Baldur


Baldur - 31.12.1908, Side 2

Baldur - 31.12.1908, Side 2
BALDUR, VI. ár, nr. 30. -< .1 ER GEFINN ÖT A GIMLI, --- MANITOBA OHAÐ VIKUBLAÐ. KOSTAR $1 UM ÁRIð. BORGIST FYRIRFRAM ÖTGEFENDUR: THE GIMLI PRINTING & PUBLISHING COMPANY LIMITED. UTAN ÁSKRIFT TIL BLAðSINS : BALDUR, GIMLI, Verð & smáum auglýsingum er 25 c. fyrir þumlung dálkslengdar. Afsláttur er gefinn á st;erri auglýs- ingum, sem birtast f blaðinu yfir lengri tfma. Viðvfkjandi slfkum af- slætti ogöðrum fjármálum blaðsins, eru menn beðnir að snúa sjer að ráðsmanninum. Skaðvæni hins góða. Hverju er ábótavant ? Helzt öllu, að þvf er sjeð verður, sem mannlcg þekking nær til. Jafnvel hið bezta, sem ti! cr hjá mönnun- um, kærieikurinn, virðist hræði- legur þröskuldur f vegi sinnar eigin útbreiðslu. Þegar hann hefur göngu sfna f mannssálunni, leggur hann af stað frá miðpunkti hrings- ins, sjálfselskunni, út til barna eða foreldra og annara ástvina. Allt af vill hann f rauninni láta landar- eign sfna stækka, láta hringinn víkka, en samt getur hann orðið sinn eiginn farartálmi, næstum þvf á möti vilja sfnum hjá mörgum góðum manni. Það virðist næsta mikil fjarstæða að nefna einu sinni skaðvæni hins góða, og þ<5 eru einmitt þröskuldar mannlífsins fjarska margir smfðaðir úr þvf efni, Þetta verður skiljanlegra, cf titið er á ýmislegt af þvf, scm daglega ber við, og talið er vont, jafnvel glæpsamlegt. Fæst af þvf er sprottið af hatri á nokkrum á- kveðnum mcðbróður á jörðunni, heldur einmitt af kærleika á viss- um ástvinuin þess scm ranglætið j fremur. Hvað er nú t. d. lfklegast að komi fyrir í sambandi við þann á- j fellisdóm, sem hið stóra ameri- kanska olfufjelag hefir verið látið sæta, sem nemur 29 milljón doll-1 ara sckt ? Langlíklegast að dómn- í um verði aldrei fullnægt. Og hvers vegna ? Að eins vegna þess hvað ógur- lega mikil hætta er á því, að kær- leikur einhverra hámenntaðra, háttstandandi manna á ástvinum sínum verði sjálfum sjer of sterk- ur, fyrirmuni sjálfum sjer bess að geta orðið að þjóðarást eða mann- ást ótal þúsundum ‘vandalausra1 manna til gagns og góða, Það er ekki svo sem það sje olíu- fjelaginu tilfinnanlegast að verða af með þessar 29 milljónir, þótt það sje mikið fje. Þvf er langtum tilfinnanlegra, að vera stöðvað á framþróunarbraut sinni, verðaann- aðhvort að breyta aðferðum sfnum eða eiga á hættu að verða aftur og aftur fyrir samskonar dómum, alla tfð hjer á eftir. Þess vegna skýtur það nú máli sínu til hinna æðstu dómstóla, og þar vildi það vafalaust kosta 29 milljónum til þessaðfá sektardóm- inn ónýttan. Og hverjir geta við það ráðið, að ónýta þcnnan óskaplega stóra dóm, þar sem vænta má að svona feykilega mikið fje sje f boði ? Bara menn, — sumir svo ogsvo vel gefnir og vel hæfir til að vinna að ónýtingn dómsins, — kallaðir lögmenn. — og aðrir, sem að sfð- ustu eiga ráð á þvf, að kveða upp sfðasta úrskurð, — kallaðir dómar- ar, — en þrátt fyrir allt bara menn, rjett eins og við hinir, — menn með holdi og blóði og tilfinning- um, sjálfselsku, heimilisást, vin- festu og öðru, sem teljast dyggðir og eru dyggðir, en sem allt togar fast f þá, að gjöra einmitt ekki það sem rjett er. Annarsvegar í þessu máli, er rfkið, og ríkið væntir þess af hverj- um manni og hverjum dómara að hann gjöri skyldu sínu. En rfkið, sækjandinn, er enginn einn. Það er svo sem allir og cnginn, svo enginn er persónulega meiddur sjer á parti, þótt dómurinn sje gjörður ónýtur. Þarna cr um það að ræða fyrir þá, sem málið með- höndla fyrir rfkisins hönd, og fyrir þá dómara, sem úrskurðinn eiga að gefa, að af verki þeirra leiði það, að framvegis skuli hverjum ’einum, meðal 16 milljón fjölskyldu- feðra, sparast nokkur cent á ári. Með öðrum orðum, þeim er ætlað að útkljá málið á þann hátt, sem naumast getur talist nokkurt vel- Ifðunarspursmál, ef litið er á hvern einn meðlim þjóðfjelagsins sjer- stakan, en er þó afarstórt þegar allt er reiknað saman, Á hinn bóginn, skulum við segja, eru 29 milljónir til að eyði- leggja dóminn, á boðstólum handa 29 mönnum, sfn milljónin handa hverjum, eðaþá 10 milljónir handa einum, 5 milljónir handa tveimur, og þrjár milljónir handa þremur. Með öðrumorðum, nógsamlegskil- yrði fyrir ævilangri vellfðan, — að svo miklu leyti sem fjármunir geta veitt hana, — ekki einungis fyrir mennina sjálfa, heldur jafnframt fyrir alla, sem þeim eru kærastir í veröldinni. Þjóðástin f brjóstum þessaraj manna, sem að eins örlítiili vellíð- j un getur til vegar komið fyrir hvern einstakan f svo stórri þjóð, á hjer að ganga á hólm við þann kærleika, sem þeir bera til sinna nánustu, og sem í svona tilfelli getur aflað svo ákaflega mikillar vellfðunar fyrir þessa fáu. Það er ekki nóg að segja, að þessir menn viti hvað rjett sje, — fjöldans heill sje auðvitað frammi fyrir þeirra eigin samvizku meira verð heldur en heill hinna fáu, — því að eiginlega verða þessir menn fyrir stærsta órjettlæti sjálfir. Þær aðferðir stjórnmálamanna, að láta milijónir fátæklinga og ör- fáa auðkýfinga leiða saman hesta sfna fyrir dómstólunum, eru ekki upprunalega annað eri pólitiskur plötusláttur til að koma sjerf mjúk- inn hjá almenningi. Hjá þvf get- ur aldrei farið, að freistingarnar, sem slfkum málaferlum eru sam- fara, verði tálgryfjur fyrir sam- vizkur fleiri eða færri manna í lög- manna og dómara stjettunum, og hryggilegast er að dyggðirnar sjálfar skuli þurfa að heyja strfð hver við aðra í brjóstum ágætra manna. Samt verður það svo á meðan vellfðan í ellinni er ótryggj- anleg með nokkru öðru en því að sölsa undir sig fyrirfram sem stærsta fúlgu af jarðarinnar gæð- um. Svo lengi sem menn ekki geta verið óhultir um framtíð sína og sinna á hverju sem gengur, svo lengi heldur kærleiki manns til sinna nánustu áfram að vera þrösk- uldur á vegum mannkærleikans f heild sinni. Skyldurækni, sem svo er nefnd f þröngri merkingu, á f höggi við þjóðrækni, og f þeim við- sk'ftum kemur helzt til oft f ljós það, sem vel má kallast skaðræði hins góða. Og þetta varirámeðan sjereign- arrjetturinn til gæða jarðarinnar er eins og hann er. Og sá rjettur helzt við á meðan stjórnarfarsástandið f heild sinni er eiris og það er. Og það ástand er eins og það er, af því að ekki er til nógu mikið af nógu góðu hjá nógu mörgum. Hertoginn af Roquelaure var meira kunnur fyrir það hve orð- snar hann var, heldur en fyrir það hve góður þcgn hann var. Einhverju sinni ók hann f ferða- vagni sfnum gegnum lítinn bæ, um sama leyti og bæjarstjórinn var á morgungöngu sinni. Hann sá hertogann, en þekkti hann ekki, kallaði þó og sagði : “Hæ, þú þarna“. Hertoginn ljet stöðva vagninn og bæjarstjórinn spurði: “Hvaðan kemurðu ?“ “Frá Parfs“. “Hvað er nýjast þar<““ “Nýjar grænertur“. “Rugl. Jeg meina hvað fólkið sagði þegar þú fórst ?“ “Vertu sæll“. “Hver skrattinn, maður, Get- urðu ekki svarað almennilega? Hver ert þú ? Hvað heitir þú ? Hvað kalla menn þig?“ “Aular kalla mig ‘þú þarna', — siðað fólk kallar mig hertogann af Roquelaur, — Haltu áfram öku- maður“. Hæstmóöins orgel og píanó. !■ Hinir einu umboðsmenn fyrir Heintzman & Co. pfanó. ./../. II. McLean & Co.Ltd. 528 Main St. WlNNlPG. Samræður við vini okkar um orgel og píanó eru okkar ánægju- efni, þvf okkur er óhætt að ábyrgj- ast hvaða hljóðfæri, sem valið er úr okkar búð. Þær tegundir, sem við höfum á boðstólum, eru allar reyndar að því, að standa fremstar allra þeirra hljóðfæra, sem seld eru hjer f landi. ANDLEG HEILBRIGÐI. Ef maður ætti að lýsa þvf hvað andleg heilbrigði er, segir “Tids- skrift for Aandskultur", er sjálf- sagt heppilegast að ákveða, að það sje atgerfi til að vera farsæll. Sælan er þýðing lffsins, hið eina takmark þess. Keppnin eft- ir vexti farsældarinnar er undir- staðan undir tápi voru, frumlög allra sálarhrcyfinga vorra. Af þessum lögum leiðir, að víð- tæki andlegrar heilbrigði manns- ins byggist á stærð þeirrar orku sem hann hefir til að ná f far sældina. Hcilbrigðin getur fengist, að svo miklu leyti sem farsældarat- gjörfið styður að því. Að öðru leyti er farsældarorkan auðvitað ekki sjerstakt atgjörfi, heldursam- anhangandi röð af öflum. Sálar- hreyfingar okkar ná yfir stórt urn- ráðasvið, Iffið vqitirmörgum augna- blikum rúm, hvert verksvið og hvert augnablik hefir sfna farsæld- ar-vfsbending. Það t r árfðandi að geta skilið I sem flestar af vfsbendingum þessum. Hvcnær scm þetta mannsins endalausa ætlunarverk misheppn- ast, og orsökin til þess felst í líf- færakerfi andans, ef svo má að orði kveða, þá erum við andlega veikir. Fyrst og fremst verða menn að forðast allt andlegt framfaraleysi og umbrcytingarskort. Hið sama og gildir um Ifkám- ann, gildir einnig um andann, menn verða að hreyfa sig og kynn- ast sem flestu. í lfkamanum er það blóðið, taugarnar, lungun, kirtlarnir o. s. frv. í sálunni eru það skynjanirnar, eftirtektin, hugsanirnar, tilfinning- arnar, skapsmunirnir, áformin, krfifurnar o. s. frv. ÖIl skilmerkileg og fljótvirk starfscmi er holl. Gagnstæð henni er leiðindi, þunglyndis hugsanir, kæruleysi og allar andlegar tor- færur. I’yrir óteljandi hegðanir, hátta- Jag °g sambönd hafa menn búið sjer til vanabæli, sem menn líggja f og vernda gegn öllum breyting- um, oftast að ástæðulausu og sjer til stórskaða. P'ramkoma margra manna er einræn, siimu kækirnir, sama við- mótið, sömu orðtækin og hugsan- irnar, sama andlega samkvæmnin og ósamkvæmnin ár út og ár inn. Og svo kvarta menn yfir því að lffið sje stigmylna, að heimurinn sje leiðinlegur sökum skorts á nýj- um og markverðum viðburðum. Ásökunin hittir manninn sjálfan. Menn bcra ekki skyn á fjör og hressingu. Menn vilja fá hana ut- an að, en hún skapast bezt inn- vortis. Ný verkefni, ný áhrif, ný af- staða og nýir vegir að ganga eftir, skortir ekki. Heimurinn er auð- ug stofnun. Það eru mennirnir sem eru fátækir. Vitavörðurinn við Katlandvit- ann nálægt Farsundi f Noregi, veiddi haustið 1907 óvanalega stóra makríl-styrju. Hún var rúmlega 6 fetálengd og 450 pund að þyngd. Makríl-styrjan er rán- fiskur, eins og kunnugt er, og var að elta bráð sfna beina leið inn f bátshöfnina við vitann, sem er Ift- ill pollur, varinn á tvær hliðar af öldubrjótum. Þegar vitavörðurinn s& styrjuna, greip hann áhöld þau sem fyrir hendi voru og rjeð á hana, svo að hún að lokum varð að missa Iífið. Þar sem menn kunna ekki að meta gildi mannanna, þar þrífast að eins heimskingjar og illmenni. Menn verða að skilja hugsun og breytni vitra mannsins. Þar, scm menn þekkja ekki að rautt gler og gimsteina, þar borgar sig ekki að vera gimsteinasali. Mennirnir eru eins og skraut- gripirnir — ef þeir eru á rjettum stað og í rjettri birtu, þá sjestfyrst gildi þeirra. Sagt er að nú sje nýbúið að finna upp nýjan leik, sem kallaður er “Að kitla blaðútgefandann“. Menn taka venjulegan skrifpappfr, skrifa á hann fáein viðeigandi orð, vefja honum svo utan um póstá- vfsun, Money Order eða banka- scðla, sem er.dast til að borga skuldina og næsta árgang blaðsins fyrirfram. Það kvað vera gaman að sjá blaðútgefandann þegar hann fær slík skjöl. Brosið nær aftur undir bæði eyrun.. Nú ér einmitt tfminn til að gjöra honum þenna grikk. Ef margir leika sjer að þvf að “kitla blaðútgefandann“, hcfir það áhrif á innihaíd blaðsýjs, það verður skemmtilegra, spaugsam- ara. Reynið þið bara.

x

Baldur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.