Baldur


Baldur - 06.06.1908, Side 1

Baldur - 06.06.1908, Side 1
STEFNA: Að efla hreinskilni og eyða hræsni í hvaða máli, sem fyrir Kemur, 4n tillits til sjerstakra flokka. BALDIIR 16 y AÐFERÐ: flh 1 Að tala opinskátt og vöflu- p 1 laust, eins og hæfir því fólki gj Hfl |j seni er u 0 r r œ n u bergi | j| brolið. 1 1 1 3 - H 1 j ! s g VI. ÁR. GIMLI, MANITOBA, 6. JÚNÍ iqo8. Nr. io. Hæstmóðins orgel og píanó. Hinir einu umboðsmenn fyrir Heintzman & Co. píanó. J. J. H. McLean & Co. Ltd. 528 Main St. WlNNlPEG. Samræður við vini okkar um orgel og pfanó eru okkar ánægju- efni, þvf okkur cr óhætt að ábyrgj- ast hvaða hljóðfæri, sem valið er úr okkar búð. Þær tegundir, sem við höfum á boðstólum, eru allar reyndar að því, að standa fremstar allra þeirra hljóðfæra, sem seld eru hjer í landi. ÞINGBOÐ. Hjer með tilkynnist hlutaðeig- endum, að fjórða þing hins únftar- iska kyrkjufjelags íslendinga í VesturheimÍ, verður sett í íslenzku únftarakyrkjunni f Winnipeg, föstudaginn þann 12. júnf næst- komandi, kl. 2 e. hád. í umboði stjórnarnefndarinnar. S. B. BRYNJÓLFSSON, (varaforseti). FUNDARBOÐ. • Safnaðarfundur verður haldinn í únítarisku kyrkjunni á Gimli, þriðjudagskvöldið g.þ. mán., kl. 8. Óskað eftir að scm flestir meðlimir sæki þenna fund, þvf árfðandi mál- efni liggur fyrir að ræða. Gimli, 2. júnf 1908. J. J. SóLMUNDSSON, forseti. C§ C^) C&3 C&3 C&J C&3 cS) gfl t§ FRJETTIR. g> t§Cg3C£)Cg3Cg3Cg3[g3í£]§) i. júnf er Ottawaþingið engu nær en það var um miðjan aprfl, að koma í gegn Aylesworth frum- varpinu um tilbúning kjörlist- anna fyrir sambandskosningarnar. Flokkarnir heituðust þá hvor við annan um það, að hvorugur skyidi láta undan, og báðum hefirheppn- ast að standa við það til þessa. — Eftir að Bole var búin að leggja fram vottorðin frá Winnipeg til sönnunar því, hve mikla ósvffni conservativar hjer í fylkinu sýni við skrásetninguna, bjuggust liber- alar við að hinir mundu gugna eitthvað, en því hefir farið fjarri. Roblin og Rogers brugðu sjer báð- ir austur til þess að stæla upp kjarkinn f flokksbræðrum sfnum, enda hafa þeir ekki látið nokkurn bilbug á sjer finna. — Fyrir eitt- hvað þremur vikum hjclt svo Laurier eina sfna snjöllustu ræðu. Sagði hann, að sjer þætti verra að þurfa að láta kjörstjórana hafa cins mikla meðgjörð með Iistana næst eins og hefði mátt til að vera f sfðustu kosningum. Þar með sagð- ist hann ekki viðurkenna að kær- urnar, sem flokki sfnum hefðu ver- ið bornar (thin red line charges), væru rjettar, en það væri ekki rjett að gcfa tilcfni til þcirra. Samt yrði einhver að gjöra það verk, sem mismunurinn á tak- markalfnum hinna 40 fylkiskjör- dæma og hinna 10 sambandskjðr- dæma óumflýjanlega leiddi af sjer. Núværi það vitanlega sannleikur- inn,. hreinskilnislega sagður, að sfnum flokki stæði ótti af þvf að sækja kosningar f hendur andstæð- inganna, þ. e. a. s. brúka kjör- skrár, sem conservatfvflokkurinn f Manitoba Ijeti búa til, og eins væri ástatt fyrir andstæðingunum, að þeim þætti illt að láta liberal- flokkinn búa skrárnar til, og eiga svo undir högg að sækja. Til þess að ráða nú fram úr þcssu, og fá andstæðingana til þess að hætta að varna sjer þess fjár, sem með þyrfti til almennra stjórnardeilda- þarfa, væri hann viljugur til þess að leggja tilbúning skránna alveg f höndur dómstólanna svo hvorug- ur flokkurinn ætti þar nokkurn sjerstakan hlut að máli. Þetta væri sáttaboð síns flokks. — Þessu svaraði Roche, conservatfv þing- maður hjeðan að vestan. Kvaðst hann hæstánægður með þessa með- ferð á skrásetningunni. Hún væri vafalaust sú allrabezta. En hann sagðist aldrei sætta sig við það, að Manitobafylki væri einangrað með neinni löggjöf, hvort heldur hún ætti að heita betri eða verri held- ur en sú löggjöf, sem látin væri gilda f öðrum fylkjum. Meðan það væru lög f Canadaað fara við sam- bandskosningar eftir fylkjalistun- um, vildi hann hafa að það væfi einnig látið ráða f sfnu fylki; en ef svo væri, að meiri-hluta-menn sambandsþingsins þættust nú hafa komist niður á hina einu rjettu að- ferð (eins og sjer finndist með þeim), þá finndist sjer það bersýni- leg skylda þeirra, að semja lög á þeim grundvelli fyrir öll fylkin f einni heild, en ekki eitt sjerstakt fylki, af þvf svo stæði þar á, að andstæðingar þeirra hefðu töglin og hagldirnar f þvf. — Að þessu svari gjörðu conservatfvar góðan róm, og hafa haldið sig við þetta skilyrði sfðan, annaðhvort að hafa allt á grundvelli þeirra laga, sem nú eru f gildi í öllu rfkinu, ellegar að fá nýja löggjöf á þessum ný- hugsaða grundvelli og láta hana þá ná jafnt til allra fylkjanna. 2. júnf. Hluttakcndur frá Mani- toba f ólympisku leikjunum f Tor- onto fara austur á morgun, og fá $250 styrk frá fylkinu til farar- innar. — Kosningabardaginn f Québec er komirin f algleyming.^ Lfberal- ar fengu 6 sæti mótsóknarlaust. Margir óháðir cru í vali, sumstað- ar gegn fulltrúa annars flokksins, sumstaðar beggja. Mest er tekið eftir viðureign stjórnarformannsins, Gouin, og Henri Bourassa, sem gengið hcfir úr líbcralflokknum og berst nú við sfna fyrri fjelaga, til- litslaust til conservatívanna. Svo mikils þykir við þurfa í tiiliti til þessara manna, að hvor þeirra um sig sækir f öðru kjördæmi, sinn f hverjum stað, til vara. [Hann er talinn allramesti dugnaðarhamur, þessi Bourassa, og stendur vfst nokkuð svipað á með hann í Que- bec eins og R. L. Richardson hjer í Manitoba]. — í Ontario byrjaði lfka bar- daginn í gær. Þar voru 7 con- servatfvar útnefndir mótsóknar- Iaust. í þremur kjördæmum sækja tveir og tveir conservatívar hver á rnóti öðrum, en enginn llberal; f einu tveir líberalar, en enginn conservatív; og f enn einu kjör- dæmi verkamannafulltrúi á móti conservatív, en enginn lfberal. 3. júnf. Prestur nokkur, Rev. S. G. Lawson, sem verzlunarsam- kundan f Saskatoon sendi suður í Bandarfki til þess að halda bæ sfn- um fram við þá, sem kynnu eitt- hvað að vilja færast í fang bæn- um til eflingar, kemur nú heim aftur með þær frjettir, að JamesJ. Hill ætli að láta byggja járnbraut frá Winnipeg til Calgary, svo fljótt sem G. N. R. brautin er komin alla leið til Calgary úr hinni átt- inni. Hill sagði prestinum, að braut þessi frá Winnipeg yrði lögð f gegnum bæ hans, og auk þess lofaði hann honum að h»imsækja Saskatoonbúa innan skamms, til þcss að vita hvernig sjer litist þar á sig. UR BRJEFI. Einn dollar fylgir þessum miða, — borgun fyrir yfirstandandi ár- gang Baldurs. Við viljum ekki missa hann. Þó hann sje minni en hin blöðin, er hann þó eins fljótt gripinn til að sjá hvað.hann hefir inni að halda. Þó maður vilji ef til vill ekki við-1 urkenna það, finnst mjer þó að það leiði ósjálfrátt inn virðingu til þeirra manna, sem hafa þrek til að láta í ljós hverja skoðun sem vera vill, 4n þess fyrst að vita að fjöldinn sje þar með. Hitt er svo miklu al- gengara, að jafnvel þeir sem góð- um gáfum eru gæddir, og gætu haft áhrifáaðra til betrunar, renna áfram með fjöldanum og látast hugsa eins og hann, einmitt til að láta hann hjálpa sjer til að komast áfram og geta haft rólegra lff. Svo þegar þeir falla frá, hafa þeir ekki fært manns hugsanioa einum þuml- ungi lengra frá þvf sem áður var. Þegar jegvarbarn, stóð jegeinu sinni hjá lítilli tjörn og horfði áfer- fætlu, sem lá þarsvo róleg og bað- aði sig í sólskininu, Jeg hjelt á priki f hendinni og lyfti því upp til að drepa þessa saklausu skepnu með þvf. Jeg var raunar óvanur þesskonar leik, en hafði oft sjeð eldri og stærri drengi gjöra það sjer til gamans, og fjekk nú allt f einu löngun til að gjöra það lfka. Þó undarlegt sje, fannst mjer eins og hendi minni væri haldið kyrri, og mjer heyrðist einh'-er innri rödd segja skýrufn rómi: “En, þetta er synd“. Jeg stóð kyr dálitla stund, og var að hugsa um hvaðan þessi raust kæmi, en á meðan hvarf ferfætlan. Svo fór jeg heim, sagði mömmu frá þessu, og spurði hana hvaðan þessi rödd hefði komið. Mamma viknaði við og sagði; “Rödd þessi cr kölluð samvizka, en jeg vil heldur kalla hana rödd guðs í mannssálunni. Efþú hlust- ar á hana og hlýðir henni, þá óm- ar hún æ hærra og hærra og þá ert þú á rjettum vegi. En ef þú skeytir henni ekki, þá deyr hún, og þú verður staddur í myrkri án nokkurs leiðarvfsis. Undir þvf er Iffslán þitt komið, að þú vcitir rödd þessari náið athygli. KÍN VERSKir TALSHÆTTir. Það er betra að vera ekki til, en að vera gagnslaus. Iðranin er morgunroði dygð- anna. 011 óhappaspor liggja í áttina til heppninnar. Hæsti turninn hvílir á jörðinni, eins og sá lægsti. Gimsteinar eru það sfðasta sem maður kaupir og það fyrsta sem maður selur. Sorgardagurinn er lcngri en á- nægjumánuðurinn. Þeir sem ekkcrt hafa að gjöra, auka öðrum mesta fyrirhöfn. Sá, sem kaupir það sem hann ekki þarf, þarfnast bráðlega þess, sem hann ekki getur keypt. LJELEG SPARSEMI. Reynið ekki: Að brúka þunnan fatnað þegar kalt er ; ull er ódýrari en lyfjabúð- arvörur. Að sauma eða lesa f rökkrunum; steinolfa er ódýrari en gleraugu við cyðilagðri sjón. Að nota ódýra og Ijelega sápu ; kalda og ýms önnur ónot eru af- ieiðingarnar. Að vinna meiraen þú þolir; af- leiðingin er taugaveiklun og van- þakkir frá öðrum. S. : Það cr árciðanlega regn- hlffin mín sem þú hefir. T. : Mjög líklcgt. Jeg keypti hana í dag á uppboði hjá vcðlána- mangara.

x

Baldur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.