Breiðablik - 01.10.1907, Blaðsíða 4

Breiðablik - 01.10.1907, Blaðsíða 4
68 BREIÐABLIK fyrir þroskaskilyrðum hans í mannssálum og mannfélögum. Það, sem á að verða til sigurs, verður til falls. Með ófrelsinu er sannleikanum ávalt bani búinn. Hann smákulnar út í hjörtum þeirra þjóða, þar sem á að halda honum við með því að útiloka nýjar stefnur og hugsanastrauma, sem upp koma með mönnnunum. Þessi blindi misskilningur á sér því miður ekki einungis stað í ka- þólsku kirkjunni. Hann kemur fram enn með svo mörgu móti víðs vegar í mótmælenda heiminum. Þar er endalaust verið að tala um að setja presta og guðfræðinga frá embættum, ef þeir skoða eitthvert trúaratriði í nýju ljósþeða véfengja þann skilning, sem menn áður hafa haft á sannleikanum. Það er leitast við að gjöra þá tortryggilega með öllu móti. Það er reynt að kæfa niður sannleikann í sálum þeirra með alls konar ryki, sem upp er þeytt á móti þeim, svo almenning- ur manna skuli ekki fallast á skoð- anir þeirra. Hvað er þetta annað en ka- þólska stefnan ? Er það ekki ná- kvæmlega sami hugsunarháttur- inn og fram kemur í páfabréfinu ? Þegar hugsað er um, hve mikið er enn eftir af römmum ófrelsis- anda í heiminum,getum vér þá eig- inlega láð nokkurum manni það, þó honum finnist, að framfarirnar í sannleiksbaráttu mannanna sé ekki eins glæsilegar og búast mætti við ? IV. Frelsi fyrir Loka ekki síöur en Þór. En mótmælenda - heimurinn stendur betur að vígi en hinn kaþólski. Þar er annar straum- ur, enn sterkari, sem er þessum ófrelsisstraum í heimi hugsan- anna öldungis gagnstæður. Það er sá straumur, sem siðbótar- öldin hratt inn í heiminn. Þeir, sem honum fylgja, vilja láta algjört frelsi ráða í öllum andleg- um efnum. Sannleikurinn verður lifandi í mannssálunum einungis fyrir óþreytandi umhugsan og rannsókn. Sú umhugsan og rann- sókn verður að vera algjörlega frjáls. Hverjum manni þarf að vera öldungis frjálst að hugsa um sannleikann frá því sjónarmiði, sem honum er eðlilegast. Hann verður að hafa leyfi til að efast um það, sem hann getur ekki annað en efast um, og véfengja það, sem hann finnur alls engar sannanir fyrir. Með því móti tileinkar hann sér það af sannleikanum, sem hon- um er unt að tileinka sér, og láta verða lifandi í sálu sinni. Af öðru hefir hann ekkert gagn. Það ligg- ur dautt og ávaxtarlaust í sálu hans og getur orðið honum til mikils tjóns. Það erhverjum manni til tjóns að segjast trúa andlegum hlutum, sem hann hefir aldrei hugsað um, aldrei samrímt insta eðli sínu, aldrei tileinkað sér að neinu leyti og hann samt sem áð- ur staðhæfir, að sé sáluhjálpleg sannindi og sakfellir aðra fyrir að efast um.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.