Breiðablik - 01.10.1907, Blaðsíða 6

Breiðablik - 01.10.1907, Blaðsíða 6
70 BREIÐABLIK bera sigur úr býtum, eins og- það er sjálfsagt, að mennirnir láta sér miða áfram en ekki aftur á bak. V. Ráö Gamalíels. Ollum, sem álíta, að þeir hafi allan sannleikann og- ekkert æðra ætlunarverk í lífinu en að geyma hann, fer líkt og manninum, sem geymdi fjársjóð sinn (mínuna) í sveitadúki, í stað þess að leggja féð í banka. Hann bjóst við að fá hrós hjá herra sínum, en í stað þess lét hann talca peninginn af honum og fá þeim í höndur, sem ötulastur hafði verið að ávaxta. Það er aumt,að nokkur skuli ætla, að göfugasta ætlunarverkið sé að geyma sannleikann í sveitadúki. Það er engu líkara en verið sé að taka silfur satinleikans frá kaþólskri kristni um þessar mundir. í svo mikilli hnignan og afturför er andlegt líf í löndum hennar, nema að svo miklu leyti, sem fólkið hefir rifið sig undan oki kirkjunnar. Og það sannast, að það dvínar í höndum allra þeirra, sem með svipuðu ófrelsis-atferli ætla sér að tryggja vald hans yfir manns- sálunum. Og öllum þeim, sem beita einhverju ofríki, hvort heldur í smáum stíl eða stór- um, við annarlegar skoðanir, til þess að koma sínum að og tryggja þeim lengri lífdaga, fer líkt og ráðinu mikla í Jerúsa- lem og öllum öldungum ísraelssona, er þeir ætluðu að hnekkja kenningu postul- anna með því að stytta þeim stundir. Hepnir voru þeir þá, að spekingurinn Gamalíel sat á bekk með þeim, bað sér hljóðs og gaf það ráð, sem lengi skal í minnum haft: Látið þessa menn eiga sig og sleppið þeim, því ef þetta ráð eða verk þetta er af mönnum, verður það að engu; en ef það er af guði, þá megnið þér ekki að yfirbuga þá. Eigi má yður það henda, að þér berjist jafnvel gegn guði. Vér menn erum svo skammsýnir, að vér vitum oft ekki, nema vér séum a ð berjast gegn guði og gjörum það vitan- lega ósjaldan í blindni, en bezta tilgangi. Þess vegna ættum vér ávalt að vera vara- samir og taka ráð Gamalíels til greina, og láta guð ráða, hvort hann gefur þeim skoðunum og skilningi á sannleikanum, sem vér aðhyllumst í bili, sigur eða ekki, í stað þess að láta oss nokkuru sinni til hugar koma að beita ofbeldi eða aflsmun, tíl að knýja skoðanir vorar fram. RITSTJÓRINN OG BÓNDINN. VEIR menn áttu tal saman um blöð, kosti þeirra og ókosti. Annar var bóndi utan af landi. Hitt var ritstjóri. ,,Eftir hvaða reglutn veitið þér aðsend- um ritgjörðum viðtöku í blað yðar?“ spurði bóndinn, ofur-hægt. Ritstjórinn hugsaði sig um dálitlastund. ,,Eg tek nokkurn veginn alt, sem mér er sent. Eg á svo bágt með að neita nokkurum. Og þó mig langi til að neita, þori eg það oft ekki. Eg veit ekki nema einhver meðhaldsmaður blaðsins styggist við það og blaðið um leið missi fylgi hans. ” ,,En finst vðtir ekki bhtðið verða með því móti ofur-mikil ruslakista? Þegar við bændurnir komum heim, dauðþrevttir frá vinnunnijOg heyrum,að blað er komið, opnum við það sárþyrstir í að fá að lauga andann í fögrum og nytsömum hug- vekjum um ýms áhugamál mannanna. En svo finst okkur oft, að blaðið vera troðfult ónytju mælgi ýmsra manna hing- að og þangað, sem engar hugsanir hafi til brunns að bera, er nokkurum manni gæti að haldi komið, og enga hæfileika til að vertt rithöfundar. “ Bóndinn talaði hægt og stillilega. Það var auðheyrt, að þetta var efni, sem hann hafði þaul- hugsað með sjálfum sér. ,,Þetta er hverju orði sannara,“ sagði

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.