Breiðablik - 01.06.1907, Blaðsíða 6

Breiðablik - 01.06.1907, Blaðsíða 6
6 BREIÐABLIK. inum; eöa þá hitt, að eng'inn maöur eigi að leggja stund á annað mál en móður- mál sitt, nema hann megi til. Fyrri skoðanin á sér ból hjá tveim flokk- um manna. Sumir hafa einhverja óljósa hugmynd um, að öll tungumál sé lærð til þess, að hægt sé að tala við þenna eða hinn útlendinginn þegar á liggur. Það sé svo gaman að geta “snakkað“ dönsku, norsku,ensku eða þýzku. En grískunaog latínuna getum við ekki ,,snakkað“ við neinn, nema þá dauða drauga fyrir munn einhvers miðilsins ! En bíðum við. Hvað mörgum árum af æfinni megum vér eyða fyrir þá ánægju, sem vér höfum af því að tala við norskinn, enskinn, þýzkinn eða franskinn, jafnvel þó það eigi fyrir okkur að Hgrgrja, að ferðast af landi brott ? Eg er hræddur um, að árin mætti ekki vera mörg, ef þetta væri aðal-tilgangurinn. Það myndi þá ekki borga sig að læra aðra tungu en þá,sam maðurgetur ómögulega komist af án; og það ekki betur en svo, að orðin verði ekki of bjöguð til þess að hægt sé að skilja þau. Ef það er að eins til þessa, að menn læra útlendar tungur, þá segi eg hiklaust: Burt með latínu oggrísku! Fari öll dauð mál norður og niður! Aftur eru aðrir, sem halda því fram, að allur lærdómur tungumála sé í sjálfum sér lítils virði. Þeir vilja að menn læri alls konar náttúruvísindi; og að eins þau tungumál, er geti komið að einhverjum notum við vísindanámið. Nú hafa vísindin tekið svo skjótum og undraverðum framförum, að flest það, sem um þau hefir verið ritað fyrir meira en hálfri öld síðan, er talið úrelt og lítils virði fyrir aðra en fornfræðinga. Það eru því aö eins nýju málin, sem geta komið þar að verulegum notum. Enda berjast sumir forkólfar vísindanna með oddi og egg á móti fornmálunum. “Væri oss ekki nær, “ segja þeir, “að læra að þekkja og skilja hlutina í kring um oss, heldur en að rýna í bækur, er ritaðar voru fyrir þúsundum ára ? Mér kemur ekki til hugar að játa þá skoðan, að vér séum endilega skyldugir til að glápa á þá hlutina, sem næstir oss eru, enda munu þeir vísindamenn vera teljandi, er fylgi henni í verkinu. Mér finst það vera skylda hvers einasta manns að reyna sem mest að fullkomna sig; verða sem líkastur guðdóminum, sem er takmarkalaus og eilífur, eða óháður tíma og rúmi. En slíkum þroska getum vér aldrei náð til muna, nema oss takist að sjá það, sem er nær og fjær í réttum hlutföllum hvað við annað. En í dag vil eg sigra með tilslökun, ef auðið er, og gef eg það því eftir, að vér ættum að þekkja það fyrst af öllu, sem næst oss liggur. En hvað er þá næst oss ? Vor eiginn hugur. Hver er sjálfum sér næstur, segir máltækið; og hefði eg gaman af að sjá þann mann, er geti hrakið það. Verður það þá fyrsta skylda hvers manns eftir þessu, að reyna til að þekkja sjálfan sig. En hvernig er það hægt? Með því að sitja og horfa í gaupnir sér, eða með því að gefa gætur að öðrum mönnum jafnframt? Ekki er hægt að svara þessu nema á einn veg. Það er ómögulegt að þekkja eina manns-sál, nema með því að athuga mannkyns-sálina. Þeir sem segja, að vér ættum fyrst að gefa því gaum, er næst oss liggur, eru því neyddir til að taka undir með enska skáldinu og segja: The proper study of mankind is man. ‘ ‘ En sálarlíf þjóðanna lærum vér að þekkja af skáldskap þeirra og öðrum bókmentum. Skáldskapurinn, hvort sem hann er í bundnu eða óbundnu máli, er ekkert annað en sýnishorn af gulli því og gersemum, er felast í djúpi manns-sálar- innar. En það djúp er á öllum tímum sjálfu sér líkt; þótt stormar lífsins reisi freyðandi holskeflur á yfirborðinu, þá ná þeir ekki til að raska fjársjóðum þeim, er á botninum liggja. Þess vegna fyrnist

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.