Baldur


Baldur - 18.01.1909, Blaðsíða 1

Baldur - 18.01.1909, Blaðsíða 1
STEFNA: | Að efla hreinskilni og eyða li fg hræsni f hvaða máli, sem fyrir lí.emur, áu tillits til sjerstakra flokka. BALDUR S? Iiií,itílli'iiiíií'iÍíiV¥«iii‘iSiFirrt:ÍÍTÍit,fÖl'riPÍ«lSaáBS I I - AÐFERÐ: Í Að tala opinskátt og vöflu- i laust, eins og hæfir þvf fólki, |j sen* er u{ norrœnu bergi 1 brotið. VI. ÁR. 24. jan; það er að segja næstkomandi sunnudag, verður messað á Gimli, kl. 2 e. hád. J. P. SóLMUNDSSON. NÝ-ÍSLENDINGAR. “Framfari" dó kornungur; j “Bergmálið“ sömuleiðis; og “Bald- ur“ er þriðji króinn ykkar. Ef þið hjálpið honum til að hjara, þá hafið þið þó það lítið til að ‘státa* af umfram aðrar fslcnzkar byggðir. Okkur cr enginti sómi f þvf, að þaðsannist aðvið sjeum svosundr- aðir, nízkir, cða bágstaddir, að all- ar bóklcgar tilraunir verði að drep- ast f höndunum á okkur. Og þó þið vilduð drcpa þessa tilraun og gjöra aðra, þá fáið þið aldrei blað, sem öllum fellur í geð. Þetta vitið I þið er satt, og þið ættuð að sýna | það f verkinu að óstilltir skaps- j munir út af skoðanamun fái ekki j að taka fram fyrir höndurnar á! vitinu. ’ Nýir KAUPF.NDUR fá afgang | inn af þcssurn árgangi (nærri lielm-: ing) og allan næsta árgang fyrir $1.25. Látið nú, — f það minnsta þið Ný-íslendingar — þetta af hendi! rakna við blaðið, íflltjend f þetta sinn. Þið kæmust vfst flestir jafn rfkir í gröfina fyrir þvf. Það er svo guði fyrir að þ-kka, hvað sem um okkur er sagt í fiðrum byggð- um, að fæstir eru hjer svo fátækir, að það sje annað en búraleg Iftii- mennska að synja þessarar lið semdar. Mr. ROBINSON f SELKIRK cr sagt að hafi lagt af stað f ferð austur til Ottawa, hinn 5. cða 6. þessa mánaðar. Daginn áður cn hann fórvarbú- ið að fylla fshúsin hjá fiskifjelfigun- um, Og þó hefir það einhvernveg- j inn legið f loftinu að landsstjórnin væri að þrengja að kosti fjelaganna' og sumarveiðunum ætti hcl/.t að vera alveg lokið. En austur í Ottavva er nýkosna j þingið fyrir stuttu komið á laggirn- ar til að ráðstafa framtíð þjóðfje- | lagsins f hvívctna. FlSKIMENN ! F I S K 1 M F. N N ! Haldið þið að þctta standi í nokkru sambandi hvað við annað? Finnst ykkur aldrei að þið þurfið að rumsk- I ast? l'-ða búist þið við að atvinna ykkar vaki yfir sjer sjálf meðan i þið sofið ? GIMLI, MANITOBA, 18. JANÚAR P ÓSTMEISTARAR eru hjer með, að gefnu tilefni, áminntir um að þekkja skyldursfnar samkvæmt póstlögunum frjettablöðum viðvíkj- andi. Þeir, sem áminningarinnar. þurfa við, verða að gæta þess að lögin ná ekki einungis yfir blöð þeirra stjórnmálaflokka, sem berj- ast um sálir lesendanna undir her- merkjum mammons. Það eru vissar .upplýsingar, sem póstmeist- arar mega ekki halda leyndum lengur en vissan tfma, og vissir hlutir, sem þeir inega ekki hafa f frammi, þótt andstæðingar eigi hlut að máli. Baldur afbiður alvarlega bæði vcrknaðar og vanrækslu syndir sjerhvers þess, sem finnur sig sek- an í þessum efnum. Kyrkjulegar aíieiðing- ar af kosningu Tafts. um samkomusal sinn f þrjú kvöld. Ræðuna, sem hann flutti fyrsta kvöldið (hinn 12. þ. m.), flytur blaðið daginn eftir, og spáir vax- andi aðsókn til að hlusta á þennan prjedikara, og virðist hann þó liarla ómjúkur í máli, eftir þvf sem fólk hjer er vant að telja við lræfi. Mr. Casson er búinn að gjöra ráðstöfun fvrir því, við flest hin stærstu dagblöð f hverri borg f Bandarfkjunum og f austurfylkjun- um f Canada, að flytja að stað- aldri fyrir kyrkjudeild sfna stutta j trúarbragðalega ritgjörð með fyrir- sögninni “The Paragraph Pulpit“. Hefir þeirrar uppáfyndingar hans áður verið gctið f Baldri, og þá frá því sagt, hv.ernig landsstjórinn hjer í Canada varð orsök f þessu, með samtali sínu við Mr. Casson þegar hann var prestur f Ottawa. Fyrsta ritgjörðin, sem Mrj Cas- son hefir vistað f Free Press, með ofangreindri fyrirsögn, hljóðar & þessa leið : Líklegast hcfir aldrci gosið upp i f veröldinni eins vfðtæk forvitni um kenningar nokkurrar kyrkju- dcildar eins og sú forvitni, sem nú er f Bandaríkjunum f það að kynn- ast únftarisku kyrkjunni, — síðan Taft vann forsetakosninguna. j “Hvað höfðingjarnir hafast að hinir ætla sjer leyfist það“. Nú verður Únftarakyrkjan þar allt f einu eftirtektaverð og vcgsamleg af þvf forsetinn cr Únftari, en f hundrað ár hafa að cins fácinir bókamenn f hvcrju landsplássi vit- að það, að næstum öll þjóðarinnar skáld, Emerson, Longfellow, Low- i ell, Holmes, o. s. frv., hafa aliir! verið Únftarar. Til þess að fullnægja þcssari i forvitni hefir Únítarafjelagið í Bos- ton látið prenta dálftinn ritling, og eru 25,000 nú uppgengin og vcrið að prenta 50,000 f viðbót, sem bú ist er við að gangi upp á næstu 3 mánuðum. Aðal-auglýsingarstjóri kyrkju- j deildannnar (Secretary of the Pu- blicity Department), Rcv. Char- les VV. Casson, er einn af þcim, sem mest ferðast um til að kynna mönnum kenningar kyrkju sinnar. Hann cr að rjettu lagi Canada- rnaður, sonur manns, sem einu sinni var Meþódistaprestur hjcr í Selkirk, og systursonur Mr. Jack- sons f Stonewall, fyrverandi sam- bandsþingmanns. Mr. Casson var fyrir skemmstu prestur f Ottawa ! og í nánum kynnum við ýmsa stjórnmálagarpaná þar, enda er I sýnilegt að VVinnipeg Free Press tekur honum með mestu virktum, j og líberalklúbburinn hefir Ijcð hon- PRJEDIKUN ARSTÓLLINN. (Ún ítariskur). HVAð JESdS VAR FRJÁLS. Jesús var sannfrjáls sál. Venj- ur og játningar bundu hann ekki. Hann þorði að lagfæra hið gamla ; þorði að setja fram það nýja. Hann var sinn eigin húsbóndi, frjáls, sterkur, og trúr sinni guðlegustu sannfæringu. Einungis sannfrjáls sál þarf að búast við að geta skibðj Jesú eða útskýrt hans boðskap j rjettilega. Þrælslund fær ekkert fremur skilið hann heldur en ána- maðkur örn. Sálin verður að slfta af sjer hlekkina og hefja sig til flugs, ef hún hyggst að geta lyft sjer upp f hugsanahæðir Jesú Af þvf Únftarakyrkjan gjörir frclsið að fyrsta skilyrði, er hún fremur öðrum kyrkjum hæf til þess að flj'tja erindi Naðverjans. LDRI þykirvæntum að gcta borið það til baka, sem sagt \ ar f sfðasta blaði, að sambandsstjórnin væri að láta Intercoloniálbrautina af hendi til prfvatmanna. Járn- brautamálaráðgjafinn lýsir þvf nú yfir, að það sj; ekki satt. Svo mikils cr þjóðeignarstefnan nú orðið metin, að stjórnmála- j 1 mönmim þykir sjer gjiörður vansi með hverju því, sem svona ber- lega kemur í bága við hana. Hann er ekki samkvæmur sjálf- j um sjer hann M. Hann er Dar- vinisti og segir að mennirnir sjeu j dýr. en ef jeg kalla hann apakött, j verður hann fjúkandi vondur. IQ09. Nr. 32. UMBODSMADUR FYRIR LONDON MUTUAL Fire Insurance Co. MONTREAL-CANADA Fire lnsurance Co. ANGLO-AMERICAN Fire Insurance Co. EQUITY Fire Insurance Co. * * * um ■A- * Tryggið hús og eignir yðar gegn eldsvoða, f einhverju af fjclögum, sem eru sterk og áreiðanleg. Þegar yður vantar slcða, vagna, sláttuvjelar, hrffur og önnur jarðyrkjuverkfæri, þá sjáið mig því viðvíkjandi. Verkfærin eru góð. Verðið sanngjarnt. Skilmálar fyrirtak. G. P. MAGNUSSON. GIMLI. MAN. THE LIVERPOOL & LONDON & GLOBE INSURANCE CO. m u u Eitt sterkasta og á r e i ð a n I e g a s t a lífsábyrgðarfjelag í heimi. Tryggir hús fyrir eldsvoða, bæði f Gimlibæ og grenndinni, * efe * G. THORSTEINSSON, agent. Gimi.i.----------Man. IIEIM AFRJETTIR. Kvæðið á 3. sfðu er á sama hátt til komið elns og kvæðið um Jón hrak, sem áður var prentað hjer í j blaðinu. Það hefir birzt áðurj heima, en aldrei fyr hjer vestan hafs. Enn þá meira frost en áður hefirl komið hjer f vetur, var síðastliðinn mánudagsmorgun. Þá nain það 46 j stigum fyrir neðan O, eða sem; svarar fullum 43 stigum á Celsfus. ; Svo mikið frost hefir ekki komið nú um nokkur ár. Að eins einu sinni á slðustu tuttugu árum er kunnugt að frost hafi náð niður í 48, og veðurfræðingar segja hik- laust að það sje óáreiðanlegir mæl- irar, sem sýni hjer meira frost. Ökumenn kvarta nú sáran um það hve rammdrægt sje f þessum hörkum, og snjóþyngsli cru þar á ofan svo mikil norður á vatninu, að lítt fært er með nokkur æki. Arður þeirra, sem fisk draga nú 1 að norðan vcrður því sáralftill þeg- j ar kostnaður er frá dreginn. Þeir sem vinna að eldiviðardrætti hafa tiltölulega sömu söguna að segja. Skrifararáðning sveitarstjórnar- innar hjer f Gimlisvcitinni er ekki enn þá útkljáð. Hr. S. G. Thorar- ensen mun hafa bent sveitamála- stjóra fylkisins á meðhöndlun ráðs- ins f þessu máli, oghefir nú fengið skipun um það frá honum, aðhalda hjá sjer öllum skjölum sveitarinnar, og halda áfram að gcgna skrif- stofustörfunum eins og ekkert væri um að vera, þangað til sveitar- stjórninni þóknist að hcgða sjer f þcssu atriði samkvæmt fyrirmæl- um grundvallarlaganna. Með þvf að leyfa kaupgjalds- samkeppni að komast að f þessu efni, fótum tróð sveitarst jórnin beinlfnis ákveðna löggjöf fylkisins. Lagabrot þetta er hin fyrsta stjórnsemdarframkvæmdþessanýja ráðs, og virðist klaufaleg byrjun. Af fjárlánseftirleitun ráðsins til að ráða fram úr yfirstandandi kröggum, eru engar greinilegar frjettir, en heldur óglæsilegar þær, sem menti hcnda á milli sín.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.