Baldur


Baldur - 24.12.1903, Blaðsíða 2

Baldur - 24.12.1903, Blaðsíða 2
2 EALDUR, 24. DES. 1903, BALDUR ergefinn út&GIMLI, Manitoba. Kemur 6t einu sinni t viku. Kostar $1 um árið. Borgist fyrirfram. Útgefendur: Nokkrir Ný-Íslendixgar. Ráðsmaður: G. TUORSTEINSSON. l’rentari: JðHANNF.S VIGFÖSSON. Utanáskrift til blaðsins: BALDUR, Gimli, Man. VerÖ á smáum augíýsingum er 25 cente fyrir þumlung dálk®lcngdar. Afsláfctur er gefion á st.œrri auglýuÍDgum, uem birtasfc í blaöinu yfir lengri tíma. ViövikjandÍ ílíkum afslæfcti, og öörum f jármálum blDÖ«i- ine, eru menn beönir aö enúa sjer aö iáÖ9- manninum. FIMMTUDAG., 24. DES. I9Ö3. Gullpeningur og búpeningur. í sumum árum nemur afrakst- urinn af gullnámum Canadamanna tfu milljónum dollara og þar yfir. betta er þð ekki nema það sem svarar $2 á hvert nef og rennur f tiltölulega fárra manna vasa, þeg- ar öllu er á botninn hvolft. Mikl- ar þrautir og þjáningar og enda líf- tjón stendur f sambandi við gull- söfnunina, og þó hefir heimurinn starað f forundrun til Yukonlands- ins og auðsuppsprettanna þar. Hversu mikils er nú um allt þetta vert þegar það er borið sam- an við landbúnaðarafrakstur Can- adamanna ? Þótt hjer verði ekki talið nema fátt eitt af því, sem telja mætti, þá er fljótlegt að sýna nœgileg rðk fyrir þvf, að náma- iðnaðurinn f landinu þolir engan 'amanburð við búnaðinn. Það eru allmörg ár sfðan útflutt- ar búskaparafurðir námu yfir fimrntfu milljónum dollara, og sú upf hæð fer árlega hækkand i Þctta er $10 á hvert nef og dreifist langtum jafnara yfir hcld- ur en nokkrar aðrar tekjur lands- búa. Eplatrjen Ontariobrendanna gefa jafnmikið af sjer árlega, með þvf að meta afrakstur hvers trjes á $2, eins og allar gullnámur f landinu, og mjólkin, sem þeir selja að eins til ostagjörðar, nemur öðru eins, ogeru þau atriði þósmá- vægi í samanburði við alla korn- framleiðsluna f heild sinni. Þessar tölur sýna, að það er ó- þarft fyrir menn að lfta smáum augum á landbúnaðinn þegar þeir eru að byggja sínar loftkastala- vonir um gróðann f gullnámunum. Munurinn er sá, að búnaðurinn er ekki f eðli sínu nein slympi- lukka, sem ómögulegt er að reikna út fyrirfram, heldur ákveðin, út- reiknanleg tekjugrein, ef rjett er að farið. Hitt er fhugunarvert, hvcrsu illa bœndur fara oft að ráði sfnu, f samanburði við það, sem frjó- semi jarðarinnar og tíðarfarið gætu til látið. Hugsum okkur þann mikla mismun, sem er á hinni al- mennu meðaluppskeru og þeirri uppskcru, sem fáanleg er úr skauti náttúrunnar, þar sem öll meðhöndl- un er f bezta lagi. Á fyrirmyndar- búinu f Ontario hefir fengist 4 ’bushelum' meira af hveiti af ekr- unni, með þvf að brúka valið út- sæði, hcldur en fengist hefir af út- sæði, sem tekið hefir verið af handahófi og hreinsað á venjulegan hátt. Af höfrum hefir, með sama móti, fengist 6 ’bushelum' mcira, og af ertum 10 ’bushelum' meira. Þótt framleiðslukraftinum væri ekki hjálpað, með þessu eða öðru móti, nema svo sem svaraði 2 ’bushclum* af hverri ekru, þá mun- aði það samt f dollaratölu svo tug- um milljóna skifti yfir rfkið í hcild sinni. Sama má segja um kvikfjár- rœktiná, Verðmæti hins lifandi pcnings má stórum auka með skynsamlegri hirðingu, fóðrinu og kynbótum. Mjólkurframlciðsla af hverri kú fcr ekki yfirleitt yfir 3000 pund á ári. Margir dugandi búmenn hafa getað komið meðal- talinu hjá sjer upp f 6000 pund, og fáeinir hafa náð 8000 punda meðaltali. Það sem einum heppn- ast ætti ekki að vera öðrum ómögu- legt. Slfkar umbœtur gætu að dollaratölu numið fjölda milljóna yfir allt landið, og þá mætti mað- ur fullyrða, að menn hefðu virki- legan gróða af búpeningi sfnum. Eins og nú stendur er það öldung- is víst, að mikill hluti þeirra mjólkurkúa, sem menn hafa undir höndum, borga ekki fóðrið sitt, og því sfður nokkurn ágóða umfram allan tilkostnað. Eftirfylgjandi reikningur er yfir 8 kúa bú eins bónda í Ontario fyr- ir skömmu: Mjólkurmagn. Sent til ostagjörðar í 8 mánuði .... 59,253 pd. Sent til smjörgjörðar f 4 mánuði . . . 20,000 — Alls 79 ,253 Pd- Verðmæti. Upp úr osti, og kálfa og svína fóðri .... $585,00 Upp úr smjöri, og kálfa og svfna fóðri . $268,00 Alls $853.00 Fóðurkostnaður. Yfir ostagjörðar- tfmann . . $183.25 V. Yfir smjörgjörð- artfmann . 121.60 Eða alls $304.85 Afgangur af fóðurkostnaði $5 48.15 Þannig eyddi hver kýr $38 á ári en gaf þó af sjcr fullan $68 hagnað. Ef þessar kýr hcfðu ekki mjólkað ncma 3000 pund (1200 potta) á ári, cn eytt jafn miklu, þá hefði eigandinn tapað $16 á hverri þeirra. Gömul saga. * ,,A þjóðvegum eygi’ eg hann alls ckki, nei, á cyðimörkum þvf sfður. Þótt leiti jeg þangað til loksins jeg dey mfn lfklega tíminn ei bíður. Jeg sleppti’ honum fyr. Hann næst ekki nú. — Á neinu’ ei mjer stendur hvort skilur þú“. ,,Minn kraftur er þrotinn og kær er mjer hvíld, mjer kvöldar í óróu skapi, mín framtfð er niðsvörtunáttmyrkri skýld, ei neinn kærir sig þó jeg hrapi, sú tíð, sem að eitt skifti ævin mjer bauð, er öll saman töpuð og vonin .mfn dauð“. Já, hún, þeSsi umrædda, umliðna tíð, finnst aldrei á leið þinni framar, en þcsskonar saga er þolleysis- smíð, scm þrekið manns enn meira lamar; cn annað má gjöra þá eitt er of seint, cf afgangi tímans er haglega beint. Öll framtíð þín, vinur, er ókomin enn, þvf að eins er fortfðin líðin. Um liðna tíð volæðast vonleysis- mcnn, þú veikist, að hlusta á kliðinn. Þig varðar það mestu með allt og með eitt, að ókomnu tfðinni vel sjc nú skeitt. MANN. DóMARINN : „Það er meir en lftil þrælmennska að kasta hnífum, göfflum og diskum i höfuðið á konu sinni“. SöKUDóLGUR: ,,Þekkið þjer konu mína, herra dómari ?“ D.: ,,Nei, jeg er ekki svo lán- samur". S.: ,, Þá ættuð þjer ekki að gefa yður við þessu máíefni“.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.