Breiðablik - 01.09.1907, Blaðsíða 2

Breiðablik - 01.09.1907, Blaðsíða 2
50 BREIÐABLIK flokkaskifting". Hún álítur mann- kynið alt hafa sameiginlegt mark- mið. Hver einstaklingmr og- mennirnir allir eru að leita að farsældinni. Sumir skilja far- sældarskilyrðin betur en aðrir, eru lengra komnir áleiðis en aðrir, gefa sig sannleikanum betur á vald, láta sér betur takast að forðast villigöt- ur og g'lapstigoi. En allir eru að leita farsældar sjálfum sér og mannkyninu öllu til handa, þó sumir gjöri það í meiri blindni en aðrir. Ef svo er litið á, gleymist það aldrei, að mennirnir eru bræður. En svo hranaleg'a er oft með sannleikann farið, að bræðralag- inu er gjarnt til að gdeymast. Allir vilja eignast hann, ef þeim annars væri unt. En honum er ósjaldan haldið fram í blindni. Hann kem- ur þá fram í óskapnaði svo miklum og gerfi svo voveiflegu, að menn þykjast sjá diöfla við dag bjartan, þó í rauninni sé vinir á ferðum í dulargerfi, sem reka vilja erindi hans af alefli. Maður er nefndur Gustave Hervé. Hann á heima í Parísar- borg á Frakklandi. Hann er al- kunnur jafnaðarmaður (socialisti), óvinur iiervaldsins, auðvaldsins, trúarbragðanna og kirkjunnar. Það sýnist nóg til að gjöra hann að vargi í véum, að stórsekum skógarmanni, óalandi og óferj- andi. Samt sem áður væri honum með því stórkostlegur óréttur gjör. Hann ann réttlætinu af alhutr. O Hann er lögfræðingur og hefir verið háskólakennari í mannkyns- sögu. Hann er mannúðarmaður hinn mesti og að mörgu leyti hinn geðþekkasti. En hann er mann- félaginu stórreiður, og bálvondur út af því, að það skuli leggjast á aumingja, umkomuleysingja og fátæklinga. En málefni þeirra liggja næst hjarta hans. Hann æðir oft gegn trúarbrögð- umogkirkju. Trúarbrögðin styðji forréttindi hinna fáu; þau sé móti almúganum, en með hervaldinu. Kirkjan hafi frá byrjan verið kirkja hinna auðugu, kirkja tízkunnar, kirkja hinna efri stétta mannfé- lagsins. Hún hafi fjötrað vísindin, verið hlekkur um fætur stjórnmála- manna og kúgað aumingjana. Þess vegna sé menn nú að snúast gegn henni og trúi því naumast lengur, að til sé nokkur sál. Sé hann spurður að, hvort sið- ferðisböndin bresti þáekki um leið, svarar hann með stillingu: Mann- kynið slítur aldrei þau bönd af sér, sem nauðsynleg eru til velferðar. Mannkynið fargar sér aldrei sjálft. Það, sem vér erum að leita eftir, er lausn fyrir hina þjáðu og farsæld fyrir hina ófarsælu. Farsæld fyrir hina ófarsælu! Eftir henni er hann að leita. Far- sæld mannkynsins, —það er hans mikli draumur. Ut af því hefir honum orðið svo heitt um hjartað. En í hitanum hefir hann orðið blindur og ósanngjarn. Og hann

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.