Breiðablik - 01.06.1907, Blaðsíða 7

Breiðablik - 01.06.1907, Blaðsíða 7
BREIÐABLIK. 7 sannur skáldskapur aldrei. Af honum lærum vér að þekkja leyndardóma manns- hjartans; en slög þess eru ekki bundin viö hörundslit, ártal eöa hnattstööu nema að örlitlu leyti. Fáir munu dirfast að neita því, að í bókmentunum latnesku og forngrísku sé ógrynni andlegs fjár fólgið. Hví skyld- um vér þá ekki leggja stund á eldri bókmentirnar jafnframt þeim nýrri ? — Eða réttara sagt, þær yngri jafnframt þeim eldri, því kvæði Hómers eru yngri en skáldskapur nítjándu aldarinnar, þar sem þau eru frá bernskuskeiði mann- kynsins. „Þetta er nú alt gott og blessað“,mun einhver segja, ,,En vér þurfum ekki að læra málin, til að ná þessum fornu bók- mentum. Þær eru allar til í ágætum þýð- ingum.“ Já,satt er það, þýðingarnar eru mjög góðar, sumar hverjar, en samt sem áður eru þær ekki nema svipur hjá sjón. Málið er skáldinu það sem litirnir eru mál- aranum. Hvor um sig blandar sína liti á sérstakan hátt, og enginn annar ^etur gert það alveg eins. Auðvitað er ekki jafn-torvelt að þýða allan skáldskap, en æfinlega tapast eitthvað við þýðing- una. í þessu sambandi kemur mér til hugar kvæði eitt eftir Þeókrítos;það er um konu eina unga,er unnustinn hafði tælt, svívirt og yfirgefið. Hún sezt á seiðhjall um nótt, til að ná honum aftur; en hefir þó enga trú á seiðinum, því hún hættir við hann von bráðar, fer að segja frá falli sínu og svikum elskhugans, og endar söguna með þeim orðum,að hún muni bera fargið eins og hún hafi borið það áður. Kvæðið er mikilfenglegt að efni og frágangi. Þar er mynd af þróttmikilli sál, einmana,hlað- inni sorg, smán og örvætingu; sál, sem býður jafnvel vonleysinu byrginn,og hefn- ir sín með því að þola. Þar er samræmi svo mikið milli hugsunar og máls, að kvæðið á naumast sinn líka, nema ef vera skyldi “Hrafninn” eftir Poe. Mér finst, að Þeókritos hefði ekki getað ort þetta kvæði á öðru máli en dórísku. Attíska e-ið í staðinn fyrir a-ið dóríska yrði þar eins og gráar skellur á dökku klæði. En svo hefir málið sjálft, hreimur,beyg- ingar, orðaskipan, talshættir, máltæki, stórmikinn lærdóm í sér fólginn. Það sýnir oss þá hlið sálarlífs hverrar þjóðar, sem nær er yfirborðinu ; hörundslit og vöxt fremur en hjartalag, ef svo má að orði kveða. Sérhvert tungumál er sem lifandi vera, jafnvel þó það hafi geymst í bókum þúsundir ára. Málfræðislögmál eru þar beinin,hreimur og talshættir hold og blóð, en lunderni þjóðarinnar og siðir er sálin sem skín þar út úr hverri máls- grein. Það er hægt að lesa ósköpin öll um frönsku þjóðina, en þó á hver maður eitt- hvað ólært, þangað til hann hefir heyrt franskan mann tala og skilur mál hans. Eins er það með hverja aðra þjóð. Mér er í fersku minni sá atburður, þegar eg heyrði grísku lesna fyrsta sinni. Eg skildi auðvitað ekki eitt einasta orð; en þar var einhver hljómur, sem eg hafði aldrei heyrt áður. Mér fanst eg geta horfið til Aþenuborgar, tuttugu og þrjár aldir aftur í tímann, og heyrt Sókrates tala. Eg hafði heyrt málróm hinnar grísku þjóðar. It is better to be on the right side, segir enskurinn. En landinn segir: “Það er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig. ” Enginn maður veit, hve mörg mannslíf þetta íslenzka orðtak hefir kostað. En útlendingur, sem er að læra mál vort, skilur þetta ekki til fulls,fyr en hann veit að á íslandi eru margar ár straumharðar, brúarlausar og illar yfirferðar, er margir menn láta í líf sitt. Slíkur fróðleikur er fólginn í hverju orðatilæki. Guttormur Guttormsson.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.