Breiðablik - 01.06.1907, Blaðsíða 1

Breiðablik - 01.06.1907, Blaðsíða 1
>l 069 BREIDABLIK. Mánaöarrit til stuönings íslenzkri menning. FRIÐRIK J. BERGMANN RITSTJÓRI II. Ar. JUNI 1907. Nr. 1. SJÁLFSTÆÐISKRÖFUR ÍSLANDS. [LDREI hefir sjálf- stæðis-þráin verið eins sterk meS þjóð vorri og nú. Aldrei hefir hún brunnið af þorsta jafn-miklum eftir að standa á eig"in fótum, ráða sér sjálf og fá að njóta frelsis og fullkominna mannréttinda. Og aldrei hafa sjálfstæðiskröf- urnar verið jafn-ljósar í huga henn- ar. Aldrei hafa þær komið jafn- ljóst og ákveðið fram og" þetta síð- ast-liðna ár. En nú er eftir að vita, hver þrótturinn verður til að fylgja þeim fram. Vestur-íslendingar eru auðvitað komnir inn í annað þjoðlíf. Mun ýmsum þess vegna finnast, að frelsisbaráttan á fósturjörðu vorri koma oss lítið við. Sumir álíta réttast að hlæja að henni og hafa hana í skimpingum. íslenzk stjórnarbarátta sé þyðingarlaust barnaglingur, sem bræður vorir á þar heima hafi sér til dægrastytt- ingar. En hún sé vonlaust Sísyf- usar-strit. Steinninn velti jafn- harðan niður aftur, þó hann hafi komist upp í brúnina. En þegar vér förum að hugsa um, hvað unnist heíir, verður ann- að upp á tening í huga vorum. Vér getum eigi látið vera að kann- ast við, að árangurinn er þegar orðinn mikill, þrátt fyrir alt ofur- efli, sem þjóð vor hefir átt við að etja. Eitt sinn grúfði verzlunareinok- anin yfir henni. Henni fylgdi ein sú gífurlegasta skerðing mannrétt- inda, sem unt er að hugsa sér. Aldrei hefir nein þjóð verið harð- ara leikin, né átakanlegar svift frelsi sínu en íslendingar voru þá. Nú er íslenzk verzlan frj'áls og

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.