Baldur


Baldur - 04.04.1908, Side 2

Baldur - 04.04.1908, Side 2
B A L D U R , VI. ár, nr. 2. e:r gefinn út á GIMLI, --- MANITOBA OHAÐ VIKUBLAÐ. KOSTAR $1 UM ÁRIð. BORGIST FYRIRFRAM ÚTGEFENDUR: the gimli printing & PUBLISHING COMPANY LIMITED. UTANÁSKRIFT TIL BLAÐSIN® : baldttr, O-IAÆZLI, MAN. Vi-ðiímin nr 2í cen yrir þ'imlungíláikslengdar. Afslátturer edn n á »tœrr auglýsingum,»em hirtaM j Hlaðou yiir 1, ngri tíma. Vifivíkjandi líkum afslættiog öð-um fjármálum blaðs- n s.eru ininn beðnir að snúa sjer að ráðs manninum. a- * OPIÐ BRJEF TIL ÁRNA SVEINSSONAR. II. Þú leiðir getum um það, hver verið hafi aðalorstikin til þess, að sveitarkosningarnar okkar fóru eins og þær fóru. Hálfpartinn kynbka jeg rnjer við þvf, að leið- rjetta tilgátu þfna, en finnst þó ekki eiga við að draga dulurásann- leikann, úr þvf um þetta er að ræða. í þetta skifti var ósigurinn af þvf sprottinn, að við vorum all- ir únítariskir, íslendingarnir, sem íyvali vorum. Þótt sjera Runólfur Marteinsson gengi fram sem bezt hann gat í þessö lffsspursmáli þjóð- ernis okkar, voru ýmsir svo sein- látir að þeir gjðrðu sjer upp ýmsar ástæður til að koma ekki á kjör- stað, og stöku maður greiddi at- kvæði á móti okkur. Eftir á munu flestir sjá, að þeir hafi valdið slysi, þvf tilraun þessi var gjörð í þvf eina augnamiði, að ná betri að- stöðu til þess, að koma sveitar- skiftingunni á eftir.í gcgn f fylkis- þinginu, og það hefði vafalaust heppnast, ef stjórnin hefði ekki sjeð svona glögglega hinn pólitis^a styrkleikamun okkar og Galisfu- j mannanna á þessum óhentuga' ! tfma. Að atkvæðamagni eru þeir einir 6 eða y um hvern íslending í hinni núverandi Gimhsveit, sfð- j an Bifröst var skorin af norðurj frá. I rauninni hefði það þvf! aldrei getað átt sjer stað, að við j hefðum haft fullkomið þjóðernis- legt bolmagrí á móti þeim, þótt, j ungu mennirnir hjer hefðu verið j búnir að taka meira af löndum en þeir hafa gjört. Eins og við vit- um, hafa þeir atkvæði hvort sem er> °g Ijetu til sfn taka eins og til stóð, en okkar þjóð er f heild sinni svo fámenn, að við getum ekki við neinu góðu búist í slíkum viðskift- um við aðrar þjóðir. Það var vegna þess viðvaningsháttar hjá Galisfumönnunum, scm lýsti sjer f því að sækja margir f hverri kjör- deild, að við hefðum getað unnið, bara f þetta skifti, ef okkar eigin þjóðernislegu meinbugir hefðu ekki tátmað, en undir eins og þeir átta sig á þeirri fásinnu er ekki framar um slíkt að ræða. Samt sem áður þóttu mjer stór- merkilegar hugleiðingar þínar um fólkið, sem nú er hjer f uppvexti, af íslenzkum ættum. Um það hef jeg oft sjálfur lfkt hugsað, og hitt talsvert marga, sem líta svip- að á það mál, eins og þú gjiirir. Mest er um það vert, hvert iranni kemur það virkilega rjett fyrir sjónir, að börnin, sem fæðast og alast upp hjer, sje að verða ætt- Ierar. Ef svo skildi vera, sem þvf miður inun einmitt mjög vfða vera, þá hefir margur illu heilli að heiman farið “vegna barnanna sinna“. Sjálfsagt er það æskilegt, að þekkja sem bezt ástæðurnar fyrir þessu, jafnvel þó svo geti verið, að ekki verði bætt úr til hlýtar fyrir því. Síðan brjef þitt birtist hefir mjer meðal annars borist brjef, sem á þetta minnist með þessum orðum : “Jeg álít að heppilega hafi tek- ist til fyrir Baidur að ttytja brjef Árna Sveinssonar. Málefnið er alvarlegt, og áríðandi að það sje rætt af hugsandi mönnum. Or- sök til óbeitar þeirrar er yngra fólk hefir á landbúnaði og hlvar- legum fjelagsmálum, álít jeg vera : fyrst, vanþekking eldra fólksins eða misskilningur á fjelagsskap þeim, er unglingar alast upp f; annað, vanræksla eldra fólksins á að leiðbeina unglingunum f fjelags- málum og, f að veita þcim tfmaog tækifæri til að koma fram sem j leiðandi og hugsandi menn og kon- ur ; og þriðja, eigingirni — sem er náskild ágirnd —, og fæðir af sjer flokkadrátt, skapar stjettamun og allskonar þar af Ieiðandi fjelagsrfg, «em dregur úr ánægju og hagnaði þeim, er fjeiagslífið getur gefið“. Þarna virðast mjer ákjósanlega liðaðar f sundur ástæðurnar fyrir lífernismáta hins íslenzka æsku- lýðs hjer : vanþekking, vanræksla, j og flokkarígur. PCkki held jeg þó að allt sje þarna upp talið, og skal þess sfðar minnst. Ekki getur maður heldur sagt að það sje cin- ungis eldra fólkinu beinlínis að kenna hvernig komið er, að svo miklu leyti sem Ájiönnunum er þetta viðráðanlegt, en óbeinlínis er hætt við, að allt megi rekja það til þeirra róta. Það er engum blöðum um það að fletta, að hver- vctna eru öfl f þessu þjóðlífi, sem draga börnin burt frá áhrifum sinna íslenzku foreldra annan j hugsanaheim, eða ef til vill hugs- unarleysisheim að okkur finnst sumum ; en í þeirri baráttu reynir einmitt fyrst á hreysti þess, sem íslenzkt er í eðli okkar sjálfra, hvort hefir betur, það eða hjer- lendi seiðkrafturinn. Og svo er auðvitað upplag æskumannsins sjálfs afarþýðingarmikil stærð í þvf reikningsdæmi, sem þar liggur fyr- ir hendi. Um það er ekki til neins að saka eldra fólkið. Framh. Eru hugsanir Þorska- bíts ljótar eða fagrar? -----:o:--- “Slettir kráka á svaninn saur“, datt mjer í hug þegar jeg las í Hkr., 16. jan. sfðastlið., greinina “Um ljótar hugsánir“, eftir Jón Einarsson. Sá maður hefir áður skrifað ýmislegt f blöðin, og hefir margt af því verið vel skrifað. Slíkt held jeg þó að enginn geti sagt um þessa ritsAíð harts. Að eiga við ljóðagjörð hefir honum ætfð látið lakast, og eru vísur hans þess óræk sönnun. Það er hans veika hlið, og er Ieitt, að hann skuli ekki finna það sjálfur. Þegar jeg var að Iesa ofannefnda grein, hjelt jeg lengi vel að hún ætlaði að verða tómur formáli, en svo komst jeg að raun um að það var ekki. Einnig bjóst jeg við að höf- undurinn mundi, áður en hann lyki máli sínu, skýra fyrir lesend- unum hvað væri fagrar hugsanir og hvað Ijótar hugsanir, en jeg get hvergi fundið að hann stigi eitt spor í þá átt, að gjöra greinar-' mun á þeim. og eftir greininni að dæma virðist hann ekki hafa verið rfkur af fögru hugsununum, þegar hann samdi hana. Samt hefirþað vfst orðið höf. óvart, að hinar hafa traðkað svo þjett um smfði hans, að þar er hverjum manni vel spor- rakt. Fyrirsögn greinarinnar sjálfrar virðist hafa átt helzt til djúpar rætur í huga hans. Að vfsu reynir hann hvergi beinlfnis að lýsa Ijótum hugsunum, heldur virðist hann ætla mönnum að skilja greinina svo, að með þvf að nefna kvæðið “Trúarjátning" eftir Þorskabft, þá sje hinar Ijótu hugs- anir sýndar. Það skulum við sfð- ar athuga. Fyrri helmingur greinarinnar er formáli, ísem hefir ekkert til sfns ágætis, en seinni helmingurinn lftilmannlegar skammir um Þorska- bft, • og f þeim7 eina tilgangi að koma þeim á framfæri, virðist gfeinin skrifuð. Sje það höf. fögru hugsanir, með þessu “lyft- andi eðli, er þróar umbætur hugs- analffsins“, þá er lakara eðlið hans ennþá lakara, en jeg bjóst við, Þcgar formálanum lýkur, byrjarj höf. á þvf að tala um “óhreinsað | málbragð“, Torvelt er honum að j skilja við sig nýyrzkuna, blessuð- um! Orðbragð hafa aðrir menn notaðtil þessa, þótt að þessu kunni að vera meira matarbragð í munni Jóns. Þegar nýyrðingur ól son, var þetta kveðið: Sjervizkunni er tyllt á tá. — tungan sundur skorin. Nýyrðingi nú er hjá nýmælingur borinn. í þettasinn hefði höf. allra hluta vegna sæmt betur, að minnast ekki á “óhreinsað orðbragð". Greinarhöf. segir, að öll þau kvæði, sem hann hafi sjeð eftir Þorskabít, sje af “lakara eðli, keskni og óhróðri blandin11. Ekk- ert færir hann þó fram þessu til sönnunar, enda hefir honum hætt við þvf fyr, að slá út stóryrðum án þess sannanir fylgdu, og aldrei verður þessi staðhæfing höf. til sóma, vegna þess að hún er ósönn. Öll þau kvæði, sem birzt hafa al- menningi eftir Þorskabít, eru þrungin af frelsisþrá, sannleiksást, rjettlætistilfinningu og meðlfðun- arsemi með þeim sem verið er að kúga, Þau eru ljóst og djarflega framsett og lýsa meiri ákafa og hita en maður á almennt að venj- ast, en bituryrt eru þau allajafna f þess garð, sem ódrengilegt er og ógöfugt. Engra hluta vegna er hjer hægt, að sýna fram á þetta með þeim rökum,Bem J.E. mundu nægja, “því auminginn hann Ein- arsson er nú bara þversum", og það vita allir sem til hans þekkja, að þegar hann er kominn á þann veginn, þá er enginn hægðarleikur að snúa honum öðruvfsi. Önnur staðhæfing höf. er sú, að Þorska- bítur dæmi “alls, að vera þorska, sem halda við skoðanir, sein eru gagnstæðar hans eigin nótum“, en ckki virðir höfundurinn sjálfan sig svo mikils, að sýna fram á aðþetta álit sitt hafi nokkuðviðað styðjast. Svo talar hann um “ónýtan og ótrúan þjón“, og fleiri neyðaryrði er hann að reyna að senda Þorska- bft. f rauninni kemur þettakvæð- um Þorskabíts ekkert við, en úr þvíað höf. þjónar svona dyggilega Iöngun sinni til að hræra manni og málefni saman, má ætla að hann búi yfir einhverju,. sem Gróa á Leiti hefir frætt hann um, þvf aldrei á ævi sinni mun hann hafa sjeð manninn sjálfan, og áreiðan- lega þekkir hann ekki neitt. Höf. er bara svo sem 13. rófuliðurinn f refsskotti slúðursins, og finnst Ifk- lega vera “hreinsað málbragð“ í að hafa það eftir, urn einn hinn vandaðasta og bezta dreng þjóðar sinnar. Það sannast þar á honum, að “hægra er að kenna heilræðin en halda þau“, önnur eins ósköp og hann hamrar á ókurteisi hjá öðrum, og augsýniltga hefir hon- um f þennan svipinn misheppnast að hafa “hemil á tilhneigingum sfnum hinum lægri“. Sama ónáttúran gægist fram f því, að gefa í skyn að Þorskabítur sje að stæla Þorstein Erlingsson, en ekki þóknast höf. samt að leggja fram önnur sannanagögn fyrir því cn að sumir hafi “gizkað á“! Svo J.E. er þá ekki stórlátari en þetta, — hieypur út og galar ‘ágizkanir1 annara! i Ekki gjörir þáð neinum neitt, þój að J. E. staglist á fálsnöfnurtK Það er algengt hjá bæði stærri ogj smærri rithöfundum og skáldum j að taka sjer ritnafn, og enginn nýturdrengur lýtirannan fyrirþað. Það segist J. E. vita, að Þorska- bítur sje “siðferðislega skyldugur að kveða, sem hugsandi maður, og níða ekki guð kristinna manna“; en eftir þessu má hann kveða níð' um guð þeirra, sem ekki eru kristn- ir. Fyrir hvaða ástæður er guð kristinna manna rjetthærri en aðr- ir guðir ? Svo höf. er þá líklega reiður út af þvf, að f kvæðinu “Trúarjátning“ hafi Þorskabítur nftt guð kristinna manna, enda þótt jeg geti ekki fundið, að Þorska- bítur tali neinstaðar í því kvæði um kristinna manna guð. Jeg vil ekki þurfa að hugsa, að neinn mað- ur nú lifandi tilbiðji cða trúi á eins grimmúðgar, siðspillandi og þræl- lyndar verur eins og þær, sem Þorskabítur afneitar þar. Ef ein- hver af þeim er átrúnaðargoð J. E., þá skal mig ekki furða þó greinin hans sje eins og hún er. Þetta hjal Jóns um að menn sje skyldugir til þess að tala og kveða svona og svoria, situr báglega á honum. Menn eru skyldugir til þess, að færa svo fram rök fyrir þvf, sem þeir segja, að það sjáist að þeir hafi hugsað málin og þeir sje þess virði, að það sje íhugað, sem þeir tala ; en í þvf er J. E. fremur eftirbátur en fyrirmynd annara manna. “Að kveða sem hugsandi mað- ur“, segir höf. Hefir hann ekki lesið kvæðið, sem hann er að skrifa umf Getur hann bent á eitt ein- asta atriði f kvæðinu, sem sýni, að það sje ekki ort af hugsandi manni? “Trúarjátning*' Þorskabíts er svo þrungin af hugsun, að það hefði hverju blaði þótt vegsemd aðflytja hana, ef þjóðfrægt nafn hefði stað- ið neðan undir, þótt engu orði f henni sjálfri hefði verið breytt. Þorskabítur segist ekki trúa á þann |juð : .... sem fáráðling æsir til óhlýðni fyrst svo eftir á tekur af lífi“. Eða þann : .... ‘ ‘Sem ómálga börnin af brjóst- unuin sleit svo barði til heljar og kreisti“. . . . .“ af karlmönnum heimtandi kiðling f fórn af konunum æruna og lífið“. . .. .“Sem Líbanons villidýr lepj- andi blóð úr lffæðunrsaklausra manna“. Hvareru þarna Ijótar hugsanir? Hvar er þarna nfddur guð krist- inna inanna, þótt skáldið segist ekki trúa á svo ógöfugar guðahug- myndir eins og þarna er um að ræða ? Og enn segir Þorskabftur : “Jeg hata þann guð, semað hrind- ir sjer frá þeim hrösuðu og viltu með glotti, og hálfsoðna, spriklandi horft getr á f helvftis vellarídi potti“. Eru þetta Ijótar hugsanir, að hata það hugarfar scm vill gjöra sjer píslir helvftis að sjónarleik ? ! Eru þeir menn virkilega með öil- um mjalla, sem álfta það gagn- stæða fagrar hugsanir ? Þorskabítur segist dásama þann

x

Baldur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.