Breiðablik - 01.09.1907, Blaðsíða 5

Breiðablik - 01.09.1907, Blaðsíða 5
BREIÐABLIK 53 Ef þú frið og farsæld hefur, feginn un við þeginn skamt. Þeim mun meira’ er þú burt gefur, þeim mun meira’ er eftir samt. Rétt oss hönd, í hring vér stöndum, hinum gleði miðla’ af þér, — eins og finst í öðrum höndum, er þig rafmagn gegn um fer. Ef þú stendur einn í skugga angurvær og sorgbitinn, myrkvastofu gegn um glugga gá þú upp í himininn. Illir slokna eldibrandar, er þeir koma himni nær. Ljómar guðs til hægri handar himnesk elsku-sólin skær. Þú sem enn átt æskustjörnu yfir lífsins paradís, ver með lyndi gleðigjörnu, góður, mildur, blíður, vís. Drekk úr lífsins dýrum brunni, drekk þig heitan, teyga nóg, svo þig neitt ei kæla kunni kalt þótt verði’ á lífsins sjó. Þú sem fullar hefir hendur hæðum lífsins björtum á, meðan enn þú uppi stendur öðrum líkn og miskunn tjá. Reis þitt hús á blómgu bóli, blasa lát það sólu við; reis þitt hús í herrans skjóli, haf við alla sátt og frið. Þú sem með þitt höfuð hvíta hátt ert kominn lífs á rið, ef þú vilt án ótta líta ofanfyrir, stattu við. Eigi veiztu loks hvar lendir lokið þegar sigling er. Góður svo þér gefist endir góðar vættir seið að þér. Af þér gott eitt leiða láttu líf á meðan endist hér; þá í friði fara máttu, friður drottins sé með þér. Ekkert hatur, engin reiði yfirskyggi þína sæng. Eilíf drottins elska breiði yfir þig sinn náðarvæng. Valdimar Briem. GLAPSTIGIR OG GÖNUHLAUP. Eftir GUÐMUND FRIÐJÓNSSON. I. U saga er ný og gömul undir sólunni, að þeir menn eru kallaðir þjóðfjendur, sem elska þjóðina sína svo mikið, að þeir leggja alt í sölurnar fyrir hana, sem þeir geta lagt. Hinrik Ibsen, Norðmannaskáld, hefir tekið þetta efni og rakið úr því uppistöð- una í einu leikriti sínu: ,,Þjóðíjandinn“. Sagan er á þessa leið: Læknir í þorpi einu hefir komist að raun um, að vatn, sem notað var við böðunar- stofnan bæjarins, sé morandi af sótt- kveikjum. Vatnið var tekið upp og leitt úr vatnsþró inn í bæinn og höfðu ,,helztu menn“ bæjarins séð um vatnsveituna. Læknirinn rannsakaði grendina og vatns- veitustöðvarnar og komst að raun um, að þar var nærlendis gamall kirkjugarður, eða valur rotnaðra líka. — Hann kom málinu á dagskrá og dæmdi vatnið óholt og eitrað. En þá risu upp á móti honum ,,beztu“ menn bæjarins og gerðu að honum gern- ingaveður illyrða og sakargifta. Þeir sögðu, að hann svívirti beztu menn þjóð- arinnar og reyndi til að svifta almenning- inn þessu hagræði. Reyndar hafði þó læknirinn engum hnútum kastað að þeim mönnum, sem létu vatnið renna til bað- anna.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.