Baldur


Baldur - 16.05.1908, Blaðsíða 2

Baldur - 16.05.1908, Blaðsíða 2
BALDUR, VI. ár, nr. 7. GIMLI, --- MANITOBA OHAÐ VIKUBLAÐ. KOSTAK $1 UM ÁRIð. BORGIST FYRIRFRAM tÍTGEFENDUR : THE GIMLI PRINTÍNG & PUBLISIIING COMPANY LIMITED. UTANÁSKRIFT TIL BLAðSINS : BALDTJB, O-XALIL.I, XÆ.A.IT. V >*•?> \ vnV* n lau^,ý«infl;um ©r 25 cen yrir þ imlung iá^kalengdar. Afslátturer eri i n á stœrr auglýiingumjSem'birtast. j blaðnu yfir lengri tíma. Viðvíkjandi Kkam afalættiog öðrum fjármálunr. blaðs* j m.eru miau beðnir að auúa sjer að ráð^ | manninum. AMÆLIÐ. Hr. Á. J. Johnson, sem hefir verið frjettaritari wHugins“, skrif- ar í “Heimskringlu“, 30. aprfl, grein um “ógleði sjera Jóhanns“. Eigi fyrirsögnín og svipuð orða- tiltæki í greininni sjálfri að miða til þess að gjöra mig Iftilmótlegan 1 augum lesendanna, kemur mjer það mjög á óvartfúr þessari átt. Á förnum vegi hefi jeg ávalt mætt mjög kurteisu viðmóti af hendi þessa manns, og ekki verið mjer j annars meðvitandi en að jeg sýndi honum það sama. Að vfsu varðar almennirig það litlu, en hitt skiftir nokkru, að sem flestir venji sig á að rita með sömu kurteisi og þeir tala, og hr. Á. J. Johnson er fult- vel mannaður til þess að geta var- ið málstað sinn, án þess að herma það eftir illa siðuðum ribböldum að beita götustrákavopnum. Það sem ámælinu sjálfu á Ný- 1 Isl. við kemur, þá er það eins ó- verðskuldaður óhróður fyrir þvf, þótt frjettaritarinn hafi hann eftir öðrum, eins og ástæðuna, sem hann setur fram máli sínu til stuðnings. Þegar hann nefnilega árjettir nú sfn fyrri ummæli með þvf, að stað- hæfa að f Nýja íslandi sje “áreið- j anlega færri dugnaðarmenn “ held- j ur en íöðrum fslenzkum byggðum, j þá er sýnilegt að það er fólkið en j ekki náttúrari, sem hann á við mcð J niðrunarorðum sínum, og jafnframt cr það þó vitaniegt að maðurinn er hjer alls ekki svo kwnnugur, að þetta geti talist af hans hendi ann- að en sleggjudómur. Það er ekki snefill af sannleika í því að menn hjer sje meiri ódugn- aðarmenn en annarstaðar, enda hafa ekki þeir, sem fluzt hafahing- að úr akuryrkjubyggðunum skarað neitt fram úr þeim sem fyrir hafa verið, — heldur bara farnast mjög j svipað hinum. Öll brfxlyrði um ódugnað og aðrir hlutdrægnisdómar í garð Ný íslendinga, hafa allt af verið óverð- skuldaður óhróður, hvað margir, sem hafa flcygt þeim á milli sfn ; — og við það situr, Johnson minn góður, hvaða niðrunaryrðum, sem þjer þóknast að beita gegn mjer, þvf þau geta aldrei breytt neitt sannleikanum í þessu máli. J. P. S. Mörg íhugunarefni eru fólgin f brjefi því, sem hjerfer á eftir. Það brjef hefir það lfka sjerstaklega sjertil ágætis, að vera skrifað af einum hinum merkasta bónda, sem hjer er til af okkar þjóð, svo hann er þeim mun bær- ari um þessi mál að dæma sem hann hefir meiri eigin reynslu en aðrir. Gleðiefni má okkur Ný-ísl.vera það, að hcyra þarna úr fjarlægð einmitt þá rödd, sem sumir okkar dirfðust f vetur að vænta eftir, nefnilega, að fsl. út í frá kynnu að taka upp þykkjuna fyrir okkur, og með því vcrða okkur til fullting- is, ef einhverra bóta yrði sfðar freistað. Þótt allt kunni að koma fyrir eitt, viðvíkjandi framtfð þessa byggðarlags, þá er manni samt einnig ánægja að þvf, að vita reynslunnar menn dreyma fagra dagdrauma um það, hvað vestur- strönd þessa mikla vatns mætti verða. Samskonar myndir, þótt með daufum dráttum væru gjörðar, birtust í “Bergmálinu“ endur fyr- ir löngu, og oft hef jeg óttast sfð- an, að allt slíkt mundi vcra heimskulegir bernskudraumar, og að 'praktisku1 mennirnir mundu aldrei fást til að Ifta svo á. Höf. þessa brjefs verður ekki f slíkum efnum sleginn á munninn meðþeim kærum um barnaskap og reynslu- leysi, sem ýmsir aðrir yrðu að sætta sig við, og það ættu ungir menn hjer um slóðir að taka sjer til hugleiðingar. Það sem bæjarráðið hjer á Gimli snertir, má með sönnu segja, að það sje prungið af löngun til hins bezta fyrir bæjarins hönd, eins og bæði frjettir í þessu blaði, og vænt- anlega sfðar,munu bera voft um. BLÖÐIN Á ÍSLANDI, sem nú eru svo mikið farin að ræða um fólksflutning hjeðan, að naumast má ætla áð það sje eintómt gaspur, ættu að íhuga gaumgæfilega orð þessa brjefshöfundar. Hann er ekki neinn gortari, sem vill gjöra sig dýrðlegan á gamla Islands kostnað með gleiðgosahætti, eins og hætt er við að þeim heima hafi þótt brenna við stundum. Hans áætlanir um það, hvað farsælast mundi verða heima. cru sprottnar af langri og happadrjúgri eigin reynslu. J. P. S. * * * Glenboro, 4. maf 1908. Sjera J. P. Sólmundsson, — Gimli. Kæri herra. — Jeg hefi lesið með athygli, hið opna brjef þitttilmfn, sem birtist f þrem númerum Bald- urs ; og sje jeg af þvf, að skoðan- ir okkar á þeim málum, sem þú hefir tekið þar svo vel og nákvæm- lega til íhugunar, eru f flestum greinum mpg líkar; þótt auðvitað f sumum atriðum sje nokkur mein- ■ ingamunur. — “Vanrækslu eldra fólksins, f sambandi við ýms atriði vanþekkingarinnar“, finnst mjer ]3ú hefðir átt að takatil alvarlegrar fhugunar; þvf mjer virðíst það vera nauðsynlegt, bæði fyrir eldri og yngri, að fá góðar bendingar, einmitt þeim atriðum viðvfkjandi. Þú álftur að orsökin til ósigurs ykkar við síðustu sveitarkosningar sjc allt ðnnur en sú, sem jeg tók fram f brjefi mfnu til þín, og skal jeg fúslega viðurkenna, að undir núverandi kringumstæðum hefir þú mjög mikið til þfns máls, þvf ekki ber að neita þvf, að ólíkar skoðanir í trúmálum virðast hafa áhrif á rnenn f alveg óskyldum málum, sem ætti alls ekki að eiga sjer stað. — Að því er sjera Rún- ólf Marteinsson snertir, þá er hann svo vel þekktur, að ekki er annars en góðs að vænta af honum, bæði í þessu og öðru tilliti. Það er sönn ánægja að sjá hjer Ijósan vott um víðsýni hans og skyldurækni, þótt m'enn með ólíkar trúarskoðan- ir ættu hlut að máli, og hafi hann þökk og heiður fyrir framkomu sfna viðvíkjandi þessu áhugamáli j ykkar. — En það, að þið voruð i svo nærri þvf að sigra, að ef þeir fáu sem greiddu atkvæði á móti ykkur og eins hinir sem heima sátu, hefðu notað þegnrjettindi sín til að styðja fslenzkt þjóðerni, þá hefðuð þið unnið, virðist mjer benda á það, að ef íslendingar hefðu verið búnir að taka nieira af löndum, en þeir hafa gjört', ogfæra út byggðina, þá hefðuð þið borid hærri hlut f þessum viðskiftum, að ( minnsta kosti f þetta skifti. Þið J hefðuð þá þolað betur að missa nokkur atkvæði. Þótt ungu menn- irnir hafi atkvæðisrjett án þess að vera landeigendur, virðist mjer samt, að með þvf að taka lönd og yrkja þau, hefðu þeir gjört marg- falt meira gagn, bæði í þessu og öðru tilliti. Þeir hefðu þá komið f veg fyrir það, að Galisfumenn næðu þeim liindum, og þar með dregið úr Ahrifum þeirra og at- j kvæðamagni. Svo er og mjög lík- Iegt, að því meir sem byggðin færðist út, og þvf betur sem hún hefði verið yrkt, að þvf fleiri utan- byggðar íslendingar hefðu flutt inn og tekið sjer lönd, svo Gaiisíu- menn hefðu aldrei fengið tækifæri tii að ná svo föstum tökum á Gimli- sveit, eins og nú á sjer stað. En þó þannig sje nú kornið, og ekki lfti vel út ineð sveitarskiftingar- J málið, virðist mjer íslendingar ættu ekki að gefa upp vörnina, miklu fremur taka nú á öllu þvf þolgæði ogviljaþreki sem þeireiga til, og reyna nú að vera vel sam- taka í cillu þvf, sem lýtur að sveit- arskiftingunni og heill byggðarinn- ar. Islendingar ættu ekki að láta eina einustu ekru af landeignum sínum ganga úr höndum sjer, held- ur auka þær að svo miklu leyti sem kringumstæður framast leyfa. Svo er sjálfsagt að reyna á næsta fylkisþingi hvort ekki gengur bet- ur. Allir ísl. í Manitoba, sem þegnrjettindi hafa, ættu að beita áhrifum sfnum ykkur (Ný-Isl.) í hag. Verði Roblinstjórnin ófáan- leg til að gjöra vilja ykkar þessu máli viðvfkjandi, verður Ifklega ekki um annað að gjöra, en bfða þar til hinn svo nefndi ‘frjálslyndi flokkur* kemst til valda, og er mjög líklegt að þ& gangi betur. Það væri sárt, og vanheiður fyrir þjóð vora, ef þessi byggð gengi úr höndum íslendinga, þar sem þeir nærfellt f 32 ár hafa staðið í strfði við ýms óþægindi og örðugleika, sem nýbyggjalífið hefir í för með sjer> °g það einmitt nú, þegar skilyrðin virðast fengin fyrir þvf að byggðin þrífist og blómgist. Það má ganga að þvf vfsu, að vest- . urströnd Winnipegvatns, einmitt þar sem íslendingar búa, verði mjög fögur og álitleg byggð. Þvf f n&lægri framtíð munu bændur ryðja lönd sfn að mestu leyti og breyta þeim í fagra búgarða. Svo verða á flestum vegstæðum — eink- um þcim er liggja vestur f landið — upphækkaðar akbrautir með skurðum til beggja hliða, sem auk þess að halda vegunum þurrum, munu einnig veita snjóvatni á vor- in og regnvatni á sumrin —■ sem safnast fyrir f flóunum og vfðar — framrás, og þar með þurka landið, svo jafnvel óræktarfióarnir verða að nýtilegu landi til stórra hags- muna fyrir byggðarbúa. Það er þvf enginn efi á þvf, að þegar þetta er komið f framkvæmd verð- ur mjög ánægjulegt að lfta yfir bygðina, og sjá hin snotru bænda- býli umgirt blómlegum sáðreitum ogfögrum skógarbeltum. Þá munu menn ekki sjá eftir þvf, að hafa lagt nokkuð á sig fyrir Nýja fs- land. Svo megum vjer fslending- ar ckki heldur gleyma þvf, að Gimli í Nýja íslandi er eini fslenzki bærinn vestan hafs, ætti okkur þvf öllum að vera um það hugað, að hann taki sem mestum framförum, og verði bæjarbúum og íslendingum yfirleitt til ánægju og sóma, og það þvf fremur sem þar (á Gimli) eru skilyrðin og tæki- færin fyrir hendi, til að prýða bæ- inn og gjöra hann þrifalegan, A- iitlegan og aðlaðandi, bæði fyrir innflytjendur og ferðafólk. Svo er nú Ifka hægra hjer eftir, en áð- ur, með allar umbætur, undir urn- sjón hinnar lögákveðnu bæjar- stjórnar, sem mun gera sitt bezta til að efla og auka framfarirnar, að svo mik'u Icyti sem efni og kring- umstæður leyfa. Það eru' mikil lfkindi til þess, að Gimli og landi'ð umhverfis, verði einhver hinn á- kjósanlegasti skemmtistaður ís- lendinga í Manitoba, og Iíklegasti staðurinn til að viðhalda, sem lengst, fslenzku þjóðerni, og erþað mikils virði, þvf ef vjer (fsl.) get- um haldið því bezta, sem til er í voru eigin þjóðerni, og jafnframt tekið okkur til fyrirmyndar og eft- irbreytni allt hið góða og nytsama, sem til framfara horfir hjá hjerlendu þjóðinni, verðum vjer óefað nýtir og góðir meðlimir þjóðfjelagsins. Ekki virðist mjer að Vestur-ís- lendingar myndu græða mikið f menningarlegu tilliti, með þvf að flytja hópum saman heim til gamla íslands. Mjer finnst að framfara- skilyrðin þar vera meira takmörk- uð, en þau eru hjer vestan hafs. Tíðarfar og landkostir mjög svo ó- lfkt, eins vinna og vinnuaðferð; svo það er grunur minn að Vestur- íslendingar, einkum þeir sem hjer eru fæddir, myndu ekki til lengdar una hag sínum heima á voru kæra feðra Fróni. En það virðist mjer mjög lfklegt að gæti orðið okkur Vestur-ísl. til ánægju og sóma, et nokkrir íslendingar, sem hjer eru reyndir að framtakssemi og dugn- aði, flyttu heim til gamla landsins, einkum ef þeir væru svo efnalega sjálfstæðir, að geta keypt sjer bú- jarðir, óg gjört tilraunir með að rækta þær og yrkja betur en al- mennt gjörist á íslandi. Því mik- il Ifkindi eru til þess, að hægt sje að gjöra marga óræktarbletti þar að góðu ogarðsömu heylandi, með þvf að plægja þá og herfa árlega, og þar með sljetta landið, og gjöra það hæfilegt fyrir heyvinnuvjelar. Mætti þá sá grasfræi eða öðrum fóðurtegundum, svo sem rúgi, höfrum og byggi, og þó kornið næði ekki fullum þroska, myndi stráið vaxa svo að það gjörði mik- ið oggott fóður, með því að slá það grænt. Kæmist þetta í fram- kvæmd, og hefði góðan árangur, yrði það ómetanlegt gagn fyrir landbúnaðinn, því það mun vera fóðurskortur fyrir búfjenaðinn á hinum löngu og hörðu vetrum, sem hefir komið og kemur svo mörgum bændum heima á khldan klaka f efnalegu tilliti, og ef hægt væri að koma f veg fyrir það, væri sannarlega mikið unnið fyrir gamla ísland. Að vfsu cr líklegt að fyr- irmyndarbúin sjeu farin að gjöra tilraunir í Ifka átt, en það gæti samt gjört margt og mikið gott, aukið áhuga og framfarir með fóð- urrækt, svo framleiðslan rnargfald- aðist, sem væri svo æskilegt til þess að landbúnaðurinn geti þrifist. Þvf þó talsverðar framfarir sjeu að því er sjávarútveg snertir, þá mun þó landbúnaðurinn ávalt verða að- alundirstaðan, sem hagsæld og framtfð landsins byggist á. Vinsamlegast. Árni Sveinsson. SAMTININGUR. Eítir Jovi. ¥ ÁSIGKOMULAGIÐ Á MARS. Mars er sú af reikistjörnunum í

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.