Breiðablik - 01.08.1907, Blaðsíða 4

Breiðablik - 01.08.1907, Blaðsíða 4
36 BREIÐABLIK sæti, að hún skuli geta verið í huga nokkurs manns í sama bili ? Skoðanamunur er sjálfsag"ður og- óumflýjanlegfur. Hann verður ávalt til g"óðs, ef rétt er með farið. Samræmisaflið í sálum mannanna kemur því til leiðar. Þegar hugir mannanna eru á valdi kærleikans, skilja þeir hver annan og taka til greina hverja bending, sem með- mæli fær í samvizkum þeirra. Að- alatriðið verður því ávalt þetta, þegar eitthvað ber á milli: Hefir kærleikurinn vald áhugum þeirra? Jónatan fylgdi föður sínum og gamalli stefnu í ísrael. Davíð var maður nýrrar tíðar og nýrrar stefnu. Samt voru miklir kærleikar með þeim Jónatan og Davíð. HEIðURSDAGUR. Minni Vestur-Islendinga 2. ágúst 1907 að Gimli. Þab er einn dagur í lífi mannanna, sem um fram aðra daga. er nefndur heiöurs- dag-ur. Það er giftingardagurinn. Þann dag er meira um fagnað en aðra daga. Þá er öllu tjaldað, sem til er, til að gjöra bæði fagnað og heiður sem mestan. Dagurinn í dag er heiðursdagur íslend- ingsins. Hvar sem hann á heima minnist hann þess í dag, að hann er íslendingur. Hann minnist þess ekki feiminn og með niðurlútu höfði, eins og sá sem þarf að skammast sín fyrir eitthvað. Hann minn- ist þess eins og skáldin fornu, er þau gengu fram fyrir hirð erlendra konunga og voru spurð hvað manna þau væri. Eg er íslendingur! Þess er minst í dag á fósturjörð vorri. Nú er alt stórmenni landsins komið sam- an í dag á Þingvöllum með konungi sín- um og erlendum höfðingjum. Nú er þar meiri hátíð haldin og viðhöfn veglegri en ef til vill nokkuru sinni áður í allri sögu þjóðar vorrar. En aðal-atriðið í þeirri viðhöfn og því hátíðahaldi er þetta: Þjóðin er að standa upp og segja snjallara rómi og hvellara en nokkuru sinni áður: Vér erum ekki danskir menn. Vér erum ekki dönsk þjóð. Land vort ekki dönsk hjálenda. En vér erum íslendingar. Þjóð vor er íslenzk þjóð. Og landið vort á enginn annar í öllum heimi en íslenzka þjóðin sjálf. ísland er land íslenzkrar þjóðar frá efstu fjallatindum út til yztu miða. Guð gaf henni það. Þar hefir hún drýgt öll örlög sín. Það sem guð hefir gefið henni má enginn af henni taka. Greinilegar en nokkuru sinni áður segir hún Dönum þetta í dag, — dönskum kon- ungi og danskri þjóð. Og skilji Danir það ekki í dag, rennur einhvern tíma upp sá annar ágúst, ab þeir mega til með að skilja. Konungi Dana segir hún: Viljir þú vera konungur vor, mátt þú ekki að eins vera konungur Dana, heldur um leið og í jafn-sönnum skilningi konungur íslend- inga. Þú verður að láta þér jafn-ant um þjóðréttindi og sjálfstæði íslendinga eins og þú lætur þér um þessi óðul Dana. Þú verður að vera konungur sjálfstæðrar ís- lenzkrar þjóðar og varðveita frelsi hennar eins víst og þú ert konungur danskrar þjóðar og varðveitir frelsi hennar. Þess vegna er þessi 2. ágúst meiri heið- ursdagur en áður hefir runnið upp í sögu þjóðar vorrar. Og þess vegna verða ókomnir þjóðminningardagar vorir meiri og meiri heiðursdagar. Því hvernig sem réttlátum kröfum þjóðar vorrar verður tekið nú í sumar og hvernig sem dansk- lundaðir íslendingar kunna að reyna að

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.