Baldur


Baldur - 23.09.1908, Síða 4

Baldur - 23.09.1908, Síða 4
B A L D U R, VI. ár, nr. 22. j Heimafrjettir. W Fimmta föstudagskvöld hjer frá, þann 23. okt., ætlar únítariska safnaðarnefndin að hafa samkomu í Gimli Hall. Prógrammið fyrirþá samkomu verður síðar auglýst hjer í blaðinu. Næsta föstudagskvöld, þann 25. þ. pn., hefir hornleikaraflokkurinn samkomu hjer f Gimli Hall. Það er rjettmæt siðferðiskrafa á hcndur bæjarmönnum að sinna samkomu þessara piita, þeim til einhvers arðs. Bæði hafa þeir skemmt fólki oft í sumar fyrir litla þóknun, og svo cr bænum talsverður upp- sláttur í því, að eiga þennan flokk f fórum sínum. Það er vafalítið, að formaður flokksins, hr. Sig- Vyggur Kristjánsson, er meiri hljómlistar hæfileikum gæddur en fólk hjer almennt gjörir sjer grein fyrir. Nú er ekki orðin nema ein lest á dag (kl. 7 að morgni) hjer frá Gimli til Winnipeg, eins og verið hefir undánfarna vetur. Breyting- in varð 2 1. þ. m. Nú er maður orðinn svo góðu vanur hjer, — af sú tfð, sem áður var, — að hálfgjörður fúss kemur í mann fyrst f stað, við það að missa að vetrinum af annari lest- inni, sem daglega gengur hjer á milli yfir sumarið. Á mánudagsmorguninn fór hr. A. E. Kristjánsson hjcðan áleiðis til hins únítariska prestaskóla f Meadville f Pennsylvaniarfkinu. Hann hefir að mestu leyti þjónað í sumar f hinum únftarisku söfnuð- um hjer f Nýja fslandi í stað sjera J. P. Sólmundssonar, sem verið hefir af og til f ferðalögum annar- staðar. Kvöldið áður en hann fór hóp- uðu nokkrir vinir hans sig saman til þess að kveðja hann, og vildi svo heppilega tll, að hr. Þorberg- ur Þorvaldsson, skrifari hins únf- tariska kyrkjufjelags, sem nú er lfka að fara austur til skólagöngu, gat einnig orðið þar viðstaddur. Hann hefir verið aðstoðarkennari í efnafræði við Manitoba-háskól- ann nú að undanförnu, og fer til Harward til viðbótarnáms í þeirri fræðigrein. Þessir fluttu nokkur ávarpsorð : Jóhannes bæjarstjóri Sigurðsson, Sveinn oddvili Thorvaldsson, G. póstmeistari Thorsteinsson, sjera J. P. Sólmundsson, og hr. Júlfus J. Sólmundsson, forseti safnaðar ins, og svöruðu báðir námsmenn- irnir þvf. Að endingu bað safnaðarforset- inn hr. Kristjánsson vel fara og heilan aftur koma, þakkaði honum fyrir starf hans yfir sumarið, og af- henti honum dálitla peningagjöf frá vinum hans að skilnaði. Frjetfnæmasti atburðurinn hjer sfðastliðna viku mun pólitiska fund- arhaldið væntanlega rnega teljast. Frambjóðendurnir komu sjer sam- an um það, að fundarhaldið áþess- um staðnum skyldi teljast Mr. Bradbury, en Mr. Jackson þiggja að honum málfrelsi fyrir sfna hlið. Aðalatriðin úr ræðunum koma næst. Pólitiskir fundir. Mr. S. J. Jackson heldur fundi sem -hjer segir : — St. Andrews S., laugard. 2ó.sept. Balmoral, mánud.kv. 28. sept. Gunton, þriðjud. kv. 29. segt. Komarno, miðvikudag 30. sept. Teulon, miðvikud.kv. 30. sept. Pleasant Home, fimmtudag 1. okt. East Greenwood, fimtud.kv. 1 .okt. Brant School, fóstudag 2. oct. Stonewall, föstud.kv. 2. okt. Stony Mountain, laugard. kv.3 .okt. Dugald, mánud.kv. 5, okt. South Plympton, þriðjud.kv.ó.okt. Oak Bank, miðvikud.kv. ý.okt. Millbrook School, fimmtud.kv.8.0. Suthwyn, föstud.kv. 9. oct. Queens Valley, laugardag 10. okt. Lady Wood, mánudag 12. okt. Brokenhead, þriðjud.kv. i3.okt. Kildonan West, miðvikud.kv. 14.0. St. Paul’s, fimtud.kv. 15. okt. Clandeboye, föstud.kv. 16. okt. Gimli South, mánud.kv. 19. okt. Gimli Northwest, þriðjud.kv.20.o. EastSelkirk, miðvikud.kv. 2i.okt. Elmwood, fimtud.kv. 22. okt. Lilyfield, föstudag 23. okt. Rosser, föstud.kv. 23. okt. St. Andrews N., laugard.kv. 24.0. Mellrose School, mánudag 2ó.okt. Cook’s Creek, mánud.kv. 26. okt. Bird’s Iíill, þriðjud.kv. 27. okt. Selkirk, miðvikudag 28. okt. Elmwood, miðvikud.kv. 28. ckt. Dagfundirnir byrja kl. 2, en kvöldfundirnir kl. 8. F'rambjóðanda andstæðingahlið- arinnar er boðið að vera við, til þess að ræða þau mál, sem fyrir þjóðina eru lögð. “God save the king“. FRJETTIR. (Framhald). Hinn 16. þ. m. var bundinn endir á 10. kjörtfmabil Canada- veidis. Útnefningar til þing- mennsku fyrir næsta kjörtfmabil fara fram þann 19. okt., en kosn- ingarnar þann 26. okt. Fyrra sunnudag (13. þ. m.) höfðu kaþólskir menn f London óttalega mikla viðhiifn og ‘heilagr- ar kvöldmáltfðar1 prósessfu eftir helztu strætunum. TJr því hafði þó átt að vcrða enn þá meira en varð, en stjórnín var svo smeik við upphlaup eða slysfarir vegna manngrúans, að hún lagði bann fyrir sumt af viðhöfninni. Er nú páfinn afarhryggur og reiður yfir hinu frávillta Englandi, og uppá- lcgguröllum hcilögum að biðja sem heitast fyrir bráðu afturhvarfi þess mótmælendaríkis. Ógurlegir skógareldar hafa nú lengi geysað í kringum stórvötnin að vestanverðu, í Michigan, Wis- consin, Minnesota, og Ontario. Nú síðast frjettist um annað eld- belti austur við sjó, f Quebec. Eftir fylkiskosningarnar í Sa- skatchcwan heimtaði frambjóðandi andstæðingaflokksins í Saskatoon- kjördæminu endurtalningu á at- kvæðunum. Þegar að þvf kom að dómarinn byrjaði á verki sfnu, kom það upp úr kafinu, að kjör- stjórarnir höfðu aldrei lakkað kass- ana aftur, eftir að talið var úrþeim á kosningadagskvöldið. Stjórnar- innar menn höfðu þannig haft kassana sama sem opna í vörzlum sfnum alla tíðina, þangað til dóm- aranum voru afhentir þeir. Gull-ljárinn. m Allir vita hvernig sláttumaður- inn brúkar ljáinn. Allt íslenzkt fólk man hvernig Hallgrímur Pjet- ursson líkir dauðanum við þann sláttumann, sem slær allt hvað fyr- ir er. Fjárplógsmaðurinn má Ifka sam- lfkjast sláttumanni, “sem slær allt hvað fyrir er“. Karlmann, kvenn- mann, og bam “reiknar hann jafn fánýtt“. Hans andlega atgjörvi er til þess varið að útsjá arðvæn- legustu fyrirtækin að leggja fje sitt f. Fái hann ekki nema 6% af eignum sfnum, tekur hann fje sitt þaðan, þó 1000 manns missi við það atvinnu, ef hann getur annarstaðar fengið 8%. Þaðan dregur hann það, þegar hann get- ur f þriðja stað fengið 10%, og svo koll af kolli. Eða hann rekur karlmennina úr vinnunni og tekur kvennfólk f staðinn, af því að þá gctur gróðinn orðið 8% af höfuð- stólnum, sem áður var 6%. Og enn skiftir hann á kvennfólkinu fyrir börn, ef hann getur því við komið, svo gróðinn verði 10%. Hann slær og slær, og rakar saman — eintómum prósentum. Þjóðirnar hervæðast fyrir hann, lögreglan stendur á verði fyrir hann, lögfræðingarnir kanna alla krókastigu fyrir hann, löggjafarnir kaupa og selja kjördæmin fyrir hann, prestarnir og blaðamennirn- ir cru hræddir við hann, og alþýð- an tyllir sjer á tá við hann. Hann slær og slær áfram, slær út um gjörvali? jarðarkringluna, eða svo mikið af henni, sem hann getur einhvern veginn gjört að sinni landareign. Frelsi svertingjans, uppeldi ó- vitans, skfriffi konunnar, táp karl- mannsins “reiknar hann jafn fá- nýtt“. En það er ekki stálljár, sem hann er að slá með, heldur — gull-ljár. J. P. S. Til s.b. benediktssonar, Þótt ótal munnar opni sig og þjer vilji banna næði, láttu ei hrafna hræða þig hertu þig að yrkja kvæði. R. J. DavíDSSON. LIKKISTUR. * Jeg sendi 1 f k k i s t u r til hvaða staðar sem erí Manitoba og Norð- vesturlandinu, fyrir eins sann- gjarnt verð og nokkur annar. VERÐ : Nr. 1 $25, nr. 2 $35, nr. 3 $55, nr. 4 $75, nr. 5 $ 85, nr. 6$ioo, nr. 7 $125, nr. 8 $150, nr. 9 $2oO, nr. 10 $300. STÆRÐ: ' Frá S/i fet til 6y fet. SMÆRRI KISTUR af mismunandi tegundun og stærð- um. A. S. BARDAL. 121 Nena St. WINNII’EG. - MAN. Telefónar: Skrifstofan 306. Heimilið 304 BOISINrAH, BARKISTERS & P. o. BOX 223. WINNIPEG,-------MAN. * . * Mr. Bonnar er hinn langsnjall- asti málafærslumaður, sem nú er í þessu fylki. BTTD er nýopnuð til verzlunarviðskifta, næst fyrir norðan Æakeview Ho- tel, Gimli. Eigandinn er Dr. S. Dunn. E“^| ftirfylgjandi menn eru J umboðsmenn Baldurs Og geta þcir, sem eiga hægra með að ná til þcirra manna heldui en til sknfstofu blaðsins, af- hcnt þeim borgun fyrir blaðið og áskriftir fyrir þvf. Það er ekkert bundið við það, að snúa sjer að þeim, sem er til nefndur fyrir það pósthjerað, sem maður á heima í. Aðstoðarmenn Baldurs fara ekki í neinn matning hver við annan f þeim sökum: J. J. Hoffmann - Hecla. Stefán Guðmundsson - Ardal. Sigfús Sveinsson - - - Framnes. SigurðurG Nordal - - Geysir. Finnbogi Finnbogas,-Arnes. Guðlaugur Magnúss. - Nes. Ól. Jóh. ólafsson....Selkirk. Sigmundur M. Long - Winnipeg. Sveinn G. Northfield - Edinburg. Magnús Bjarnason - - -Marshland Magnús Tait...........Antler Björn Jónsson........Westfold. Pjetur Bjarnason - - - - Otto. Helgi F. Oddson - - - Cold Springs Jón Sigurðsson.......Mary Hill. Ingin.undur Erlendss. - Narrows, Freeman Freemans. - - Brandon. Guðmundur Ólafsson - Tantallon. Stephan G.Stephanss. - Markervuie F. K. Sigfússon. Bliine, Wash. Chr. Benson. - - - Pcint Rcfcerts September 1908. s. M. Þ. M. F. F. L. * 1 2 3 4 5 6 VI 00 vo 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 Tunglkomur. Fyrsta kv. 3 Fullt t. 10. Síðasta kv. 17- Nýtt t. 25- ÁGRIP AF HEIMILISRJETT- ARREGLUGJÖRÐ FYRIR CANADA-NORÐVESTUR- LANDIÐ. jþær ’sectionir' f Manitoba, Sas- katchewan og Albcrta, sem númeraðar eru með jöfnum tölum, og tilheyra Dominion stjórninni (að undanskildum 8 og 26 og öðru landi.sem er sctt til sfðu),eru á boð- stólum sem heimillsrjettarlönd handa hverjum (karli eða konu), sem hefir fjölskyldu fyrir að sjá, og handa hverjum karlmanni, sem hefir fjölskyldu fyrir að sjá, og handahverjumkarlmanni scm eryfir 18 ára að aldri; 160 ekrur eða y úr ’section’ er á boðstólum fyrir hvern um sig. Menn verða sjálfir að skrifa sig fyrir því landi, sem þeir vilja fá, í landstökustofu stjórnarinnar, f þvl hjeraði sem landið er í. Sá setn sækir um heimilisrjett- arland getur uppfylgt ábýlis- skylduna á þrcnnan hátt: 1. Með því að búa í 6 mánuði á landinu á hverju ári í þrjú ár, og gjöra umbœtur á þvf. 2. Mcð því að halda til hjá föður (eða móður, ef faðirinn er dauður), sem býr á landi skammt frá heimilisrjettarlandi umsækjand- ans. 3. Með þvf að búa á landi, sem umsækjandinn á sjálfur f nánd við heimilisrjettarlandið sem hann er að sækja um. Sex mánaða skrifiegan fyrirvara þurfa inenn að gefa Commissioner of D^minion lands f Ottawa um að þeir vilji fá eignarbrjcf fyrir heimilisrjettarlandi. W. W. CORY, Deputy of the Mmi3ter:of 'theTnterior 60 YEAR8' Tíiade Marks Designs CopvmcsHTS &c. vono sondtng a ekotch Rnd rtcscrlptlon may í'.y ascortain our opinlon free whother an ition i9 probably patcntable. Communlftft- iStrictlycomUHmthtl. HANDBOOX onPatents froo. Olöcat ncrcnny for flecnrluK patenta. Umts takcn throuyrh Munn & Co. recelvo ilnotlce. witbout cbaroie, in the . ■ ;— :caw A hftndBomely llhiBtratod weekly. liarReat ctr- culation of any ociontiflc Jonrnal. Terma for Canada, íá-75 a year, poetaBe prepatd. Bold by &i) newadealers. NIUNH & Co»36,Broadwai’ New York Braoch Oðico. 025 V Bt„ WashtDíton, IX C. KAUPENDUR BALDURS. Gleymið ckki að gjöra aðvart þ»gar þið hafið bústaðaskifti.

x

Baldur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.