Baldur


Baldur - 05.08.1908, Blaðsíða 3

Baldur - 05.08.1908, Blaðsíða 3
B A L D U R, VI. ár, nr. 17. Var hann H. Þ. að öllu leyti sam- mála og gjörði ljósa grein fyrir skoðun sinni. Þá Hannes ráðgjafi. Kvaðst hann ekki þangað kominn til að | etja kapp við frambjóðendur, held- ur gefa kjósendum ýmsar skýring- ar. Svaraði ýmsum fyrirspurnum H. Þ. Hann lýsti yfir þvf, að með þetta frumvarp yrði farið á al- þingi eins og hver önnur lög. Skoraði hann á menn að kjósa eft- ir þessu eina máli og engu öðru. Sfðan fór hann nokkuð út f stjórn- arbaráttu vora. Hann kvað nefnd- ina hvorki hafa byggt á Þingvalla- fundarkröfunum nje Gamla sátt- mála, heldur á stöðu landsins áður en það gekk undir Noregskonung. Samningarnir væri byggðir á þvf, að bæði löndin, Danmörk og ís- land, vildu vera f sambandi. Sam- eiginlegu málin óuppsegjahlegu kvað hann vera beina afleiðing af konungssambandi, og skilyrði fyrir þvf, að sambandið hjeldist milli landanna. Sarrykv. þessum samn- ingi væri Tsland og Danmörk f rfkjasambandi, er saman væri sett • af tveim rfkjum. Orðin “frit og se!vstændigt“ (frjálst og sjálfstætt) þýddi alveg sama og “suverænt“ (fullveðja). Annað væri franska en hitt danska. Hjelt hann frum- varpinu fast fram í öllum greinum og skoraði fastlega á kjósendur að samþykkja það. Hann hafði með sjer “Leiðarvfsi um rjettan skiln- ing millilandanefndarfrumvarps- ins“, er blöðin gáfu út og sendu fit um land, og leitaðist við að hrekja ýmsar mótbárur f gegn frumvarpinu. Óskaði að lokum frumv. góðs byrs. Kvað þörfáað baráttunni yrði brátt lokið, til þess að við gætum farið að sinna ýms- um verklegum fyrirtækjum, er landinu dauðlægi á. Bjarni Jónssob frá Vogi mót- mælti þvf harðlega, að Danir hefðu nokkurn rjett á íslandi og þver- neitaði gildi stöðulaganna hjer. Hann óskaði þess, að Danir hefðu samsinnt þcim eðliiega rjetti er við hefðum til að verða sjálfstæðir, en ekki samið á þeim grundvelli, að löndin vildu vera saman. Sfðan gagnrýndi hann nefndarfrurnvarp- ið rækilega. Hjelt hann þvf fast fram, að friður í þessu rr.áli ogöðr- um væri ekki æskilegur, hcldur væri það einbeittar kröfur og harð- fvlgi, sem happadrýgst yrði. Ó- friður f þessu máli mundi jafnframt hafa með sjer kapp og áhuga f öðrum málum. Tók hann fram og rökstuddi mýmargar mótbárur gegn frumv. og skoraði qð lokum á alla mcnn, að gatiga ekki að því óbreyttu. Jón sagnfr. Jónsson mælti fast- lega með frumv. og taldi fornum landsrjettindum f engu haggað með þvf. Leitaðist hann við að sýna fram á, að rjcttarstaða íslands eft- ir Nýja sáttmála væri hin sama scm eftir Gamla sáttmála og jafn- vel rýmri. Hannes Þorsteinsson vildi krefj- ast breytinga á frumv., hafa ann- ars frjálst atkvæði til að samþykkja eða hafna. — Honum þótti óhæfa, ef fara ætti með frumvarp þetta eins og hver önnur lög á alþingi. Konungkjörnir þingmenn gætu ráðið úrslitum þess. Sig. Sigurðsson vildi og láta al- þingi breyta frumvarpinu og bíða síðan og sjá hvað setur. Hannes Hafstein lýsti yfir því, að frumv. mundi ekki verða botið upp á alþingi f vetur ef kosningar fjellu svo, að konungkjörnir þing- menn geti ráðið úrslitttm þess. Danir muridu fella frumv. á ríkis- þinginu, ef svo lítill meiri hluti yrði með því hjer. Taldi hann Dani lausa allra mála ef samning ur þessi kæmist ekki á nú og mundi ekki vera til neins að fara að fitja upp á nýjum samningum(!!). Breytingar á frumv. yrðu til þess, að tefla málinu f tvfsýnu. Bjarni Jónsson taldi víst að Danir mundu ganga að þessu eins scinna eins og nfi. Annars gjörðu þeir sig hlægilega, ef þeir segðu eins og gamlar og geðillar kerling- ar: Bfddu þangað til jeg bfð þjer það aftur. Kvaðst hann ekki ein- göngu vilja fara fram á orðabreyt- ingar, heldur og mikilsverðar efnis- breytingar. Þá var borin upp og samþykkt með 26 atkv. gegn 13 svo hljóð- andi tillaga: “Fundurinn telur sam- bandstnálinu ekki ráðið til lykta á viðunanlegan háttmeð frumvarpi sambandsnefndar- innar og skorar á alþingi að gjöra sitt til að fá þvf breytt til bóta“. Önnur tillaga var lesin upp-, en eigi gengið til atkvæða um hana sökum þess, að ráðgjafinn kvað það vera fast ákveðið fyrirfram, hvernig með sambandslagafrum- varpið skyldi farið. — Tillagan var svona: “Fundurinn mótmælir því, að farið verði með sambands- lagafrumvarpið sem einföld lög á einu alþingi en krefst þess, að það verði lagt fyrir .sjerstaka þjóðsamkomu, sem skipuð sje fulltrfium, cr sjcr- staklega sjeu til þess kosnir, að ráða þessu máli til lykta, en engu öðru“. Fundirnir í biskupstungum Og GRÍMSNESI (30/6 Og l/7)voru þvf nær einróma andvígir nefndar- frumvarpinu. A fyrri fundinum 3/5 allra kjósenda þar, en ekkcrt atkv. með frumv. Á seinni fund- inum 20 atkv. móti, en 6 með frumvarpinu. í VESTMANNAEVJUM var fund- ur haldinn 30. f. m. — Beitt hafði verið þar þeirri lúalegu og marg- úrcltu skrælingja aðferð, að safna undirskriftum undir skuldbindingu um að kjósa Jón Magnússon skrif- stofustjóra á þing. Er það frek- lega ósamboðið slíkum sæmdar- manni sem J. M. er og svo hátt settum, að beita fyrir hann þ’vflfk- um meðulum, eftir að fengin eru lög um alfrjálsar og leynilegar kosningar. Og væntanlcga meta t§ >2 »2 m HHB GMJVLHiI TZR^ZDIlSrG- CO. GIMLI. MAN. t§ »2 t§ t§ « <8 <8 »2 t§ <8 <§ »2 § »2 <§ <8 § <8 <8 <8 <8 § <§ <§ Hefir ávalt í verzlun sinni birgðir af eftirfylgjandi vörum: I kanna af ágætu kaffi, brendu og möluðu 25 c 1 hálfpunds kassi af bezta Ceylon tei 20 - I pundspakki af hreinsuðum kfirennum 10 — 1 pundspakki af hreinsuðum rúsfnum 15 — laijsar rúsfnur pundið 10 — Vanitla og lemon flavors, glasið 20- Jelly í glösum hvert glas IO - Jelly f fötum hver fata 65 — ágætt Jam f sealers (hciman frá Englandi) ................ 25 - T kanna af niðursoðnum Beans 10- 1 kanna af ágætum lax 15 — 2 könnur af Kippered Herring 35 - 1 kanna Roast beef 15- 1 kanna Corned beef 15 — 1 kanna Tomatoes 1 flaska Tomatoe Catsup I flaska af góðu Pickles 1 flaska af ágætu Pickles 15- 15 - 20 - 30- 1 kanna af niðursoðnum eplum 15 — 1 kanna af niðursoðnum strawberries " 20 — 2 pd kanna af Edwardsburg table syrup 15 — 10 punda kanna af sama sfrópinu 65 - 1 kanna af Molasses 15 - 6 stykki af góðri handsápu 25 - Einnig höfum við hina a'þekktu Golden VVest þvottasápu, 6 stykki 25- Þegar teknir eru tveir pakkar f einu gefum við ágæta teskeið í kaupbætir. Einnig höfum við birgðir af eftirfylgjandi vörum Patent meðul Groceries Leirvöru Stundaklukkur Trjefötur Axarsköft Brooms Álnavöru Olfudúka Stffskyrtur OG MARGT FLEIRA. Nærfatnað Blankctt Overalls Skófatnað Ennfremur hinar alþekktu, ágætu prjónavjelar. Þessar vörur seljum við með ems lagu verði og hægt er, gegn borgun út í hönd. Komíð, sjáið og sannfærist. Við óskum viðskifta, og munum þar af leiðandi reyna að gjöra alla ánægða. THE GIMLI TRADING C°. C3-ITÆILI________dVr^.3NT 8» $ i3 i3 s i1 i1 Í3 i1 i<3 i1 i1 i3 i1 i1 i1 i1 i1 i1 i1 i1 i1 i1 i1 i1 i1 Í1 i1 i1 Vestmannaeyingar þá aðfcrð að inaklegleikum þegar til kemur. J. M. hálofaði nefndarfrumvarp- ið f löngu og íburðarmiklu erindi. En Halldór læknir Gurtnlaugsson, Björn Kristjánsson alþingismaður o. fl. sögðu á þvf meiri löstu en kosti. — Þótti vænlcgast að leita ekki atkvæða um málið, og lauk svo þvf þingi. MýRASýSLU, 8. júlf kl. 10l/i. (talskeyti). Stjórnmálafundur haldinn f gær f Galtarholti á Mýrum. 100 kjós- endur á fundi, og fjöldi manna að auki. Fundarstjóri SigurðurÞórð arson sýslumaður. Fjörug ræðuhöld. Ræðumenn : Jón Jcnsson, Einar Hjörleifsson, Jóhann í Sveinatungu. Hannes Hafstein, Ari Jónsson, Jón Sig- urðsson frá Haukagili. Böðvar Jónsson f Einarsnesi, Sigurður Hjörleifsson ritstjóri og Þorsteinn Erlingsson slcáld. Fundurinn stóð yfir á 6. tíma. Tillaga kom (frá J. S. í Hauka- gili); “Fundurinn krefst þess, að gjörðar verði hinar ftrustu til- raunir til að fá þær breyting- ar á Uppkastinu, að ísland sje og verði fullveðja ríki, jafn rjctthátt Danmörku“. Fundarstjóri neitaði að bera til- löguna upp, hótaði að segja af sjer fundarstjórninni, ef það yrði gjört. Neitaði enn fremur að bera það undir atkvæði, hvort upp skyldi bera tillöguna. Og sleit fundin- um- samstundis. Þetta atferli þykir ekki bæta málstað þcirra Uppkastsmanna. Þeir eru sýnilega hræddir. Jón Jensson hjclt langa tölu um þrjá menn : Skúla Thoroddsen, Björn Jónsson, ogekki sfzt Kristj án Jónsson. Menn álfta að hann hafi ekki bætt fyrir sjer með ræð- unni. Margir töluðu ágæta-vel, ekki sízt Jón frá Haukagili, væntanlegt þingmannsefni sjálfstæðismanna í þvf kjördæmi. Þingmannsefni stjórnarliða eru þeir Jón Jensson og Jóhann í Sveinatungu. Tfðindamaður vor átti tal við 3 kjósendur eftir fundinn, sem höfðu verið í vafa um uppkastið áður, en tjáðu sig nfi vera ákveðna mótiþvf, eftir þenna fund. Árásir Jóns Jenssonar á fyr- nefnda 3 andstæðinga sfna mælast ákaflega illa fy rir, (talskeyti). Á SVEINSSTöðUM f Húnavatns- sýslu átti að halda Þingmálafund laugardaginn er var, að undirlagi Stefáns kennara Stcfánssonar og Jóns f Múla o. fl., en varð ckki úr vegna þess, hve fáir sóttu fundinn (einir 13^. Þá var haldinn fundur daginn eftir (sunnud.) á Blönduósi, eftir auglýsing á Sveinsstaðafundinum, sem fáir sáu. 20 manns á fundi. Ræðumenn : Jón í Múla, Jón lækn- ir, Stcfán kennari og Þórarinn á Hjaltabakka, allir fjórir með upp- kastinu. Hinir þögðu, sem f móti voru. Engin atkvæðagreiðsla. Sýslumaður og fleiri mciri háttar Húnvetningar hafa boðið til al- menns þingmálafundar & Sveins- stöðum 26. þ. m. Þingmálafundur á patreks- FIRðI, 27. f.m. mótmælti nefndar- frumv. með öllum greiddum (28) atkvæðum. Fundur á AKRANESI 10. þ. m. — að ráðgjafanum viðstöddum —- mótmælti fruinv. óbrcyttu með samhljóða 34 atkv. Skortir rfim að þessu sinni til að skýra frá öllum óförum frumvarps- formælenda, sem hvarvetna sæta hinum verstu hrakförum.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.