Baldur


Baldur - 06.06.1908, Side 3

Baldur - 06.06.1908, Side 3
B A L D (J R, VI. ár, nr. 10. TIL SÖLU. Góð bújörð á góðum stað í ÁRNESBYGGÐ. Einnig LOÐIR í G i m 1 i b œ. Sanngjarnt verð og söluskilmálar. ■ G. THORSTEINSSON. Gimu, —— --- ---- Man. HINAR ÁGÆTU SHARPLE’S TUBULAR RJÓM ASKILYINDUR standa nCi Ný-íslendingum til boða, Verð þeirra, sem aðskilja 200 pd á klukkustund, er $40 (aðrar tegundir sem afkasta jafn miklu verki kosta venjulega $65 til $7S)> °g þær sem dýrari eru afl<asta að sama skapi meira verki. Sá sem hefir þær til sölu hjer í nýlendunni er GISLI JÖNSSON, Arnes p. q. THE LIVERPOOL & LONDON & GLOBE INSURANCE CO. w Hi w Eitt sterkasta og áreiðanlegasta lífsábyrgðarfjelag í heimi. ^ ^ ^ Tryggir hús fyrir eldsvoða, bæði í Gimlibæ og grenndinni, G. THORSTEINSSON, agent. Gimli.--------Man. sjer og sagði: “Loksins hefi jeg þá fundið þann vin, sem jeg hefi þráð“, og svo gaf hann Elaim fagrar gjafir. Daginn eftir, þegar hirðmenn- irnir komu til að finna kalífann eins og vant var, sögðu þeir: “Þú æðsti stjórnari af öllum stjórnurum heimsins, þú hefir ver- ið svikinn af þeim sem seldi þjer gimsteinana, og hann verðskuldar ekki að lifa — því gimsteinarnir sem þú gafst okkur, voru fabkir“. Þá stóð Almansar upp úr sæti sínu og sagði: “Farið þið f burtu, augnaþjótiar. Laun ykkar eru af sama tagi og vinna ykkar. Þið hafið viljað blckkja rnig með fölskum lofræð- um> °g jeg hefi gefið ykkur falska gimsteina í staðinn. Þið hafið enga ástæðu til að æðrast". En Elaim hjelt áfram að vera vinur kalffans, og varð horium æ kærari og kærari. (‘Jugendgartenlaube'). LÍFSEIGJA MANNSINS, Það er ekki langt síðan að blöð- in sögðu frá því, að f Courireres á F'rakklandi hefðu 14 menn lifað í nærri þvf 3 vikur niðri f kolanámu, og ekki haft annað tii matar en úldið kjöt, börk og þvf um lfkt. Þetta virðist ótrúlegt en er þó satt. Sulturirin hefir oft neytt menn- ina til að lengja lffið með óvana- legum fæðutegundum. Þannig cr þess getið í “Journal óf Parfs“, aðfumsátinni um Metz 1552, urðu hermennirnir ura lengri tíma að iifa af súpu, sem soðin var af stfg- vjclum, skóm, beltum og ýmsum öðrutn lcðurtegundum. A dögum Hinriks 4. var Parfs umsetin, urðu íbúar hennar þá að lifa af súpu, sem soðin var af ýms- um grastegundum er uxu inni f borginni, en þcgar grasið þraut, voru grafin upp bcin úr jötðunni, möluð og soðin súpa af, við þenna mat liíðu þeir f 3 vikur. Þegar Genua var umsetin árið 1799, lifðu íbúar hennar í 3 mán- uði afbrauði, setn búið var til úr hörfræi, kókoshnetum og gúmmf, auk annara enn verri fæðutegunda. Þegar Þjóðverjar sátu um Párfs 1871, urðu fbúar hcnnar að eta fæðu sem þeir voru ekki öfundar- verðir af. Öllum dýrunum f dýra- garðinum var slátrað og etið, hund- ar, kettir og völskur voru sömu leiðis notuð fyrir fæðu. Giimul kona, sem hafði fyrir atvinnu að selja osta, lokaði búð sihni, flutti ofan f kjallarann og lifði þar f 143 daga á osti eingöngu. Sjómenn hafa cinatt lengt lff sitt á óskiljanlcgati hátt, með því að neyta þess sem enginn getur kallað mat. 1901 var franskur maður að grafa brunn, fjell þá svo mikið af sandi og mold ofan á manninn, að það þurfti 5 daga til að ná honum upp aftur, ert maðurinn var lifandi, hafði lifað þarna þessa 5 daga, al- gjörlega matarlaus. Árið 1897 lifðu námamenn f Wales f 10 daga niðri f námu sem var að fyllast með vatn, þegar þeim var bjargað, var-vatnið orðið svo djúpt þar sem þcir voru, að það náði þeim undir höku. UNDIR ÞYRNIRUNNANUM. FRÁ DÖGUM CROMWELLS. Það var dimmt og kalt óveðurs- kvöld, samsvarandi hernaðardrung- anum og dauðans dimmit skýjum sem svifu yfir Englandi þetta jóla- dagskvöld, árið 1644. Á þjóðveginum milli Lough- borough og Nottingham í nánd við þorpið Great Lake, var saman- kominn hópur rfðandi hermanna. Meðan hestarnir bljesu út mæðinni, skyggndust mennirnir um í allar áttir, eins og þeir væru að gá að einhverju sem þeir hefðu misst. “Hann hefir efiaust riðið hjer fram hjá“, sagði cinn, “jcg sá topp- inn á hattfjöðrinni hans af leitinu þarna fyrir handan“. “Þvf ver finnum við hann ekki“, sagði annar, sem var að leita í runna rjett við veginn. “Þú hlýtur sannarlega að vera heimskur, hr. Burnthetares ridd- araforingi, efþú ímyndar þjer einn af konungsmönnunum uppnuminn með hest sinn“, Glaðlegur hlátur glumdi við, en allir reyndu að dylja hann, þegar þeir Sáu þann sem fremstur reið snúa við og koma á móti þeim. Riddarinn hjelt upp hægri hend- inni og kallaði harðneskjulega : “Hvað á þcssi ósæmilegi hávaði að þýða. Skammist þið ykkar. Sá,- sem við erum að elta, hefir ekki riðið hjer framhjá. Ilann er f felum hjer f nándinni og við vænt- anlega fintium hann. Leitið þið treðfram veginum á báðar höndur piltar, en þú Belford og Burnthe- tares getið verið hjer hjá mjer á meðan “. Mennirnir dreifðu sjer um svaeð- ið umhverfis veginn. Allt f einu kallaði Belford, sem nú var á und- an hinunr á veginum : “Sko ! Það lá fyrir mjer að finna hann“. Hinir tveir riðu þangað sem hann var, og sáu að fjelagi sinn var kominn af baki og stóð hálf- boginn yfir einhverju sem lá í grasinu. “Þetta grobb þitt er ótfmabært og heimskulegt“, sagði foringinn, “þú hcfir að eins fundið dauðan heSt“. Burnthetares var kominn af baki, gckk nokkur fct áfram, laut svo niður og tók eitthvað upp. “Ilvað fannstu þarna?“ spurði foringinn, “Heilaga ritningu", svaraði hinn og gckk þangað sem skrið Ijósið var. “En það er ekki sú, sem er lögboðin fyrir herinn, held- ur hin, sem myrkranrta þjónar nota“. “Hættu þessu þvaðri“, sagði foringinn. “Er herrans orð ekki herrans orð þó nafn prentarans sje annað ? Fá þú mjcr bókina“. Flann lauk henni upp og las hátt: “Thomas Angrave á þessa bók. Grcat Lake, 1632. Hinir hermcnnirnir voru nú komnir til þeirra og hópuðust f kringum þá, og um leið hvein við mjó rödd sem sagði : “Jeg þekki manninn. Það er sonur hans sem. við erum að leita að, og hann á þennan hest sem þarna liggur. Ef þjcr viljið, hr. foringi, skal jeg fylgja yður að húsinu hans, jeg hefi unnið þar sem skrifari f 15 ár, og þar finnum við áreiðanlega þenna rangláta þjón“. “Þú talar hughreystandi eins og vant er, Elfas, en nú skulum við reyna grobbið úr þjer. Haldið þið áfram“. “Það er eitt leyndarmál er við- víkur húsinu, sem jeg ætla að segja yður“, sagði Elías, sem hafði annan fótinn í ístaðinu. “Jeg man að í stóru stofunni er —“ “Þegiðu og geymdu þína þekk- ingu þangað til þú verður spurður um hana. Á bak og áfram“. Allir stukku á bak og þeystu á- fram. Meðan þessar samræður fóru fram hjá dauða hestinum, hljóp eigandi hans sem fætur toguðu til heimilis síns, sem hann hafði yfir- gefið fyrir tveim árum ásamt föður sínum, þegar strfðið byrjaði. Þegar hann var kominn inn fyr- ir girðinguna, sem umkringdi garð- inn og húsið, andvarpaði hann ljettilega. Frá austurherberginu stóra kast- aði ljósið geislum sfnum gegnum gluggann út á snjóinn, Hann þaut að dyrunum, opnaði þær, stóð svo kyr og horfði inn. Niður úr bjálkaloftinu hjekk þyrnirunnur, sem hafði verið festur þar, og undir honum dönsuðu tvö börn og sungu jólavers. Það var þrekinn og kjarklegur drengur með mikið hár ljósleitt, tfu ára gamall, og fimm ára gömul stúlka. Þau höfðu bæði ljósblá augu eins og bróðir þeirra, sem stóð og horfði á þau. Við hliðina á eldstæðinu sat gömul kona og prjónaði, en leit við og við til barnanna roggin og á nægjuleg, þar sem þau dönsuðu undir þyrnirunnanum. Eitt augnablik störðu þau öll undrandi á berhöfðaða manninn í dyrunum. Svo hrópaði drengur- tnn ‘Tom‘, og þaut f fangiðábróð- ur sfnum, “Já, Gervase, já, það er jeg, bróðir þinn, sem kem nú heim sem flóttamaður“, sagði Tom. Gamla konan hafði sleppt prjón- unum og starði á Tom, scm hún hafði annast sem barn, og hugði nú dauðann. “Hvar er móðir mfn, Alice ?“ spurði Tom, og sneri sjer að gömlu konunni. “Hún dó fyrir ári sfðan“, svar- aði Alice skjálfrödduð. Allrasnöggvast gleymdi Tom hættunni sem yfir honum vofð:, hallaðist upp ; ð dyrastafnum og stundi þungan, en svo áttaði hann sig og sagði : “Heyrðu, Alice og Gcrvase, jeg er flóttamaður. I bardaga, sem háður var f dag, náðu óvinirn- ir, Cromvells mcnn, mjer, en mjer lánaðist að sleppa, og þeir hefðu vfst aldrei náð mjer, cf hesturinn tninn hefði ekki dottið og drepist, en jeg er hræddur um að þeir leiti að mjer, og þá er öll von úti, því þetta er yzta húsið f þorpinu sem þeir heimsækja fyrst“. “Þeir skulu ekkert illt gera þjer“, sagði Gervase rogginn. Tók svo í hendi bróður sfns og leiddi hann til litlu stúlkunnar, sem enn stóð undrandi undirþyrni- runnanum. Sko, hjerna er Tommi bróðir, Dórótea litla“, sagði hann. “Það er ekki Tommi bróðir, það er jólasveinn", sagði Dórótea litla og hljóp til þeirra, “en hvar er hatturinn hans?“ Tom tók barnið f faðm sinn og kyssti það, í sama bili gall við hófslag í nándinni. “Hvar á jeg að fela mlg?“ spurði Tom, “í leyniskápnum", svaraði A- lice harðneskjulega, “Jegþoriað veðja að þeir finna þig þar ekki“. “Er nokkur annar maður á heimilinu ?“ “Nei, enginn“, “Haltu þá áfram að prjóna, A- lice, og þið, börnin góð, dansið og syngið eins og áðan“, Ómurinn af hófslögunum færðist nær. “Fljótt, fljótt", kallaði Alice, “þeir eru að rfða í hlaðið“, Hún opnaði part af þilinu, og sást þá inn f stóran skáp, þangað fór Tom, en hún færði þilið í sarnt lag, tók svo prjóna sfna og settist, og börnin fóru að dansa og syngja eins og áður, en þó ekki eins glað- lcga. Nú hcyrðist skrölt f vopnum um leið og riddararnir stigu af baki úti fyrir. Svo var barið að dyr- um og snjóugur hermaður kom inn. Það var hinn sami og talað hafði með skipandi raustu á leiðinni, enda var andlit hans og framkoma valdsmannslegt. Birtan frá eldstæðinu skein á þrekinn meðalmann, svipharðan og djarflegan, Augnatillitið sýndi að hann var vanur við að skipa ok krafðist hik- lausrar hlýðni, Hann staðnæmdist ögn og leit á börnin, sem horfðu á hann undr- andi, Með hendurnar á baki sjer gckk hann svo til Aliee. Hún stóð upp og horfði óhikað f augu honum tneðan hann sagði: “Þekkirðu mann að nafni Tom Angrave ?“ “Já, hann þekki jeg, jeg hefi verið fóstra hans, Færir þú mjer nokkrar frjettir af honum ?“ Ofurlitlu brosi brá sem snöggv- ast fyrir á vörum hermannsins. “Nqí“, sagði hann, “jeg flyt þjer cngar frjettir af honum, jeg erkominn til að lcita hans. Veiztu hvar hann er?“ “Jeg vildi að jeg vissi það“, svaraði Alica, “fyrir tveim árum fór hann f strfðið“. “Jeg spyr ekki um neitt sem skeði fyrir tveim árum, jeg spyr hvort þú vitir hvar hann er?“ “Nei“. Hann horfði svo fast á hana að hún varð að líta undan, Qg sagði svo : “Kona, lýginnar varir etn drottni viðurstyggð, en að þessu (Niðurlag n;est).

x

Baldur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.