Breiðablik - 01.09.1907, Blaðsíða 16

Breiðablik - 01.09.1907, Blaðsíða 16
64 BREIÐABLIK gamla mannsins, sem hreyfing'arlaus stóö á þröskuldinum : ,,‘Það er hann‘. ,,Og mér skildist, að hún hefði ávalt elskað hann, og að hún horfði enn á hann augum æsku sinnar. ,,‘Þér hafið verið ánægð, að minsta kosti?‘ spurði eg hana. ,,Hún svaraði með hreim, sem kom frá hjartanu: ,,‘Ójá, ósköp ánægð. Eg hefi verið sæl með honum. Eg hefi ekki neins að iðrast1. ,,Eg horfði á hana, hrifinn, undrandi og forviða af afli ástarinnar. Þessi ríka stúlka hafði fylgt manni þessum, þessum bónda. Sjálf hafði hún gjörzt bóndakona; hún hafði lagað sig eftir þessu lífi hans, sem var fagnaðarsnautt, lífsþægindalaust, án allrar siðfágunar; hún hafði lagað sig eftir einföldum lífsvenjum hans í öllu. ,,Og hún elskaði hann enn ! Hún hafði gjörzt bóndakona, með kappa og lérefts- treyju; hún hafði sezt á tágastól og etið úr leirskál kjötmusl og kálmeti, jarðepli og reykt svínsfleski. Hún hafði sofið á hálmdýnu við hlið hans. ,,Hún hafði ekki hugsað um neitt nema hann. Hún hafði hvorki séð eftir skrauti, allsnægtum, né mjúkum legubekkfum; hvorki hlýjum ilm herbergjanna, sem fóðruð voru dýrum dúkum, né heldur mýkt dúnsins, sem líkaminn sekkur niður í til hvíldar. Hún vissi af engum skorti, ef hún hafði hann. Væri hann hjá henni, óskaði hún einskis. ,,í æsku sinni hafði hún yfirgefið lífið og heiminn; alla ættmenn sína, alla, sem elskuðu hana; hún hafði farið ein með honum ofan í þetta ljóta dalverpi. Hann hafði verið henni alt í öllu, — verið upp- fylling allra óska hennar og drauma, alls þess, sem menn eru endalaust að vona, allra óumræðilegra aftirlangana. ,,Hann hafði algjörlega fylt líf hennar fögnuði frá uppbafi til enda. Hún hefði ekki getað verið sælli. ,,Um nóttina, þegar eg var að hlusta eftir hásum andardrætti gamla hermanns- ins, sem lá á hálmdýnunni við hlið hennar, sem svo langt hafði fylgt honum, hugsaði eg um þetta undarlega og einfalda æfin- týr, um þessa fullkonlnu ástarsælu, af efnum svo litlum. ,,Daginn eftir um sólaruppkomu fór eg á stað, er eg hafði kvatt gömlu hjónin með handabandi. “ IV. Sögumaðurinn þagnaði. Kona ein sagði: ,,Þetta er ekkert. Hugsjón hennar var of lítilfjörleg, kröfur hennar of nægju- samar, þarfir hennar of smáar. Hún hlýt- ur að hafa verið einfeldningur. “ Onnur sagði gætilega: ,,Hvað gjörir það til! Hún var sæl.“ Þarna varp Korsíka feiknaskugga sín- um á sjóndeildarhringinn; hvarf svo hægt í sjóinn; seig út í nóttina. Það leit útfyrir, að hún hefði birzt að eins til að segja sjálf sögu þessara tveggja umkomulausu elsk- enda, sem leitað höfðu hælis á strönd hennar. Leiörétting. I síðasta (ág.) blaði Breiðablika hafa tvær setningar rugjlast á bls. 45, í öðrum dálki 11. línu að ofan. Par stendur í ritdóminum um ljóðmæli Kristjáns Jónssonar : „Pappír er ágætur; letrið gott ogf frágang'urinn allur hinn prýðilegasti“. Svo átti sú setning að halda áfram: ,,prentara og útgefanda til mikils sóma“. En þau orð hafa vilzt inn í næstu setning á eftir. Þetta eru menn beðnir að leiðrétta. BREIDABLIK. Mánaðarrit til stuðning-s íslenzkri menning. Fridrik J. Bergmann, ritstjóri. Heimili 259 Spence Strreet, Winnipeg. Telephone 6345. Ólafur S. Thorgeirsson, útgefandi. Heimili og afgreiðslustofa blaðs- ins 678 Sherbrooke Str., Winnipeg, Canada. Telephone 4342. Verð : Hver árg\ 1 doll. Hvert eintak 10 cts. — Borgist fyrirfram. Prentsmidja Ólafs S. Thorgeirssonar

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.