Breiðablik - 01.09.1907, Blaðsíða 1

Breiðablik - 01.09.1907, Blaðsíða 1
BREIDABLIK. Mánaöarrit til stuönings íslenzkri menning. FRIÐRIK J. BERGMANN II. Ar. SEPTEMBER 1907. Nr. 4. BRÆÐRALAG MANNANNA. íÁTT er það, sem menn kannast al- ment betur við, en þá staðhæfing", að allir menn sé bræð- ur. Hún ætti engum að koma sér- Iega ókunnuglega fyrir. Hún var einn þátturinn í fagnaðarerindi mannkynsfrelsarans, sem hann flutti heiminum. Samt sem áður breg-ðast menn ósjaldan fremur ókunnuglega við, þegar þessu er haldið fram. Sund- urleitar skoðanir skifta mönnunum í einlæga flokka. Með flokkunum verður ágreiningurinn svo mikill, að erfitt gengur að muna eftir því, að menn sé allir bræður. Og við getur það borið, að mönnum gangi einna lakast eftir þessu að muna, þar sem ágreiningsefnið er lítið og klofning myndast út af einhverju smáatriði. Hið smáa verður þá svo stórt í augum manna, að bræðralagið gleymist. Meiri vorkunn er það óneitan- lega, þegar eitthvað stórmikið ber á milli. Þegar tveim öldungis and- stæðum lífsskoðunum lýstur sam- an, verður freistingin sterkust. Vér tökum til dæmis kristindóm- inn annars vegar og þær stefnur, sem honum eru með öllu andvígar hins vegar. Þar virðist um einna mestar andstæður vera að ræða. Eru mennirnir, sem þar eru hver öðrum andstæðir, bræður, — eða eru þeir það ekki? Er nokkuð sameiginlegt með þeim, eða er það hætt að vera til? Þetta er alvörumál. Hér er um tvær ólíkar lífsskoðanir að ræða. Onnur klýfur mannkynið sundur í tvær fylkingar og skoðar aðra fylgjandi sannleikanum, guði og öllu, sem gott er; hina fylgjandi lýginni, hinum illa og því, sem ilt er. Þá getur naumast verið um bræðralag að ræða. Hin lífsskoðanin forðast slíka

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.