Breiðablik - 01.06.1907, Blaðsíða 4

Breiðablik - 01.06.1907, Blaðsíða 4
4 BREIÐABLIK. ætti lag'aleg'ar skorður við burt- flutningfi. Og" því miður eru fleiri slíkar skorður reistar með íslenzk- um lög'um frá seinni tímum en lög-- um flestra þjóða annarra. Svo má að orði kveða, að þeir sem frá ís- landi flytja vestur um haf, verði að fara huldu höfði. Gleðiefni þeim mun meira er það að sjá ýmsaihelztu menn lands- ins kannast við þau dýrmætu mannréttindi, sem í farfrelsinu eru fólgin. Reyndar hefir það ávalt verið gfjört undir niðri, en síður feng"ið fram að koma opinberleg'a af ótta fyrir vesturflutning'um. Alvegf nýlega var hópi Vestur- íslendinga fagnað í Reykjavík. í honum var flest fólk, sem ætlaði sér að setjast að aftur á ættjörð sinni. Á fjöl mennum mannfundi, sem haldinn var í fagnaðarskyni, voru margar ræður fluttar og mörg hlý og góð orð töluð í garðVestur- íslendinga, sem vér höfum ástæðu til að vera þakklátir fyrir. En sjaldan hefir hugmyndin um hin dýrmætu einkaréttindi manns- ins, sem í farfrelsinu eru fólgin, verið tekin eins skýrt og ótvíræð- lega fram. Mest er samt um það vert, að það var látið svo skýrt koma fram um leið, að vesturfarir hefði aukið hugsanafrelsi með þjóðinni, ekki sízt í trúmálum. “Vesturfarir hefði komið róti á alt þjóðlífið,—þar með hugsanalífið. Vestur-íslendingar hefði með blöð- um sínum og tímaritum lagt sinn skerf til að kenna íslending- um að meta hugsanafrelsio, eitt hið allra-mikilvægasta skilyrði allra framfara. Þótt góðri móður þætti sárt að sjá son sinn fara frá sér til Vesturheims, myndi hún segja við hann : Vertu blessaður, hvar sem þú fer. Sama hugarþel ætti allir góðir menn að ala, er aðrir væri að flytja sig til í hugs- ananna heimi. Enginn hefði vissu fyrir því, að hans leið væri hin eina rétta að sannleikanum. Þeim, sem þætti sárt að sjá aðra yfirgefa þeirra hugsanir og leggja út á nýjar leiðir í stjórnmálum eða trúmálum, væri áríðandi að temja sér að hugsa líkt og móðirin: Vertu blessaður, hvar sem þú fer,—ef þeir vissi, að sann- leiksleitin væri einlæg, treystandi því, að einmitt með því að leggja út á ýmsar leiðir, kæmust menn- irnir fyrr að sannleikanum í hverju máli. Og því betur sem oss lærist þetta hugarfar, því fyrr myndum vér allir mætast í hinu miklu sann- leiksljósi alheimsskaparans. “ Það eru fögur og frjálsmannleg orð. Og vér flýtum oss með að taka undir þá ósk, að þeim mönn- um fjölgi meir og meir,,vestan hafs og austan, er frelsinu unna, ekki einungis á láði og legi, held- ur og um hinn víða himingeim hugsananna. “

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.