Baldur


Baldur - 26.08.1908, Blaðsíða 1

Baldur - 26.08.1908, Blaðsíða 1
STEFNA: Að efla hreinskilni og eyða hræsni í hvaða máli, sem fyrir <emur, án tillits til sjcrstakra flokka. BALDUE. AÐFERÐ: | Að tala opinskátt og vöflu- laust, eins og hæfir því fólki sem er *f norrœnu bergi brotið. VI. ÁR. GIMLI, MANITOBA, 26. ÁGÚST 1908. Nr. 18. ’ ' " ' ' 1 ' [§C^C§&C§&C&3C83C&]C§&§] <8 FRJETTIR. §>' tf^t^lC&ÍCglCgJt^jC&og] “Úr öllum áttum í Manitoba er spurt eftir mönnum til þess að vinna við uppskeruna þetta haust“, sagði innflutninga'agentinn' Mr. Burke, rið frjettaritara Free Press um daginn. “í dag gæti jeg ráðið iooo manna hjá bændum, scm búnir eru að leggja drög fyrir að fá menn fyrir Iöngu sfðan. Þetta sýnir hvað bændum er mikil al- vara með að taka sig í vakt með að fá mennina nógu fljótt. Við erurn búnir nú þegar að senda menn f allar áttir, en þó eru marg- ir vinnulausir enn. Þeir eru að bfða eftir einhverju voðalega háu kaupi, sem þeir segja að verði borgað seinna f haust; eða svo láta þeir að minnsta kosti“. “Hvað marga menn myndi þurfa til þess að vinna að uppsker- unni f Vestur-Canada f haust, ef vel væri ?“ spurði frjettaritarinn. “Svo sem 36,000, gjöri jeg ráð fyrir. 19,000 f Manitoba og 17,000 í Alberta og Saskatchewan", svaraði Mr. Burke. “Nú ættum við að taka út eitt- hvað af fóngunum okkar hjer og hvar um fylkið, og nota þá tilþess að vinna að uppskerunni", hjelt Mr. Burke áfram. “Það hefir verið gjört f Bandarfkjunum og lukkast vel. Auðvitað yrðum við að velja úr þeim og taka að eins þá beztu. Sumum þeirra væri ómögulegt að treysta". Parfs, 29. júlí. “Winthrop Sands, stjúpsonur William K. Vanderbilt, varð fyrir voðaslysi í dag, sem dró hann tii dauða á svipstundu. Hann var á fcrð á sjálfhreyfivagni sfnum, með 100 kflómetra hraða á klukkutfmanum. Hann var staddur skammt frá París, og átti eftir eina hálfa mflu þangað scm ferðinni var heitið, þegar gjörðin á öðru framhjólinu á vagninum fjell af. Stjórnin tap- aðist strax, og vagninn kastaðist til hliðar mcð ofsahraða, þangað til að hann rakst á trje. Trjeð þver- brotnaði átta fct frá jörðu, börkur- inn af stofninum losnaði og rifnaði í ótal lengjur ; en vagninn snerist f hring f loftinu, þar til hann kast- aðist til hliðar enn einu sinni og rakst á annað trje skammt frá. Vjelin brotnaði nú í tvennt, og ultu partarnir sinn f hvora áttina. Sands sat rjctt fyrir aftan mann- inn. sem stýrði vagninum, og þag- ar vagninn rakst á fyrst, slitnaði hann nærri f tvennt, það er að segja, hægri fóturinn slitriaði af uppi í læri, og marðist undirfram- parti vagnsins, Hinn partur lfk- amans kastaðist aftur úr vagninum. Stýrimaður varð undir framparti vagnsins og var þar fastur. Hann var meðvitundarlaus í tuttugu mín- útur. Það sást til mannanna, og voru þeir bornir heim. Brjóstið á Sands hreyfðist, en hann hafði misst máttinn og gat þvf ekki tal- að. Hann dó eftir fáar mínútur, Hann var sonur Mrs. W. K. Van- derbilt og fyrra manns hennar, Samúel Stevens Sands". Winnipeg, 30. júlf, í dag fóru sex börn út f vagni til þess að skemmta sjer, áleiðis til Assini- boine árinnar. Þeirra elztur var Hyman Rosenthal, 14 ára að aldri. Hann hafði taumhaldið. Þegar börnin komu nærri ánni, tók hest- urinn allt f einu snöggan kipp, og datt yngsta barnið út úr vagnin- um. Það meiddist mjög lítið, en hin börnin urðu, sum af þeim, hrædd, og fóru að hljóða. Við það fældist hesturinn og hljóp of- an snarbrattan bakkann að ánni. Tvö börnin, af fimm sem eftir voru, köstuðu sjer út úr vagninum og voru ómeidd. Mcð þau þrjú, sem eftir voru, hljóp hesturinn út f ána. Drengurinn, sem hjelt f taumana, sökk á svipstundu með hesti og vagni, og kom ekkert af þvf upp aftur þar nærri. Tvær, litlar stúlkur, flutu upp ineð sætunum, og hjeldu sjer þar dauðahaldi; en straumurinn bar þær óðfluga niður eftir ánni. Maður, að nafni Daniel T. Con- nelle, sem var nærstaddur, kastaði sjer út f ána og náði börnunum, sfnu í hvora hendi. Tókst honum að koma þeim báðum til lands, þó seint gengi, og var þá önnur stúlk- an meðvitundarlaus. Hún hjarn- aði samt bráðlega við, og varsnar- ræði Connelles við brugðið, sem maklegt var. Cedie, ftalskur maður, sem kærður var fyrir að hafa sprengt f loft upp veitingahús í Niagarahjer- aðinu, og þannig orsakað lfftjón, var hengdur f Kamloops, B. C., 31. júlf. Rjett áður en hann var lfflátinn, var skjal lcsið upp fyrir áhorfcndum, f hverju Cedie lýsir yfir því að hann sje saklaus, og ber glæpinn á tvo menn, aðnafni, Moravelli og Caglistre. Ekkert tillit var tekið til þessa skjals. ‘Þórólfur', sagði mamma hörku- 'ega, 'Þú togar í skottið á kett- inum‘. ‘Það cr ekki jeg sem toga í skottið, mamma, jeg held í skottið en kisa togar í í>að‘. MINNI í S L A N D S. FLUTT Á GIMLI, 1. ÁG. 1908. ----:o----- í norðursjónum, móðir mín, man jeg þegar fyr á árum barðist jeg við brjóstin þfn, barn þitt, Iaugað kærleiks tárum, mjer fannst svo mjúkt þitt fannalfn, fögrum krotað geislabárum í norðursjónum móðir mæt jeg man þig samt f gleði og sorgum, horfna æsku gjarnt jeg græt þó glatt sje hjer f stórum borgum ; fátækt þfna finnast læt fremri öllum maura torgum. Þegar vorsól skærast skfn um skfra nótt á tindinn háa, þá dreifist geisla dýrðin þfn dala yfir þorpið smáa, Fjalladrottning, móðir mín, þú mænir yfir hafið bláa. Innstu hreyfing, andartak jcg elska jafnt í logni og byljum, fenja suðu, fjalla brak, fossa drunu' í klctta giljum, lóu söng og svana kvak, silungs busl f djúpum hyljum. Folalds hnegg og skrfkju skræk, skarlatsgrænan töðuflekkinn, ungatíst við lftinn læk, lambajarm f kringum stekkinn, frjálsleg b<5rn með feimnis kæk fagran dansa um hlfðarbekkinn. Þvf blítt þú agar börnin þfn, þó beri’ þau sjaldan skreytta kjóla, þau Iæra ást sem aldrei dvfn, ást við dali fjöll og hóla. Enginn nema móðir mfn, megnar að kenna á slfkum skóla. Á meðan óminn fslenzks máls eyra nokkurt fær að heyra, láttu’ ei bugast, lifðu frjáls, lífs á meðan vermir dreyra, þó að Danir þjer um háls þrældóms vilji böndin reyra. Hverjir, sem þitt kefja lán, kenna’ þess aldrei neinar bætur. Allir, sem þjer auka þján, iðrast þess um daga og nætur, hjúpaðir standa háðung, smán, hrfmgaðar við jökulrætur. Þvf nær þig krenkir krankleiks pfn, kárnar um mfnar hjartans undir, jeg vildi hverfa þá til þfn og þekja tárum naktar grundir. í norðursjónum móðir mfn jeg man þig fram á hinnstu stundir. JÓN STEFÁNSSON. TAKIÐ EFTIR. Hjer með gefst til kynna öllum jeim, sem skulduðu Halldóri heitnum Brynjólfssyni á Birkinesi, Gimli P. O., að þeim beraðborga iær skuldir til undirritaðrar. Þeir, sem eiga til skuldar að telja hjá Halldóri heitnum, snúi sjer einnig til mfn. Birkinesi, Gimli P. O., 8. ágúst 1908. RÓSA MAGNÚSDÓTTIR. ÁRIÐANDI SPOR. Það er ekki eingöngu f dansin- um, að fótabragð þitt sýnir sig. Daglega, heima eða á strætum kemur það f ljós. Kaupirðu skó hjer, þarftu ekki að kosta til meiru en þú ættir að gjöra, til að fá þá skó er þú ættir að nota. KJORKAUP. GULLSTÁSS. — 30 proc. af- sláttur, Brjóstnálar, Nisti, Skyrtuhnappar, Festar, Úr etc. Ábyrgð á vörunum. Ailskonar aðgjörðir fljótt og vel. C h. Goldatein. Boot & Shoe Dealer. 695 Wellington Ave. Winnipeg. Líkkistur. Undirritaður býður Gimlibúum og mönnum hjer f nágrenninu, að seija þeim LÍKKISTUR af öllum stærðum, en með fslenzku lagi, — þó með hjerlendum skiidi, skrúf- um og hönkum — sterkar og vel gjörðar ; með beínum gðflum fyrir þá sem það vildu heldur, það er sterkara og mörgum þykir það fallegt. Jeg er þessu verki vanur, þvf jeg smfðaði á annað hundrað Ifkkistur heima á íslandi, Jeg sel Ifkkistur með hálfu minna verði en hinar ensku, sem verið er að aug- lýsa. Gimli, 5. aprfl 1908. Jónaa Ilalldórsson.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.