Baldur


Baldur - 31.12.1908, Blaðsíða 1

Baldur - 31.12.1908, Blaðsíða 1
STEFNA: Að efla hreinskilni og eyða hræsni í hvaða máli, sem fyrir Kemur, án tillits til sjerstakra flokka. BALDUR. AÐFERÐ: Að tala opinskátt og vöflu- laust, eins og hæfir því fólki, sem er «f norrœnu bergi brotið. VI. ÁR. GIMLI, MANITOBA, 31. DECEMBER iqoS. Nr. 30. i GIMLI. verður messað sunnudaginn 10. jan. næstkomandi, kl. 2 e. hád. J. P. SóLMUNDSSON. SAFNAÐARFUNDUR. -m í hinum únftariska Gimlisöfnuði verður haldinn, að lokinni messu- gjörð, sunnudaginn, þann 10. jan. 1909. Allt safnaðarfólk áminnt um að koma. J. J. SóLMUNDSSON, forseti. Frjettir. m Frá I. jan. til 1. des. hafa 143, 745 innflytjendur komið tilCanada. Skýrslur verkamáladeildarinnar fyrir nóvember sýna, að þann mán- uð hafa 124 menn farist í Canada af slysutn. Af þeim fórust 56 við járnbrautavirínu. Hinn 22. þ. m. voru 600 land- nemar bókaðir fyrirJreimilisrjettar- löndum f landskrifstofunni f Moose Jaw. Hæsta tala áður á einum degi hafði verið 337 f haust hinn 17. scpt., og 334 daginn fyrir þennan stóra dag. Margir land- nemarnir eru frá Bandaríkjunum, þar á meðal 35 f einum hóp frá Bismarck f Norður-Dakota. Eftir allt uppistandið, sem verið hcfir á Balkanskaganum að undan- förnu, er nú helzt búist við að ó- samlyndið milli Tyrklands og Aust- urrfkis verði á endanum útkljáð með peningum. Það er talið upp á að Austurrfki megi inna af heudi til Tyrkja einar 20 milljónir dollara fyrir það að slá f haust eign sinni á fylkin Bosníu og Herzegó- vfnu. Bæði Bretar og Rússar eru þykkjuþungir til Austurríkis, og því ekki til hlýtar útsjeð um síð ustu málalyktir. Ogurlegur jarðsk j álfti. Kl. S að morgni hins 28. þ. m. varð jarðskjálfti á Sikiley og Cala- briaskaganum (“tánni á Italfu“). Messfna, (90,000 íbúar), næst- stærsta borgin á Sikiley, er eyði- lögð. og yfir/Palermo gekk flóð- bylgjaafhafinu. Talið er að 1 2,000 manns hafi farist f Messinuborg einsamalli, þar á meðal 100 út- lendir ferðamenn í einu gestgjafa- húsi. Eldur geysar um rústirborg- arinnar og gjöreyði'r þeim að lfk- indum. Áætlað er að 75 til 100 þúsundir muni hafa farist allt yfir, og 500 þús. eru húsvilltar Og alls- lausar. Sfðast er sagt að eldfjallið Etna muni vera f aðsigi með að gjósa. Jarðskjálfti þc^si var svo mikili, að hans varð vart á mælirum vfs- indamanna hjer vestur í Ottawa. Yerkamannaforingjar clæmdir í fangelsi. Á Þorláksmessudaginn var þýð- ingarmikill dómur felldur í Banda- rfkjunum. Hið stóra verkamannasamband, “The American Fedcration oí Labor“, heldur úti blaði, sem nefnist “The American Federa- tionist“. í því er stöðugt látin standa skrá yfir þær verzlunar- stofnanir, sem verkalýðurlnn á eitt hvað,sjerstaklega illt upp að inna. Fyrirsögnin yfir þeirri skrá, “We Don’t Patronize“, ber f sjer hót- andi yfirlýsingu um það, af hálfu verkamanna, að þeir vilji ekki verða þeim verzlunum, sem í skránni eru nefndar, að neinni fjármunalegri liðsemd. Verzlunarfjelag eitt í borginni St. Louis, “The Buck Stove & Range Co.“, fór f mál við blaðið út úr þvf að hafa sitt náfn á þess- ari skrá, og fjekk dómarann til að Ifta svo á, sem hjer væri um stór- saknæma atvinnuspillingu að ræða, og úrskurðurinn varð sá, að Mr. Samuel Gompers, formaður verka- mannasambandsins og ritstjóri blaðsins, skyldi sæta 12 mánaða fangelsisvist, Mr. John Mitchell, varaformaðúr sambandsins, 9 mán- aða fangelsisvist, og Mr. Frank Morrison, skrifari sambandsins, 6 mánaða fangelsisvist. Vitan- lega var dómi þessum tafarlaust á- frýjað til hærri rjettar, og mönn- unum sleppt gegn veði f bráðina. Verkamannafjelögin eru að vissu leyti allvel ánægð með þetta, telja það góða auglýsingu um löghelgað- an ofbeldisverknað gegn þeim sem ekki geta komið fram gegti þeim gróðastofnunum, sem illa breyta við þá, öðrum refsingum en þvf að forsmá þær. Á hinn bóginn er sagt að Roosevelt forseta standi stuggur af þessu, og nruni þess al- búinn að neyta valds sfns til að “náða“ þessa mcnn, enda furðar ekki neinn á þvf, þar sem einn þeirra, Mr. Mitchell, var í fyrra talinn af forsetanum sjálfum einn þeirra þjóðskörunga, sem saman þyrfti að kaila, til að r^eða með forsetanum um landsins gagn og nauðsynjar. Til þess að þessi “náðun“ geti samt komist að. verða hinir sak- felldu menn að hætta við að áfrýja dóminum, og með því óbeinlínis að viðurkenna sekt sína. Það þyk- ir verkamannafjelögunum illt, og að eins klækjabragð, því þá mætti framvegis fella samskonar dóma, án þess að eiga þá nokkra “náðun ‘ vfsa. Þykir þeim æskilegra að fá mál þetta prófað til þrautar heldur en að þarna nemi staðar. Frá Argyle. (Úr brjefi frá hr. Árna Sveinssyni). Hjeðan úr byggð vorri er allt bærilegt að frjetta. Heilsufar manna fremur gott, og tfðin hin hagkvæmasta. Hið hverfandi ár var mjög arðsamt fyrir bændur f Suður-Manitoba. Uppskeran í meðallagi og nýting hin bezta, svo mestallt hveiti, þar sem jeg þekki til, var nr. 1 northern, og hveitiprfsinn til bænda um 90 c. bússjelið. Við sveitarkosningarnar hjer f byggðinni 15. þ. m., voru greidd atkvæði um aukalög, sem fóru framáað afnema “Local Option“, sem hefir verið f gildi svo að segja síð^jr byggðin myndaðist. — Um 314 atkvæði voru greidd móti aukalögunum, en ekki nema 145 með þeim, og sýnir þetta Ijóslega að brennivfnsmenn eru í miklum minni hluta í Argyle, og sem bet- ur fer, heldur “Local Option“ á fram f byggð vorri, til ómetanlegs gagns og blessunar fyrir byggðar- búa, pg vona jeg þeir gefi Bakk- usi aldrei griðland innan takmarka Argyle-byggðar. Á framtíðarvegi. # Einn af ungu mönnunum kemst svo að orði f brjefi nú fyrir stuttu: “Þar sem Baldur er hið eina fs- lenzka blað, sem óháð er öllum gömlpm hleypidómum, bæði and- Iegum og veraldlegum, þá væri núkill skaði fyrir okkur, ef hans missti við". Annar maður, um tvítugt, sendi Baldri rjctt fyrir jólin áskriftar- gjöld frá 10 nýjum kaupendum, auk þess, sem hann innkallaði frá fyrverandi kaupendum, og. $10 borgun fyrir tvo hluti f fjelaginu, sem einn af velvildarmönnum Baldurs afhenti honum. Hinn þriðji, eldri að árum, en samt enn þá einn af æskunnar sterkustu meðlimum, sendi nýlega $5° fyrir 10 hluti f prentfjclaginu. Ekki megum við vera svo böl- sýnir, að halda að allir vilji troða fslenzka bersögli niður f forina svo hún hverfi fyrir hinni ‘bissnisslegu' uppgjörðarkurteisi þessa lands. Það eru sýnilega nokkrir til, jafn- vel í hópi ungu mannanna, sem hjer eru upp aldir, sem ekki vilja það. Mitt f öllum óhöppunum er ó- þarft að örvænta, “ef æskan vill rjctta þjcr örvandi hönd G. P. lAGll, (M UMBODSMADUR FYRIR LONDON MUTUAL Fire Insurance Co. MONTREAL-CANADA Fire Insurance Co. ANGLO-AMERICAN Fire Insurance Co. EQUITY Fire Insurance Co. * * * Tryggið hús og eignir yðar gegn eldsvoða, f einhverju af þess- um fjelögum, scm eru sterk og áreiðanleg. Þegar yður vantar sleða, vagna, sláttuvjelar, hrffur og önnur jarðyrkjuverkfæri, þá sjáið mig þvf viðvíkjandi. Verkf-ærin eru góð. Verðið sanngjarnt. Skilmálar fyrirtak. G. P. MAGNUSSON. GIMLI. ' MAN. THE LIVERPOOL & LONDON & GLOBE INSURANCE CO. w « « Eitt sterkasta og áreiðanlegasta lífsábyrgðarfjelag í heimi. m m m Tryggir hús fyrir eldsvoða, bæði í Gimlibæ og grenndinni, * % G. THORSTEINSSON, agent. Gimli.-----------Man. Lesið. JÓNAS HALLDÓRSSON á Gimli, smfðar STKAUBORD fyrir kvennfólkið með fótum á lömum, sömu tegund og brúkuð er á spft- alanum f Selkirk, fyrir 40 cent. Dregur á stein bitlaus skæri, svo þau flugbfti, íyrir 5 cent, og gjörir við ýmsa innanhuss hluti fyrir litla borgun. Hjer með auglýsist að uxi, lfk- Iega á fjórða vetur, er hjer í van- skilum ; horntekinn, rauður að lit með hvítan flekk öðrumegin á möl- um, hvítskrámóttur f krúnu og á kvið. Rjettur eigandi getur vitjað hans til mín gegn þvf að borga allan áfallinn kostnað. ÓLAFUR ÁRNASON. Icel. River P.O.,—Man. Umsjónarkonan: ‘En hvað þetta er siðgóður piltur'. Kona innbrotsþjófsins : ‘Já, það J cr eðli sem hann hefir fengið f arf frá pabba sfnum. Hegningartfmi föður hans er ávallt styttur ‘sök- urn góðs siðíerðis“. ARIÐANDI SPOR. Það er ekki eingöngu í dansin- um, að fótabragð þitt sýnir sig. Daglega, heima eða á strætum kemur það f ljós. Kaupirðu skó hjer, þarftu ekki að kosta til meiru en þú ættir að gjöra, til að gfá þá skó er þú ættir að nota. KJORKAUP. GULLSTÁSS. — 30 proc. af- sláttur. Brjóstnálar, Nisti, Skyrtuhnappar, Festar, Úr etc. Allskonar að«jörðir fljótt og vel. C h. Goldatein. Boot & Shoe Dcaler. 695 Wellington Ave. Winnipcg. 1

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.