. Ef við yrðum gripin . . Þá var það, sem ég fór fyrst að verða hræddur fyrir alvöru. Til þess að dreifa huganum, sagði ég: „Hvaða samband er milli ykkar Lowenstien?" Hún hreyfði sig. Mér virtist ég hafa snert viðkvæman blett. „Ekkert.“ ,Reyndu ekki að segja mér það. Hvernig komstu í kynni við slíka rottu? Ilann líktist honum Wilbur vini þínum“. „Þér ferst að tala með sundur- skorið andlitið! Hvað heldurðu, að þú sért?“ fálkinn iiliíftsfilu siftð tr~- Ég kreppti hnefann og lamdi liana fast í lærið. „Haltu kjafti um andlitið á mér!“ „Haltu þá kjafti um vini mína“. Ég fékk skyndilega hugmynd. „Auðvitað — þú færð dópið hjá honum! Hann gæti eins ver- ið með skilti utan á sér, sem það stæði á“. „Þú meiðir mig!“ „Það kemur fyrir að ég gæti kirkt þig. Hann er sekpnan, sem þú færð dópið hjá, er það ekki?“ „Og hvað með það? Ég verð að fá það einhvers staðar, er það ekki?“ „Ég hlýt að vera vitlaus að skipta mér nokkuð af þér!“ „Þú hatar mig, er það ekki?“ ,Hatur kemur þessu máli ekk ert við.“ „Þú ert fyrsti maðurinn, sem ekki hefur viljað sofa hjá mér“, sagði hún og röddin var bitur. „Ég hef ekki áhuga á kven- fólki.“ „Það er alveg jafn djöfullega komið fyrir þér og mér. Þú virð ist bara ekki skilja það.“ „Ó, farðu í andskotann", sagði ég ofsareiður. Ég vissi, að hún hafði rétt fyrir sér. Ég hefði all ur verið í óstandi síðan ég kom af spítalanum, og það sem meira var, það var svo komið, að mér var farið að þykja ágætt að vera í óstandi. „Ég skal segja þér dálítið núna“, sagði hún lágft. „Ég hata þig. Ég veit, að þú ert góður fyr ir mig: ég veit, að þú gætir bjargað mér, en samt hata ég þig. Ég skal aldrei gleyma því hvernig þú fórst með mig, þeg- ar þú kúgaðfa- mig ■ með lögregl- unni. Gættu þin, Jeff. Ég skal íl « ná mér niðri á þér fyrir það, jafnvel þó að við störfum sam- an.“ „Ef þú reynir eitthvað að bekkjast til við mig“, sagði ég og yggldi mig í áttina til henn- ar í myrkrinu, „þá flengi ég þig. Það er það, sem þú þarft: ærlega flengingu." Hún flissaði skyndilega. „Kannski er það það, sem ég þarf. Wilbur var vanur að berja mig.“ Ég færði mig frá henni. Hún var svo spillt og viðurstyggileg, að mér varð ómótt að vera nærri henni. „Hvað er kluklcan?" spurði hún. Ég horfði á sjálflýsandi visana á úrinu mínu. „Hálf ellefu." „Við skulum korna." Þá fór hjarta mitt fyrst að slá fyrir alvöru. „Hafa þeir varðmenn hér?“ „Varðmenn? Til hvers?“ Hún var þegar byrjuð að skríða frá mér, og ég fór á eftir henni. Eftir nokkrar sekúndur stóðum við saman í myrkrinu ná lægt útgöngudyrunum á húsi þrjú. Við hlustuðum. Það heyrðist ekkert hljóð. „Ég skal ganga á undan", sagði hún. „Haltu þig nserri mér.“ Við gengum út úr húsinu út í heita, dimma nóttina. Það var stjörnubjart, en tunglið var ekki komið upp ennþá. Ég gat aðeins greint hana, er hún stanz aði til að horfa út í myrkrið, eins og ég gerði. „Ertu hræddur?“ spurði hún og kom alveg upp að mér. Mér var djöfullega við að finna fyr- ir grönnum, heitum líkama hennar, en bakið á mér nam við vegg hússins, svo að ég komst ekki undan. „Ég er það ekki. Svona lagað hræðist ég aldrei, en ég held, að þú sért hrædd- ur“. „Ókei, svo að ég er hræddur", sagði ég og ýtti henni burtu. „Ertu þá ánægð?“ „Þú þarft ekki að vera það. Þeir geta ekki gert þér neitt verra en það, sem þú ert sjálf- ur búinn að gera þér. Þetta segi ég alltaf við sjálfa mig“. „Þú ert vitlaus! Hvað á svona tal að þýða, eiginlega?" Hún .gekk út í myrkrið og ég á eftir henni. Allan daginn hafði hún verið með tösku í ól yfir öxlina. Þeg- ar hún stanzaði fyrir utan skrif stofu mannaráðningastjórans, lieyrði ég, að hún opnaði renni lásinn á töskunni. Ég heyrði hana fitla við dyrn- ar. Hún hlýtur að hafa verið mjög fær. Eftir nokkrar sekúnd- ur heyrði ég smella í lásmun. Við gengum saman inn á myrka skrifstofuna. Við biðum eftir því að augu okkar vendust daufu skininu frá stjörnunum, sem barst inn um tjaldalausan gluggann. Eftir nokkrar sekúnd ur gátum v'ið greint skrifborðið. Síðan settist hún á gólfið og fór að raula lágt með sjáKri sér. Ég beið, hjartað barðist og ég hlustaði á lágt skrapandi liljóð- ið, er hún vann við læsinguna. „Hann er erfiður", sagði hún, „en ég klára þetta fljótlega.“ En hún gerði það ekki. Mínút- umar liðu: skrapið fór að fara í taugamar á mér. Hún var nú liætt að raula, og ég heyrði að hún bölvaði lágt. „Hvað gengur á?“ spurði ég og gekk frá glugganum til að gægjast á hana yfir borðið. „Hún er erfið, en ég skal hafa hana.“ Hún virtist algjörlega ró- leg. „Láttu mig í friði. Leyfðu mér að einbeita mér.“ „Við skulum hypja okkur!“ „Ó, þegiðu!“ Ég sneri mér afur að glugg- anum, og þá tók hjartað í mér ægilegt stökk og ég greip and- ann á lofti. Ég sá höfuðuð og axlir af karl manni bera við daufa stjörnubirt una. Hann var að horfa inn um gluggann. Ég vissi ekki, hvort hann gat séð mig. Það var fimmt í skrif- stofunni, en hann virtist stara beint á mig. Axlirnar virtust tröllauknar, og á höfðinu var einkennishúfa, sem setti hroll í mig. „Það er einhver fyrir utan“, sagði ég, en orðin komust ekki út fyrir þurrar varir mínar. Rima sagði: „Ég er búin að opna hana“ < „Það er einhver fyrir utan!“ „Ég er búin að opna hana!“ „Heyrðirðu ekki í mér? Það er einhver fyrir utan!“ „Feldu þig!“ Ég horfði æðislega kringum mig í koldimmu herberginu. ís- kaldur sviti lak af andlitinu á mér. Ég lagði af stað yfir her- bergið í sama mund og dyrnar opnuðust. Ljósið var kveikt. Það var eins og ég fengi þungt höfuðhögg, þegar hart, skært ljós ið lenti á mér. ,- ■■ „Hreyfðu þig ekki, annars skýt' ég“! Löggurödd: hörð og örugg. Ég leit í áttina til dyranna. Hann stóð í dyragættinni méð skammbyssu í brúnni kraftalegri hendinni, og hún beindist að mér. Hann var löggi frá hvirfll til ilja, stór, breiður og skelfi- legur. ,;Hvað ertu að gera hér?“ Ég rétti hægt upp skjálfandi hendurnar. Ég fann til þeirrar hræðilegu tilfinningar, að hann ætlaði að skjóta mig. „É — é — ég . . .“ „Haltu höndunum kyrrum svona.“ Hann vissi ekki, að Rima lá 1 hnipri bak við borðið. Eina hugf? -un mín nú var að leyna hehnk' komast út úr skrifstofunni, áður' en hann fyndi hana. Einhvern veginn tókst mér aff ná einhverju valdi yfir titran<íi‘ taugum mínum. „Ég viltist", sagði ég. „Éð séfí| aði að sofa hér.“ , . ___ Kastaðn boltanum bara út til mín, mamma, ég skal lireinsa hann sjálf. a ’ ALÞÝ0UBLAÐIÐ — 6. apríl 1963 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.