Breiðablik - 01.08.1907, Blaðsíða 3

Breiðablik - 01.08.1907, Blaðsíða 3
BREIÐABLIK orðið sár í baráttunni, espast upp á móti öllum, sem ekki vildu fara nákvæmlega sömu leiðina og farið að dæma um þá nokkuð óvægilega. En hinn betur og betur skilið, að sannleikurinn á margar leiðir og að mest sé um það vert að hlýða hans rödd úr hvaða átt, sem hann kallar. Hvorugur ætti að bregða hinum um ósamkvæmni, þótt báðum væri ef til vill innan handar að tína ým- islegt til, sem ólíkt væri hinni fyrri stefnu. Hámarkið er eigi að standa í stað, né heldur hugsa sig ávalt um: hvað hefi eg áður um þetta sagt eða hugsað. En hámarkið er, að halda ávalt þeirri skoðan fram, sem hann í það skifti álítur sann- asta. Sá er sjálfum sér samkvæm- astur, sem lætur sannleikann gjöra sig að frjálsari manni, með meiri skilning á lífinu og heitara samúð- arþeli til mannanna. Þann ávöxt á þroski lífsins að veita oss öllum, en ekki hið gagnstæða. Báðir hafa þeir að líkindum margs að iðrast. Margt ógætilegt orð og sum óbróðurleg hafa þeir báðir talað, sem þeir vildu láta gleymast og glatast. Þegar þeir eru mintir á þau, ætti hvorugur að segja: Þér íerst; þú hefir talað ljótt sjálfur. Svo lét ekki konung- urinn í ísrael sér farast, er um- komulaus alþýðumaður kom til hans og sagði: Þú ert maðurinn, — þótt sjálfsagt hefði það verið hægðarleikur. Ósamkvæmni getur líka verið með svo mörgu móti. Osjaldan er hún að eins fólgin í ólíku sjónar- miði. Eitthvað getur t. d. verið að stefnu einhvers blaðs og svo verður einhver til að benda á það. Hann hugsar í það skifti um þetta, sem honum virðist athugavert, og ekki annað. •— Síðar getur sami maður sýnt fram á, að margt hafi blað þetta haft til síns ágætis, það hafi tekið drjúgan þátt í umræðum um andleg mál og á þann hátt gjört töluvert gagn. í því þarf engin ósamkvæmni að vera. Sjón- armiðið er að eins ólíkt. (Sbr. um- mæli vor um Kbl.). Hitt má vel vera, að sá hinn sami hafi fundið til þess, að um- mæli hans hin fyrri hafi verið hörð og óbróðurleg — flísin hafi orðið að bjálka — og hugsað : Þetta skal framvegis varast. Eitthvað af þeirri ósamkvæmni ætti allir menn að eiga í fari sínu. Og heldur viljum vér standa í sporum þess, sem slíka ósamkvæmni hefir sýnt, en í sporum hins, sem aldrei þykist hafa neitt oftalað eða of- gjört. Ósamkvæmni virðist það lítt skiljanleg að álíta sjálfan sig frið- helgan, tala um árás og frum- hlaup, hvað lítið sem orði hallar, ef bent er á, að stefnan gæti verið heppilegri með ofurlítið breyttum hætti, — en halda þó sjálfur uppi stöðugum árásum á aðra menn, og gjöra þeirra stefnu sem allra- tortryggilegasta. Er eigi sú ósam- kvæmni svo mikil, að stórri furðu

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.