Breiðablik - 01.09.1907, Blaðsíða 15

Breiðablik - 01.09.1907, Blaðsíða 15
BREIÐABLIK hafður var til nátturðar, — þykka súpu af jarðeplum, reyktu svínsfleski og kálhöfð- um, sem soðið hafði verið til samans. III. ,,Að lokinni þessari einföldu máltíð, settist eg niður fyrir dyrum úti. Hin dapra útsýn olli mér óróleika og þung-lyndis og illa fór að ligg'ja á mér eins og oft verður með ferðamenn á fagnaðarlausum kveld- um á einmana stöðum. ,,Það var eins og komið væri að enda- lyktum lífsins og veraldarinnar. Óttaleg eymd lífsins skall yfir mig; einangranin frá öllu, sem maðttr þráir; döpur einverj- tilfinning mannshjartans, sem draumar eru að vagga og svíkja fram í dauðann. ,,Gamla konan kom til mín. Forvitnin, sem aldrei dvínar í djúpi sálnanna, jafnvel hinna auðmjúkustu, kom henni til þess, og hún sagði: ,,‘Þér eruð þá frá Frakklandi?' ,,‘Já. Eg er að ferðast mér til skemt- unar*. ,,‘Þér eruð frá París, ef til vill ?‘ ,,‘Nei, eg er frá Nancy*. ,,Mér virtist hún komast sérlega mikið við. Hvernig eg sá það, eða öllu heldur varð þess var, veit eg ekki. ,,‘Þér eruð frá Nancy —‘ tók hún upp aftur ofur-hægt. „Húsbóndinn kom fram í dyragætt- ina — sljór eins og heyrnarlausir menn ávalt eru. ,,‘Það gjörir ekkert til‘, sagði hún. ‘Hann heyrir ekkert*. ,,Að fám augnablikum liðnum sagði hún: ‘Þér þekkið þá fólkið í Nancy?1 ,,‘Reyndar; nærri hvern mann‘. ,,‘Sainte-Allaize fólkið?1 ,,‘Já, mjög vel. Það voru vinir föður míns‘. ,, ‘H vað heitið þér?‘ ,,Eg sagði henni það. Hún horfði á mig eins og til rannsóknar. Svo mælti hún lágum rómi, eins og þegar endur- minningar vakna: 63 ,,‘Já, já. Eg man það vel. Og Brise- mare fólkið; hvað er orðið af því?‘ ,,‘Alt dáið'. ,,‘Æ! Og Sirmont fólkið. Þekkið þér það ?‘ ,,‘Já. Sá yngsti er herforingi*. ,,Hún skalf af geðshræring, af ein- hverjum óljósum tilfinningum, sterkum og heiiögum; einhverri þörf til að játa alt og segja frá öllu; þörf til að tala um hluti, sem hún hafði lokað inni í fylgsnum hjarta síns og dulið það fólk, sem hún nú nefndi og snart strengi sálar hennar. ,,‘Já; Henri de Sirmont1, sagði hún. ‘Eg þekki hann vel — herforingjann. Hann er bróðir rninn*. ,,F'g leit upp á hana með furðusvip. Þá mundi eg alt í éinu. ,,Það gjörðist eitt sinn hneykslissaga í Lorraine. Ung stúlka, auðug og fögur, Susanne de Sirmont, hafði verið numin á brott af undirforingja í Hússar-herdeild- inni, sörnu herdeild og faðir hennar réð yfir. ,,Hann var laglegur piitur, bóndasonur, en bláa treyjan hans fór honum vel — svona var hermaðurinn, sem töfrað hafði dóttur undirforingjans. Vafalaust hafði hún séð hann, tekið eftir honum, orðið ástfangin í honum, þegar hún horfði á hann við heræfingar. En hvernig gat hún hafa talað við hann? Hvernig gátu þau hafa fundist, skilið hvort annað? Hvernig gat hún þorað ;ið láta hann skilja, að hún hefði haft ást á honum? Enginn vissi. ,,Þau höfðu á ekkert gizkað, ekkert grunað. Kveld eitt, þegar þjór.usta var úti, hvarf hermaðurinn með hana. Það var hafin árangurslaus leit, aldrei komu neinar fregnir af þeim, þau voru skoðuð sem dauð. Og þarna fann eg hana í þess- um leiðinlega dal. ,,Svo hélt eg áfram þar sem eg hætti: ,,‘Já, eg man það vel. Þér eruð jung- frú Suzanne !‘ ,,Hún hneigði höfuð sitt játandi, og tár féllu niður kinnarnar. Svo leit hún til

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.