Breiðablik - 01.06.1907, Blaðsíða 2

Breiðablik - 01.06.1907, Blaðsíða 2
2 BREIÐABLIK hverjum manni unt að haga við- skiítum eftir eigán geðþótta. Eitt sinn var hin fagra og; forn- fræg"a tung"a vor að því komin að deyja út. Þjóðin var nærri farin að skammast sín fyrir mál feðra sinna. En um leið og frelsisum- brot fóru að vakna með þjóðinni, reis tunga vor smám saman við í fornri fegurð, svo aldrei hefir hún fegurri verið en nú. Á undan flestum þjóðum öðrum áttum vér alþingi og urðum frægir fyrir. Þjóðarviljinn réð þar lög- um og lofum. En smám saman varð sú dýrmæta frelsisstofnan að skugga og síðast afnumin með öllu. Löggjafarvald og fjárfor- ræði gjörsamlega dregið þjóðinni úr höndutn. Þá voru Islendingar eins og ómyndug börn og sviftir flestum mannréttindum. Nú er alþingi endurreist ogþjóð vor hefir öðlast bæði löggjafarvald og fjárforráð. Vegir eru lagðir yfir landið, sem alt var áður veg- leysa. Brýr yfir ár og vatnsföll, er áður voru samgöngum óskap- legur þröskuldur og lífi manna hinn mesti voði. Stöðugar skipa- göngur komnar á kring um land og milli landa, svo sambandið við umheiminn má heita betra og betra með hverju ári. Sæsíminn, síðasta smiðshöggið, tengir Island við önnur lönd og dregur það inn í menningar-samkepni þjóðanna. Sannarlega mikill ávinningur af baráttu svo lítillar þjóðar. Böl- sýni býsna-mikið og ófyrirgefan- legt að sjá það ekki og kannast ekki við það. Mest er samt um það vert, að alt þetta bendir á, að þjóð vor er að vaxa í sönnu manngildi. Mann- réttindin þráir hún meir og meir að eignast í fullum mæli. Skiln- ingur hennar og andlegur þroski fer sívaxandi með hverju framfara- spori, sem stigið er. Sjálfsagt og hugljúft ætti það að vera hverjum góðum íslending nú um þessar mundir, að gjöra sér nákvæma grein fyrir sjálfstæðiskröfum þeim sem þjóð vör kemur nú fram fyrir konung sinn með, er hann heim- sækir Island í sumar. Sjálfsagt og hugljúft engu síður þeim, sem komnir eru vestur um haf og taka þátt í baráttu bræðranna austan hafs að eins álengdar. Því bein erum vér af þeirra beinum og hold af holdi þeirra og sameign höfum vér með þeim í öllum óðulum andans. Aðal-krafan, sem mikill meiri hluti íslenzkrar þjóðar ber fram fyrir konung sinn nú í sumar er þessi: Að hann og þjóðin danska viðurkenni Island afdráttarlaust frjálst sambandsland Danmerk- ur, eins og það í raun réttri hefir ávalt verið. Það er undirstaða allra samninga. Á þeim grund- velli byggjast allar stjórnarfarsleg- ar sjálfstæðiskröfur aðrar. Hvað er í þessari kröfu fólgið? Fyrst, að Islendingar hafi sam- eiginlegan konung með Dönum.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.