Baldur


Baldur - 08.07.1908, Blaðsíða 2

Baldur - 08.07.1908, Blaðsíða 2
BALDUR, VI. &r, nr. 13 ER GEFINN ÓT A GIMLI, --- MANITOBA OHAÐ VIKUBLAÐ. KOSTAR $1 UM ÁRIe. BORGIST FYRIRFRAM tfTGEFENDUR: THE GIMLI PRINTING & PUBLISHING COMPANY LIMITED. UTANÁSKRIFT TIL BLAðSINS : T3^A_3LiID~CriR,;1 GKEMIjI, M-A.ZST. V»"ð á »ui;!ý«in8um or 25 oen yrir þumlungdáiknlengdar. Afíl&tturer efinn & «tœrr augIý*ÍDBum,»em"Wrta't í bladnu yfir iengri tima. Vi?>víkjandi 1 í kum afilættiog ððrum f jármálum blaða m.eru meun beðuir að «núa sjer að ráð" anninum. Skilnaður sjálfsagður. Ef Friðrík koriungur er ekki svo mikill maður, að láta sjer skiljast það, að konungstign hans yfir ís- lendingum er tekin í arf frá kon- unginum, sem fyrstur öðlaðist þá tign á 13. öld, án þess nokkurri annari þjóð en íslendingum kæmi það samhand nokkurn skapaðan hlut við ; og ef hann er svo mikið gauð, að vilja heldur láta dönsku þjóðina ríkja yfir íslendingum, heldur en að gjöra það sjálfur; — þá er það ekki annað en bláber kjánaskapur af fslenzku þjóðinni að vera að berjast við að bæta úr skák fyrir honum. íslandi hefir orðið það nægilegt óhapp og minnkun, að samþykkja það f myrkrum og vfgaferlum mið- aldanna, að gjfirast konungs-undir- lægja, þótt ekki sje þvf nö b.ætt ofan á, þegar allur heimurinn stend- ur f logandi frelsisbáli, að gjörast nú þjóðar-undirlægja, — kyssa á vöndinn. VIÐTÖKURNAR sem frumvarp ' millilandanefndar- innar fær hjá Islendingum, eru “nokkuð misjafnar, en yfirleitt þó allt annað en vingjarnlegar“, segir Fjallkonan 22. maf. Blöðin ísafold, Þjóðólfur, Ing- ólfur, Fjallkonan og Austri reyn- ast nö hollvættir íslendinga; en Lögrjetta og Reykjavík veita Dönum. Nefndarrnennirnir, aðrir en Sköli, sem lá veikur á spítala f Kaupmannahöfn, kornu heim hinn 27. maí. Samsæti hjeldu Reykvfkingar þeim, “og tóku á annað hundrað manns þátt í því“, segir Lög- rjetta: “Guðm. Björnsson landlæknir mælti fyrir minni nefndarinnar. en ráðherra svaraði fyrir hennar hönd. L. II. Bjarnason sýslumaður mælti fyrir minni konungs. Jón Ólafsson mælti fyrir minni nefndarmann- anna tveggja ör andstæðingaflokki stjórnarinnar, en Stefán Stefáns- son þakkaði. “Svohljóðandi sfmskeyti var sent konungi frá samsætinu : ‘Borgarar f Reykjavfk, sem sam- an eru komnir til að fagna heim- komu sambandslaganefndarinnar, senda yðar hátign allra-þegnleg- ustu kveðju'. “Frá konungi kom svohljóð- andi svar: ‘Hans hátign konungurinn þakk- ar hjartanlega fyrir kveöju frá borgurum Reykjavfkur' Og enn segir Lögrjetta : “Eftir fundarboði 14 kjósenda Reykjavíkurkaupstaðar var al- meniur borgarafundur haldinn í Báruhásinu mánudaginn 1. jöní 1908, kl. 8 y/i sfðdegis, til að ræða hið nýja sambandslagafrumvarp. Þorl H. Bjarnason adjunkt setti fundinn og stakk upp á Klemens Jónssyni landritara fyrir fundar- stjóra, en hann kvaddi til fundar- skrifara þá Sighvat Bjarnason bankastjóra og Jón Jónsson sagn- fræðing. “Björn Jónsson ritstjóri bar fram tillögu um það, að fundurinn skyldi fluttur undir bert loft og haldinn í barnaskólagarðinum og væri leyfi fengið til þcss frá rjett- um hlutaðeigendum. Fundar- stjóri kvað það undir vilja fundar- bjóðenda komið, hvort fundurinn yrði haldinn inni eða öti, og lýsti Þorl. H. Bjarnason þá yfir, fyrir hönd þeirra, að þeir aftækju með öllu að flytja fundinn, enda skor- uðust sumir nefndarmenn undan að tala úti, en þeir höfðu lofað að skýra fundinum frá gjörðum sfnum. Fundarstjóri lýsti þvf þá yfir, að samkvæmt þessu yrði fundurinn haldinn inni eins og til var stofn- að f upphafi*. “Hannes Hafstein ráðherra hóf umræður og skýrði frá gjörðum sambandslaganefndarinnar og ýms- um atriðum f sambandslagafrum- varpinu. “Með þvf að enginn fundar- manna bað sjer hljóðs, skoraði fundarstjóri á þá, er óskuðu að taka til máls, að gefa sig fram, en enginn varð til þess. Las fundar- stjóri þá upp svo látandi tillögu frá Þorl. H. Bjarnasyni: “Fundurinn heitir frum varpi sambandslaganefndar- innar fylgi sínu“. “Guðmundur læknir Hannesson stakk upp á þvf, að atkvæða- * Þetta er kallað að fara undan f flæmingi. greiðslu væri frestað að svo komnu. “Guðmundur Magnússon skáld bar upp aðra tillögn svo lát- andi: “Fundurinn lýsir yfir þakk- læti sínu til sambandslaga- nefndarinnar fyrir starf henn- ar“. “Að þvf bönu var gengið til at- kvæða og var tillaga Þorl. H. Bjarnasonar samþykkt með 139 atkv. gegn 85, en Guðm. Magnös- sonar með 150 atkv. gegn 29. “Áður en til atkvæða væri geng- ið hafði komið fram tillaga frá Guð- mundi Hannessyni lækni, en til- laga sö var tekin aftur af fram- beranda. “Fundi slitið“. Þá segir Þ'jallkonan svo frá 6. júnf: “Umræðufundur um sambands- málið var haldinn í Reykjavík 2. þ. mán. undir beru lofti, afarfjöl- mcnnur. Til hans boðuðu þeir Björn Jónsson ritstjóri og Guðm. Hannesson læknir. “Fundurinn var haldinn í Barna- skólagarðinum. Þar er fundar- staður góður. Skólahösið skýlir á þrjá vegu, en brekka eigi allhá á hinn fjórða veg. “Gizkað eráað hátt upp í 2000 manns hafi verið á fundinum, þeg- ar flest var. “Fundarstjóri var sjera Ólafur Ólafsson fríkyrkjuprestur. “Nefndarmönnunum, þeim sem þá voru í Reykjavfk, var boðið á fundinn, og komu 3 þeirra : Stcf- án Stefánsson og Steingrímur Jóns- son, sem báðir töluðu, og Jón Magnösson. “Aðrir ræðumenn þar voru: Björn Jónsson ritstjóri, Kristján Jónsson háyfirdómari, Guðmundur Hannesson læknir, Einar Hjör- leifsson skáld og Ari Jónsson rit- stjóri, allir andvígir frumvarpi millilandanefndarinnar. “Fundurinn fór fram spaklega og með beztu reglu. “Atkvæðagreiðsla fór þar engin fram, með því að fundarmenn töldu málið ekki nægilcga rætt og íhugað enn af almenningi“. Auk þessara fundarhalda hefir heimastjórnarfjelagið “Fram“, eins og við var að búast, lýst yfir ánægju sinni með gjörðir nefndar- innar. Svo er að sjá sem Bogi Melsted sje aðaldriffjöðrin í stúdentafjelag- inu f Höfn, sem “Kári“ nefnist. Er nafn þaó ekki sem verst tilfall- ið, ef það á að tákna vindinn, þvf hann hefir óábyggilegastur reynst flestra hluta. “Fjelagið Kári“, segir Ingólfur, “er frægt um alla Danmörk fyrir það, hversu það er ‘overordentlig dansksindet‘, eins og eitt Khafnarblað kvað að orði um það f vetur. Hefir það jafnan átt illan þátt að máium íslands og eru þessi afskifti þess í fullu sam- ræmi við fyrri framkomu“. I fje- lagi þessu var traustsyfirlýsing til nefndarinnar samþykkt með 19 at- kvæðum af 51. Um þann atburð Hæstmóðins orgel og" píanó. Hinireinu umboðsmenn fyrir Heintzman & Co. pfanó. J. J. II. McLean & Co. Ltd. 528 Main St. WlNNIPEG. Samræðhr við vini okkar um orgel og píanó eru okkar ánægju- efni, þvíokkurcr óhættað ábyrgj- ast hvaða hljóðfæri, sem valið er úr okkar búð. Þær tegundir, sem við höfum á boðstólum, eru allar reyndar að því, að standa fremstar allra þeirra hljóðfæra, sero seld eru hjer í landi. _EÁT B AN D C OM P ETITION °OEN TO C'T|ES AN°TOWNS Ifif TH E.WEST 1 , A. ANDREWS, W. SANFORD EVANS, Sk PRHIOCNT " VICE-PHCSIOCriT A. W. BELL, Manadi ►» er Ingólfi svo ritað frá Höfn, 20. maf: “Stúdentafjelagið íslenzka hefir haldið tvo fundi til þess að ræða um málið. Á fyrra fundinum, þ. 16. þ. m., var það rætt af kappi í tjórar klukkustundir, en atkvæða- greiðslu um tillögur, er fram höfðu komið, var frestað til næsta fund- ar. Hann var haldinn þann 18. Á báðum fundunum voru þeir Lár- us Bjarnason, Jóhannes Jóhannes- son og Stefán Stéfánsson (en gengu þó burt af fyrra fundinum áður en umræðum væri lokið og biðu eigi fulls andsvars); á síðari fundinn kom og Steingrfmur Jónsson. Fengu stjórnarandstæðingarnir fyr- verandi, Stefán og Jóhatines, meiri ávftur að heyra en hinir. því að þeir þóttu hafa gert meira fyrir sjer gagnvart sjálfstæðismönnum, er þeir töldu sig til, og þeir höfðu einnig valið sjcr einkunnarorðin : “Aldrei að vfkja!“ — Skúli Thor- oddsen lá sjúkur á spftala og gat þvf ekki komið á fundina. Á sfðari fundinum var gengið til atkvæða, eftir nálega tyeggja stunda umræður. Öllum stúdent- um, er viðstaddir voru. var leyfð- ur atkvæðisrjettur, þótt þeir væru eigi fjelagar f Stúdentafjelaginu. Var þar allt Káralið saman komið o. fl. \ “Tillögur lágu fyrir fundinum um, að lýst væri yfir þvf áliti sfnu, að frumvarp það, sem meiri hluti hinna fslenzku nefndarmanna hefði gengið að, færi “í bága við rfkis- rjettindi landsins og kröfur þjóðar- innar“, ennfremur að Skúla Thor- oddsen yrði þakkað, þar cð hann var sá eini, er að lyktum stóð fast- ur fyrir, þar er skyldi, En Bogi Melsted barfram breytingartillögu svohljóðandi : “Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir framkomu hinna íslenzku nefndarmanna og fellst á gjörðir þeirra“. Var hún borin undir atkvæðí fundarmanna, er skiftust þannig að viðhöfðu nafnakalli: Með tillögu Boga voru (þ. e. sögðu já) þessir: Bogi Th. Melsted. Bogi Brynjólfsson. Gfsli Brynjólfsson (læknir). Guðm. L. Hannesson. Haukur Gíslason. Jónas Guðlaugsson. Jónas Einarsson. Jón Jónasson. J ón ‘Sveinbjörnsson. Júl. Ilavstcen. Karl Sæmundsson. Lárus H. Bjarnason (alþm). Lárus Fjcldsted. Páll Jónsson. Pjetúr Jónsson. Sigfús Blöndal. Stefán Stefánsson (lögfr.) Valdemar Erlendsson. Valtýr Guðmundsson. Alls ipatkvæði; ekki allir með- limir fjelagsins. Menn taka vfst eftir, að L. Bj. hefir ekki viljað liggja á liði sínu, og hafði hann þó ótilkvaddur lofað að greiða ekki at- kvæði um þetta — sfn eigin verk ! Móti tillögunni (þ. e. sögðu nei): Ásgeir Gunnlaugsson. Björgúlfur Ólafsson. Gfsli Sveinsson. Guðjón Baldvinsson. Guðm. Thoroddsen. Gunnar Egilsson. Magnús Gfslason. Magnús Jónsson (málfr.) Ólafur Sigurðsson. Ólafur Lárusson. Sigurður Guðmundsson. Sigurður Lýðsson. Sigurður Norðdal. V e rn h a rð u r Þorstei n sson. Þorgrfmur Kristjánsson. IS atkv.; þessir allir f fjelaginu. Á báðum áttum eða óákveðnir (þ. e. grciddu eigi atkv.): Alexander Jóhannesson. (Frh. á 4. bls.)

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.