Breiðablik - 01.06.1907, Blaðsíða 5

Breiðablik - 01.06.1907, Blaðsíða 5
BREIÐABLIK 5 VÖRN FYRIR „UGLURNAR TVÆR.“ T JpAÐ var trúi eg siður fyrir eina tíð á Islandi, að dysja hræ stórglæpa- manna einhvers staðar í urð eða mel ná- lægt þjóðvegi, og átti síðan hver, sem eftir veginumfór, að kasta steini í dysina. Eins finst mér, að mörgum farist við leifar hinna tveggja frumherja vestrænnar menningar. Það gerir sér nálega hver maður að skyldu, að kasta steini til latín- unnar og grískunnar, þegar þau mál eru nefnd á nafn. Reyndar finna menn þeim stall-systrum vanalega ekki til foráttu annað en stórglæpinn voðalega,að þau sé “dauð“ mál, og þess vegna víst enginn “praktísk“ not af þeim að hafa. “Til hvers er verið að kenna þessi gömlu mál, sem enginn hefir gagn af framar ?“ spyrja menn vanalega. Mönnum finst þau vera eins og tvær afgamlar uglur, sem engan rétt hafi til að láta sjá sig, eða nátt-tröll, sem fyrir löngu hafi dagað uppi og orðið að steini. En riú er hvorugt málið með öllu út- dautt, það er öðru nær. Grískan er enn þá ,,ofar fjörs á línu,“ og það svo lítið breytt, að Hómer og Sófókles eru lesnir í alþýðuskólunum á Grikkland þann dag í dag; og Plató hefði ekki þurft orðabók til að skilja dagblöðin, sem gefin eru út á ný-grísku. Latínan er ekki heldur búin að skilja við þenna heim með öllu. Hún lifir enn, ern og hraust og ekkert sérlega torkennileg, á nálega hvers manns vör- um,frá Azóres-eyjunum alla leið austurað ánni Rín, frá Sikiley norður að Mundíu- fjöllum, og jafnvel norðaustur yfir Dóriá austur að Svartahafi. Auk þess hefir hún þrengt sér að meira eða miana leyti inn í hvert einasta tungumáþsem talað er austan frá Uralfjöllum vestur að Horn- ströndum — og þá fvlgja auðvitað með allar nýlendur þessara þjóða í öðrum heimsálfum. Ó-nei, latínan er ekki al- veg steindauð enn þá. “ Það lifir lengst sem leiðast er, “ sagði kerlingin. Auk þess er hægt að benda á praktíska nytsemd, er lærdómur þessara tungumála hefir í för með sér. Sá sem getur fleytt sér gegn um léttar bækur á latínu og grísku, getur með lítilli fyrirhöfn lært að skilja öll tungumál suður-og vesturhluta Norðurálfunnar. Fleira má tína til ef þörf gerist. Þetta, sem eg hefi sagt frá hér að ofan, eru vanalegu svörin gegn árásum þeim, er dauðu málin verða fyrir. En það er ætíð drengilegast að mæta óvininum á þeim velli,er hann hefir sjálfur haslað. Hugs- um oss því, að bæði þessi mál sé dauð, vita-steindauð, upprætt og afmáð af jörð- inni, rústirnar plægðar og salti sáð yfir. Að þeirra finnist engin merki nema í æfa- gömlum skruddum, sem ekki hafi neina praktíska nytsemi tíl síns ágætis. Mér finst létt að halda uppi vörninni, jafnvel á þessum orustuvelli. Síðari ákærunni er auðsvarað, og tek eg hana því fyrst. Hún sver sig í ætt við þann hugsunarhátt, að bókvitið verði ekki látið í askana. En gamli matar- jarmurinn toflir nú ekki lengur í tízkunni —í orði kveðnu að minsta kosti. Gömlu málin hafa heldur engu minni verklega nytsemi til brunns að bera,en margar aðr- ar tegundir lærdóms og lista. Hvað hafa menn upp úr því, að sökkva sér niður í hina hærri stærðfræði ? Gerir heimspek- in þeim nokkurt gagn ? Ætli þeim gangi nokkuð betur að afla sér brauðs, þó þeir liggi vfir skruddum eftir Göthe, Shake- speare og Moliére ? Hvað skyldi þeir lifa lengi á sönglistinni, þegar maginn er tómur? Flestum mun þykja það heimsku- legt að spyrja svona. En á þá gamli oddborgar-andinn að svala bræði sinni á “dauðu“ málunum einum ? Þá er hin ákæran, að málin sé dauð. í henni getur legið tvent. Annaðhvort það, að enginn skyldi læra önnur tungumál en þau,sem eru töluð einhvers staðar í heim-

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.