Breiðablik - 01.09.1907, Qupperneq 1

Breiðablik - 01.09.1907, Qupperneq 1
BREIÐABLIK. Mánaöarrit til stuönings íslenzkri menning. FRIÐRIK J. BERGMANN RITSTJÓRI II. Ár. SEPTEMBER 1907. Nr. 4. BRÆÐRALAG MANNANNA. ÁTT er það, sem menn kannast al- ment betur við, en þá staðhæfing, að allir menn sé bræð- ur. Hún ætti eng'um að koma sér- lega ókunnugflega fyrir. Hún var einn þátturinn í fag'naðarerindi mannkynsfrelsarans, sem hann flutti heiminum. Samt sem áður bregðast menn ósjaldan fremur ókunnug'leg'a við, þeg'ar þessu er haldið fram. Sund- urleitar skoðanir skifta mönnunum í einlægfa flokka. Með flokkunum verður ágreiningurinn svo mikill, að erfitt g'eng'ur að muna eftir því, að menn sé allir bræður. Og við getur það borið, að mönnum gangi einna lakast eftir þessu að muna, þar sem ágreiningsefnið er lítið og klofning myndast út af einhverju smáatriði. Hið smáa verður þá svo stórt í augum manna, að bræðralagið gleymist. Meiri vorkunn er það óneitan- lega, þegar eitthvað stórmikið ber á milli. Þegar tveim öldungis and- stæðum lífsskoðunum lýstur sam- an, verður freistingin sterkust. Vér tökum til dæmis kristindóm- inn annars vegar og þær stefnur, sem honum eru með öllu andvígar hins vegar. Þar virðist um einna mestar andstæður vera að ræða. Eru mennirnir, sem þar eru hver öðrum andstæðir, bræður, — eða eru þeir það ekki? Er nokkuð sameiginlegt með þeim, eða er það hætt að vera til? Þetta er alvörumál. Hér er um tvær ólíkar lífsskoðanir að ræða. Onnur klýfur mannkynið sundur í tvær fylkingar og skoðar aðra fylgjandi sannleikanum, guði og öllu, sem gott er; hina fylgjandi lýginni, hinum illa og því, sem ilt er. Þá getur naumast verið um bræðralag að ræða. Hin lífsskoðanin forðast slíka

x

Breiðablik

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.