Baldur


Baldur - 30.03.1908, Blaðsíða 1

Baldur - 30.03.1908, Blaðsíða 1
j STEFNA: Éj Að efla hreinskilni og eyða jjjj gj hræsni í hvaða máli, sem fyrir g| j kemur, án tillits til sjerstakra |j 1 flokka. 1 1 1 BALDIJE ð i AÐFERÐ: | Að tala opinskátt og vtiflu- É lauet, eins og hæfir því fólki 8- sem er »f uorrœnu bergi |j brotið. i VI. ÁR. GIMLI, MANITOBA, 30. MARZ iqoS. \ Nr. 1. Sjötti árgangur Baldurs er látinn byrja með þessu blaði. I fyrstu byrjaði blaðið að koma út snemma í janúar, og aldrei hefir það orðið svo duglegt að ná hala sínum, sem kallað er. Menn eru þvf beðnir að láta ekki kvitteringarmiðana á blöðum sfn- um villa sig. Ef á miðanum stend- ur til dæmis “jan g*“, þá þýðir það, að kaupandinn hefir borgað fyrir blaðið upp að lokum þess ár- gangs, sem nú er útrunninn, og sem að rjettu lagi átti að tilheyra árinu 1907. Nú á hver vinveittur kaupandi að láta breyta miðanum á sfnu blaði svo, að á hann verði sett “jan Það þýðir, að árgangur sá, sem nú byrjar, sje að fullu borgaður fyrirfram, eins og bæði á að vera, og eins og þið, sem blaðinu eruð vinveittir, finnið ósköp vel sjálfir að muni þurfa að vera. Það eru menn lfka beðnir að at- huga, að engar kvitteringar, sem þeim eru sendar í sjerstökum brjcfum cru þeim neitt bctri en þær, sem prentaðar eru á blaðið sjálft. Ef að þeir, sem borgun senda, sjá að miðanum er ekki breytt bráðlega, sem við vonum að ekki komi oft fyrir, þá óskum við eftir bendingu um það. Þær villur, sem kynnu að eiga sjer stað í þessu efni stafa frá þeirri tfð, sem liðin var áður en áprentunarvjelin var keypt. Um stefnu blaðsins er ekkert nýtt að segja við þessi árgangamót, — engin breyting, — ekkert hik, — ekkert annað en halda áfram f gamla horfinu eftir mætti. (gc&l C&) C&) C&) C&) C&3 C&lg] >8 FRJETTIR. §> C§Cg]0£>[&0(&0!&<3[g)0£>!<J 13. marz. Allt skóglendi í aust- urhlfðum Klettafjallanna, sunnan frá lfnu og norður úr, ætlar stjórn- in nú að friða um aldur og ævi, láta ekki taka þar heimilisrjettar- lönd, eða sleppa skóginum á ann- an hátt. [Það yrði of langt mál, að útskýra það gagn, sem í þessu er fólgið, en það er ómetanlega mikið]. 14. marz. Það var f fyrradag, sem Kosebery hjelt áðurnefnda ræðu, og spádómur hans átti sjer ekki iengri aldur en það, að f gær kastaði liberalflokkurinn f fyrsta skifti teningunum. Stórmerkilegt lagafrumvarp (almennt nefnt “Right-to-vvork Bill“) lá fyrir, og hafði það í sjer fólgið, að hver sem vildi vinna skyldi geta fengið að vinna nægilega fyrir lífi sfnu. Til þess að svo mætti verða, átti hver sveitar og borgarstjórn að sjá yið vinnubresti.num með opinberum framkvæmdum þegar ekki væri um annað að gjöra. Frumvarpið þótti svo sósfaliskt, að hinir flokk- arnir felldu það f sambjörg með 149 atkv. meiri hluta; og John Burns, hinn svo kallaði foringi verkamannaflokksins, var í and- stæðingahópnum, enda var búið að lyfta honum upp í ráðaneytið. Geysir P. O., 23. marz ’o8. Sunnudaginn 15. þ. m., e. hád., brann íbúðarhús Brynjólfs J. Sveinssonar á Þingvöllum í Geys- isbyggð, með öllu sem í því var. Enginn maður var í húsinu þegar eldurinn kviknaði f þvf, konan var með börnin f næsta húsi á Þingvöllum, hjá tengdamóður sinni, en Brynjólfur bór.di hennar var við gripahirðingu úti f fjósi. Þegar hann sá eldinn og kom inn í húsið, var hann orðinn svo magn- aður að vio ekkert varð ráðið. Fá- einir menn aðrir komu þar að um sama leyti, en gátu enga björg veitt Þetta fallega hús, með öllu sem í var, var innan lítils tíma orðið að glóandi öskuhrúgu. Það var sárt að sjá þessa eyðileggingu, og að sjá konuna fáklædda þar úti á klakanum, undir þeim tilfinn- ingaáhrifum þá stund, sem fleiri fátækar konur mundu að náttúr- legheitum vera við slfk raunatil- felli, það var þá, og er ávallt sárt í neyð annara, að finna krafta sfna vanmegna til að hjálpa. Næstu nótt eftir brunann voru þau- hjá Erlendi á Hálandi og konu hans, en daginn þar á eftir fóru þau til Sigurðar Nordals, tengdafuður Brynjólfs, með bæði börnin, ogeru þau þar enn. Kristján Sveinsson, bróðir Brynjólfs, Jón Rockmann og vinnu- kona þeirra hjóna, áttu heima í húsinu og misstu allt sitt. Eldsábyrgð er sáralftil upp f þetta eignatap. í s-vona tilfelli er l sannarlega þörf á hjálp, enda er nú þegar byrjað á fjársamskotum. Finnor Finnsson. Frúin : “Ólöf, hvernig gétur þjer komið til hugar að setja lamp- ann á nýmálað borðið?“ Vinnukonan: “Jeg hjelt það væri orðið þurt, þvf jeg sá hús- bóndann nýlega setja glas á það“. Frúin : “Þó að maðurinn minn hagi sjer eins og asrii, þá hefir hann heimild til þess f sfnu eigin húsi, en það hefir þú ekki, skal jeg segja þjer“. SAMSONGUR í LUNDI-SKÓLAHÚSI, AÐ ICELANDIC RIYER, LAUGARDAGINN 4. APRIL. 1. Sólsetursljóð, Sjera Bjarni Thorsteinsson. nokkrar stúlkur. 2. Lofið guð í hans helgidóm, Gunnar Wennerberg, söngflokkurinn. 3. Ræða: — Kyrkjusöngurinn fyrir siðabót Lúters, Mr. G. Eyjólfsson. 4. Hósfanna! G. J. Vogler. söngflokkurinn. 5. Upplestur, Mr. S. Thorwaldson. 6. Drottinn dýrð sje þjer, S. v. Neukomm. söngflokkurinn. 7. Dagur er liðinn, Jul. Bechgaard. karla og kvenna quartett, leitt með hornamusik. 8. Sælir eru þeir í drottni deyja, C. H. Rink. söngflokkurinn. 9. Ræða eða upplestur, Mr. G. J. Guttormsson. 10. Vorið er komið, Otto Lindblad. söngflokkurinn. 11. Solo : — Sing me to Sleep, Mr. H. J. Austmann. 12. Brúðarförin í Hardanger, Hálfdan Ivjerúlf. söngflokkurinn. Byrjar kl. 8.30 aö kvöidinu. Inngangsgjald =. 25 cents. ~ TIL NÝ-ÍSLENDÍNGA. Sökum þess að það óhapp henti okkur, að myndavjel okkar bilaði, gátum við ekki fylgt þeirri ferðaáætlun sem við vorum búnir að auglýsa f blöðunum ; en við álitum rangt gagnvart almenningi að hætta við ferðalagið fyrir það, og auglýsum því hjer með að við sýn- um myndirnar á GlMLI, mánudagskvöldið 30. þ. m,, HNAUSA, þriðjudagskvöldið 31. þ. m., ICELANDIC RIVER, miðvikudagskvöldið 1. apríl, og ARDAL, fimmtudagskvöldið 2. apríl n. k. Byrjar kl. 8 á öllum stöðunum. Við höfum nú fengið nýja vjel með góðu ljósi, og miklu fleiri myndir að sýna en áður voru auglýstar, eða 100 myndir frá jslandi og 70 af merkum stöðum og byggingum vfðs vegar um heim. Á eftir myndasýningunum má fólkið skemmta sjer við dans eins lengi og það vill. Við vonum að fólk misvirði ekki, þó við gætum ekki komið á tilteknum tfma, af því þessar voru orsakir, og viljum bæta fyrir það, með þvf að ábyrgjast fólki fullkomna og ánægju- 1 e g a skemmtun fyrgreind kvöld. Virðingarfyllst Fr. Svanson. A. J. Johnson. T I L S Ö L U. Góð bújörö á góðum stað í ÁRNESBYGGÐ. Einnig L Ó Ð I R í G i m 1 i b œ. Sanngjarnt verð og söluskilmálar. G. T H O R S T E I N S S O N. Gimli. -—- ---- ------- Man, Auglýsing. V' .. Öll vegstæði á línum f Bifrastar sveit eru 99 fet á breidd. Veg- stæði sem keypt hafa verið eru 66 fet á breidd. Öllum þeim, sem kunna að eiga girðingar inn á veg- stæðununx f þeirri sveit, er hjer með gefin aðvörun : að vera búinn fyrir sfðasta dag júnímánaðar 1908, að færa slfkar girðingar af vegstæð- unum. Girðingar, sem kunna að verða á vegstæðum eftir þann dag, mega hlutaðeigandi landeigendur búast við að ráðið skipi að taka upp, á kostnað landeiganda. Þessi auglýsing er gefin sam- kvæmt ákvörðun er tekin var á sveitarráðsfundi í Bifrastarsveit 7. þessa mán. Hnausa, 9, janúar 1908. B, MARTEINSSON, skrifari ráðsins. ÁGRIP AF HEIMILISRJETT- ARREGLUGJÖRÐ FYRIR CANADA-NORÐVESTUR- LANDID. jþær ’sectionir’ í Manitoba, Sas- katchewan og Alberta, sem númeraðar eru með jöfnum tölum, og tilheyra Dominion stjórninni (að undanskildum 8 og 26 og öðru landi.sem er sett til sfðu),eru á boð- stólum sem heimillsrjettarlönd handa hverjum (karli eða konu), sem hefir fjölskyldu fyrir að sjá, og handa hverjum karlmanni, sem hefir fjölskyldu fyrir að sjá, og handahverjumkarlmannisemeryfir 18 ára að aldri; 160 ekrur eða l/l úr ’section' er á boðstólum fyrir hvern um sig. Menn verða sjálfir að skrifa sig fyrir þvf landi, sem þeir vilja fá, í landstökustofu stjórnarinnar, í því hjeraði sem landið er f. Sá sem sækir um heimilisrjett- arland getur uppfylgt ábýlis- skylduna á þreirnan hátt: 1. Með þvf að búa f 6 mánuði á landinu á hverju ári í þrjú ár, og gjöra umbœtur á þvf. 2. Með, þvf að halda til hjá föður (eða móður, ef faðirinn er dauður), sem býr á landi skammt frá heimilisrjettarlandi umsækjand- ans. 3. Mcð þvf að búa á landi, sem umsækjandinn á sjálfur í nánd við heimilisrjettarlandið sem hann er að sækja um. Sex mánaða skriflegan fyrirvara þurfa inenn að gefa Commissioner of D:minion lands f Ottawa um að þeir vilji fá eignarbrjef fyrir heimilisrjettarlandi. W. W. CORY, Deputy of the Miniater oí he Interior

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.