Baldur


Baldur - 15.07.1908, Qupperneq 1

Baldur - 15.07.1908, Qupperneq 1
S ítö t iö rtxx xt53 ir53 ix53 xxö rat xm íxö iSH ESH £ STEFNA: Að efla hreinskilni og eyða hræsni í hvaða máli, sem fyrir Kemur, án tillits til sjerstakra flokka. BALDUE. I i AÐFERÐ: | Að tala opinskátt og vöflu- j| laust, eins og hæfir því fólki j| sem er *f norrœnu bergi ^ brotið. iiinijiUTniuiinnvniifirnwyii.vviTirTiiMiíVii.,,- VI. ÁR. GIMLI, MANITOBA, 15. JÚLÍ iqo8. Nr. 14. c§c& c&h&jc&j c& c§& c&gi t§ FRJETTIR. S> C£p Cg3 cg3 tJ* cg]§3 EKKI NEITT ÓEÐLILEGT. Hinn 1. þ.m. beið svenskur maður bana á Grand Trunk Pacific braut- inni, við Prince Rupert. Hann kom heim seint um kvöld og var ■‘blindfuilur“. Þegar hann átti skammt eftir að kofa sfnum fjell hann út af tröðinni og kom þannig niður, að höfuðið fór út á milli tveggja staura og f gegn, en háls- inn skorðaðist þar, og þrengdu staurarnir svo að andrúminu að maðurinn kafnaði áfáum mínútum. DEYDDUR með eitri árið 1908. Frá Philadelphia, Pa. kemur sú fregn 30. júnf, að dr. Wm H. Wilson, sem heima átti í borginni, hafi dáið snögglega eftir að hafa drukkið úr ölflösku, sem honum átti að hafa \’erið send frá ein- hverju fjelagi, scm í raun og veru var ekki til. Það sannaðist að eit- ur var f flöskunni og varð læknin- um að bana eins og til var ætlast. Hinn 1. þ. m. kemur sú fregn, að kona nokkur, að nafni (Mrs.) Fannie Gilmore Thompson frá Toronto, hafi verið myrt f Chica- go. I sambandi við þetta morð er allt á huldu enn sem komið er ; en það eitt h'efir sannast, að kona þcssi hafði peningaráð þó hún lifði spart eftir > útliti að dæma. Við- urkenningar frá ýmsum verzlunum sýna, að nýlega hafði hún keypt ‘gullstáss* sem nam að minnsta kosti þúsund dollurum, Fregnir vestan úr landi snemma í þessum mánuði sanna það, að heyafli og raunar afurðir lands yfir höfuð, muni verða f bezta lagi þetta sumar. Þar sem verið er að lýsa útlitinu í þessu sambandi, svo sem f Re- gina, Brandon, Lethbridge, Medi- cine Hat o. s. frv., þá eru slfk orðatiltæki notuð sem fylgir : ‘Út- litið ágætt', ‘framúrskarandi1, ‘IjómandP, ‘betra en nokkru sinni áður‘ o. s. frv. EKKI ER ALLT sem SKYLDI. Þann 5. þ. mán, varð járnbraut- arslys í nánd við Oakland, Cal. Tvær lestar mættust hastarlcga, og var önnur þeirra stór fólksflutn- ingslcst. Allir farþegar meiddust mcir eða minna, og suinir dóu samstundis, SUMIR MENN kunna ckki að fara með voða. Hinn 5. þ. m. var maður nokk- ur í Grand Forks, N. D., að sýna kunningja sínum hvernig nýja Dr. S. Dunn a-ijvnxjx. Næstu dyr við LAKEVIEW H.OTEL. byssan sfn gæti flutt hvert sjjotið á eftir öðru. Konan var viðstödd og hljóp eitt skotið í hana svo hún beið bana af, Sjö börn urðuþann- ig f einu vetfangi móðurlaus. NOKKUÐ HART. Frá Indian Head, Sask., kemur sú fregn hinn 5. þ. m., að hesta- þjófur nokkur, að nafni Daniels, hafi verið særður tveimur sárum hættuleguir, fyrir að sýna mót- þróa þegar átti að taka hann fast- an. Lögreglumaðurinn skaut tveimur kúlum, og kom önnur í hnjeskel þjófsins, en hin fór í gegn- um vinstra lungað og út um bakið. Samt halda sumir að maðurinn muni ef til vill lifa þrátt fyrir á verkann. Ennþá einusinni hafa ‘demo- crats' útnefnt Bryan sem þing- mannsefni flokks sfns. Þegarnafn hans var nefnt f þessu sambandi f fundarsalnum, varð allt f uppnámi af fögnuði. Menn virðast trúa á Bryan ; það er vonandi að fólkið haldi nú út fram yfir kosningarnar. Annars fcr illa sem fyr. Sagt er að hann (Bryan) hafi lagst til hvíldar 21. þ. mán., fár- veikur, scm aflciðingaf öllum þess- um ósköpum sem um er að ræða. Fregnir frá Montreal 12. þ. m., segja skógarelda geysa um fylkið á stærðarsvæði, frá Carmel til Belleyvale. Flutningur hefir stöðvast vfða, og málþráðarskeyti hefirekki verið mögulegt að senda, þar sem stólparnir hafa brunnið niður og járnþræðirnir fallið til jarðar. Ekki er mögulegt að segja hvað mikið hefir eyðilagst af ýmsu 1 eldi þessum, en sfðustu fregnir sanna, að þorpið Carmel með sfnum 25 f- veruhúsum, sögunarmylnu, mikl- um birgðum af ýmsum við, og járnbrautarstöðinni með 26 vöru- flutningsvögnum hefir algjörlega eyðilagst. ÓVARLEGA FARIÐ. Frá V indsor, Ont. fregnast 12. þ. m.: Drengur nokkur, scm hafði klifrað upp f trjc og hjelt á opnuin hníf f hendinni, hrapaði snögglega niður úr trjenu, og stakkst hnffur- inn á hol honum þegar hann kom niður. Drengurinn dó samstundis. GÓLFIÐ FÓR rakleiðis niður. Cleveland, Ohio, 12. þ. m. Þenna dag voru bíírn og kvenn- fólk að þyrpast út úr kaþólskri kyrkju hjer f bænum, þegar allt f einu’að gólfið Ijet undan og fjell með braki miklu niðurí kjallarann. Til allrar lukku dó enginn sem niður fór, en mörgum varð hverft við, sem nærri má geta, og sumir fjellu f ómegin. EKRI VEL ATHUGULL. Hinn 11. þ. m. kemur sú frjett frá Mexicoborg, að maður nokkur hafi af vangá kveikt í einum olíu- brunninum, þar sem verið var að grafa eftir þessurn verðmæta iög. Allt svæðið, þar sem olfan hefir fundist, hjer um bil ferhyrnings- míla að stærð, er nú f björtu báli. Eldurinn sjest í 200 mflna fjar- lægð á sjó fram, vjelar hafa eyði- lagst svo að nemur $200,000 og jarðhristingur hefir orðið svo mik- ill, að innfæddir menn eru milli heims og helju af ótta. HEITT í CHICAGO. Chicago, 111., 12. júlf. Nokkr- ir hafa dáið, aðrir veikst, og sumir framið sjálfsmorð, sem afleiðing ó- bærilegs hita sem nú er f borginni og hefir Verið undanfarandi daga. Ef þessi hiti helzt til lengdar, mð búast við að fjöldi manna bíðibana áður lýkur, með ýmsu móti. Sagt er að sýningin f Winnipeg sje betri þetta ár en nokkru sinni áður. Það sama hefir verið sagt á hverju ári undanfarið. Hvarskyldi þetta hól lenda að síðustu. Maður nokkur, sem átti heima f Stockton, Man., þettaár, en hafði áður verið bóndi í nágrenninu, ljet upp f sig byssuhlaupið og skaut sig til bana 12. þ. m. Hann hefir Iftið sem ekkert hafst að þessi sfð- ast liðnu tvö ár, og hefir líklega brugðið við. Landeigendur verða að vinna stöðugt ef vel á að fara. ÞAÐ VAR SLYSALEGT. Sfðast liðinn laugardag fjekk Percy Lyons, ungur lögmaður f Winnipeg, sjer hest og vagn, og lagði af stað út á land f skemmti- ferð. Eins og lög gjöra ráð fyrir, hafði hann með sjer ungfrú F'lor- ence Clarke. Allt gekk vel þangað til þau sneru .heim aftur um kvöldið, og komu svo nærri borginni að eftir steinsteypu var að fara, þá kom eitthvað fyrir scm hræddi hcstinn, og hvort sem taumhaldið hefir verið traust eða ekki, þá fældist hesturinn og Lyons missti stjórn- ina á taumunum, vagninn rakst á aðra vagna sem fyrir voru og steyptistum. Lyons fjell útbyrð- is öðrumegin en MissClarke hinu- megin. Kvennfólk er lífseigt og þolir og lfður nálega hvaða með- ferð sem er, mcðan það er ungt. Miss Clarke kom fyrir sfg hand- leggnum og varði þannig höfuðið, Auðvitað marði hún á sjer hand- legginn og fjekk yfir höfuð óþægi- lega byltu, en það var lfka allt. Ekki veit maður hvaða samband hefir verið milli lögmannsins og hennar ; en það er að segja af hon- um, að hann fjell beint á höfuðið og kom ekki fyrir sig höndunum. Varð fallið svo mikið, að hann beið bana af þvf nokkrum klukku- stundum seinna. Er sagt að marg- ir harmi afdrif hans. Hann hafði verið svo vfða þekktur. Frá Islandi. W AÐSTOÐARLÆKNAR eru nú skipaðir á Akureyri og ísafirði, Vald. Steffensen á Akur- eyri og Eiríkur Kjerúlf á ísafirði. Sjera HARALDUR ÞÓRAR- INSSON fór austur til að taka við Hofteigsprestakalli nú um mán- aðamótin. Hann var vígður af forstíiðumanni prestaskólans 24. f. mán. ÍSLANDSBELTIÐ. Jóhannes Jósefsson sigraði f glfmunum um það á Akureyri og heldur hann þvf áfram. Annars kvað glfman yfir hiifuð hafa tekist ver en við var búist. KONA HVARF á miðvikudagsmorgun 3. maf frá Suðurkoti hjá Öndverðarnesi f Grfmsnesi, Svanhildur Hannes- dóttir, gift bóndanum þar, Vigfúsi Árnasvni. Hún hvarf úr rúmi sfnu um nóttinaog hefir ekki fund- ist enn. Þau hjónin komu kvöld- ið áður úr ferðalagi og var maður- 4nn þreyttur og svaf fast. Hann kvað taka sjer þetta mjög nærri. ÞRÍR MENN KAFNA. Það vildi til 4. júnf á Grundar- firði, að 3 menn köfnuðu f vjelar- bát á heimleið frá fiskimiðum. Þcir voru alls 5 á bátnum og sat einn við stýrið, en annar við vjel- ina. Hinir þrfr lögðust undir þilj- um og sofnuðu. En niðri þar var steinolfofn og eldur f. Þcgar til lands kom og þeir tveir sem uppi voru, fóru að vekja fjelaga sfna, fundu þcir þá örenda. Þeir höfðu kafnað f reyk frá olfuofninum, Læknir var þegar sóttur til Ólafs- vfkur, en ekki tókst að Iffga þá. Mennirnir voru : Jón Jakobsson frá Bryggjum, um þrftugt, formað- ur á bátnum og aðaleigandi hans; Indriði bróðir hans og Guðmundur Guðmundsson frá Krossnesi, báðir um tvítugt. Jón lætur eftir sig Niðurl, á 4 s. ÁRIÐANDI SPO R. Það er ekki eingöngu f dansin- um, að fótabragð þitt sýnir sig. Daglega, heima eða á strætum kemur það í ljós. Kaupirðu skó hjer, þarftu ekki að kosta til meiru en þú ættir að gjöra, til að fá þá skó er þú ættir að nota. KJORKAUP. GULLSTÁSS. — 30 proc. af- sláttur, Brjóstnálar, Nisti, Skyrtuhnappar, Festar, Úr etc; Ábyrgð á vörunum. Allskonar að&jörðir fljótt og vel. Ch. Goldstein. Boot & Shoe Dealer. 695 Wellington Ave. Winnipeg. Líkkistur. Undirritaður býður Gimlibúum og mðnnum hjer f nágrenninu, að sclja þeim LÍKKISTUR af ðllum stærðum, en með íslenzku lagi, — þó með hjerlendum skildi, skrúf- um og hönkum — sterkar og vel gjörðar ; með beinum göflum fyrir þá sem það vildu heldur, það er sterkara og mörgum þykir það fallegt. Jeg er þessu verki vanur, þvf jeg smíðaði á annað hundrað lfkkistur heima á Islandi. Jeg sel líkkistur með hálfu minna verði en hinar ensku, sem verið er að aug- lýsa. Gimli, 5. aprfl 1908. Jónas Halldórsson. SPARAÐU SKILDINGANA. Bálún Röthschild fjekk sjer einu sinni vagn og Ijet aka sjer tilskrif- stofu sinnar. • Þegar þangað kom, borgaði hann ökumanni venjulega upphæð. Ökumaður horfði á peningana f hendi sinni, svo barúninn spurði hvort borgunin væri ekki rjett. “Jú“, svaraði ökumaður, “en synir yðar eru vanir að borga mjer hclmingi meira“. “Á, gjöra þeir það ?“ spurði Rothschild, “nú, jæja, þeir þola það, þcir eiga rfkan föður, en jeg ekki “,

x

Baldur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.