Breiðablik - 01.09.1907, Blaðsíða 9

Breiðablik - 01.09.1907, Blaðsíða 9
BREIÐABLIK loksins nokkuð hikandi, er eg hafði vandað hana svo sem eg framast hafði föng- á. Mér þótti það því ekki nema eðlilegt, þó surnir myndi ekki kunna við þessa aðferð, og jafnvel hafa ótrú á henni fyrirfram ; af þeirn fáu, sem af þessu höfðu að segja, vissi eg jafnvel til þess um einn eða tvo menn, að þeir höfðu ótrú á þessu. Hitt kom mér aftur öldungis óvart og er mínum skilningi ofvaxið, að efni kversins mundi hneyksla nokkurn kristlnn mann, eða að nokkur myndi þykjast finna þar vantrú eða trúarvillur, sem ekki er laust við, að hafi verið gefið í skyn. Þetta sýn- ist mér vera ,,að sjávofur um hábjartan daginn“, og er eg- mér þess ekki meðvitandi, að eg hafi gefið neitt tilefni til þess. Eg hefi nú þegar eg skrifa þetta ekki við höndina aðfinslur þær, sem kverið hefir orðið fyrir, en eg man helzt eftir þremur, sem miðuðu í þessa átt. Eitt var það, að ekki væri getið um getnað Krists af heilögum anda. Það er satt, að þetta atriði er ekki nefnt í kverinu með þeim orðnm; — það er heldur ekki gert í Helga-kveri (nema í ritningargrein), og man eg ekki til þess, að neinn hafi hneykslast á því. En það, sem hér er mergurinn málsins, er aftur getið um, meira að segja á nokkurum stöð- um (sbr. t. d. Trúaratr. 9, 1. 3. o. v.). Annað var það, að ekki er nefnd niðurstigning Krists til helvítis, sem svo hefir verið kölluð. Balle nefnir hana ekki í sínu kveri, og man eg ekki til þess, að það hafi hneykslað neinn. Svo get eg ekki séð, að hægt sé að draga út af þessu atriði trúarjátning- arinnar gagnlegan lærdóm fyrir börn. Að því er þessi tvö atriði snertir, sem hér hefir verið minzt á, þá sýnist það ekki bera vitni um neina tilhneg- ing í vantrúaráttina, að eg í fyráminstri grein, sem rituð var um þetta leyti í fyrra, taldi sjálfsagt að prenta hina postullegu trúarjátningu framan við kverið, ef það yrði lögleyít og gefið út aftur. Þ>á er þriðja atriðið: eilíf útskúfun. Hér virðist vera ætlast til, að eg fari lengra eti trúarjátningin gefur tilefni til. Jú, eg hefi farið heldur lengra en hún, þar sem talað er um dóminn (Trúaratr. 19, 2.) og eg get þess, að Kristur mnni ekki að eins koma aftur að dæma, heldur muni hann dæma réttan dóm, endurgjalda öllum, og hver muni þá upp- skera það sem hann hefir til unnið. Ritningar- greinin, sem hér er vitnað til, tekur af öll tvímæli í þessu tilliti. En hitt er satt, að eg hefi ekki farið frekara út í skýringu kirkjunnar á hegningu óguð- legra; og það má telja öðrum trú um það en mér, að slíkt sé holt fyrir börn eða yfir höfuð barna- meðfæri. — Það hcfir vakað fyrir mér eitthvað líkt því, sem eg í vetur sá í dönsku kirkjublaði (Kirken og Hjemmet); þar segir svo: ,,Trúar- bragðafræðsla, sem er of hörð og myrk og ol einangruð og trúfræðisleg, getur átt illa við 57 barnseðlið, en heilnæm evangelisk (kristindóms)- boðan vekur einnig gleði og rósemd í hjörtum barnanna“.* Eg bið yður að taka þetta ekki svo, sem eg sé að afsaka mig. Eg sé ekki, að þess sé þörf, að minsta kosti ekki fyrir yður. Og engum er vor- kunnarmál að sjá hið rétta í þessu efni, ef þeir vildi athuga það gaumgæfilega. En eg vil líta enn á þetta, að hér hafi misskilningur átt sér stað. Það er raunar auðmýkjandi fyrir mig, að eg, sem gerði mér svo mikið far um að hafa alt sein allra ljósast, skuli ekki hafa getað gengið svo frá þessu, að það væri ekki misskilningi undirorpið. En raunar kemur það stundum fyrir, að það, sem er augljóst börnum og smælingjum, er hulið spek- ingum og fræðimönnuin. Heyrt hefi eg það fundið að ,,lífsreglunum“ í síðara hluta kversins, að þær væri upptalningar á ýmsum skyldum; en ekki hafa þeir Baile biskup og síra Helgi horft í slíkar upptalningar í sínum kverum, enda er það ekki auðsætt, hvernig verður komizt hjá þeim. Hitt er aftur álitamál, hvað iangt á að fara í þessum efnum. Eg kannast og við það, sem sumir hafa til nefnt, að það kann að hafa verið æskilegt, að kverið hefði verið nokkuru styttra, en vanséð er þó, hverju helzt hefði átt að sleppa. Svo hefir það og verið að fundið, að hér sé gert ráð fyrir utanaðlærdómi. Nokkuð hefir það til síns máls, en hæpið finst mér að sleppa honum að öllu leyti. Það er gott í ýmsu, sem fyrir keinur í lífinu, að minnast eigi að eins ritningargreina, heldur og versa, sem menn hafa numið og fest í minni. En þó að þess konar nám kunni að vera athugavert að sumu leyti, þá er það þó miklu síður um bundið mál en óbundið. Og í annan stað er inér ekki kunnugt um það, að nokkurir þeirra, sem mest mega sín í kirkjulegum efnum hér á landi, hafi enn stigið nokkurt spor í þá átt að reyna að afnema utanaðlærdóm í kristnum fræðum. Enn hefir það verið að fundið, að eg ekki hafi borið kverið undir prestastéttina. Þetta er ekki nákvæmt; því að eg lagði svo fyrir, að kverið yrði meðal annars sent öllum próföstum og ýms- um prestum öðrum, er eg helzt hafði kynni af, og vona eg, að það hafi verið gert. Það kann að hafa verið yfirsjón, að eg lét ekki senda þeim það öllum. E’i litlu nær hefi eg orðið fyrir þetta. Þeir fáu prestar, sem ininzt hafa á það við mig, hafa látið vel yfirþví. Flestir hafa ekkert á það minzt; geta ýmsar orsakir verið til þess, og tek eg það ekki illa upp fyrir neinum þeirra. * ,,En altfor streng' og inörk Religionsundervisning kan være Börnenes Natur imod, men en sund evangelisk For- kyndelse skaber ogsaa Glæde og Tryghed i Barnehjertet“.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.