Breiðablik - 01.08.1907, Blaðsíða 1
BREIDABLIK.
Mánaöarrit til stuönings íslenzkri menning.
FRIÐRIK J. BERGMANN
RITSTJÓRI
II. Ar.
AGUST 1907.
Nr. 3.
SAMKVÆMNI OG OSAMKVÆMNI.
ÍKKERT eralmenn-
ara en að fram sé
komið meðþákröfu,
að menn sé sjálf-
um scr samkvæmir
í öllu. Sú krafa er rétt eða rang-
lát, eftir því sem með er farið.
Sjálfsagt er fyrir hvern mann
að leitast við að fá eins mikið sam-
ræmi í skoðanir sínar og hugsana-
líf og honum er unt í hvert skifti.
Þó er líklega enginn sá maður til,
sem ekki geymi í hugskoti sínu
eitthvað af skoðunum, sem honum
annaðhvort er öldungis um megn
að fá samræmi í, eða hann reynir
ekki til að samríma.
Fullkomið samræmi í hugsana-
lífi nokkurs manns á sér naumast
stað á nokkuru skeiði æfinnar.
Það er hverjum manni um megn
á því stigi tilverunnar, sem vér
þekkjum. Og þegar einhver þyk-
ist eiga það og stærir sig ef til
vill af því, ber það vott um mann,
sem ekki er kominn sérlega langt
í að þekkja sjálfan sig.
En sé það örðugt og manninum
um megn að komast svo langt að
hafa samrímt allar skoðanir sínar
á sama tíma, er hitt enn örðugra
að ætla sér að halda sér rígbundn-
um við sömu skoðanir í öllu lífi
sínu, frá því að þær fyrst myndast
og fram á elliár. Væri einhverjum
þetta unt, mætti auðvitað tala um
samkvæmni í lífi hans. En væri
það hrós eða væri það last ?
Vér höldum því öldungis af-
dráttarlaust fram, að það væri
hverjum manni last en ekki hrós.
Það syndi, að hann hefði staðið
kyrr eins og steinn, án þess að vera
í nokkuru sambandi við lífið. Það
hefði blásið um hann. Regn þess
og dögg hefði fallið yfir hann.