Breiðablik - 01.06.1907, Blaðsíða 8

Breiðablik - 01.06.1907, Blaðsíða 8
8 BREIÐABLIK. Á Hofmannaflöt. 12, Gllðm. Hannesson. f afturelding. Nokkurar greinir um landsmál. Akureyri 1906. Þessi litla bók er þeg'ar fræg orðin og' meira um hana talað en margfar stærri bækur. Hún fl ytur skýrt og- ljóst og skipuleg'a hugsanir höf. út af sambandi Islands og' Danmerkur og kemst hann að þeirri niðurstöðu að lslendingar ætti að vera sjálfstæð þjóð. Hann veltir fyrir sér flest- öllum mótbárum, sem fram eru færðar gegn því og sýnir fram á, hægt og stillilega, að í raun réttri hafi þær mjög lítið við að styðjast. Vér ráðum sem flestum til að lesa hana, því þó lengi sé búið að rita um stjórnmála-viðskifti Islands og Danmerkur,eru þó margar þokukendar hugs- anir á ferðum í þeim efnum manna á milli. Ekki efumst vér um, að stefna sú, sem haldið er fram í bókinni—fullkominn aðskilnaður—verði framtíð- ar stefna ísl. stjórnmála, svo framarlega sem Danirtaka ekki.sjálfstæðis kröfum Isleudinga nú í sumar þeim mun betur. En til þess eru fremur litlar líkur. Bjarni Jónsson frá Vogi. Sjálfstæði fslands. Fyriríestur. Rvík 1906. Erindi þetta flutti höfundurinn á 10 stöðum í Noregi í nóv. og des. 1905. Frá ísl. stiórnar- baráttu segir hér í fám orðum og álítur höf. þar, að bezta sambandið milli Danmerkur og fslands sé jafnréttissamband, þar sem báðum þjóðernum sé gert jafn-hátt undir höfði. Bendir hann á, að Danir sé mentaðir menn, fullir mannúðar, og sé það trygging þess, að Islendingar hafi mál sitt fram. „Munu þeir áður langur tími líði bjóða oss það, er vér höfum ekki mátt sækja í hendur þeim. Þ>ví sú skoðan mun sigra, að þjóðernið veitir rétt til sjálfstæðis en ekki fjöldinn. Mun dæmi Noregs stuðla til þess eigi allítið. “—Ná- kvæmlega það sama og vér héldum fram í blaði voru í vetur. 2. Þjóðin ofr þinprofið. Ræða haldin á stúdentafé- lagsfundi 29. des. 1906. Hér er það brýnt fyrir ísl. þjóð, að vera hygg- inn og röggsamur húsbóndi á heimili sínu og ráða sér ný hjú (þing og stjórn), ef þeim er eigi að treysta, sem nú eru. “Og þótt þeim (hjúun- um) verði nú eitthvert Grettisslysið, mun enn verða tekið til spiltra málanna og aldrei létt fyrr en landið hefir náð aftur drottinvaldi sínu. “ Hinar Hjörleifsson. Frjálst sambandsland. Rvík 1907. 88 bls. Þetta er síðasta ritið, er oss hefir borist um sjálfstæðismál Islands,og í rauninni hið rækileg- asta. Hér er saga ísl. stjórnarbaráttu rakin frá rótum alla leið niður til vorra tíma. Fjárhags- kröfur Islendinga Dönum til handa eru hér rakt- ar eftir hinum einkar-rækilegu og stórmerku rit- gjörðum Jóns Sigurðssonar. Öll meðferð Dana á Islendingum, öll sú kúgan, rangsleitni og brigðmælgi, sem vér höfum orðið fyrir af þeirra hendi, er hér sýnd, svo sú raunasaga stígur fram í huga þess, er les, með skýrum dráttum ogljós- um. Hver maður, sem kunna vill sambandssögu Islands og Danmerkur, þarf að lesa bækling þenna rækilega. Svo hlutdrægnislaust er hann ritaður, að stjórnarblöðin (Lögrétta) lúka jafn- vel á hann hinu mesta lofsorði. Niðurlag ritsins höfuin vér prentað á öðrum stað, til þess að sýna, hve orðin eru þung, en þó stillileg. Aldrei hefir eins verið reynt að koma við hjartað í Dönum og reynt er með þessari bók, sem líka mun koma út á dönsku. ÞÖglar ástir. Eftir Musæus. Undina. Eftir M. Fouque. Winnipegf 1907. Prentstniðja Lög-bergs. Þessar gömlu smásögur, sem fyrír löngu voru þýddar af Steingr. Thorsteinsson og eldri kyn- slóð Islendinga sérlega kærar, hafa verið endur- prentaðar hér fyrir vestan og eru til sölu í bók- verzlan Halldórs Bárdal. Það eru sérlega vel valdar barnabækur, og frágangur laglegur, svo búast má við þær verði keyptar. Málið ísl. á þeim er með snildar ummerkjum þýðandans, svo það útaf fyrir siger ekki lítið meðmæli. Úndina kostar 30 cents, Þöglar ástir 20.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.