Breiðablik - 01.09.1907, Blaðsíða 3

Breiðablik - 01.09.1907, Blaðsíða 3
BREIÐABLIK vill gfrípa til örþrifráða, sem gjöra myndi að eins vont verra. Hvert er nú hið mikla ætlunar- verk kirkjunnar? Farsæld mann- kynsins — bæði þessa heims og annars. Hve vel eða illa henni hafi tekist að leysa þetta ætlunar- verk af hendi — um það geta menn deilt. En hver sem annars hefir tóm og stillingu til að hugsa sig um, hlýtur að kannast við: Þetta hefir verið og er enn þann dag í dag ætlunarverk hennar, þó mis- jafnt hafi tekist. Gustave Hervé álítur kirkjuna vera mannkyninu til ills eins. Kirkjan álítur Gustave Hervé vera fjandmann mannkynsins. Svo lýsa þau hvert annað í bann. Samt sem áður bera þau sama áhugamálið bæði innst í hjarta: Sanna færsæld mannan na. En þetta gleymist báðum. Þau halda hvort um sig, að hinu gangi ilt eitt til. Kirkjan vilji kúga og beita samvizkur mannanna ofbeldi, segir Gustave Hervé.—Hann leys- ir öll bönd, drepur öll hamingju- öflin, steypir út í glötun og ófar- sæld, segir kirkjan. En hvorugu gengur ilt til, held- ur gott eitt. Bæði þrá hið sama. Hve óumræðilega mikill ávinning- ur væri í því fólginn, að þau skildu þetta og könnuðust við það. Menn hatast vegna þess þeir blína á hið ljóta og illa í fari hvers annars. Menn elskast, hve nær sem þeir skilja hið góða hver hjá öðrum — elskast eins og bræður, jafnvel þó 51 menn greini á um, hver leiðin sé auðveldust eða heppilegust til að auka farsæld mannkynsins. Trúarbrögðunum verður aldrei hrundið fyrir hamra. Kirkjunni aldrei komið fyrir kattarnef. En til þess trúarbrögðin og kirkjan leysi ætlunarverk sitt af hendi og verði mannkyninu til þess hjálp- ræðis í tímanlegum efnum og and- legum, sem þeim er ætlað, verður Gustave Hervé að tala. Kirkjan, sem svo miklu góðu hefir til leiðar komið, lætur þá af- skifti sín af málum mannanna verða frjálsmannlegri og skilur, að frelsið er mannsandans kostu- legasti kjörgripur. Hún hættir þá að aðskilja sannleikann og frelsið, eins og henni svo oft hefir orðið. Hún hefir gefið mönnunum sann- leikann, en of oft neitað um frelsið. En sannleikurinn gjörir mennina frjálsa. Baráttan í mannfélaginu og sá sársauki, sem henni fylgir, er að lang-mestu leyti fólgin í átökum mannsandans við að láta sannleik- ann og frelsið verða samfara. í hvert skifti, sem mennirnir tileinka sér einhver sannindi, verða þeir að spyrna af sér einhverju ófrelsis- hafti um leið. Kirkjan hefir hugs- að um sannleikann, en minna um frelsið. Andstæðingar hennar meira um frelsið, en minna um sannleikann. En hve nær sem einhverjum tekst, að koma þeim skilning inn, að ætlunarverkið sé nákvæmlega

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.