Baldur


Baldur - 23.09.1908, Blaðsíða 2

Baldur - 23.09.1908, Blaðsíða 2
B A L D U R, VI. ár, nr. 22. BALD ER GEFINN ÚT Á GIMLI, ---- MANITOBA OHAÐ VIKUBLAÐ. KOSTAR $1 UM ÁRIÐ. BORGIST FYRIRFRAM tÍTGEFENDUR : THE GIMLI PRINTING & PUBLISHING COMPANY LIMITED. UTANÁSKRIFT TIL BI.AðSINS : BALDTJR, G-IMLI, nvr_A_nsr. Verð á smáum auglýsingum er 25 cent yrir þnmlungdáikslengdar. Afalátt.urer efiun á stcerr auglý»ingum,«em‘birta»t í blaðnu yfir lengri tíma. Viðvíkjandi 1 í kum afslættiog öðrum f jármálum hlaðB ns.eru menn beðnir að anúa sjer að ráð* anninum. ^ r2r& MINNI V estur-Islendinga. Eftir Guðmund Ólafsson. —:o:— Það hefir fallið f mitt hlutskifti að segja nokkur orð um Vestur- íslendinga. Og í fljótu bragði virðist það nú ekki vera svo vanda- samt, þegar Vestur-íslendingur á að tala, því ekki þyrfti nú annað en segja nokkur orð í fleirtöiu um sjálfan sig. En þegar betur er að gáð, er hver maður sjáifum sjer ráðgáta. Svo maður gctur ekki á þann hátt synt út fyrir blindsker vandaseminnar. Jeg ætla hverki að tala um menntun, menning eða efnalegt sjálfstæði okkar Vestur-íslendinga, þvf okkar stutta saga hjer, ætti og er eflaust öllum okkur svo vel kunn, að slfkt væri að bera f bakka- fullan lækinn. En tilfinninga srmrsmál eitt vak- ir fyrir mjer viðvíkjandi þjóðerni okkar Vestur-Isiendinga, og það er, hverrar þjóðar eiguin við að vera ? Þegar jeg er búinn að bera upp þessa spurningti fyrir mjer, fara strax tvö öfl að togast á í mjer, og stundum í svo miklum hamförum, að mjer fer að detta f hug að þeim ætli að takast að skifta mjer f tvennt. Við annan endann á þræðinum, sem togast er á un, situr í gullnu “Elskaðu, elskaðu maður landið sem ól þig og fæddi, elskaðu land- ið sem söng fyrir þig þín vöggu- ljóð, elskaðu landið og þjóðina, sem gaf þjer mál og sögu og til- veru, elskaðu þjóðina þfna, sem hefir barist við eld og ís og marg- ar aðrar hörmungarí iooo ár, elsk- aðu landið sem gaf þjer æsku-vor- drauma, sem reyndar ekki rættust, af þvf þú varst óverðugur“. Við hinn enda þráðarins situr á járnstóli tíguleg, hávaxin og fölleit kona ásýndum, það er hún skyn- semi, hálfsystir mfn, og hún hróp- ar til mín háum rómi: “Rjettlæti, rjettlæti maður og jafnrjetti, elskaðu þjóðina sem þú ert að hálfu leyti hluti af, og scm börn þfn og afkomendur verða að öllu leyti hluti af. Hafðu heims- ást ekki landást, hafðu mannást ekki þjóðást“. Jeg get hugsað mjer að lfkt standi á fyrir mörgum Vestur-ís- lendingi og mjer, að tilfinningin og skynsemin sje að togast á í þeim, og verði að togast á f þeim til dauðans. Við fluttum f smáhóp- um vestur á Amerikusljetturnar og þegar þangað kom, lcit hver sfnumaugum á silfy'ð, sem vonlegt var, og dreifðu þeir úr sjer eins aðdáanlega eins og framast var unnt, út yfir allan norðvesturhluta þessa meginlands, til stórtjóns fyr- ir þjóðerni sitt, og um leið til stór- blessunar fyrir tvær Norður-Ame- ríkuþjóðirnar. Einir voru þeir þó ekki um dreifinguna, því amerfl ánska stjórnkænskan Var fyrir löngu búin að reikna dæmið og skrifa niður hjá sjer útkomuna, sem var til svona: ‘al-ameríkönsk þjóð á nokkrum áratugum‘. Ogsvo studdi hún hendi sinni á dreifing- una, uudurmjúkt en ákveðið, og dreifingin vai*ð fullkomnuð, þjóð ernagrauturinn soðinn og þvaran reist upp, til að vera veldissproti í komandi tfð. Við erum gleyptir af stórþjóð, og við munum bráðum verða grúi af frumlum út um allan amerfk- anska þjóðlfkamann, en ei heild. Hv^rnig Ifður okkur nú andlega f þessu dreifingarástandi ? Hvernig lfkar okkur við Bretann, nábúa okkar ? Okkur líðpr líklega betur en margur heima mundi hugsa, þvf riú er Brctinn ekki lengur brezkur. En, hvað er hann þá ? Er hann kannske orðinn íslenzkur, eða erum við kannske orðnir brezkir ? Ekkért af þessu, nema þá að einhverju litlu leyti, hefir átt sjer stað. En við erum að verða það sair.t, með öðrum orð- um, við erum byrjaðir á þjóðmynd- un áður en blóðblöndunin hefir átt sjer stað. Og hvað segir nú sú á gullstólnum um allt þetta, hún seg- ir : “Þú mátt elska og virða ná búa þinn, Bretann, bara ekki eins mikið eins og Islendinginn“, og hún rykkir í þráðinn um leið. Jeg geng aldrei að þvf grublandi hver togar, þegar hún gjörir það, þvf á- jaxlinn og segir : “Þetta er rugl, allir menn eru jafn verðugir fyrir sama velgjörning, hvar svo helzt sem þeir fæddust. Þjóðir, með sjerl<ennilegum hagsmunum, ættu helzt ekki að veratil, heldur mann- fjelagsheild með sameiginlegum hagsmunum, og þjóðerni erísjálfu sjer miklu minna en vanalega er skilið við það orð, þvf þegar við gjörum tvær þjóðir að nábúum, hverfur þjóðernið eða verður að of- urlitlum, stundum nærri ómerkjan- legum, sjerkennilegleika hjá hvor um flokk. Þið eigið að veraþeirr- ar þjóðar sem þið hljótið að verða. Þið hafið skilið við fslenzku lindina og kastað ykkur f amerfkanska fljótið, og ykkur til hugfróunar getið þið reynt að synda á móti straumnum, þó það sje árangurs- laus viðleitni, þvf ykkur hrekur,— ykkur hrekur í hafið“. THE LIVERPOOL & LONDON & GLOBE INSURANCE CO. w se at Eitt sterkasta og áreiðanlegasta lífsábyrgðarfjelag í heimi. m m m Tryggir hús fyrir eldsvoða, bæði í Gimlibæ og grenndinni. * efc sfc G. THORSTEINSSON, agent. viðhafnarhásæti fyrsta unnustan, sem jeg eignaðist, hún tilfinning, hrifin verða ætfð merkjanleg á blóðrjóð út undir eyru af áreynslu! sama stað, efst f grindarholinu. og ákafa, og segir við mig: En sú á járnstólnum bftur á Framtíðarhorfur Y estur-Islendinga. m Framanprentuð ræða var flutt í samkvæmi, sem haldið var á flet- inum við Hólaskóla í syðri Vatns dalsbyggðinni, hinn 7. ágústsfðast- liðinn. Að þvf leyti er ræða þessi sjer- staklega eftirtektaverð, að hún lýs- ir átakanlega skýrt hugarfari þeirra Vestur-íslendinga, sem einnaheit ast elska fslenzkt þjóðerni, en eiga jafnframt manna erfiðast með að reka sjálfa sig úr vitni um það, að hjer sje ekkert færi undan því að hverfa f sjóinn. Tilfinningin er tengd við íslenzku endurminning- arnar, en störfin taka allt vitið f sfna þjónustu. Fyrir hugskots- sjónum þeirra er enginn vegur op- inn, sem þeir vildu fara, og svo morra menn áfram í einskonar sinnuleysi þær brautir, sem fjöld inn fer, án nokkurs verulegs vilja- kraftar f sjálfs sfns brjósti. Hugurinn getur ekki gjört upp þann reikning, hvað gjöra skuli, þvf þeim finnst eitt, en þeim nýn- ist annað. * * * Leitist þið nú við, Islendingar, sem eruð gefnir fyrir að grafast dýpra en fjöldinn, að gjöra ykkur fulla grein fyrir hinurn virkilega virkileika. Hlustið þið á þessi orð úr “Hafblikum“ (sem gjarnan mætti nefnast “Spekinnar bók, hin íslenzka“) eftir Einar Benedikts- son : “Hugann grunar, hjartað finnur lögin. Heilinn greinir skemmra en nem- ur taugin. Heimsins vjel er knúð af einu afli, einum segulvilja er kerfin bindur. Sama vald, sem veldur sólnatafli, veitir sjer í gegnum mannsiris æðar, Milli lægsta djúps og hæstu hæðar heimssál ein af þáttum strcngi vindur. Þarna er sá stófi sannleikur, sem hver þarf að athuga fyrir sig, að hjartað er hugsuninni vissara þeg- ar það er sjálfu sjer trútt. Gimli. Man. Hæstmóöins orgel og píanó. Hinir einu umboðsmenn fyrir Heintzman & Co. pfanó. J. J. II. McLean d' Co. Ltd. 528 Main St. WlNNIPEG. Samræður við vini okkar um orgel og pfanó eru okkar ánægju- efni, þvf okkur cr óhætt að ábyrgj- ast hvaða hljóðfæri, sem valið er úr okkar búð. Þær tegundir, sem við höfum á boðstólum, eru allar reyndar að því, að standa fremstar allra þeirra hljóðfæra, sem seld eru hjer í landi. Endurminning æskunnar. Við kynntustum að eins um örstutta stund, mfn ástkæra hugljúfa meyja ; í hjarta mjer kveiktir þú eldheita und, sem ei grær unz fæ jeg að deyja. En hvað sem f lffinu mæta kann mjer myrkt, eða sólskinið bjarta, mi in hugur þjer fylgir, já, hvert sem þú fer og hallar sjer þínu að hjarta. En þegar loks slitna lífs síðustu bönd jeg sje þig þá standa svo nærri, með rósrauðar varir þú rjettir mjer hönd og ljómar þá englunum skærri. Þá svffum við bæði af sorganna strönd um sólhnatta himinsins grúa, er oss flytur dauðinn f ókunnug lönd þar eigum við saman að búa. ' Valdimar DaVíðSSON. Það sem að mönnum gcngur, þcgar þeir örvænta um sigur þess, sem þeir finna heitast f hjarta sfnu, að er gott, þá gengur að þeim TRÖLEYSI. Það er sá sjúkdómur, sem svo mjög þjáir okkur, að á þvf þarf öllu öðru fremur að ráðast bót. Sjálfsagt verða ýmsirtil að gjöra gys að þcssari staðhæfingu, — her.da gaman að þvf, hvað þetta cigi að vera prestslega talað o. s. frv., en hjer er þó alls ekki átt við það, sem venjulega er nefnt trú leysi. Jcg er ckkert, til cða frá, að þessu sinni, að fást um vissar bókmenntir vissra fornaldarmanna, eða vissar útskýringar á þeim, heldur um það, hvort menn skorti eða skorti ekki sannfæringarafl fyrir þvf, að þessari tilveru sje f innsta cðli sfnu svo háttað, að það sem gott er geti fengið að njóta sín, — cða geti það ekki. Það eitt svarar spurningunni um trú eða trúleysk mannanna, f hin- um sannarlegasta skilningi. Þetta er að því leyti viðkomandi þvf, sem snertir fslenzkt þjóðerni, að það knýr mann til að spyrja sjálfan sig að þvf, hvort fslenzkt þjóðerni hafi nokkuð það f sjer fólgið, sem er gott. Hjer verður þó ekkert rcynt að svara þeirri spurningu, þótt skeð geti að jafnvel íslenzkt fólk skiftist að skoðunum f því efni. Hitt er hugleiknara, að fhuga þær ástæður, sem valda örvæntingu þeirra manna, sem hjartanlega elska það, sem fslenzkt er, og álfta að mikið gott sje í þvf fólgið. Við hina er ekki neinum orðum að eyða um þetta mál. Það cr ckki þeirra málefni. Af hvaða ættum sem þcir kunna að vera fæddir. eru þeir annaðhvort einhverrar annarar þjóðar menn eða þeir eru ckki orðnir karaktjcrlega vaxnir upp í það að vera neitt. (Framh.) Faðirinn : ‘Af hverju græturþú, Karl ?‘ ‘Mamma Ijet sennepsplástur á Óla og mig, cn hans er stærri en rninn*.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.