Baldur


Baldur - 18.01.1909, Blaðsíða 2

Baldur - 18.01.1909, Blaðsíða 2
BALDUR, VI. Ar, nr. jjr.. BALD ER GEFINN ÚT Á GIMLI, ---- MANITOBA OHAÐ VIKUBLAÐ. KOSTAR $1 UM ÁRIð. BORGIST FYRIRFRAM tÍTGEKENDUR : THE GIMLI PRINTING & PUBLISHING COMPANY LIMITED. UTANÁSKRIFT TIL BLAðSINS : flB-A^JLIDTXIR, G-IMLI, TÆ^A.JST. um, hvort sem þær viðurkenna það cða viðurkenna það ekki, alveg eins og eldfimir spænir fyrir trfiar- bragðalegum áhrifum, og Einar Hjörleifsson er mesti prjedikarinn, sem lengi hefir verið uppi meðal fslendinga, þótt hann beri ekki prestsnafn. Að dæma af þeim ummælum, sem komið hafa fram um “Ofur- efli“. virðist yfirlýsingin “mjer heyVist allt af einhver vera að gráta“ hafa læst sig fastast í hjörtu lesendanna. Það er góðra gjalda vert að viðkvæmni manna þekkir sjálfa sig þegar henni er sýnt f svona spegil, en þó er þetta ekki sfðasti hlekkurinn f hugsanakeðju þessa höf.,heldur einmitt sáfyrsti, eða næstur við þann fyrsta. í sögu þessari dregur höf. fram mynd eftir mynd af þvf, sem vald- andi er að böli mannanna, af því það er öðruvísi en það mætti og ætti að vera og þarf þvf íagfæring- ar við. Sinnuleysi þeirra, sem eiga að gæta opinbcrra nauðsynja- verka, er sýnilegt f einni mynd- inni. Brjóstgæðaleysi unglinganna, sem engin viðkvæmni er innrætt f garð þeirra, sem bágt eiga, sjest í viðmóti þvf, sem Grímur litli skakkalöpp verður fyrir. Slúður- burður þeirra, sem þvælast manna á milli f gegnum Iffið, án þess að hafa nokkurn tilgang eða lffsskoð- un, er sýndur bæði hjá körlum og konum. Undirlægjuháttur drykkj- umannsins og sálarleysingjans sjest í hinum lifandi tólum efna- mannsins. Sjálfsþckkingarleysi hins nautnagjarna ungmennis, sem ekki veit fyr en f ótíma hvað virkilega hefði verið f hæfi við sinn innra mann, sjcst í Sigurlaugu. Ást hraustmennisins, sem hefir misbrúkað hana til elliára og verð- ur þess þá fyrst varað hún er hans dýrasta pcrla, dýrmætari en allur hans auður og allt hans tangarhald er frjálshugsandi, kærleiks- | meðbræðrum sfnum, en sem verð. Sáneistier bæði bjartur; Uf sVQ afl hreyfiafli kjarksins til hciftar og hefndar, þegar útsjeð er um að hún geti nokkurn tíma feng- ið virkilega fullnægingu, hún er þýðingarmesti drátturinn f mynd Þorbjarnar. Samvizkuleysi þeirra ný guðfræði , allt meðal okkar | b]aðamannai sem afkasta því eins íslcndinga geymt á sömu hillunni j Qg öflru dagsverki fyrir ákveðið f minni manna eins og nafn Þessa: ltftuppeldif að fylIa vissa dálka. manns. Jafnvel nöfn annara j tö|u f klikkubloðuni með klikku. manna, sem ekki er þar með sagt, j greinunl) in nokkurs tillits til þcss að sje ncitt minni menn en hann ( hva<) ^ sje eða ]ogjðj sanngjarnt eðasje f nokkrum niðurlægjandi: eða ósanngjarnt) það er sýnt með Verð á smáum auglýsingum er 25 c. fyrir þumlung dálkslengdar. Afsláttur er gefinn á stærri auglýs- ingum, sem birtast f blaðinu yfir lengri tfma. Viðvíkjandi slfkum af- slætti ogöðrum fjármálum blaðsins, eru menn beðnir að snúa sjer að ráðsmanninum. NÝJAR BÆKUR. (Framh.). Þegar Einar Hjörleifsson er nefndur, rifjast upp f huganum svo margt f okkar þjóðlffi, sem ó- mögulega verður aðskilið frá þvf nafni. Neistinn á andans arni, hjá hvaða þjóð, sem hann kemur fram rfk sál. og héitur, og læsir sig í allt það, sem lifað getur f og orðið að and- Jegum eldi f hjörtum þjóðarinnar. Þcss vegna er “frjálst sambands- land“, “andatrú“, “hærri krftfk“, I skilningi honum áhangandi, eru við hans nafn tengd f huga þeirra, sem fylgjast með þvf, sem efst er nú á bugi hjá fsletizku þjóðinni. blaðinu “Öndvegi". Og orðsýki þeirra, sem æðstir teljast í mann- fjelaginu, og þar af leiðandi þrek- leysi til að réisa rönd við skrfls- Björn Jónsson, Þórhallur Bjarnar-1 legu aImenningsá]iti, er sýnt með són, Jón Helgason, Haraldur Nf- i stfilknafjclagsskapniJm> og Ragn- elsson, Friðrik Bcrgmann, presta-1 hijdi skóli, biskupsstóll, kyrkjufjclags-j Þó em alIar þessar myndir ekki sundrung, þessi orð rifja öll upp fjannað cn undirstöðuatri#i þeirrar huganum samstæðan hugmynda- j prjedikunar, sem höf. finnur sig til hóp, sem situr á bekk með mynrl kvaddan að flytja þjóð sinnj. þessa rithöfundar, hvort heldur r ... ' , Og jafnvel áður cn liann getur sem honum ber þar sæti á miðjum', , . . . _ I 1 k'omið þetrrt prjedikun að, verðurj bekk éða yzt á cnda. Og af hverju stafar þetta ? Af þvf, eins og fyr var sagt, að allar fslenzkar sálir eru nfr á tfm- I hann að fá lesendurna til að sjá það, sem myndirnar fcla f sjer : böl mannlffsins. Tfl þess hlutverks að vekja at- hygli á því, kýs höf. móður þeirrar stúlku,sem er lang-ástúðlegasta per- sónan í allri sögunni. Lesarinn finnur strax hversu vel það er til fallið að láta heldur móðurina, sak- ir lífsreynslu hennar, setja fram þessa sáreftirtektaverðu bendingu: “Það er annars allt af einhver að gráta“. Þegur því takmarki er náð, að vöknuð meðvitund um böl mann- lífsins sje fengin f sálunum, þá fyrst er höf. kominn að þeirri aðalkenn- ingu, sem hann hefir að flytja, en hana er þó ekki að finna á þessum stað f bókinni, heldur annarstaðar. Og þá lætur höf. söguhetjuna sjálfa, prestinn, tala, og þó ekki einungis hann, heldur má scgja að presturinn láti barn tala þar fyrir sig. Kenningin sjálf er svo hrein og helg, að hún þolir engan yfir- drepskap, og þvf var bamstungan bezt til þess kjörin að innleiða hana Það er f endalokin á ræðu einni, sem presturinn er að flytja, að höf. lætur honum farast orð áþessa Ieið : “Af því að jeg er að minnast á snjóinn, dettur mjer f hug smá- saga, sem jeg las einu sinni f blaði f Vesturheimi. Hjón fluttu sig sunnan úr heitu landi með korn- unga dóttur sína og settust að f norðanverðum Vesturheimi. Fyrsta haustið, sem þau voru þar, fór að snjóa f logni. Það fyrir- brigði hafði barnið aldrei fyr sjeð. Það stóð við gluggann og horfði á mjöllina koma ofan úr loftinu og leggjast yfir Jörðina. Þvf fannst svo mikið um, að það sagði: Er guð kominn, mamma ? GUí> ER ÆFINLEGA TIL OKK- AR KOMINN, ÞECAR VIð FöRUM Að SJÁ SNJóINN í LíFI ANNARKA MANNA OG OKKUR FER Ab langa TIL A» ÞÝÐA HANN..............Oo ÓNEITANLEGA ER HANN BEZTl GESTURINN, SEM TIL OKKAR GETUR KOMIÐ. OG VIo ÆTTUM EKKI Ao ÖTHÝSA HONUM". Á öðrum stað lætur höf. sex ára gamlan dreng segja : “Pabbi er dáinn, en guð ætlar að vera pabbi minn“, ogeftir stutta þögn: “Mamma er lfka dáin, og guð ætl- ar lfka að vera mamma mfn“. Höf. er ekki að sanna það með heimspekilegum rökum, að guð sje til. Hans köllun er að prjedika það, bágstöddum til hugsvölunar og hinum til styrkingar f þvf, sem gott er, að gnð birtist f mannheim- um, að hann birtist f kærleikanum, í mönnunMm, ekki að eins f Kristi, heldur Ifka f öllum hans sporrekj- endum. Þess vegna lætur höf. þessi, að dæmi Shcldons, prests hjer f Ame- rfku*, og fleiri rithöfunda, sögu- hetju sfna á einu sfna vafasemdar- augnabliki spyrja huga sinn þess, hvað Kristur myndi hafa gjört f sfnum sporum. * Sagan "Kristinn Sósfalisti*1, sem sjera Björn B. Jónsson þýddi og nýlcga var prentuð hjer f blaðinu, er eftir þann hðfund. Saga hans "In His Steps“ er heimsfrægt verk. ^:^ Hæstmóöins orgel og píanó. Hinireinu urnboðsmenn fyrir Heintzman & Co. pfanó. J. J< H. McLean & Co. Ltd. 528 Main St. WlNNlPG. ^ Samræður við vini okkar um orgel og pfanó eru okkar ánægju- efni/ þvf okkur cr óhætt að ábyrgj- ast hvaða hljóðfæri, sem valið er úr okkar búð. Þær tegundir, sem við hðfum 4 boðstólum, eru allar reyndar að því, að standa fremstar allra þeirra hljóðfæra, sem seld eru hjer f landi. ARTÐANDI SPOR. Það er ekki eingöngu í dansin- um, að fótabragð þitt sýnir sig. Daglega, heima eða á strætum kemur það f Ijós. Kaupirðu skó hjer, þarftu ekki að kosta til meiru en þú ættir að gjöra, til að fá þá skó er þú ættir að nota. KJORKAUP. GULLSTÁSS. — 30 proc. af- sláttur. Brjóstnálar, Nisti, Skyrtuhnappar, Fcstar, TJr etc. Ábyrgð á vöruntim. Allskonar aögjörðir fljótt og vei. Ch. Goldstein. Boot & Shoe Dcaler. 695 Wellington Ave. Winnipcg. Með samræðum prestsins víð veika drenginn vill höf. einnig iciða það í Ijós, að einmitt svona sje opinberun guðs til mannanna varið. Presturinn er að sætta drenginn við fyrirsjáanlegan dauða mcð því, að segja honum hvaðguð nái vel til hans og verði góður við hann þegar hann sjc dáinn. Þá verður drengnum það að orði, að það sje sýnilegt að guði gangi vfst illa að ná til sumra, scm bágt eiga f þessu Iffi. Prestinum varð hverít við. Höf. Iýsir sálarástandi hans, þar sem hann renndi augunum yfir það, sem f kring um hann var, og huganum yfir tilveruna, “og hug- ur hans varð fullur af þjáningum og eymd og synd mannanna'*. Lesaranum verður það þá einmitt ljóst, að presturinn hefir þarna virkilega þörffyrir viðbót við kenn- inguna um guð, sem nær bezt til barna sinna eftir dauðann, sem er sjálfur f himnarfki og hefir að eins einu sinni f fyrndinni verið virki- lega n&lægur á jarðrfkinu. “Ilann nær til þfn, elsku-barn. Hann HEFIR SENT MIG TIL ÞÍN“, sagði hinn og tók í höndina á Grfmsa. (Framh.) L.EIÐ min liggur ekki nema einu sinni um þennan heim. Það lftið gott, sem jeg get, er því bezt fyr- ir mig að gjöra núna jafnóðum. Þýðingarlaust að geyma þangað til seinna það sem jeg gæti fært f lag meðfram veginum, þvf jeg ferekki hjer um aftur. (Þýtt). Laglegur VITNISBURbUR. Það var eitt sinn að ungur maður biðl- aði til ungrar og rfkrar ekkju, en húrt ncitaði. “Hvers vcgna ætti jeg að gifta mig?“ sagði hún,“jegáhund, páfa- gauk og kött, og þessar skepnur eru til Bftmans jafn gófiar og einn karlmaður**. Biðillinn baðum skýring áþessu. “Já“, svaraði hún, “hundurinn urrar allau daginn, alveg eins og karlmenn gjöra, páfagaukurinn masar mikið án þess hann skilji hvað hann masarum, cinsogkarÞ mennimir gjöra“. “En kötturinn ?“ spurði hann. “Já, kötturinn, hann er úti allar nætur eins og karlmennirnir". Umboðsmaður grammófónafje- lags nokkurs, hafði raunar fengið nei til svars, þegar hann bauðkon- unni að selja henni grammófón f gær, en hann hafði komist að þvl að kvennfólkið er ekki ávallt svo ákvefiið, og því hringdi hann dyra- bjöllunni hiklaust í dag. “Ertu kominn aftur ?“ sagði kon- an, sem sjáanlega kom frá þvotta- balanum. “Komdu inn“. Vongóður þáði hann boðið og gckk á eftir konunni f gegnum dimman gang. Án þess að segja nokkuð, opnaði hún dyr til hægri handar og ýtti honum inn f her- bergi sem var fullt af organdi börnum, sem auðvitað orguðu cnn meira þegar þau sáu ókunnuga manninn. Hann sneri sjer strax við og ætlaði út. en dyrnar voru læstar. Klukkustundu sfðár lauk hús- móðirin útidyrunum upp fyrir ó- lundarlegum manni. “Ef þú ert enn sannfærður um að jeg þurfi mciri sönglist á heim- ili mfnu, þá geturðu komið aftur seinna". lin umboðsmaðurinn hcfir ekki sjcst f þessari götu sfðan.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.