Breiðablik - 01.09.1907, Blaðsíða 14

Breiðablik - 01.09.1907, Blaðsíða 14
62 BREIÐABLIK þröng’um g'iljum og beljandi ám; ekkert sléttlendi, en feiknaöldur úr grjóti og risa- vaxnar moldarhæöir með þykkri ábreiöu úr blómum og hrísi og óhemju skógum úr háum kastaníutrjám og furu. ,,Það er jarðvegur í frumlegu ástandi, ój'rktur og í eyöi, þó hér og þar megi sjá þorp, allra-líkust grjóthrúgu á fjallabrún- um. „Engin menning, enginn iðnaður, eng- in list. Aldrei rekst maður á fágaðan við eða úthögginn stein. Hér eru engar leyfar frumlegrar, en næmrar smekkvísi forfeðr- anna, er beri vott um fegurðarvit og list- fengi. Þetta finst mönnum mest til um í þessu harðhnjóskulega, en fagra landi: arfgengt áhugaleysi á nokkurri leit eftir fögrum mvndum, sem vér nefnum list. ,,ítalía — þar sem hver höll er meist- araverk, full listaverka; þar sem mar- mari, viður, brons, járn, málmar og stein- ar bera bott um snilli mannsandans; þær smæstu fornaldarleifar, sem geymzt hafa í gOmlum húsum, sýna guðlegan fegurð- arþokka; — Italía er í huga vorum allra eins og heilagt land, sem vér elskum af því það sýnir og sannar átök, stórvirki, mátt og sigur skapandi hyggjuvits mann- anna. ,,Og beint á móti Italíu hefir Korsíka haldið áfram að vera villimannaland, sjálfri sér lík frá byrjan. Mannlegar verur túa þar í lélegum hreysum, afskiftalausar um alla hluti, sem ekki koma daglegu lífi þeirra við eða snerta ófriðinn á heimilum þeirra. ,,Þær hafa erft galla og hæfileika gam- alla kynslóða menningarlausra, ofbeldis- fullra, hefnigjarnra og grimmra manna að eðlisfari; og þó gestrisinna, örlátra, guðhræddra og opinskárra; þeir opna dyr sínar fyrir gestum og gangandi og endurgjalda smávegis velvildaratlot með trúfastri vináttu. ,,Heilan mánuð gekk eg fram og aftur um þessa fögru ey og fanst eg vera kom- inn til enda veraldar. Þar voru engin gistihús og engir vegir. ,,Með því að þræða stigi inúlasnanna komst maður til smáþorpanna, sem héngu utan í fjallshlíðum yfir krókóttum gilja- hyldýpum; og upp úr þe<m heyrðist á kveldum sífeldur niður — dapur og drynj- andi fossniður. Eg barði að dyrum ein- hvers hússins og bað um skjól fyrir nótt- ina og eitthvað að eta; settist að fátæklegu borði og svaf undir fátæklegu þaki; og að morgni tók eg fast í hendi gestgjafans, sem fylgdi gesti sínum út að takmörkum þorpsins. ,,Eftir tíu mílna gang kom eg kveld eitt að litlum, einmana kofa í þröngum dal, sem lániður að hafi, röst vegar fram undan mér. ,,Tvær brattar fjallshlíðar, þaktar hrísi, urð og háum trjám, luktu þetta raunalega dapra dalverpi inni eins og dimmir veggir. Kring um kofann voru vín'iðarhríslur og dálítill garður; litlu lengra burt voru fáein stór kastaníutré, — ofurlítið til viðurværis; í stuttu máli heilmikil eign í þessu fátæka landi. ,,Konan, sem tók á móti mér, var göm- ul og alvarleg, en hirtnisleg, sem fremur er óvanalegt í eynni. Maðurinn sat á tágastól og stóð á fætur til að heilsa mér, en settist svo aftur án þess að segja eitt orð. ,,‘Fyrirgefið honum‘, sagði meðhjálp hans í lífinu. ‘Hann er áttatíu og tveggja ára gamall og er nú orðinn heyrnarlaus*. ,,Hún mælti á frönsku eins og hún er töluð á Frakklandi. Eg furðaði mig á því og sagði: ,,‘Þér eruð þá ekki fædd á Korsíku?1 ,,‘Nei‘, svaraði hún. ‘Við erum frá meginlandinu, en höfum átt hér heima í fimmtíu ár‘. ,,Mér varð hverft við að hugsa um þessi fimmtíu ár í þessu dapra gili, svo langt frá borgum, þar sem menningin á heima. ,,Gamall hjarðmaður kom inn og við settumst niður að eta eina réttinn, sem

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.