Breiðablik - 01.06.1907, Blaðsíða 14

Breiðablik - 01.06.1907, Blaðsíða 14
H BREIÐABLIK aldir. Að vér tölum sérstaka tungu. Að vér eigum sérstakar bókmentir. Að hugsanalíf vort og- þjóðhættir — þjóðernið alt er sérstakt. Að vér eigum heima í fjarlægð frá þeim, sem nemur hundruðum mílna. Og vér spyrjum þá eins og bræður vora, hver sanngirni þeim virðist mæla með því, að þeir drotni yíir oss með nokkurum hætti. Vér bendum beim á, að vér erum minsta þjóð heimsins. Að vér getum aldrei beitt ofbeldi við nokkura þjóð. Að vér eigum engin önnur vopn en vopn skynseminnar og sannleikans, hvað sem fyrir oss kann að koma. Og vér spyrjum þá, hvort þeim flnnist nokkur hætta stafa af því, að vér fáum að njóta þeirrar sjálfstæði, sem vér eig- um sögulegan og eðlilegan rétt á. Vér bendum þeim á, að megn óánægja er í landinu út af því, hve lengi oss hefir verið fyrir- munað að ná rétti vorum, hvað sem aðrir kunna að segja um það efni. Að vér göngum að því vísu, að þeirrar óánægju kenni í löggjafar og stjórnmálum vorum áður en langt líður, ef ekki bót er á ráðin. Að tilhneigingar til algerðs að- skilnaðar við Danmörk með einhverjum hætti magnast að kalla má daglega með þjóðinni. Og vér spyrjum þá, hvort þeir geti ekki hugsað sér aðra stefnu hættulegri en þá, að láta þessa þjóð njóta réttar síns. Og að lokum snúum vér máli voru til konungs vors. Föður hans unnu allir Islendingar heitt. Og af engu verður annað ráðið en að hann sé líklegur til þess að njóta hinnar sömu ástsældar með íslendingum. Framkoma sjálfs hans, síðan er hann tók við ríki, bendir ótvíræðlega í þá átt. Vér vitum að enginn einn maður á jafn-mikinn kost á að stvðja oss að þessu máli eins og hann. Og vér treystum því fyllilega, að í öllum löndum hans sé enginn maður, sem meiri tilhneiging hafi til að láta oss njóta sanngirni og réttar en hann. Víst er um það,að með því að veita málstað vor- um sinn ómetanlegan stuðning, myndi hann tryggja sér ástæld í hugum allra sannra Islend- inga um aldur og æfi. Og sé nokkurs um það vert fyrir Danmörk að tryggja eðlilegt og sann- gjarnt samband við Island, tengja hugi manna í báðum löndunum bræðraböndum, þá er hér sann- arlega konunglegt verk fyrir höndun, eigi að eins frá sjónarmiði Islands, heldur og frá sjónarmiði Danmerkur. Einar Hjörleifsson — Frjálst sambandsland. BEININGA-BARNIÐ. Eftir MARCEL PRÉVOST. Þýtt hefir G. Guttormsson. DAÐ er ofurlítil smásag'a; hún er svo smá og þaö er svo van.dfarið meö hana, að mér finst hún varla mega við því, að eg færi hana í letur. Hún er eins og smáblóm, yndislegt og angandi, en svo veikt, að ekki má höndum um það fara. Hvað kom þá til þess, þar sem við sátum að miðdegisverði, umkringdir af öllum þeim þægindum, sem nútíðin getur veitt,og hlustuðum á ungu konuna fögru, er sjálf var söguhetjan — hvað olli því,að sagan fekk svo mikið á okkur, að hún er orðin, í þessum hluta Parísar, ein af þeim sögum, sem aldrei fyrnast, en ganga í erfðir hjá öllum stéttum; sögum, sem allir kannast við, og öllum þykir vænt um ? Ef til vill af því að hún var eins og ljósgeisli, sem allra snöggvast varpaði ljóma sínum yfir gáskann og léttúðina hjá okkur; ef til vill af því,að eins og einasta smáhreyfing er oft og tíðum nóg til þess að sýna, að limaburðurinn allur er fagur, þannig þarfoft ekki nema fáein orð í hrein- skilni töluð, til þess að hreinleikur hjart- ans sjáist allur. Við höfðum verið að tala um þessar leyndardómsfullu hvatir, sem visindin eru búin að gefa nöfn og niðurröðun. Fáir menn eru lausir við þær. Þessi óskiljan- legu öfl knýja einn mann til að teljablóm- in á veggjapappírnum eða bindin í bóka- skápnum, í einu orði, alt sem hann sér og

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.