Baldur


Baldur - 11.12.1908, Blaðsíða 2

Baldur - 11.12.1908, Blaðsíða 2
V B A L D U R, VI. ár, nr. 28. / GIMLI, --- MANITOBA OHAÐ VIKUBLAÐ. KOSTAR $1 UM ÁRIð. BORGIST FYRIRFRAM V tfTC^EFENDUR : TIIE GIMLI PRINTING & PUBLISHING COMl’ANY LIMITED. I UTANÁSKRIFT TIL BLAdSINS : í BA-LDTJR3 G-IMLI, Verð 4 srháum auglýsingum er 25 c. fyrir þumlung dálkslengdar. Afsláttur er gcfinn 4 st;erri auglýs- irgum, sem birtast f'blaðinu ynr lengri tfma. Viðvíkjandi slíkum af- slætti ogfiðrum fj&rmálum blaðsins, cru mcnn bcðnir að snúa sjer að ráðsmanninum. Bjartsýni. f m Stundum er svo að heyra, sem menn tclji það sjálfsagt að “hugs- andi“ menn og bróðurkærleiks- menn sje fiðruin fremur bölsýnis- menn. Þetta er þ<5 ekki svo, nema 4 meðan mennirnir standa 4 milli- bilsstigi andlegrar þroskunar. Ilugsunarlitlir sauðir og flysj- ungar eru auðvitað sneyddir öllu virkilegu bölsýni. Þeir eru ekki annað en dægurflugur. í þeim býr “moldvörpuandi, sem sig einn sjeðan fær, en sjer ekki lengra.“. Þeirra hugsanir snftast um góðan mat, falleg fiít, ærslafullar skemrnt- anir og annað því um lfkt. Þeir eru orðsjftkir og finnst himininn ætla að hrapa yfir hvcrju smáatr- iði, sem ábjátar fyrirsjálfum þcim, en þau áhrif setn það skilur eftir f sálarlífi þeirra vara jafn stutt cins og áhrifin af ærslunuin og g'að værðinni. Það er hvorki um virki- legt bjartsýni oða bölsýni hjá þeim I að ræða, Aftur eru aðrir, sem þroskast: svo, eftir þvf sem aldur færist yfir þá, að þc'rfara að hvessa hugskots- augu sín ftt f iífið f kring. Við það verða þeir næmari og næmari fyr- ir þvf sem við ber í annara sálum, og h;ettir þá alloft við þvf, um | stund, að muna betur kvölina en ! sæluna. Þá verða þeir bölsýnis- ! menn. En horfi þeir nógu vftt 1 yfir, ekki einungis vítt í rúmi, heldur einktim yfir langt skeið í tfma, þá smámyndast f huga þeirra heildarsjón, og hún verður naum- ast hjá nokkrum manni alsvört, fremur en hún verður albjört. Þ. e. a. s. hugmynd vfðsýns manns um tilveiuheildina er ávalt þakin skuggum og björtum blettum á vfxl. Aðalatriðið fyrir hann verður þvf, hvað hann cigi að láta sjer finnast um breyt- ingar þær sem hún er háð, — hvort þær miði heildinni meira til ills eða góðs. Stöku menn kunna að vera til, sem Ifta svo á eðli tilverunftar að allt fari vcrsnandi, að tilveran stcfni eiginlega út f algjört myrk- ur. Þeir h'alda áfram að vcra böl- sýnismenn eða öllu heldur svart- ^ _ sýnismenn, hvað mikið sem sjóu- deildarhringur þeirra vfkkar. Þeir fáu eru hinir einu virkilegu ‘pessi- mistar1, scm veröldin á. Þeirhafa annaðhvort enga trú á því að neitt gott sje til f tilverunnar djúpi eða skortir f það minnsta trú á þvf að kraftur hins góða tnegi sfn á móti hinu vonda. Langflestir víósýnismenn verða aftur á móti meira og meira þrungn ir af trausti á það, að innst f djúpi sínu bcri tilveran þá uppsprettu, sem ö!lu rniðar til bóta. Sá maður, sem mikið finnst til um böl með- bræðra sinna, — jafnvel sá sem fcllst svo þungt um sitt eigið böl, að hann veit enga •lækningu fyrir sig f þcssu lífi, — gctur borið óbifanlegt traust til þess, að al- hcimurinn stcfni frám f daginn en ekki nóttina, þegar öll kurl koma til grafar, Þeir mcnn eru hinir virkilegu 'optimistar1, — menn- irnir, scm fyrir hugskotssjónum sfnum horfa á bjartari titveru f framtfðinni, þrátt fyrir allar mis- fellurnar í nútíð og cnn þá meiri misfellur f fortfð. Þcir hafa svo mikið traust á tilverunni, að þeir trúa henni fyrir sjer, Iffs og Iiðn- um. Það erU veraldarinnar virki legu trúmenn. Þeir geta með hreinu hjartalagi og friðsællí ró- semd tekið hvoru sém vera viil, — lífi eða dauða. $11,078.12 J óborgaðir, ' $’4,960 04 óinnheimtir. Svona er hagur Gimlisveitarinn ar f októberlokin, sarnkvæmt skýrslu skrifarans, sem prcntuð er hjer f blaðinu. Skuldir þær, sem sveitin stendur f, ncina fulium e'lefti þúsundum dollara, en voru sjö þúsundir f ársbyrjun. Það sem sveitin á að geta gripið til, til þess að mæta þessum skuldum, eru nærn fimmtán þú^undir óinn- heimtra skatta. Þótt eignirnar sjcu þannig á pappírnum meiri en skuldirnar, þá cr ekki hægt að neita þvf, að bú- skapurinn hefir gengið í heldur miklu sukki. Síðati líða tók á árið hefir víða farið að hcyrast kurr frá hinum pólv'ersku gjaldondum, hvað þá frá hinum fslenzku, sem aldrei höfðu við góðu búist. Leið þá ekki á löngu þangað til hr. B. B. Olson, hinn eini fslenzki meðráðandi f sveitarstjórninni, fór að leita hóf- anna með það, að fá byr f segl sín sem oddvitaefni fyrir komandi ár, af þeim óvinsældum sem hlóðust á núverandi oddvita. Ekki voru þó fyrifætlanir hans í þá átt fyr farnar að kvisast, en Pólverjarnir ýfðust við þvf áformi, og þótti þar vera f boði verri maður en ekki betri heldur en sá oddviti, sem þeir voru að verða óánægðir með. Þeir fóru þvf að svipastum eftir öðru fslenzku oddvitaefni, þvf það töldii þeir, sem óánægðir voru við Mr. Ileidinger,. vænlegast til sig- urs, að senda út íslenzkan mann á móti honum, í þvf skyni að fs- lenzku gjaldcndurnir fylltu þvf frcmur sinn hóp. Kom þar að lokum, að fjölmennur fundur var haldinn meðal þeirra hinn 22. nóv., og þar fast ákveðið að skora á hr. Jóhannes Magnússonf Dagverðar- nesi að gefa kost á sjer. Þcgar það var orðið Ijóst, að hr. J. M. væri ckki fáanlegur, várenn stefnt til fundar hinn 29. nóv,., og höfðu enn engir íslcndingar hlut að þessum málum en kUnnugt var Pólverjunum það, að hr. Sigurður Einarsson væri til með að sækja um meðráðandasætið í 1. deild, ef líklega horfðist á með að ná þvf. Ljetu því forgöngumenn fundar- haldsins hann vita um fund þenna, og fóru jafnframt, kvöldið fyrir fundinn, á fund sjera J. P. Sól- mundssonar, og fengu hann til þess að koma á furulinn, í því skyni að verða oddvitaefni fundar- mannanna, ef þeir yrðu á það sátt- ir, f stað hr. J, Mágnússonar. Fundur þessi var fjölsóttur, og var Mr. Heidinger þar viðstaddur. Hjelt hann uppi hetjulegri vfirn fyrir sjer, en kom engu tauti við fundarmenn. Gaf þá hr. A. B Olson sig frarn, þegar hann sá hvcrsu andvfgir fundivrmenn voru oddvitanum og hafði bróður sinn á boðstólum til oddvitacfnis handa fundinum. Ekki virtist neinn fund- armaður Ijá þvf eyra, og engu var því tilboði svarað, illu eða göðu, Var túlkur fundarins í þess stað látinn tillýynna þeiin sjera J. P. S. og hr. S. E.. að fundurinn byði þeim fylgi sitt, cf þeir yildu sækja um oddvitasætið og méðráðanda- s;etið f 1. deild. Daginn eftir fundinn lýsti hr. B. B. Olson því yfir undir vitni á Lakevieu Hotel, að allt þangað til kvöldið áður, þegar hann hcfði frjett að sjera J. P. S. hefði verið boðið fylgi þcssa fundar, hefði hann verið óráðinn í því hvort hann ætti að sækja um oddvita- sætið eða ekki, en nú væri hann á- kveðinn, — Jóhann skyldi* nú fá að reyna sig. Eftir ósigurinn í fyrra gjörðu Is- lendingar sjer það í hugarlund, að sá tfmi kæmi að Pólverjarnir mundu aftur leita ti) fslenzkra manna f þessum efnum. Nú er| það komið á daginn, íþótt þeir( sneyddu hjá því, að veita þeim í Hæstmóðins orgel og píanó. Hinireinu umboðsmenn fyrir 1 . Heintzman •& Co. píanó. ,/.,/. II. McLeati & Co. Ltd. | 528 Main £t. WlNNIPG. manni fylgi, sem einna harðleikn- astur mun hafa reynst þeim und- anfarin ár. Sje það nokkuð svip- að, sem vakir fyrir fslenzku gjald- endunum nú eins og vakti fyrir þeim f fyrra, er það auðsætt mál, 'að dálítil von gæti verið um sigur með því að allir íslenzku kjósCnd- urnir veiti þeim íslendingum full- tingi sitt, sem Pólverjarnir sjálfir hafa sent út af örkinni. Hitt er ólfklegt, að margir tclji það geðfellda aðferð til að efla al- mennings velferð, að hjálpa einum frambjóðanda til þess að láta ann- an sair.landa sinn “fá að reyna sig“, — og ekkert annað en það. KONUNGKJÖRNIR. Hraðskeyti frá Kaupmannahöfn 30. okt. s^gir, að stjórnin hafi val- ið tvo konungkjörna þingmenn: L^'us H-. Bjarnason lagaskóla stjóra og launritstjóra og Stefán Stefánsson skólastjóra 4 Akureyri. Til þess að koma báðurri þú5s- um “fölinu englum“ að, hefir stjórnin látið gamla Björn Ólsen leggja niður þingmennsku. Hann er. þriðji maðurinn, sem horfið hefir úr konungkjiirna lff- vcrðinum, er Hannes Hafstein út- valdi fyrir þrein árum, Minnir þetta á tröllasöguna gömlu, þar scm óvættur sótti einn hirðrr.ann hverja jólanótt. Þeir Lárus og Stefán eru heppi- lega kjörnir til þess að verða máls- varar danska valdsins í þinginu. Báðir voru með Dönum f mil! • landanefndinni, báðir ráku erindi þeirra f sumar og báðum fleygði fslenzk þjóð f ruslakistuna við kosningarnar. Báðum er stjórnin þar á ofan ný- búin að veita feit embætti, svo að hún á sannarlcga hönk upp f bakið á þeim þegar á þingkemur. Það er og f fullu samræmi. við aðrar þingræðisreglur Hannesar Ilafsteins, að velja stjórninni stuðningsmenn úr flokki minni I hlutans. Einkennilegt er það að stjórnin skuli þurfa að taka tvo skólastjóra til þingsetu einmitt á þcim tíma ársins, sem þeir eiga að gegna em- bættum sínum. Þó að embættin sjc Ifklega ekki sjerlega vandasöm, þá eru þau þó svo hátt launuð, að líkur eru til að eitthvað etgi skóla- stjórarnir að gjöra. Stefán hefir t. d. 3000 krónur f árslaun, auk ó- keypis bústaðar með 1 jósi *og hita, sem telja má 1000 króna virði. Starfstími hans á að vera rúmlega Samræður við vini okkar um orgel og pfanó eru okkar ánægju- efni, þvf okkur cr óhætt að ábyrgj- ast hvaða hljóðfæri, sem valið er úr okkar búð. Þær tegundir, sem við höfum á boðstólum, eru allar reyndar að því, að standa fremstar allra þeirra hljóðfæra, sem seld eru hjer f landi. 7 mánuðir ársins. Nærri þvf 5 mánuði á hann alveg fría. Auk þess ætlar nú stjórnin að taka hann frá þcssu skólastarfi um þriggja mánaða tíma. Hann vinnur þá að þcssu 4000 kr. embætti í heila fjóra manuði ! — Eftir Ingólfi. TlL ÞORSTEINS SKÁLDS ERLINGSSONAR Á FIMMTÍU AkA AFMÆLI HANS. Hróðrarjöfur, heill sje þjer, haltu Völdum lengi, margt að syngja eftir cr á íslands hörpustrengi. Enn þá bcrðu heilan hjffr frá hildarleikum skæðum, óþrjótandi æskufjör er í þfnum kvæðum. Eg hef margoft af þeim glaðst i'irðugan lífs við róður. Þökk fyrir allt sem um þú kvaðst okkar gömlu móður. Þeim 'fannst sjaldan leiðin löng ljóðin þfn er sungu, mýkra engin áður söng á okkar feðra tungu. / Enn er rnargt sem örva þarf <>ðs með dýrutn söngum, heppnist þjer ci þvflíkt starf þá hcf eg trú á öngum. Syngdu vmur, syngdu skært, syngdu hátt og lcngi. Þú hcfir ald-rei list þá lært að leika á faiska strcngi. Finar P. Jónsson. — Eftir Lögrjettu. HAGFELLT RÁÐ. I Einhverju sinni kom verzlunar- maður til Rothschild og bar upp kveinstafi sfna á þessa le;ð : “Hvað á jeg að gjöra, S. greifi cr farinn til London án þess að gefa mjer skuldabrjef fyrir $10,000 sem jcg á hjá honuin ?“ “Skrifaðu honum, og hcimtaðu að hann borgi þjer strax þá $100, 00O sem hann skuldi þjcr“, svar- aði Rothschild. “Já, en hann skuldar mjer að eins $10,000“. “Einmitt þcss vegna svarar hann þjer strax, og scgist ckki skulda nema 10,000, og þá hcfirðu fcngið viðurkenningu hans fyrir skuldinni*1.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.