Breiðablik - 01.06.1907, Blaðsíða 11

Breiðablik - 01.06.1907, Blaðsíða 11
BREIÐABLIK. eigfnast hana og nota. Bókin er hin vand- aöasta aS öllum yfra frágangi, pappírinn góöur, letrið stórt og ágætt afleslrar, þó ekki sé það eins fagurt og letrið á brezku útgáfunni. Formið er minna og hand- hægra. Kapítula-skifti að eins táknuð með feitum tölum fremst ílínuröð, en eng- ar fyrirsagnir eða efnisyfirlit, sem fremur þykir heyra biblíuskýringum til. Lesmál- ið eigi sundurslitið með greinaskiftum við hvert vers eins og áður, en verasatalan sett með smáum tölum á spázíuna fyrir framan. Bandið er sterkt og vatidað, svart léreftsband, gylt á kjöl. Davíðs sálmar hafa ekki verið prentaðir með eins og í eldri útgáfunni, en verða auðvitað látnir fylgja gamla testamentinu, þegar það kemur. Um verð er oss ókunnugt. Þeir menn, sem um langan tíma hafa starfað að þýðing þessari, hafa verið bezt til þess kjörnir og hæfir allra þeirra manna, er þjóð vor átti völ á. Þeir hafa leyst það af hendi með sannvizkusemi, trúmensku og þekkingu. Þeir hafa unnið eitt hið þarfasta verk, sem hægt er vinna fyrir nokkura þjóð og leyst það yfirleitt. sérlega vel af hendi. Mikillar hamingju óskum vér þeim og þjóð vorri fyrir starfið. VULGATA. Q»VO nefnist sú latenska þýðing biblí- unar,sem rómversk-kaþólska kirkjan notar eingöngu. Það er sá eini texti biblíunnar, sem hún viðurkennir síðan á kirkjuþinginu í Trident (1545—1563). Upprunalega var almenna útgáfan af sjötíu-manna-þýðingunni grísku (Septua- ginta) nefnd Vulgata. En svo var farið að nefna elztu latnesku þýðinguna (Itala) þessu nafni, sem notuð var í vesturlönd- um kirkjunnar á fystu öldum kristninnar. Breytingum nokkurum hefir hún tekið og þó furðu litlum. Þeir Hierónymus kirkju- faðir (f. 345) og Sixtus páfi V. (f. 1521, 11 d. 1590) endurskoðuðu hana báðir, en fengu litlar þakkir fyrir, enda er síðari endurskoðanin nafnfræg fyrir óskaplegar villur, sem leiðréttar voru að nokkuru leyti í útgáfu Klemensar páfa VIII. Nú berast þær fregnir út um heiminn og þykja miklum tiðindum sæta, að Pius páfi X. sem nú situr að völdum, hafi skipað svo fyrir, að biblíuþýðing þessi skuli öll endurskoðuð. Þetta þýðingar mikla starf hefir hann falið hinum lærðu munkum Benedikts-reglunnar. Nefnd var skipuð seint á dögum Leó páfa XIII. til að íhuga þetta biblíuendurskoðunar- mál og á nú þetta að vera helzti árangur af störfum þeirrar nefndar. Hvarvetna þykir þetta næsta þýðing- armikið tákn tímanna. Engin bók hefir haft önnur eins áhrif, bæði viðtæk og máttug, á trú og siðferði, hugsunarhátt, andleg óðul og bókmentir Norðurálfu og þessi latneska þýðing bibliunnar, sem nefnd er Vulgata. Frá fyrstu kristni og niður á siðbótaröldina var þessi þýðing biblía allrar kristninnar. Og síðan hefir hún haldið áfram að vera biblía allra kaþólskra manna. í 1500 ár hefir hún þrýst innsigli sínu á andlega baráttu og sannleiksleit óteljandi miljóna manns- sálna. Bænir kaþólsku kirkjunnar og tíðareglur hafa verið með orðum hennar. Siðan á dögum Ágústínusar kirkjuföður hefir hún verið grundvöllur allrar kaþ- ólskrar guðfræði. Síðan Gregor mikli sat á stóli Péturs hafa páfarnir vitnað til hennar og kristniboðarnir flutt heiðnum þjóðum fagnaðarboðskapinn eftir henni. Hún er uppspretta lista og bókmenta miðaldanna, sem enginn skilur til fulls, nema hann sé texta hennar kunnugur. Hugi margra helztu manna endurvakn- ingar tímabilsins heillaði hún töfrandi birtu. Og þótt hún sé nú hætt að skipa sama sæti í hugum manna og áður, eru þó orð hennar og hugsanir fléttuð saman við hugsunarhátt allra stétta mannfélags- ins.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.