Baldur


Baldur - 23.05.1908, Blaðsíða 2

Baldur - 23.05.1908, Blaðsíða 2
B A L D U R , VI. ár, nr. 8. ER GEFINN ÖT Á GIMLI, ---- MANITOBA 'TJHÍÍlÍli_________ OHAÐ VIKUBLAÐ. KOSTAR $1 UM ÁRIe. BORGIST FYRIRFRAM tÍTGEFENDUR : THE GIMLI PRINTING & PUBLISHING COMPANY LIMITED. UTANÁSKRIFT TIL BLAeSINS : B^A-XjTDTTT?,, GIMLI, V t^ð á ^n'ií.'i'n *ns;'ýíingum er 25 cen yrir þnmlung'iá'kelengdar. Afslátturer efinná stœrr anglýsingum,*tn>"bii taet í blaðnu y6r lcngri tíma. Vífvíkjaniii 1 f kam afslættiog ððrum f jármálum blaðs nr.eru maun beðnir að amja ejer að ráð» manninum. Tvær sögur; báðar góðarll Ekki alls fyrir Iön£ru kom skúr úr heiðskfru Ioftu yfir Ifberalflokk- inn f Ottawa. Laurier hafði fit- valið þrjá menn til þess að yfirlfta embættisfærslu skrifstofuþjbnanna 1 hinum ýmsu stjórnardeildum sín- um. Eins og nærri má geta voru menn þessir ekki valdir af vcrri endanum, og í það minnsta einn þeirra er talinn meiraen þjöðfræg- ur sem fjármálafræðingur. Á veru hans hjer í Canada stendur svo, að þegar Sir John A. Macdonald fórf gamla daga (um 1867) að leita peningaláns hjá bönkunum á Eng- Iandi, var honum f fyrstunni synj- að um allar fjárframlögur, en gefin von um hjálp sfðar, cf vissum manni, sem bankarnir bentu á, litist það óhætt, þegar hann væri bfiinn að rannsaka hag rfkisins, ef Sir John vildi ráða hann til þcirr- ar rannsóknar. Sir John gjöröi það strax, og lánið fjekk hann svo 1869, en maður þessi, sem bank- arnir ensku báru þessa tiltró til á ungdómsárum hans, hefir aldrei farið aftur úr Canada, og er sá hinn sami. sem nú var einn þeirra þriggja, sem Laurier nefndi til yf- irskoðunarinnar yfir starfsemi þjóna sinna. Þcgar þriggja-manna-nefndin var búin með verk sitt, lagði hún skýrslu sfna upp f hendurnar A hfisbændum sfnum. Var skýrslan á 70 stórum blaðsfðum, skrifuðum, og fylgdu henni 2 bindi af vitna- leiðslum. Svo varð það að verða hlutverk eins ráðgjafans, að leggja þessa skýrslu fram í þinginu, — og þá gekk á þrumum og elding- um, svo enginn hafði fyr í Cariada þekkt slfka pólitiska veðráttu. Skýrsla þessi, svo löng sem hfin var, mátti heita haugur af ávftun- um á allt, sem mennirnir höfðu skoðað, þótt hvergi tæki eins stein- inn fir eins og viðvfkjandi sjómála deildinni, þvf þar var svo komist að orði, að ekki væri útlit fyrir að í henni væri nokkursstaðar sam- vizka til. Flestum conservatfvblöðum, — nema aumingja Hkr., —hefirorð- ið matur fir þessu, sem ekki er að furða. Lfberalflokknum f þinginu var svo eins og stufigið upp í hrfitshorn, að enginp vissi hvað hann átti af sjer að gjöra. Loks tók Laurierþað kurteisis og hyggn- is bragð, að skipa dómara að taka til óspilltra málanna, og hafa rjett- arfarslega höndur í hári draslar- anna, hverjir sem þeir væru, þvf það hafði þriggja manna nefndin álitið fyrir utan sirin verkahring, að segja til nokkurra sjerstakra með nöfnum, þótt hún kvæði upp dóm yfir ástandinu f deildunum yfirleitt, Með dómaranum voru samt lagðir til á rfkisins kostnað tveir tögmenn, til þess að hjálpa til við að spyrja vitnin, — manni dettur ; f hug hjálp til þess að fá þau spnrð mátulega. Hvað urn gildir, það var farið að spyrja vitni um hitt og þetta, og okkar heittelskaða Canadaveldi var orðið þrungið af rjettlæti og hreinleika, — en þá vildi svo óheppilega til, að dómar- inn þarf að sinna þvf sem venju- léga kallar að honum í dómstóln- um, svo það verður að verða svo- Iftið uppihald á þessu nfina, — rjett um stund, — kannske fram yfir kosningarnar, gæti glettinn náungi gizkað á. Svo leið og beið, en ekki lengi þó. Stjórnin var farin að búa sig undir dag dómsins og reiðinnar cftir þessa skernmtilegu ádrepu, búin að sjóða sjer nýtt kosninga- lagafrumvarp, og hinir komnir f ásmegin mcð að ná sjer nfi niðri á stjórninni. Sýndu þeir fram á, cins og satt var, og satt cr, að það væri verið að gjöra upp á milli fylkjanna, cf kjörskrárnar ættu að vera heimamannaverk f sumum en ekki í sumum, — oghvassviðr- ið var orðið ekki svo Iftið. Þá kom vábrestur f þeirra Iiði. Bole gamli frá Winnipeg dregur upp úr vasa sfnum fáeina snepla því til sönnunar, að það sje ekki i allt gull, scm glói, með Manitoba- | þegnrjettindin undir okkar heima- ! manna fyrirkomulagi; f fyrra hafi hálft-fimmta hundrað kjósendur f Norður-Winnipeg aðcins orðið sama scm rjettlausir, þvf stjórnar- flokkurinn hjer f fylkinu hafi bfiið j sjer til þann atkvæðafjölda úrj mönnum, sem ckki hafi neih rjett- j mæt þegnrjcttindi haft, og það hafi komið f sama stað niður, sem að skafa út jafn marga menn á móti þeim. Eftir þenna formálaj fór hann að lesa af blöðum sfnum, og hljóðaði sá fyrsti, f stuttu máli, á þessa leið : "Jeg> Theodor Rudneski sver og segi: — (i) að jcg er nákunn- ugur W. H. Hastings, atkvæða- smölunarstjóra conservatívflokks- ins í Manitoba; — (2) að u’m miðj- an janúar ’o7 benti jeg Hastings á hvað mikið væri í Winniþeg af fit- lendingum, einkum Galisfumönn- um, sem ættu að fá borgarabrjef og geta tekið þátt f komandi fylk- iskosningum; — (?)að stuttu seinna j fitvegaði Hastings sjeríminni við j urvist 6 manna nefnd (Joseph Ma- I karski, Thomas Snczek, Frank í Szablewski, Gcorge Czornij, Mic- j hael Humilowicz, og Thomas Je- •tremski) til þcss að smala nöfnum j þeirra Galisfumanna, sem væru conservatfv og ættu að fá borgara- j brjef; — (4) að Hastings samdi j sjálfur við mig um það að hafa yf- irstjórn á þessu ; — (5) að fyrir 3. febr. höfðu þessir menn safnað um 450 útlendinga nöfnum á skrá, sem sagt var að hefðu tilkall til borgarabrjefs; — (6) að fyrir 3. febr. höfðu fæstir af þessum 450 mönnum nokkurstaðar undirritað nokkur skjöl sjálfir, þessu viðkom- andi; — (7) að samkvæmt beiðni Hastings fór jeg, og Snezek, Sza- blewski, Jestremski og þrír aðrir, um kl. 2 sunnudaginn 3. febr. tií herbergja f Maw-block og bjugg- um til borgarabrjefa-skilríki fyrir mennina á ofanuefndri skýrslu; — (8) að við vorum við þettafram á kl. 3 næstu nótt; — (9) að jeg horfði með mfnum eigin augum á Jestremski skrifa nafn sitt scm eiðtökumanns undir skilrfkin og staðfesta að mennirnir hefðu svar- ið það, sem f skilrfkjunum stæði, án þess nokkur þeirra, sem á skránni voru nefndir kæmu þarná- j lægt; — (10) að hinir piltarnir ; skrifuðu undir hvcrt skilrfki sem þess þurfti við, nöfnin mannanna, | sem á skránni stóðu, bæði undir hollustueiðs formið orf heimilis- fangs, án nokkurrar heimildar frá þcim mönnum; — (11) að þar sem eitthvað var að skilrfkjum, sem um- sækjendur höfðu sjálfir skrifað und- ir, bjuggum við önnur til í þeirra stað, og Jestrcmski gekk frá þeim cins og hínum; — (12) aðþar sem | enginn viðstaddur annar en Jes- j tremski var eiðtökumaður, ogj j vegna þess hann gat ekki sjálfur haldið það út að undirrita 12—15 hundruð skjöl, þá hjálpuðum við hinir honum með þvf að skrifa nafnið hans fyrir hann; — (13) að jeg er kunnugur Mr. Irving, þjóni f dómsmáladeildinni; — (14) að j við Mr. Irving höfðum oft fyrir 3.: febr. minnst á þessi borgarabrjefa- skilrfki þessara 450 manna, og að ! í þvf samtali hafði hann áminntj rækilcga um að hafa þau dagsett j tfmanlega f janfiar, þvf þau ættu ! að hafa verið 3 vikur til sýnisíj sýslurjettinum fyrir 4. febr., en ef þau litu ekkj sjálf út fyrir að vera neitt varhugaverð, þátreysti hann sjer til að smeygja þeim f gegn;— (15) að hann margsagði mjer að sjer nægðu til þess 4 dagar, ef dag- setningin væri nógu snemma f jan- úar; — (16) að það var fyrirskipað, að koma skilrfkjum hinna 450 tii Mr. Irvings að morgni þess 4.febr. svo hann gæti komið þeim f gegn- um sýslurjettinn þá um daginn; — (17) að jeg taldi sjálfur 125 manna skilrfki, sem með hinum var þá farið með til Mr. Irvings; — (18) að milli 4. og 12. febr. fjekk Mr. Irving mjer sjálfum borgarabrjefin handa þessum 450 mönnum, og mjer var kunnugt um að flestir þeirra voru settir á kjörskrárnar til og frá f borginni“. Undirritað : Thcodor Rudneski. Eiðsvarið í Winnipeg 31. marz 1907, frammi fyrir R. T. Huggard, eiðtöku- manni. Svo þegar Bole var bfiinn með þessa romsu, las hann næst eið- svarið skjal um $5, sem Makarski hafði fengið Galisfumanni einum á förnum vegi á kosningadaginn, 7. marz, og sagt manninum um leið að fara og greiða atkvæði með Mitchell [conservatfv þingmanns- efninu f Norður-Winnipeg, sem auðvitað vann kosninguna, og sit- ur á fylkisþingi nfij. \ Þriðja votlorðið las hann frá mann^ sem segist hafa unnið að nafnasöfnun fit um bæinn, sem undirmaður hjá Rudneski; og hið fjórða frá Galisfumanni, sem á heima að 832 Pritchard Ave., og er kennari. ..Segist hann einnig hafa unniðað þessari nafnasöfnun, fyrst fyrir $2 og svo fyrir $2.50, hann segist hafa verið í Maw-block 3. febr, og þar hafi Hastings verið Ifka framan af deginum og verið vitorðamaður að öllu saman, og að skilríkin hafi öll verið dagsett 2., 5•> 8-, 9-> iO-> og 11. jan., þó ekkert þeirra væri skrifað fyr en þarna, 3. febr. Svo segist hann hafa verið viðstaddur 8. febr. þeg- ar mörgum af brjefunum, sem fengin voru út á þcssi skilríki, hafi vcrið útbýtt. Það má nærri geta hvernig con- scrvatív-flokknum varð við þegar þcssi steypa kom yfir hann. Dag- inn eftir þcnna þinglestur bættist það svo við, þegarmasið um þctta var komið f algleyming vestur f Winnipeg, að einn Galisfumaður- inn, sem nýlega hafði verið kosinn varaforscti f conservatfv-klfibb sfns þjóðflokks, labbar sig til, að því er virðist af eintómri útlendingslegri samvizkusemi, og sver vottorð um það sem fyrir augu sfn hafi borið f fyrra einu sinni fyrir kosningarn- ar, cn það er eiginlega hvorkl meira nje minna en það, að stjórn- arflokkurinn hafi um þær mundir haft í klfibbherbcrgjum sfnum annaðhvort sjálft innsigli sýslurjett- arins f Winnipeg eða þá fals-inn- sigli af sömu gerð, þvf maðurinn sá farið mcð óinnsiglað borgarabrjef, sem hann var að ganga eftir, inn f aflukt herbergi og komið með það út aftur innsiglað. Mcnn halda nú kannske að flokks- leiðtogunum verði ráðafátt fit af öðru eins og þessu, Ó ekkf. Sá þekkir ekki mikið pólitíkina hjerna, sem heldur það. Iívorugum þykir nú að vísu gott að fá þctta framan f, þótt æðimik- ill munur sjeáþessum sögum, þeg- ar vel er að gætt, en báðir finna eitthvað til úrræða. Annar fer með slægðinni og hægðinni og lætur það lognast fit af; — hinn með gikknum og gassanum og hrópar hástöfum : lýgi, lýgi, en sfi dæmalaus ósvífni! Svo taka aðr- ir upp herópið, hver f sinn hóp og básöna út um landið, því allt af eru til “leiðandi menn“, sem lítur fit fyrir að skanrmist sín ekki fyrir neitt. Það eru kjósendurnir, sem venjulegast hafa verið “Ieiddir“, sem helzt má bfiast við að ögn eigi cftir af sómatilfinningu, þegar svona keyrir fram úr hófi á báðar hliðar. J. P. S. SAMTININGUR. Eftir Jovl. m MALINA. Ef þið halðið að þessi saga sje um unga stfilku, þá skjátiar ykkur, þvf Malina var að eins tfk sem Pjetur smiður átti, Yzt f austurendanum á Kráku- þorpi bjuggu þeir Pjetur smiður og Jón skraddari hvor á móti öðr- um, og elns og stundum hefirbor- ið við áður, orsakaði nágrennið ýmsa tilbreytni í hinu einmana- lega hversdagslífi. Ef Berta, kona smiðsins, bjó til kaffi fyrri hluta dags, varð Malena, kona skraddarans, þess ávalt vör, og notaði þá tækifærið til að láta mann sinn vita, að þær konur, sem ekki hefðu verið svo ólánsamar að eignast skraddaratusku, hefðu ráð á að hita sjer kaffi milli dagmála og hádegis. Og kæmi einhver ná- grannakona með treyju eða kjól til viðgjðrðar, þá hafði hfin oftast með sjer mjólk í könnu, blóðmörskepp eða kjötbita undir svuntunni, og þá var nö hátfð hjá skraddaranum. En innan við gluggann f húsi smiðsins stóð þá Bcrta, græn af öf- und, þcgar hfin sá hvaðáseiði var, og fór þá vanalega til manns sfns og sagði honum, að konur, sem væru svo ólánsamar að eiga þá fyr- ir menn, sem að eins hefðu dýr fyrir viðskiftavini, gætu aldrei á- nægðar verið. Svona viðfeldið var lífið beggja megin brautarinnar f 'austurenda bæjarins. En skraddarinn setti dálitla titil- brík hægra megin við dyrnar hjá sjer, mcð þessum orðum á: ÖhL oG VlnDLaR. Þegar svo unglingarnir komu þangað á laugardagskvöldin með eitthvert hljóðfæri mcð sjer, fengu þeir sjer öl að drekka, settust svo bak við skraddarahótclið, þvf þeir vildu ekki vera beint á móti Pjetri smið, ljeku þar á hljóðfæri og siingu stundum skammavísur um Pjetur, sem þá Ijet hamarinn dansa af hjartans lyst. Þetta þótti við- eigandi undirbfiningur undir helg- ina, og því kom fjöldi þorpsbúa að hlusta á. En þá spilaði smiðurinn út trompásnum.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.