Breiðablik - 01.08.1907, Blaðsíða 5

Breiðablik - 01.08.1907, Blaðsíða 5
BREIÐABLIK 37 drag'a úr þeim í bili, mun það sannast aö utan um þessar sjálfstæðiskröfur mun þjóðin safnast, þangað til hún ber þær fram einum munni,--------og þá er sigur- inn unninn. Sá þjóðminningardagur, sem þá verður haldinn, bæði austan hafs og vestan, þeg- ar sjálfstæðiskröfur íslands hafa verið viðurkendar til fulls og þjóð vor fær aftur sitt forna frelsi óskorað, — verður sann- kallaður heiðursdagur, — einn hinn mesti heiðursdagur, sem nokkurri þjóð er unt að benda á. Þá hefir minsta þjóð heimsins unnið frægan sigur á óblóðugum orustuvelli réttláts málsstaðar. Þá yrði meiri heiður að vera íslendingur en Englendingur, Ameríkumaður eðaÞjóð- verji, sem haldið hafa uppi sókn og vörn fvrir frelsi og þjóðarheiðri með hervaldi og fallbyssukúlum. Þann dag myndi allar þjóðir heims taka hatt af höfði fyrir íslendingnum. Þegar Galiziu-menn fara hér um farinn veg fram hjá þessu indæla skógarrjóðri, og sjá hér prúðbúinn hóp, segja þeir að líkindum : Hvað manna er þetta? Sé þeir svo djarfir að koma nógu nærri, heyra þeir svarið: Vestur-íslendingar! Og þegar eg lít yfir þenna hóp, sé eg hér fólk úr öllum sveitum íslands, Sunn- lendinga og Norðlendinga, Austfirðinga og Vestfirðinga. Hvergi eru fulltrúar allra •íslands sveita betur komnir saman á einn stað en hér og á Þingvöllum. Þegar íslenzkar bygðir hófusthérvestra, — frá þeim degi, að farið var að tala um Vestur-íslendinga, bættist ný sveit í tölu íslenzkra sveita. Er hún mögur eða feit? Hvernig er mannfólkinu háttað? Er það frjálslynt og göfugmannlegt? Er það sjálfstætt og upplýst í skoðunum og hugsunarhætti? Elskar það frelsi og fósturjörð og vill það hennar sóma sem mestan? Eru það fram- faramenn? Standa þeir ofarlega eða neð- arlega í sönnu manngildi? Sjáið Galiziumanninn, nágranna yðar. Hann hefir alið aldur öld fram af öld í frjósömustu veðursældarsveitum suður- hluta Norðurálfu. Hann kemur hingað í þetta mikla menningarland á fyrsta ára- tug tuttugustu aldar. Þarna í sólskinslandinu hefir hann ekki mannast betur en það, að hann lætur kon- una sína ganga berfætta og bera bagg- ann, en gengur sjálfur með hendur í vasa. Eða nágrannar spenna aktýgjum á herðar kvenna sinna og láta þær draga plóginn, en halda sjálfir á svipum í hendi. En sú raunasjón! -----Það er ekki fólkinu að kenna, sem margt hefir til síns ágætis. En það er menningarleysi fósturjarðar- innar að kenna. Þá sjáum vér Vestur-íslendingar það bezt, hve þúsundfalt meir vér eigum fóst- urjörð vorri að þakka. Vér erum staddir á söguríkasta staðn- um, sem Vestur-íslendingar eiga. Þeim stað, sem vestur-íslenzkir landnámsmenn nefndu eftir bústað guðanna á hinni nýju jörð, þar sem gullnar töflur fuiidust í túni. Fósturjörð vor sendi oss út yfir hafið til að leita að gulltöflum heimsmenningar- innar. Takist oss að finna þær hér, finnur hún þær um leið. Finnum vér þær handa sjálfum oss, finnum vér þær um leið handa henni. Fróðum mönnum telst svo til, að Gimle þýði fagurgróin fjallshlíð, þar sem hlé sé fyrir öllum stormum og þar sem alt glitri af gulli og gimsteinum. Það er bústaður guðanna. Það er hin nýja jörð heims- menningarinnar. Vér erum allir á leið til Gimle. Vestur- íslendingar voru sendir af örkinni til að flýta fyrir ferðum þjóðar vorrar til Gimle. Þeir ætti að sigla á fremstu skeiðinni og sýna leiðina. Það stóð lengi á því, að járnbrautin kæmi hingað til Gimli. í þrjátíu ár máttuð þér bíða. En eftir þrjátíu ár gólaði eim-

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.