Baldur


Baldur - 30.03.1908, Blaðsíða 2

Baldur - 30.03.1908, Blaðsíða 2
B A L D U R , VI. ár, nr. i. ER GEFINN CT Á GIMLI, ----- OHAÐ VIKUBLAÐ. KOSTAR $1 UM ÁRIð. BORGIST FYRIRFRAM tfTGEFENDUR : the gimli printing & PUBLISIIING COMPANY LIMITED. UTANÁSKRIFT TIL BLAðSINS : baldue, GIMLI, TÆ-A.1ST. V t-?) 4 ‘í'ti lin 'a’i ^’ý^inafim «*• 25 cnn yric þnmlun^dá’kslengílar. Afalátturer ednn á *»tœrr auglý<nngiim,flenri hirtaat j hlaðnu yfir lcngri tíma. Viðvíkjanfii 1 í k im afalættiog öð^um fjármálum hlað« m.eru menn beðair að anúa sjer að ráðs manninum. vA- -uv* 5 Höfðingjar. Greinar þær, sem hjer fara á eftir, eru tilþess ætlaðar, að benda miinnum á að blanda ekki saman auðkýfingahatri og höfðingjafyrir- litningu. Það er enginn maður verri fyrir það, að vera fæddur af rfkutn foreldrum. Hann gctur ekki meira að þvf gjört, heldur en barn, sem fætt er út af glæpa- manni getur gjört að sfnu ætterni. Látum alla njóta sannmælis, þvf sannari þekkingu fáum við á öllu mannlffinu. PRINSINN AF WALES (elzti sonur Edvvards konungs) ætlar að koma hirigað til Canada f næstkomandi júlfmánuði. Kon- ungssonur þessi virðist vera dyggðadrengur að eðlisfari, eftir einu tilsvari hans að dæma, sem eftir honum er haft, frá því hanr: var barn : “Jeg ætla að verða góður kon- ungur. Þegar jeg verð konungur ætla jeg að láta búa til lög, til þess að banna það, að höggva rófuna af litlum hundum, cða kerra aftur á bak höfuðin á hestum“. Þetta er barnslegur vottur um Iunderni. sem að vfsu vill beita valdi sfnu, en vill beita þvf til góðs. Þegar hann cr að halda ræðu, TA þá er hann ekkert að seilast eftir L/ þvf, að vitna f þá rithöfunda, sem mest hafa mærðast við stórmennin og konungsættina, heldur grfpur hann ofan í Carlyle og aðrar hinar M ANITOBA ! uPP'v^s‘1,sömustu frclsishetjur, j sem komið hafa fram á ritvelli þjóðarinnar, Það má kannske segja, að þetta sje nú ekki stór- vægilegt, en þess ber að gæta, að eft.ir höfðinu dansa limirnir. Að þessi maður skuli fara svona að ráði sfnu, verður öðrum, sem lægra eru settir, hvöc til þess að kynoka sjer síðurviðað hagnýta sjerkjarn- yrði og djarfmannlegar kenningar, hvaðan sem þær kpma. Einu sinni Ijet hann t. d, kalla fyrir sig prest einn f Ottavva, sem hann hafði sjeð greinar cftir í blöð- unum. Prestur þessi heitir C.W. Casson. Bróðir hans er Herbert N. Casson, nafnkenndur sósfalista- rithöfundur í Bandarfkjunum, og eru þeir systursynir Jacksons þess, sem nú er þingmaður hjerna fyrir Selkirk-kjördæmið. Casson prestur þjónar við únítarisku kyrkjuna í Ottavva, og hafði hugkvæmst það að útbreiða kenningar sínar með því, að birta útdrátt úr ræðum sfn- um í morgunblöðum borgarinnar á mánudögunum. Hafði hann feng- ið til þess ákveðið rúm í blöðunum og kallaði það “Paragraph Pulpit“. Skoðanir þær, sem birtnst í þessu “Paragraph Pulpit", höfðu vakið svo eftirtekt landstjórans, að hann gjörði ráðstafanir til þess að ná við kynningu af flutningsmanni þeirra. Og einmitt af þvf að þessi tilraun hafði þessi áhrif í svo mikiisverðu tilfelli, hefir nú hið únítariska fje- lag f Boston fengið Casson prest til þess að taka að sjer yfirstjórn á svona “Paragraph Pulpit“ f blöð- um vfðs'-cgar um Bandaríkin og Canada, svo útbreiðslan nær nú samtals orðið til 400,000 blaða- kaupenda, og fjölgar óðum. Að mestu mun rnega þakka þetta því, hve Earl Grey sýndi þessari byrj- unartilraun Ijúfmannlegar undir- tektir. Ekki er heldur svo að sjá sem hann láti staðar numið við það, að tala djarfmannlega og vera öðrum til uppörfunar f því, heldur starfar har.n f þá átt f ýmsum fjelagsskap, að bæta kjör meðbræðra sinna og vera öðrurn einnig þannig til fyrir- myndar. Enginn gengur nú bet- ur en hann fram í þvf, að fá stigu stemmda fyrir tæringarveikinni, sem hann ncfnir ‘hvftu pláguna', og segir að sje landstjórnum menntaðra þjóða til minnkunar að láta ekki koma í veg fyrir. Á fundi, sem nýlega var haldinn f Toronto til þess að ræða um fyrirbyggingu brjóstveikinnar, fórust Earl Grey, meðal annars, orð á þessa leið : “Jeg fcrðast aldrci svo f gegn- um canadiska borg, þegar jeg fcr af járnbrautarlcst snemma morg- LANDSTJORINN I CANADA, Earl Grey, virðist, af ýmsum lfkum að dæma, vera hinn mesti snilldar- uns, að jeg telji ekki gluggana, n;aður, cg sannfrjaLari maður og umhyggjusamari um hina virkilegu velfeið mcðbræðra sinna, heldur en tftt er um aðra hiifði"gja, scm jafnhátt eru scttir. scrn opnir eru, áhúsunum scm jeg fcr fram hjá. Mjer blöskrar þegar jeg fer um stræti eftír stræti, án þess að sjá nokkursstaðar op cða smugu, sem fcrskt loft geti komist 1 um inn í húsin, og jcg gct ekki annað en komist við af því, að sjá hvernig vesalings fólkið, af ein- tómri vanþekkingu, fer að því, að búa til brjóstveiki. Það varnar blessuðu hreina loftinu, að koma inn til sín og forða sjer frá því, að verða íórnardýr þeirrar p!águ“. Ofurefli. Jeg villtist eitt kvöld inn í hús, sem þeir kalla Bárubúð. Það átti að fara að syngja. Efst á söngskránni, sem kölluð er, stóð “Claver-sóló Kr. Hall- I grímsson11. “Hvaða maður er þessi Claver- sóló Hallgrfmsson ?“ spurði jeg sessunaut minn. “Hann er ekki maður hann er stúlka, karl minn“, var svarað. “Svo hann er stúlka; en sá næsti ? Jeg sje að næst kemur ‘Sóló E. Þorkclsson1; er hann lfka stúlka ?“ “Nei, nei; hann er ekki stúlka; hann er ekkja, en ekki f bæjar- stjórn“, sagði sessunauturinn. “En þcssi ‘Þórður Pálsson1; er h.ann þá stúlka eða ekkja ?“ “Hvorugt, laxi; hannermaður, kunningi, f buxum, tvennum ; cn meðal annara orða : Þú munt ekki eiga heima á Kleppi ?“ Jeg skildi sneiðina og hypjaði mig betur út f hornið. Svo var farið að syngja og leika á hljóðfæri. Mjer þykir gaman að skáldskap og söng. En þó varð ánægjan lítil þarna um kvöldið. Flest kvæðin voru útlend, dönsk held jeg ; skildi ekki eitt orð. Og raddirnar voru eitthvað svo undarlegar. Sóló E. Þorkelsson, ekkjan, sem ekki er f bæjarstjórn, hafði líka rödd og hljóðpfpa úr blikki, sem jeg aulaðist til að kaupa f fyrra á Eyrinni handa stráknum mfnum, og maðurinn ábáðum bux- unum ljct eins og landnyrðingur ; mjer var Ifka sagt, að hann væri nýkominn að norðan ; samt þótti mjer gaman að heyra hann syngja Aldamótaljóð Þorsteins Erlings- sonar, og heyrði jeg þó, að hann hefði áður sungið þau miklu betur en nú. En bezt skemmti jeg mjer við söng Elinar Matthíasdóttur; hún er hvorki sóló eða son; á söngskránni stóð blátt áfram : “El- in Matthfasdóttir11. Og hún sötig meða! annars lag, sem jeg þekki, við kvæði, sem jeg kann ; og það skildi jeg allt, þvf það var allt fs- lenzkt; kvæðið heitir Kirkjuhvoli, orkt af Guðm. Guðmundssyni, sem er karlmaður, og lagið er eftir Árna Thorsteinsson — lfka karl- maður ; og Elin þessi söng það svo ve), að mjer fannst jeg vera orðinn ungur og horfinn upp að álfhóli. Hitt var mjer ofurefli ; og það er mjer ofurefli, að vera hjerna lengur. Jeg hefi aldrei áður kom- ið til Reykjavíkur, og finn, að jeg bctna ekki neitt í neinu, og verð Iíklega fluttur inn að Kleppi, ef jeg flýti mjer ekki heim á leið. Jeg fer á morgun. Gamall sveitasJcrjóður. — Lögrjetta. * * Vitfirringaspítalinn á Islandi er á Kleppi. Hjerna hjá okkur er hann í Selkirk, og það vofir engin svipuð hætta yfir ckkur eins og þessum gamla sveitaskrjóð á Is- landi, nema einhver stúlkan hjerna tæki upp á þvf, að láta prenta það, eins og þessi Elin, að hún væri einhvers manns dóttir. Efasamt að hún væri hraust ágeðsmununum. HUNDURINN FRÁ BASKERVILLE. Ensku blöðin hafa minnst á upp- runann að þessari vfðfrægu sögu, sem Sir A. Conan Doyles samdi, og dreifst hefir um allan heim svo undrum gegnir, bæði sem saga og leilcrit. Fyrir nokkru sfðan ljezt í Lon- don ungur og gáfaður blaðarithöf- undur, Fleischer Robinson að nafni. Stöðubræður hans álitu að hann mundi verið haía fátækur, svo að ekkja hans hlyti að lfða skort innan skamms, og ásettu sjer því að safna saman nokkurri upphæð ti) að gefa henni. En sjer til mikillar undrunar urðii þeir þess vfsir, að hún fjekk álitlega peningaupphæð að erfðum eftir mann sinn. Hann hafði samt ekki grætt peninga þessa sem blaða- maður, heldur voru þeir hluti af gróða Conan Doyles á “Ilundur- inn frá Baskerville1'. Hinn nafn- kunni glæpasagna höfundur, sem var svo framúrskarandi heppinn með söguna “Sherlock Holmes“, varð eftir það að skrifa sögu eftir sögu til þess að fullnægja útgef- atida sagna sinna, er tókst að breyta hverri prentaðri línu í gull. Loks þréyttist þó Doyle á þessu, og varð að taka sjer hvfld. Við baðstað þann, sem hann leitaði hvíldar hjá, var Robinson einnig staddur, og einhverju sinni erþeir voru á gangi saman, kvartað Doy- le yfir því, að hugsjónaafl sitt væri horfið. “Ef jeg bara þyrði—“ sagði Robinson. “Láttu hugsun þfna f ljós, hik- laUst“, sagði Doyle, Sagði Robinson honum þá frá mjög flókinni og samtvinnaðri spæj- arasögu, sem bar langt af “Sher- Iock Holmes'*. Mánuðisfðar kom “Hundurinn" út, sem á stuttum tfma varð að endurprenta hundrað sinnum, og gaf af sjer fleiri hundruð þúsundir dollara f ágóða. Doyle ljet Ro- binson fá nokkuð af ágóðanum, sem varð til þess að tryggja fram- tfð fjölskyldu hans, þegar hans sjálfs missti við. KAUPENDUR BALDURS. Gleymið ekki að gjöra aðvart þegar þið hafið bústaðaskifti. PAPl’ÍRSPENINGAR. n Nú eru liðin full 1100 ár síðan pappírspeningar voru fyrst búnir til og teknir til notkunar, en nær á árinu það var, þvf munu flestir vera búnir að gleyma. Það var árið 807 að Kínverjar byrjuðu á þvf að gefa út pappírspeninga, en þeim var ekki skift fyrir gullpen- inga sem bankinn átti, þó krafist væri, heldur fyrir saít og járn sem stjórnin hafði umboð yfir. Kaup- menn urðu að fá ríkissjóðnum f hendur máhnpeninga sfna, og fengu f staðinn pappírspeninga. Saga peninganna er orðin göm- ul. Peningar voru ekki búnir til í Danmörku fyr en ádögum Sveins tjúguskeggs, en samkvæmt því sem biblían segir, átti bæði Abra- ham, Sara og Jakob gullmola, sem þau kölluðu peninga, og að sögn var mynd af kiði eða lambi á pen- ingunum. Vegna ágirndar á peningum hefir margur maður orðið bófi, og það eru ekki eingöngu þegnarkon- unganna heldur konungarnir sjálfir, sem hafa svikið peninga. Konung- arnir sviku peningana með þvf, að láta blanda í þá ódýrara efni, svo þeir urðu verðminni, en þegnarnir — þeir scm voru nógu lævísir — með því að falsa þá, og vcgna þcssarar fölsunar var það, að þeir viðskiftamenn sem nú eru kaflaðir vfxlarar, urðu til. Kaupmenn urðu að vera varkárir, það kom oft fyrir að þcir urðu að skifta á þeim peningum sem þeir höfðu fengið og öðrum áreiðanlegum, gjald- gengum peningum. Fyrst voru það gullsmiðir, scm höfðu þetta starf á hendi, en seinna sinntu vfxlarar þvf eingöngu, þvf starf þetta útheimti bæði hyggindi og reynslu. Þeir voru til staðar 4 hinum stóru mörkuðum, sem þá voru helzr f ftölsku sjávarborgun- um við Miðjarðarhafið þar sem verzlunin var mest, þar stóðu þeir við borð eða bekk —- banco — og þaðan er dregið nafnið banki á pen- ingaverzlununum sem nú tíðkast. Fyrsti bankinn var stofnaður f Feneyjum (Venedig) 1156, svo risu upp bankar í Genua, Amster- clam og Hamborg, með margraára millibili samt. Fyrsti bankinn á Englandi var stofnaður 1694, og f Danmörku 1736. Hann var stofn- aður af hlutafjelagi, sem ljet af hendi miklu meira virði af seðil- peningum heldur en málmpening- arnir voru, sem það átti. Svokom strfð og erfiðir tfmar, svo pappírs- peningarnir fjellu í verði ofan f einn fjórtánda af því sem þeir áttu að gilda, og komust ekki f fullt gildi aftur fyr en 1838, eftir að bæði bændur og borgabúar höfðu beðið stórtjón af cyðileggingu pen- ingamarkaðarins. Bifreiðin varð að hægja á sjer, af þvf vagn var 4 undan henni á brautinni með mögrum hesti fyrir. “Það er Ijóta truntan- sem þú hefir fyrir vagninum þfnum“, sagði sá sem bifreiðinni stýrði. “Til hvers geturðu notað hana?“ “O, ef ckki til annars, þá til að aka bifreiðarfólki á sjúkrahúsið“, svaraði ökumaður.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.