Baldur


Baldur - 07.01.1909, Side 1

Baldur - 07.01.1909, Side 1
VI. ÁR. BALDUR. AÐFERÐ: Að tala opinskátt og vöflu- laust, eins og hæfir því fólki, senu er «f norrœnu bergi | brotið. GIMLI, MANITOBA, 7. JANÚAR iqo9. Nr. 31. Á GIMLI. verður messað sunnud. 10. janúar næstkomandi, kl. 2 e. hád. Ræða: Síðasta orðið. J. P. SóLMUNDSSON. SAFNAÐARFUNDUR f hinum únftariska Gimlisöfnuði verður haldinn, að lokinni messu- gjörð, sunnudaginn, þann 10. jan. 1909. Allt safnaðarfólk áminnt um að koma. J. J. SóLMUNDSSON, forseti. FRJETTIR. Fá kcmur nú sú fregn, að sam- bandsstjórnin muni vera að láta Intercolonial járnbrautina afhönd- um f einstakra manna hendur, þeirra Mackenzie & Mann, C. N. R. forsprakkanna. Sagt er að Taft muni gjöra Heney þann, sem bezt gengur fram f mútumálarekstrinum f San Francisko, að dómsmálastjóra f Bandarfkjunum, þegar hann er sjálfur seztur f forsetasætið. Glöggari frjettir frá jarðskjálfta- svæðinu á ítalfu segja, að ferða- menn úr öðrum löndum hafi farist þar svo hundruðum skifti, og mann- tjónið f heild sinni muni nemaein- um 300 þúsundum. Canada leggur fram $100,000 og Bandarfkin $200,000 til sam- skotanna, sem þjóðirnar eru að senda ítalfukonungi til þess að ráða fram úr vandræðum þeirra sem eftir Iifa. Konungurinn beit- ist sjálfur rösklega fyrir öllu eftir- liti. Þegar öll von er úti um, að nokkur sje eftir 4 Iffi f Messina- borginni, á að láta herskip skjóta niðurallar rústir ofan yfir leifarnar, til þess að fyrirbyggja drepsótt, sem komið gæti af lfkunum. Það verður væntanlega hin ægilegasta greftrun, sem nokkurn tfma hefir sjest. Hálfum mánuði frá þvf að bore þessi stóð f fullum blóma, verður hcnni þanriig bókstaflega sópað niður f völlinn. Svo mikið er fólkið að vakna til meðvitundar um þá ósvinnu, sem á sjcr stað f mcðhöndlun opinberra fjármála, að útlit er fyrir að land- hreinsunarbylgjan ætli að fara að ná frá einni borg til annarar. Eft- ir allt, sem á hefir gengið f San Francisco að undanförnu, er nú önnur hreðan f vændum f Pitts- burg. Hinn 21. des. voru sjö meðlimir úr fjármálanefnd bæjar- stjórnarinnar teknir fastir, og auk þeirra forseti og skrifari einsbank- ans f borginni. Nefndarformað- urinn varð að gefa $30,000 veð fyrir sig og einn meðnefndarmað- ur hans, sem á tveim kærum að svara, varð að fá $15,000 veð til að mæta hverri kæru, en hinir voru látnir lausir gegn $15,000 veði hver. Eins og sjá má af upp- hæðum þessum, eru mennirnir sakaðir um fjárglæfra á afarháu stigi. Allt er f uppnámi f Venezuela. Castro forseti er yfir f Evrópu að leita sjer styrks gegn innanlands- uppreistinni, sem þjóðin hefirgjört móti honum. Erfiðast gjörir hann þýzkum stjórnmálamönnum að sýnast hreinir f augum annara þjóða, því hergagnasmiðir þar vilja gjarnan eiga vingott við hann, til þess að selja honum vopn og skot- færi. Heima í Venezuela hefir á meðan verið gjörð tilraun til að myrða þann, sem f fjarveru Castros gegnir forsetastörfum fyrir hönd uppreistarmanna, og er Castro kennt um að vera f vitorði með þetta. En það sem helzt lítur út fyrir að verði honum til láns, er yfirgangur Hollendinga. Þeir hafa gjört sjer lftið fyrir að láta taka fast strandvarnarskip Vene- zuelamanna, og gefa þá útskýringu, að það sje ekki nein móðgun við þjóðina heldur löðrungur á Castró forseta, fyrir vont viðmót af hans hendi f garð Hollendinga. Vafa- samt þykir að Bandamenn geti þó látið það athæfi afskiftalaust, vegna Monroe-reglunnar, og rödd hefir heyrst í þft átt, að erfiðleikar Cast- rós stafi mest af þvf, hvað lítið hann leggur lag sitt við asfalt-sam- steypuna og önnur gróðafjelög f landi sfnu ; — þess vegna sje nú komið fyrir honum eins og er komið. Vertu ORðHELDINN. Meðöðr- um orðum: vertu áreiðanlegur, vertu þannig, að aðrir geti reittsig á þig, efndu ávallt orð þfn. Vertu húsbóndi ótöluðu orðanna, en þjónn hinna töluðu. Áreiðanlegur maður ávinnur sjer virðingu, við hvaða kringumstæður sem hann býr, en sá sem scgir annað en það sem hann meinar, á- vinnur sjer fyrirlitningu annara. Hugsaðu áður en þú talar, og athugaðu áður en þú lofar. ‘Þú hefir þrenn gleraugu'. Jeg brúka ein inni, önnur úti og hin þriðju til að finna hin tvenn. UM EITUR. (Sbr, “The Wolf Bounty Act“). m Samkvæmt aðsendum tilmælum er hjer prentuð þýðing af tveirrur greinum úr úlfalögum fylkisins. 176. kapftuli, Rev. Stat. of Man.. 5. gr. “Engum manni skal leyfi- legt að drepa úlfa á eitri eða eitr- uðu efni, eða beraúteða látanokk- urstaðar eitraða beitu eða eitur eða eitrað efni í þeim tilgangi að drepa úlfa með þvf“. 6, gr. “Hver sá sem brýtur á- kvæði þessarar sfðustu greinar, má sektast fyrir hvert brot, og má sú sekt ekki fara yfir $50, nje vera minni en $20, fyrir hvert einstakt brot, ásamt öllum kostnaði sem málssóknin leiðiraf sjer, og efhinn seki ekki getur borgað slfka sekt strax, skal hann flytjast f og vera í haldi f fangahúsi þess dómhjer- aðs sem hann er dæmdur f, um tfmabil sem ekki sje meira en (3) þrfr mánuðir“. Lfkindi eru til að Baldur hafi verið beðinn fyrir greinar þessar af þvf, að menn sje hræddir um að ekki sje svo gætilega farið með eitur úti á víðavangi, sem vera skyldi. Ekki er heldur ómögulegt, að einhh^frjir íslendingar gjöri sig f grannleysi seka f þessu efni, því sumir halda því fram að leyfilegt sje að bera út eitur, og bera fyrir sig, þvf til sönnunar, svör, sem einu sinni stóðu f Lögbergi upp á spurningar um þetta efni. Af ofanprentaðri þýðingu þess lagastafs, sem um þetta hljóðar, getur hver maður sjeð sjálfur hvað Iandslögin hafa um þetta að segja. Menn ættu þar að auki, hvað sem öllum Iögum Ifður, að hafaþað hugfast hvað af slfku gæti hlotist þar sem fólk er á berjamó á sumr- in, sftyggjandi hitt og þetta, sem á jörðunni sprettur, bæði berja og jurtategundir, eins og t. d. pipar- grasið. Að lffsháski gæti stafað af þessu fyrir fólk er alls ekki ólfk- legt, svo tftt sem það er nú farið að verða að skepnur verða bráð- dauðar úti á vfðavangi, og oftast fleiri en ein á þeim stöðvum, sem þetta hefir helzt komið fyrir. Hver sem kynni f trássi við öll lög að vera að pukra með eitur til úlfadráps, ætti samvizku sinnar vegna að varast að fara ógætilega með það. Það er nógu illt að verða sekur við sfna eigin samvizku um laga- brot, þótt það bætist ekki á að verða sekur um skepnufellir, og kannske mannsmorð, ef ólánið er mcð. UMBODSMADUR FYRIR LONDON MUTUAL Fire Insurance Co. MONTREAL-CANADA Fire Insurance Co. ANGLO-AMERICAN Fire Insurance Co. EQUITY Fire Insurance Co. * * * Tryggið hús og eignir yðar gegn eldsvoða, f einhverju af þe*s- um fjelögum, sem eru sterk og áreiðanleg. Þegar yður vantar sleða, vagna, sláttuvjelar, hrífur og önnur jarðyrkjuverkfæri, þá sjáið mig þvf viðvíkjandi. Verkfærin eru góð. Verðið sanngjarnt. Skilmálar fyrirtak. G. P. MAGNUSSON. GIMLI. MAN. THE LIVERPOOL & LONDON & GLOBE INSURANCE CO. at » * Eitt sterkasta og áreiðanlegasta lífsábyrgðarfjelag f h«imi. Tryggir hús fyrir eldsvoða, bæði f Gimlibæ og grenndinni. & * « G. THORSTEINSSON, agent. Gimli. --------Man. HANN SÁ LEIKINN. Eftirfylgjandi viðburður er sagð- ur af lækni nokkrum, sem var heppinn og duglegur og hafði mik- ið að starfa, en honum þótti gott f staupinu og kom oft drukkinn heim. Einhverju sinni hallaði hann sjer út af f legubekknum eft- ir miðdagsverð, f sömustofunni og báðir litlu drengirnir hans ljeku. Hann var ekki sofnaður en lá með aftur augun þegar drengirnir fóru að tala saman svo hann heyrði. Yngri drengurinn segir: ‘Komdu, við skulum látast vera drukknir og skjögra eins og pabbi, þegar hann kemur heim‘. Eldri drengurinn byrjaði þegar á leiknum, skjögraði um herbergið, hallaði undir flatt á vfxl, var hás f málrómnum og talaði óskiljanlega, alveg eins og faðir hans, þegar hann kom drukkinn heim. Fiiður þeirra vöknaði um augu að heyra þetta. ‘Er það mögulegt', sagði hann við sjálfan sig, ‘að jeg, sem er menntaður og vel upp aiinn, og hefi þess utan ábyrgðarmikla stiiðu Fundinn uxi. Hjer með auglýsist að uxi, lfk- lega á fjórða vetur, er hjer í van- skilum ; horntekinn, rauður að lit með hvítan flekk öðrumegin á möl- um, hvítskrámóttur f krúnu og á kvið. Rjettur eigandi getur vitjað hans ti! mín gegn því að borga allan áfallinn kostnað. ÓLAFUR ÁRNAfiON. Icel. River P.O.,-—Man. f mannfjelaginu, skuli hafa getað hagað mjer þannig gagnvart ætt- ingjutn mfnum og vinum. Dreng- irnir mfnir skulu aldrei oftar sjá migdrukkinn. Jeg skal aldrei á- fengi smakka hjeðan af'. Hann efndi loforð sitt. Dreng- irnir gátu vakið eftirtekt hans á þeirri svívirðingu sem ofdrykkju fylgir. Kaupendur góðir. Tryggið nú Baldri gleðilegt ár með góðri skilsemi. “Margt smátt gjörir eitt stórt“, og þcss vegna er biðin crfið.

x

Baldur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.