Baldur


Baldur - 23.09.1908, Qupperneq 3

Baldur - 23.09.1908, Qupperneq 3
B A L D U R, VI. ár, nr. 22. ILL TIÐIUDI VESTAN UM HAF. Fáránlegt trúmálaofstœki. Frá kyrkjuþingi lúterskra landa vorra í Vesturheirai hafa borist tíðindi, sem hljóta að vekja óhug með hverjum þeim er ann frjálsum hugsunum íslenzkra manna. Kyrkjuþingið hefir samþykkt að hætta á næsta ári við fslenzku- kennslu þá, sem það hefir haldið uppi nokkur ár við lærða skóla vestra, Þessari merkilegu samþykkt veldur trúarofstækið og drottnun- argirnin. Skólamá! Vestur-íslendinga er nærri þvf jafngamalt kyrkjufjelagi þeirra. Og framan af hugsuðu menn ekki um annað en sjerstaka skólastofnun. Hugmyndir um hana voru nokkuð á reiki, Sumir hugsuðu sjer fullkominn æðri skóla, eins og þeir tíðkast vestra, sam- svarandi mcnntaskólanum hjer, nema hvað heimspekinámi er þar við bætt. Fyrir öðrum vakti nokkurskonar undirbúningsskóli undir æðri menntastofnanir. í hugum sumra manna átti þessi fs- lenzki skóli að vera vörður fslenzks þjóðernis. í hugum annara, kast- ali lúterskrar kristni. Stundum var honum jafnvel aetlað að bæta úr prestafæð Vestur-íslendinga. Fje var safnað árlega til þessar- ar skólastofnunar. En þcgar það hafði verið gjört um mörg ár, fóu mönnum að verða Ijóst, að Vestur- íslendingum yrði um langan tfma ofurefli að koma upp stofnun, sem kæmi að fullu haldi og þeir væri fullsæmdir af. Þcir tóku þá einkar viturlegt ráð. Með mikilli fyrirhöfn tókst þeim að fá h&skólastjórn Manitoba- fylkis til þess að viðurkent a {*• lcnzka tungu jaf n gilda fíðrum tungum við stúdentspróf, o; nem- endur gátu kosið sjer íslenzku f stað eitihvers annars hinna nýju tungumála. Að þvf fengnu stofn- uðu þeir kennaraembætti við einn af hinum æðri skólum f Winnipeg Wesley College, sem er eign Me- þódista kyrkjuntiar. Aðrir þess konar skólar en kyrkjttskólar eru þar ekki til. Sjera Friðrik J. Bergmann var falið þetta nýja embætti. Hann var þá prestur að Gardar f Norð- ur-Dakota. Vcgur hans var þar mikill. Söfnuðir hans báru hann á höttdum sjcr. Fyrir þrem árum var annað samskonar embætti stofnað við Gustavus Adolphus College f St. Peter f Minnesota, Kerlnari varð j þar Magnús Magnússon, kandidat j frá Englandi, sem dvalist hafði þá! hjer á landi nokkur ár. Kcnnslan f St, Peter hefir ekki þótt svara kostnaði. Flestir í^end- ingar eiga langt þangað. Og þeir hafa ekki ncma örfáir sótt skólann. Um kcnnsluna í Winnipeg er allt öðru máli að gegna. Að Wcs- ley-skólanum hefirverið aðstreymi af íslendingum, síðan er íslenzku kennslan hófst þar. Og mikill meiri hluti íslenzkra nemenda þar hefir lagt stund á íslenzku. Vera íslendinga þar við skólann hefir aukið mjög veg þjóðflokks vors vestra. Kennarar skólans hafa lýst yfir því, að fslenzkir nernend- ur væru meira en jafnokar annarra að andlegri og jafnvel líkamlegri atgervi. Og á þvf gátu engin tvf- mæli leikið, að þjóðerni voru vestra var stórmikill styrkur að þcssari fslenzku-kennslu. Nú mátti ætla, að allt gengi vel. En þá kom trúarofstækið til sög- unnar. Jeg gat um það f einum ferða- pistli mfnum, þeirra er prentaðir hafa verið f Norðurlandi, að sá kvittur hafi gengið um íslenzku byggðirnar f fyrra, að til orða hafi komið á sfðasta kyrkjuþingi að reka sjera Friðrik J. Bergmann frá kennslunni við Wesleyskólann fyrir trúarskoðanir hans. Mjer veitti örðugt að trúa þvf, að slfk óhæfa hefði borið á góma. En nú verða bæði jeg og aðrir að trúa því sem meira er. Að trúarskoðunum sjera Frið- riks J. Bergmanns mundi ckki verða fundið f nokkurri Iúterskri þjóðkyrkju f Norðurálfunni, Hann hefir ekki látið uppi neinn ágrein- ing við kyrkjufjelagið um neitt trúaratriði. En guðfræði hans er að þvf leyti önnur en guðfræði sjera Jóns Bjarnasonar, að sjera Friðrik lítur á ritninguna sömu augurn eins og nú er litið á hana við alla háskóla Norðurálfunn- ar, og sömu augum eins og litið er á hana við prestaskálann hjer heima. Þá skoðun hefir sjera Friðrik látið uppi fyrir mörgum! árum. Svo að eftir þvf getur hún naumast verið tilefnið til þeirrar ofsóknar, sem hafin var gegn hon- um á kyrkjuþirginu í sumar. En f tímariti sínu, fíreiðahlik- um, sem hann hefir haldið úti um tvö ár, hcfir hann gerst talsmaður algjfírðs skoðana og kenningar- frelsis innan kyrkjunnar. í þvf blaðinu, sem út kom næst á undan kyrkjuþinginu í sumar, kemst hann meðal atinars svona að orði : “Skoðanafrelsi og kenningar- frelsi fyriralia, leikmanninn, kenn- arann og klerkinn, ætti að vera sjálfsögð einkarjettindi með hverri sannmenntaðri þjóð. Guði er eng- in þægð f þvf, að honum sje þjón- að í hafti. Heilög skylda hvers manns er að segja það, sem hann 'veit f dag sannast og rjettast. Öðru má hann aldrei lofa — annað aldrei gjöra. Sannleikanum verður allt annað til háðungar og — sann- leiksþjónunum lfka. Fagnaðar- boðskapnum er með þvf breytt f lögmátsbð!van“. Þessi frelsiskrafa — jafn sjálf- sögð cins og öllum frjálslyndum mönnum mun finnast hún — hefir kvcikt f skapsmunum sjera Jóns Bjarnasonar. Á kyrkjuþingi, sem haldið var f sfðastliðnum júnírhán- uði, flutti hann erindt' um gildi HINAR AGÆTU SHARPLES TUBULAR 5 RJOMASKILVINDUR j standa nú Ný-íslendingum til boða. Verð þeirra, sem aðskilja 200 pund á klukkustund, er $40 (aðrar tegundir sem afkasta jafn miklu verki, kosta venjulega $65 til $75), og þær sem dýrari eru afkasta að sama skapi meira' verki. Sá sem hefir þær til sölu hjer f nýlendunni er G-ISLI CrOLTSSOTSr. JRNES P. O. MAN. trúarjátninga. Það er sjálfsagt einstakt f sinni röð innati um öll þau erindi, sem nú er flutt á nokk- uru kyrkjuþingi eða nokkurri kristi- legri samkomu um allan heim. Hann telur þar menn, sem kenn- ingarf relsi halda fram, varga f vjeum, lfkir þeim við Efialtes, Mörð Valgarðsson, Júdas Kari- ot, Víga-Hrapp og sauðaþjófa. Munnsöfnuðurinn sá er ekki að eins ósamboðinn kristnum manni, eða menntuðum manni, heldur og manni með öllum mjalla. Og öll ókvæðisorðin eru þulin f drottins nafni. Það eykur auð- vitað andstyggðina að stórum mun. En ekki er það annað en það, sem veröldin hefir átt að venjast öld eftir öld. Þegar klerkarnir t^ka að ofsækja bræður sfna, eru þeir van- ir að gjöra það í nafni föður okkar á himnum. Daginn eftir var aðalorustan háð. Hún stefndi öll að þvf hjá sjera Jóni og hans mönnum, að fá sjcra Ftiðrik rekinn frá íslenzku- kennslunni við Wesleyskólann. Eftir þvf sem Heimskringla skýrir frá, viðurkenndi framsögumaður þeirra fjelaga, Dr. Brandson, “að fslcnzku-kcnnslan hcfði reynst mætavel frá þjóðernislegu sjónar- miði, og hefði laðað fleiri Islend- inga til náms en ella mundi“. Sfimuleiðis virðist og mega ráða það af umræðnafrásögninni, að sjera Friðrik hafi aldrei látið bera á ágreiningsskoðunum sfnum f starfi sfnu við skólann. Sarnt var lengi við það barist, að fá sjera Friðrik rekinn frákenn- araembætti sfnu fyrir trúmálaskoð- anir, með þeirri fyrirætlun, að koma öðrum manni að f hans stað. Sú leiðin reyndist ófær. Öllum miinnum hlaut að Hggja f augum uppi, að þetta atferli benti ekki á annað en hefndargirni og sóðaleg- ustu tegund hræsninnar. Ef kyrkjufjelagið leit á sjera Friðrik sem þann frávilling f trúar- efnum, að kenningar hans væru ó- þolandi, þá lá beint við, eftir þvf sem sjera Jón Bjarnason hafði fram haldið f'ræðunni, sem áður cr uu. getið, að losna við hatm sem prest kyrkjufjelagsins. Þá var sjálfsagt að skora á söfnuð þann, sem naut þjónustu hans, að segja honum upp — gjðra það að skil- yrði þess, að söfnuðurinn mætti f kyrkjufjelaginu vera. Ekki virðist þurfa að skýra það mál fyrir nein- um heilvita manni, að ef sjera Friðrik var orðinn svo hættulegur í trúarefnum, að ekki mátti trúa honum fyrir þvf að segja mönnum til í fslenzku, þá var enn hættu- legra að hann prjedikaði f einum af söfnuðum kyrkjufjelagsins tvisv- ar á hverjum sunnudegi. En við prestskap hans var ekk- ert reynt að hreyfa. Söfnuður sjera Friðriks er lftt efnum búinn, og hefir ekki hingað til sjeð sjer fært að gjalda sjera Friðrik neitt nálægt þvf, sem prest- ur þarf til þess að geta verið f Winnipeg. Og enginn fslenzkur prestur vestan hafs mundi vilja leggja á sig jafn mikið erfiði, eins og sjera Friðrik innir af hendi í söfnuði sínum fyrir jafn lítið gjald. Þar var ekki feitan gölt að flá. En kennarastaðan við Wesley- skólann er sœmilega launuð. Þar var þó fremur cftir einhverju að slægjast fyrir dýrkendur Ijósfæln- innar. Og með þeim hætti varð sjera Friðrik komið í fjárhags vanda. En þessi leiðin reyndist ófær, eins og áður er sagt. Hræsnin var of berskjölduð. Hefndargirnin var of hranalega stórkarlaleg. I á var það ráð tekið, að snúa ákærun- um gegn skólanum sjálfum. Hann væri fullur af vfsindalegum vje- fengingum um bókstaflegan inn- blástur ritningarinnar og þar fram eftir götunum, svo að rjett-trún- aði lúterskra ungmenna væri þar hætta búin. Vitanlega hefir enginn maður, sem nokkurt skyn bar á málið, trúað á þá hættu eitt augnablik, Allir hafa hlegið að henni f hjarta sfnu, ef ofstækiskergjan er ekki búin að fara með hvert bros í sál- um mannatina. Skólinn cr kyrkj- uskóli, stendur á alkristnum grund- velli. Söfnuðir Meþódista hafa reist hann og halda honum við Hann leggur að sjálfsögðu stund á að vekja hjá nemendum lotningu fyrir kristinni trú. En guð- frœði er þar engin kennd. Og námskröfurnar eru svo miklar, að nemendur hafaengan tfma til þess að lesa aðrar bækur en kennslu- bækur skólans, meðan á námstfm- anum stendur, Geta má nærri, hvort tfmanum er þá varið f guð- fræðis-ágreining. En nú reyndist sú leiðin fær, sem verið var að fara. Einn flokk- ur innan kyrkjufjelagsins hafði frá -öndverðu verið því mótfallinn, að samltand væri gjört við aðra en lúterska skóla. Nú bar vel í veiði fyrir þá menn. Fylgismenn sjera P'riðriks sáu, að kyrkjufjelaginu var ekki trúandi fyrir skólamálinu í neinni mynd. Þeir samþykktu því að leggja kennsluna niður. Og fylgismenn sjera Jóns fengu með þeim hætti framgengt eina atrið- inu, sem fyrir þeim vakti: að svifta sjera Friðrik kennaraem- bættinu. Og eftir allt stappið fjekkst það samþykkt í einu hljóði, að hœtta íslenzku-kennslunni á næsta vori við háða skólana. Þar með er skólamál kyrkjufje- lagsins — það málið, sem fjelagið hefir haft mesta sœmd af, enda leiðtogarnir borið mest fyrir brjósti —, vafalaust liðið undir lok að fullu og öllu, þó að kyrkjuþingin verði sennilega að hjala um það fyrstu árin til málamynda. Veglegasta þjóðernismál landa vorra vestan hafs hefir verið lagt sem fórn á blótstall drottnunar- girninnar, ofríkisiris og trúarof- stækisins. Vestur-íslendingum og þjóð- flokki vorum öllum hefir verið gjörð óbærileg minnkun með Vestur- heimsmönnum. Mjer er sem jeg sjái, hvað hugsað muni verða um íslendinga, þegar Wesley-skólinn er orðinn svo óguðlegur f hugum þeirra, að þeir þora ekki lengur að standa f sambandi við hann. En allt þykir tilvinnandi til þess að geta komið fram hefndum á manni, sem ekkert hefir til saka unnið annað en það að halda frjáls lyndinu og umburðarlyndinu að trúarbræðrum sfnum. Og allt er þetta unnið f drottins og Krists nafni, innan um sálma- söng og bænahald. Mikið má það vera, ef engum verður klfgjugjarnt. Einar Hjfírleifsson. — Ingólfur. \ %

x

Baldur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.